Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001
13
DV
Útlönd
Reiði vegna morðs á tíu mánaða gömlu gyðingabarni í Hebron:
Israelsher i atokum
við gyðingalandnema
ísraelski herinn lenti í átökum í
gærkvöld við reiða gyðingaland-
nema sem reyndu að komast inn á
svæði Palestínumanna í borginni
Hebron á Vesturbakkanum eftir að
byssumaður varð ísraelsku stúlku-
barni að bana.
Hin tíu mánaða gamla Shalhevet
Pas bjó í landnemabyggðinni Avra-
ham Avinu i Hebron þar sem um
fjögur hundruð herskáir gyðingar
búa innan um rúmlega eitt hundrað
þúsund Palestínumenn.
Þótt landvarnaráðherra ísraels
hefði hvatt til stillingar í gær, gengu
landnemar engu að síður fylktu liði
til Abu Sneineh-hverfisins þaðan
sem leyniskytta skaut kúlunni sem
varð baminu að bana, að því er
ísraelski herinn skýrði frá.
Palestínski ráðherrann Yasser
Abed Rabbo, sem situr leiðtogafund
arabaríkjanna í Amman í Jórdaníu,
sagði fréttamanni Reuters í :gær að
Litla stúlkan og foreldrar hennar
Israelsku landnemahjónin Oría og Itzhak Pas halda ð tíu mánaöa gamalli
dóttur sinni, Shalhevet, sem lét lífiö í gær þegar hún varö fyrir byssukúlu.
ísraelar segja aö kúla úr riffli palestínskrar leyniskyttu hafi banaö henni.
engar sannanir lægju fyrir því að
skot úr byssu Palestínumanns hefði
orðið barninu að bana og sakaði
ísraela um að bera ábyrgð á ofbeld-
isverkum undafarinna mánaða.
Leiðtogar arabaríkjanna koma
saman til fundar i Amman í dag þar
sem til stendur að lýsa yfir stuðn-
ingi við uppreisn Palestínumanna.
Skriðdrekar og herjeppar fóru
inn í Hebron í gærkvöld og tóku sér
stöðu milli hverfa gyðinga og Palest-
ínumanna, að sögn sjónarvotta.
Hermenn sögðu palestínskum íbú-
um Abu Sneineh að yfirgefa heimili
sin. Ekki lá ljóst fyrir hvers vegna
sú skipun var gefin og ísraelska út-
varpið sagði síðar að svo virtist sem
henni hefði ekki verið framfylgt.
Bamið sem lést í gær var yngsta
fómarlamb átaka Palestinumanna
og ísraelska hersins. Ariel Sharon
forsætisráðherra kenndi heima-
stjóm Palestínumanna um.
Forseti á vettvangi
Daniel Arap Moi, forseti Kenía,
skoöar brunarústir heimavistarinnar.
Fimmtíu og sjö
létust í eldsvoða
Fimmtíu og sjö unglingspiltar á
aldrinun fjórtán ára til tvítugs lét-
ust í elsvoða sem varð á heiihavist í
skóla í Kenía í gærmorgun. Þetta er
mannskæðasti eldsvoði sem orðið
hefur í landinu um langt skeið.
Julius Narangui lögreglustjóri
sagði að grunur léki á um að kveikt
hefði verið í heimavistinni. Vitnis-
burður frá þeim sem komust lífs af
úr brunanum styddi einnig þá til-
gátu.
Hinn sautján ára gamli Robert
Masembi sagði að íbúar heimavist-
arinnar hefðu vaknað upp við mik-
inn reykjarmökk og að allir hefðu
þust að útgöngudyrunum. Eitt
hundrað og þrjátiu piltar sváfu á
heimavistinni.
Snemma beygist krókurinn
Hann er ekki hár í loftinu, þessi ungi piltur frá héraöinu Aceh á Indónesíu. Hann tók engu aö siöur þátt í mótmælum
gegn indónesíska hernum fyrir utan bandariska sendiráöið í Jakarta i morgun. Rúmlega sex hundruö íbúar Aceh
gengu um götur höfuöborgarinnar og kröföust þess aö herinn færi burt úr héraöinu þar sem blóöug átök hafa veriö.
7
i
Lee Harvey Oswald
í vörslu lögreglu eftir moröiö á
Kennedy.
Breskir læknar:
Telja að tveir
morðingjar hafi
beðið Kennedys
Breskir réttarlæknar telja að Lee
Harvey Oswald hafi ekki verið einn
að verki þegar John F. Kennedy,
fyrrverandi forseti Bandaríkjanna,
var skotinn til bana 1963. Það voru
tveir tilræðismenn sem biðu forset-
ans í Dallas, samkvæmt skýrslu
sem réttarlæknarnir hafa skrifað.
Þeir staðfesta þar með niðurstöðu
þingnefndar fyrir 16 árum þar sem
sagði að einnig hefði verið skotið
frá grasflöt hægri megin við forseta-
bílinn. Þrjú skot komu frá bóka-
lagernum þar sem Oswald var í fel-
um. Sérstök nefnd bandarísku vís-
indaakademíunnar gerði lítið úr
rannsókn þingnefndarinnar. Breska
rannsóknin styður hins vegar kenn-
inguna um að morðingjarnir hafl
verið tveir.
Höfundur bresku skýrslunnar, D.
B. Thomas, skrifar að 96 prósenta
líkur séu á því að tilræðismaður
hafi einnig staðið á grasflötinni. Það
hafi verið skotið þaðan sem banaði
Kennedy.
Litla Kaffistofan
Tryggvabraut 14
Sími 461 3000
Akureyri
Venjulegur
heimilismatur í
hádeginu virka daga
Mannætu hjálpað
að flýja úr fangelsi
Kvikmyndin um mannætuna
Hannibal Lecter er orðin óhugnanleg-
ur raunveruleiki á Filippseyjum, að
því er segir í netútgáfu sænska blaðs-
ins Expressen. Lögreglan á Filippseyj-
um leitar nú Norbertos Maneros yngri
sem fyrir 16 árum myrti prest og lagði
sér til munns hluta af heila hans.
Manero flýði úr fangelsi á eynni
Mindanao síðastliðinn fimmtudag.
Hann faldi sig í farangursgeymslu bils
eiginkonu sinnar þegar hún yfirgaf
fangelsið þar sem hún hafði verið í
heimsókn.
Norberto Manero var árið 1985
dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð
á kaþólskum presti frá Ítalíu, Tulio
Favali. Við réttarhöldin greindu mörg
vitnanna frá því að þau hefðu séð
Manero borða hluta af heila prestsins
og smyrja afganginum af heilanum á
líkið.
Glæpurinn vakti mikinn óhug á Fil-
ippseyjum og Maneros var vel gætt í
fangelsinu, ekki síst til að vemda
hann gegn samfóngum.
Fyrir morðið á prestinum 'var
Manero leiðtogi vígasveita sem studdu
stjórnvöld og böröust gegn skærulið-
um á Mindanao. Þá þegar var Manero
gmnaður um mannréttindabrot.
Stjórnvöld létu hins vegar sem ekkert
væri og létu víg Maneros afskiptalaus
á meðan hann barðist gegn skærulið-
um. En lögreglan neyddist til að grípa
hann vegna morðsins á prestinum.
Lögmaður Maneros fullyrti um
helgina að hann hefði líklega flúið þar
sem hann hefði óttast um líf sitt í fang-
elsinu.
Lögreglan er þeirrar skoðunar að
Manero hafi fengið aðstoð til að flýja.
Fangaverðir hlynntir hernum eru
gmnaðir um að hafa hjálpað honum
að flýja til að trufla friðarviðræðurn-
ar, sem nú fara fram, milli stjómvalda
og skæruliða. Stjórnin hefur fyrirskip-
að að hermn og lögreglan fái liðsauka
í leitinni að Manero. Skæruliðar leita
hans einnig ákaft þar sem þeir vilja
hampa honum sem sigurtákni í friðar-
viðræðunum við sfjómvöld.
Almenningur á Filippseyjum er óró-
legur végna tilhugsuriarinnar um
mannætuna sem gengur laus og gæti
látið til skarar skríða á ný.
Myndbandið 5máeðlumar, nr. 4
Pála S. Tryggvadóttir Lönguhlíð 9C 603 Akureyri
Guðmundur I. Kjartansson Baðsvöllum 25 240 Grindavík
Krismý Ásta Stóra-Hálsi 801 Selfoss
Harpa L. Egilsdóttir Spóahólum 18 111 Reykjavík
Axel H. Jóhannsson Miðbraut 3 170 Seltjamamesi
Myndbandið Smáeðlurnar, nr. 5
Ólöf H. Haraldsdóttir Túngötu 3 820 Eyrarbakka
Eva Dís Ottesen Suðurgötu 20 Sandgerði
Magnús Öm Pétursey 871 Vík
Atli Sigurjónsson Vallargerði 2A 600 Akureyri
Stella B. Guðmundsd. Fagrabergi 52 220 Hafnarfírði
---------------I_____________________________________