Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001
Viðskipti
Umsjón: Vidskiptabla&iö
SPRON þarf að skoða
hlutafélagavæðingu
- ef ætlunin er að vaxa með sama hraða og undanfarin ár
Á aðalfundi SPRON kom fram sú
skoðun hjá Guðmundi Haukssyni
sparisjóðsstjóra að skoða bæri
vandlega þá möguleika sem felast í
því að breyta rekstrarformi spari-
sjóðsins í hlutafélag ef SPRON á að
geta vaxið áfram með sama hraða
og undanfarin ár.
Á aðalfundi SPRON kynnti Guð-
mundur Hauksson sparisjóðsstjóri
nýtt lagafrumvarp sem nú liggur
fyrir Alþingi og veitir þeim heimild
til að breyta rekstrarformi sínu í
hlutafélög ef þaö verður að lögum.
Samkvæmt frumvarpinu fá stofn-
fjáreigendur hlutafé sem gagngjald
fyrir stofnfjárhluti sína. Þeir verða
þannig hluthafar í hlutafélaginu
sem tekur við rekstri sparisjóðsins.
Hlutafjáreign sem ekki hefur verið
greidd inn af stofnfjáreigendum
verður eign sjálfseignarstofnunar.
Stofníjáreigendur skipa fulltrúaráð
sem aftur kýs stjórn fyrir sjálfseign-
arstofnunina. Þannig er Ijóst að
stofnfjáreigendur fara áfram með
ábyrgð á stærstum hluta eigin fjár
viðkomandi sparisjóðs eftir að hann
hefur breytt formi sínu í hlutafélag,
a.m.k. til að byrja með.
í frumvarpinu eru einnig mikil-
væg nýmæli sem auðvelda þeim
sparisjóðum sem ekki hafa hug á að
breyta rekstrarfomi sínu að styrkja
eiginfjárstöðu sína. Þá gerir frum-
varpið einnig ráð fyrir að heimilt
verði að kveða á um í samþykktum
sparisjóðs að stofnfjáreigendur kjósi
alla fimm stjórnarmenn sjóðsins í
stað þess að sveitarfélög tilnefni tvo
stjórnarmenn af flmm.
Á fundinum var stofnijáreigend-
um gerð grein fyrir þeim möguleik-
um sem felast í frumvarpinu enda
kemur það væntanlega síðar í hlut
stofnfjáreigenda að taka ákvörðun
um hvort breyta eigi SPRON í
hlutafélag ef frumvarpið verður að
lögum.
Síldarvinnslan
gerir ráð fyrir
125 milljóna
hagnaði
Rekstraráætlun Sildarvinnslunn-
ar hf. gerir ráð fyrir að 125 milljóna
króna hagnaður verði af rekstri fyr-
irtækisins á þessu ári. Áætlunin
var lögð fram á aðalfundi fyrirtæk-
isins á fóstudag.
Á síðasta ári var Síldarvinnslan -
rekin með 416 milljóna króna tapi í
kjölfar fjármagnsliða sem voru nei-
kvæðir um 571 milljón króna. Á
þessu ári reikna stjómendur Síldar-
vinnslunnar með því að fjár-
magnsliðir verði neikvæðir um 115
milljónir króna.
Áætlunin gerir ráð fyrir því að
velta Síldarvinnslunnar aukist um
29% og verði 2,8 milljarðar króna.
Gert er ráð fyrir 750 miUjóna króna
framlegð eða sem samsvarar 27%
rekstrartekna, samanborið við 503
miUjóna króna framlegö í fyrra sem
jafngilti 23% rekstrartekna.
Áætlun Síldarvinnslunnar gerir
ráð fyrir að afskriftir aukist lítið
eitt og nemi 457 milljónum króna,
að skattgreiðslur nemi 53 milljénum
króna og að afkoma hlutdeildarfé-
laga verði í jafnvægi en vegna taps
þeirra á síðasta ári gjaldfærði Síld-
arvinnslan 60 miUjónir króna.
Vátryggingafélag Islands á
Verðbréfaþing á þessu ári
Stjóm Vátryggingafé-
lags íslands hf. (VÍS) hef-
ur samþykkt að stefna að
skráningu félagsins á
Verðbréfaþingi íslands á
þessu ári.
í tUkynningu frá VÍS
segir að gert sé ráð fyrir
að skUyrðum skráningar
veröi náð með útgáfu nýs
hlutafjár sem selt verði
starfsmönnum og stjóm-
endum VlS, auk þess sem
kaupréttaráætlun verður
útfærð fyrir starfsmenn
félagsins. Einnig er gert
ráð fyrir að Landsbank-
inn bjóði starfsmönnum
sinum hlut í VÍS. AUir
hluthafar VÍS munu
bjóða stærri fjárfestum
að kaupa allt að 15%
hlutafjár í félaginu í lok-
uðu hluúifjárútboði. Eftir þá aðgerð
verða yfir 30% hlutafjár í félaginu í
dreifðri eignaraðUd.
Samhliða er gert samkomulag um
að VÍS eignist 25% hlut í Líftrygg-
ingafélagi íslands hf. (LÍFÍS) og að
Landsbankinn auki beinan eignar-
hlut sinn í LÍFÍS úr 44,4% í 50%.
Jafnframt er gert ráð fyrir að
Höfuöstö&var VÍS.
samstarfsgrundvöUur á mUli Lands-
bankans, LÍFlS og VÍS verði treyst-
ur og samstarf félaganna aukist.
I tilkynningu, sem Landsbankinn
hefur sent frá sér vegna ákvörðun-
arinnar, segir að hlutur Lands-
banka íslands í VlS, beint og óbeint,
sé 50%. „Hlutur Landsbankans í
VÍS er bókfærður á 3.971,5 miUjónir
króna. Ætla má að markaðsverð-
mæti hlutarins sé nokkru hærra en
bókfært virði hans,“ segir i tUkynn-
ingu Landsbankans.
Vátryggingafélag Islands hf. mun
boða til fréttamannafundar tU frek-
ari kynningar á fyrirhugaðri skrán-
ingu eftir aðalfund félagsins sem
haldinn verður 29. mars nk.
Holl og vel launuð
m o r g u n h r ey f i n g
Póstflutningar ehf. er nýtt öflugt póstdreifingarfyrirtæki. Eitt af fyrstu
verkefnum fyrirtækisins er dreifing á nýju dagblaði sem borið verður út til
allra heimila á höfuðborgarsvæðinu fyrir klukkan sjö á morgnanna.
Póstflutningar leita að dugmiklu og ábyrgu fólki sem vill vinna sér inn
aukapening með mátulegri morgungöngu. Hver blaðberi ber út í hverfi sem
tekur um -klukkustund að sinna. Blaðberinn þarf því að hefja útburðinn
klukkan sex að morgni alla virka daga - frá mánudegi til föstudags. Starfið
hentar bæði fullorðnum og unglingum og í boði eru góð laun fyrir þægilega vinnu.
Áhugasamir eru beðnir um að leggja inn nafn, heimilisfang og símanúmer til
Vinna.is á netinu, í síma 511-1144, fax 511-1145 merkt „Blaðberi".
Haft verður samband við alla umsækjendur á næstu dögum og þeim kynnt nánarí
hverju starfið er fólgið sem og launakjör.
POSTFLUTNINGAR
Brautarholti 1 sími 5100 300
DV
Þetta helst
HEILDARVIÐSKIPTI 2060 m.kr.
- Hlutabréf 471 m.kr.
- Húsbréf 700 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
0 Össur 143 m.kr.
0 Sjóvá-Almennar 123 m.kr.
0 Landsbankinn 47 m.kr.
MESTA HÆKKUN
0 Landsbankinn 8,3 %
0 Olíufélagiö 4,3%
0 Baugur 2,5 %
MESTA LÆKKUN
o Sjóvá-Almennar 3,4 %
0 ÚA 2,3%
©íslenski hugbúnaöarsj. 2,0 %
ÚRVALSVÍSITALAN 1172 stig
- Breyting O 0,78 %
Vextir í Evrópu
verða aö iækka
Kröfur hafa orðið æ háværari um
lækkun vaxta í Evrópu. Hlutabréfa-
markaðirnir lentu undir mikilli
pressu í síðustu viku og lækkuðu
vísitölumar hratt. Paris CAC vísi-
talan lækkaði niður fyrir 5000 stig í
fyrsta skiptið síðan í nóvember
1999.
Spár um hagvöxt á þessu ári voru
minnkaðar töluvert í ljósi samdrátt-
ar í Bandaríkjunum. Það var tölu-
vert fall Ifo-vísitölunnar í Þýska-
landi.
Evrópski seðlabankinn er því
undir mikilli pressu að lækka vexti.
Næsta tækifæri hans kemur á
fimmtudaginn. Hagtölur sem koma
í þessari viku eru tölur yfir við-
skipti við útlönd og vaxtarhraði
peningamagns.
Krónan í sögu-
legu lágmarki
Rétt fyrir lokun markaða í gær
keypti Seðlabankinn um 1,6 millj-
arða af krónum fyrir dollara. Inn-
gripin hófust í visitölunni 123,15 og
fór vísitalan lægst í 122,20. Aðilar
nýttu það tækifæri og keyptu mikið
af gjaldeyri og endaði vísitalan í
123,00. Veltan var tæpir 10 milljarð-
ar sem er mesta velta síðan 27. nóv.
2000. Ljóst að markaðsaðilar nýta
hvert tækifæri sem býðst til að losa
sig úr stöðum og kaupa gjaldeyri.
Sterkar líkur eru taldar á því að
Seðlabankinn tilkynni um breytta
peningamálastefnu á ársfundi bank-
ans á morgun. Er þá taliö að Seðla-
bankinn muni tilkynna um upptöku
veröbólgumarkmiðs í stað núver-
andi gengismarkmiðs. Samfara
þessu er líklegt að tilkynnt verði
um flot krónunnar. Þetta má lesa úr
Morgunkomum Íslandsbanka-FBA
og Markaðsyfirliti Landsbankans í
dag.
______________27.03.2001 kl. 9.15
KAUP SALA
j Bld Dollar 88,650 89,100
IsjsjPund 127,270 127,920
'1*1 Kan. dollar 56,890 57,240
55~ Dönsk kr. 10,6300 10,6880
Íjr^Norsk kr 9,8020 9,8560
gSSænskkr. 8,6880 8,7360
H—|n. mark 13,3385 13,4187
| (j Fra. franki 12,0903 12,1630
5 i Belg. franki 1,9660 1,9778
Sviss. franki 51,7100 51,9900
Oh»IL gyllini 35,9881 36,2044
“iÞýskt mark 40,5492 40,7929
0«. lira 0,040960 0,041200
Aust. sch. 5,7635 5,7981
"] Port. escudo 0,3956 0,3980
'• jspá. peseti 0,4766 0,4795
| • [jap. yen 0,721900 0,726200
g jírsktpund 100,699 101,304
SDR 112,480000 113,150000
0ECU 79,3073 79,7839