Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 35 DV Tilvera ■ mAmmmm Quentin Tarantino 38 ára Kvikmyndaleikstjór- inn Quentin Tarantino verður 38 ára í dag. Tvær fyrstu kvikmynd- ir hans, Reservoir Dogs og Pulp Fiction, hafa haft mikil áhrif á gerð sakamálamynda á síðustu árum. Tarantino, sem segist aldrei hafa ætl- að að vinna við neitt annað en kvik- myndir, vann sem afgreiðslumaður á myndbandaleigu þegar hann fór að safna fyrir Reservoir Dogs. Tarantino hefur, auk þess að leikstýra eigin myndum, leikið í kvikmyndum og skrifað handrit fyrir aðra. Gildir fyrir miövikudaginn 28. mars Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: >Þú hugsar til liðins tíma og einhvers sem hefur misheppnast. Hætt er við að það valdi þér angri. Gættu þess að það skaði ekki sjálfstraust þitt. Rskarnlr(19 febr.-20. marsl: Hegðun annarra hefur . áhrif á þig. Nú er betri tími til fram- kvæmda en áætlana- gerðar í hagnýtmn málum. Happa- tölur þínar eru 7,13 og 35. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): . Menn eru hjálpsamir 'og vingjamlegir en þú gætir orðið fyrir gagn- rýni. Þú tekur það nærri þér. Smáuppörvun væri næg til að þú tækir gleði þína á ný. Nautlð (20. apríl-20. maíl: Þú gleðst innilega þeg- > ar þú uppgötvar að eitthvað sem þú óttað- ist var ástæðulaust. Þú ert óþarflega svartsýnn í dag. Tvíburarnir (21. maí-21. iúní): V Þú þarft að gera það /7*'besta úr hlutunum. Einhver þér nákominn hefur gert mistök. Smámálin þarfhast líka athygli. Krabbinn (22. iúní-22. iúffl: Eitthvað fær þig til að | bregða út af vananum ' og er það af hinu góða. Ekki er von á neinum stórkostlegum framförum. Liónið (23. iúlí- 22. ágúst): Þú ert mjög móttæki- legur fyrir nýjum hug- myndum, sérstaklega þeim sem gætu haft ávinning í for með sér. IVIevlan (23. áeúst-22. sept.i: Áhrif sem þú verður fyrir leiða til persónu- legra framfara. Þú færð tækifæri til að bæta fjárhag þixm allverulega. Hafðu augun opin. Vpgin (23. sept.-23. okt.>: Þú hefur mjög mikið að gera og hefur minni tíma fyrir sjálfan þig en þú hefur haft. Hafðu gætur á buddunni. Þú færð uppörvandi fréttir af vini þínum. Sporðdreki (24. okt.-2t. nóv.l: Rómantikin gerir vart við sig. Giftir eiga góð- ar stundir saman. Ekki er rétt að vera með allt of mikla stjómsemi. Bogamaður (22. nóv.-2i. des.): - .Þér líður best með fólki rsem þú þekkir vel. Þú átt í einhverjum erflð- leikum með samskipti við þá sem þú þekkir lítið. Happa- tölur þinar eru 8, 22 og 31. Steingeitln (22. des.-19. ian.l: Þú ert undir einhverju álagi sem þú hefur ekki verið undir áður. Þú bregst skjótt við fréttum sem.þú færð. Ekki láta neitT uppi urn persóriul'egár áæfláhír'þinaV. Rúsínan í pylsuendanum Jagúar átti lokatónana á laugardaginn og hristi ærlega upp í áhorfendum enda er aldrei nein lognmolla í kringum sveitina. Edda kveður sér hljóðs - Hafnarhúsið breyttist í hljómleikahöll Hin nýstofnaða tónlistardeild Eddu blés til stórtónleika í Lista- safni Reykjavíkur - Hafnarhúsi á laugardaginn. Þar stigu á stokk ýmsir tónlistarmenn sem komnir eru á mála hjá fyrirtækinu og sýndu hvað í þeim býr. Listamenn- imir sem komu fram voru rokk- hljómsveitin Úlpa, Jóel Pálsson, Rússíbanarnir og Jagúar og er því óhætt að segja að talsverð fjöl- breytni einkenni hina nýju útgáfu. DV-MYNDIR EINAR J. Úlpa á sviöinu Rokkhljómsveitin Úlpa hefur vakiö mikla athygli aö undanförnu fyrir tónlist sína sem er í senn kröftug og seiömagnandi. Jóel í ham Jóel Pálsson er í hópi þeirra lista- manna sem Edda hefur tekiö upp á arma sína. Rússíbanarnir Gleðisveitin Rússíbanarnir á auðvelt meö aö koma fóiki í gott skap meö sérstakri tónlist sinni. Jagger með nýja kærustu Fyrirsætan Sophie Dahl, barna- bam norska rithöfundarins Roalds Dahls, er kærasta Micks Jaggers ef marka má fullyrðingar breska slúð- urblaðsins The Sun. Orðrómur hef- ur verið á kreiki i rúmt ár um að Mick Jagger og Sophie, sem er 24 ára, eigi í ástarsambandi þar sem þau hafa oft sést koma út af hótel- herbergi í London á morgnana. Fullvíst þykir að skötuhjúin hafi ekki verið að spila lönguvitleysu á næturnar. Sophie hefur hins vegar alltaf vísað orðróminum á bug. Unnusti Sophie, leikarinn og leik- stjórinn Griffln Dunne, er sagður hafa vísaö Sophie á dyr úr flottri íbúð þeirra í London vegna sam- bands hennar við rokkarann gamla. Hann mun hafa verið orðinn þreytt- ur á umtalinu og gert sér grein fyr- ir að eitthvað hlyti að liggja að baki orðróminum. Sophie dvaldi í Paris um síðustu helgi með Mick Jagger, Sophie Dahl Fyrirsætan hefur sýnt föt meö dóttur Jaggers og eiginkonu. að sögn Sun. Mick Jagger er enn með sama heimilisfang og fyrrverandi eigin- kona hans, Jerry Hall, í Richmond í London. Mick og Jerry koma enn saman í veislur og á góðgerðarsam- komur í London. Haft hefur verið eftir Jerry að tími sé kominn til að Jagger flytji endanlega að heiman en þegar þau sjást saman opinber- lega virðist fara ákaflega vel á með þeim. Reyndar hefur Jerry sagt að hún muni alltaf elska Mick þó hún sé löngu hætt að vera ástfangin af honum. Sophie Dahl er vinsæl fyrirsæta og hún hefur meðal annars sýnt föt með dóttur Micks, Elizabeth, sem er 17 ára, og Jerry Hall. Mynd af Sophie, þar sem hún liggur nakin á flauelsábreiðu og auglýsir ilmvatn, varð fræg þegar Frakkar bönnuðu hapa. Frökkum fannst myndin of djörf. Ball í Gúttó eftir Maju Árdal Frumsýning miðvikud. 11. apríl kl. 20.00 2. sýning fimmtud. 1 2. apríl. kl. 20:00 Þýðing Valgeir Skagfjörð, Leikmynd og búningar Helga Rún Pálsdóttir, Ljósahönnun Alfreð Sturla Böðvarsson, Tónlistarstjórn Valgeir Skagfjörð, Dansar: Jóhann Gunnar Arnarsson. Leikarar: Hinrik Hoe Haraldsson, Saga Jónsdóttir, Sigríður E. Friðriksdóttir, Skúli Gautason, Þóranna K. Jónsdóttir og Þorsteinn Bachmann Dansarar: Aron Bergmann Magnússon, Friðgeir Valdimarsson, Guðjón Tryggvason, HilmarMár Hálfdánarson, ír Helgadóttir, Katrín Rut Bessadóttir, Rakel Þorleifsdóttir, Sigursveinn Þór Magnússon, Þórdís Steinarsdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir T-veir tnisþftte Á Akureyri og á leikferð Sniglaveislan eftir: Ólaf Jóhann Ólafsson Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson. Sýningar í Iðnó Miðasalan opin alla virka daga, nema mánudaga, frá kl. 13:00- 17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is Allt til alls ►I 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.