Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 17
16 25 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla. áskrift: Þverholti 11, 105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjöimiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Rœtur kynþáttahaturs Eftir ósigra í Burgenlandi og Styriu í fyrra hefur kyn- þáttahatursflokkur Jörgs Haider enn tapað í héraðskosn- ingum í Austurríki, í þetta sinn i Vínarborg, þar sem fylg- ið fór úr 28% niður í 20% um helgina. Saman er þetta þrennt visbending um, að sóknin hafi stöðvazt. Svipað hefur verið að gerast í ýmsum öðrum löndum Vestur-Evrópu. Kynþáttahatarar i Noregi hafa átt í erfið- leikum að undanförnu. Flokkur þeirra í Frakklandi hefur klofnað og tapað fulltrúum í kosningum. í Danmörku hef- ur ílokkur þeirra ekki náð neinu flugi enn. Annars staðar eru þetta víðast hvar áhrifalausir smá- flokkar á jaðrinum. Óeðlilega háar fylgistölur í Austurríki benda til, að þar séu sérstakar aðstæður, sem séu víti til að varast. Oftast hefur samanburðar verið leitað við Þýzkaland, þar sem kynþáttahatarar fá lítið fylgi. Eftir síðari heimsstyrjöldina hreinsuðu Þjóðverjar sig af nazismanum og Hitler, voru einlægir í sinni yfirbót og voru á þeim grundvelli teknir inn i samfélag vestrænna þjóða. Austurríki, föðurland Hitlers, gerði hins vegar enga yfirbót á virkri aðild sinni að nazismanum. Síðan gerðist það á síðasta áratug tuttugustu aldar, að flóttamenn frá styrjöldum og fjöldamorðum Balkanskaga flúðu hópum saman norður til Austurríkis, þar á meðal mikill fjöldi múslíma, sem skera sig á ýmsan hátt úr aust- urrísku þjóðfélagi, til dæmis í klæðaburði. Ætla hefði mátt, að Austurríkismenn væru vanir fjöl- breytni í háttum og siðum, því að landið er afgangur af fyrstu tilrauninni frá tímum Rómarveldis til að búa til fjölþjóða stórveldi með virkri þátttöku margra þjóða, svo sem Ungverja, Tékka, Slóvena og Feneyinga. En munurinn er sá, að hinar mörgu þjóðir keisaradæm- is Habsborgara i Vínarborg sameinuðust allar í kaþólskri trú. Þótt alls konar og ólik tungumál hafi öldum saman verið töluð á götum borgarinnar, var fólkið allt af sama menningarheimi hins heilaga keisaradæmis. Hinir nýju innflytjendur í Vínarborg fylgja hins vegar margir grisku kirkjunni, sem ræður ríkjum i Serbiu og enn fleiri játa trú á Allah, sem er við völd í Bosníu og Kosovo. Þeir koma af svæðum, sem öldum saman til- heyrðu öðru stórveldi, soldánsins í Miklagarði. Reynslan sýnir, að fólk á tiltölulega auðvelt með að samlagast innan menningarheima, en lendir í vanda, ef það flytur milli þeirra. Þannig eiga allar vesturkristnar þjóðir auðvelt með að taka sameiginlega þátt í vestrænu lýðræði. Pólverjar samlagast til dæmis íslendingum. Fólk frá menningarheimi íslams flytur hins vegar með sér önnur sjónarmið, þegar það kemur til Vesturlanda og á erfitt með að laga sig að vestrænum háttum. Til dæmis er staða múslímskra kvenna svo miklu veikari en vest- rænna, að það jaðrar við lögbrot á Vesturlöndum. Eðlilegt er, að vestrænar þjóðir vilji ekki samþykkja, að sumir hættir múslíma flytjist með þeim. Þannig hafa Frakkar reynt að tyrkneskri fyrirmynd að banna andlits- slæður stúlkna og kvenna í skólum. Mál af svipuðu tagi eru farin að koma upp hjá hótelkeðju í Noregi. Að vestrænni sýn er slæðan tákn um undirgefni konunnar og er þannig opinber yfirlýsing, sem stangast á við grundvöll vestræns lýðræðis, jafnrétti kynjanna. Að mati múslíma eru opinber afskipti af slæðum hins vegar dæmi um menningarlegt ofbeldi stjómvalda. Þverstæðan í öllu þessu er, að það er ekki ímyndaður líkamlegur munur kynþátta, sem veldur mestum vanda, heldur raunverulegur munur menningarheima. Jónas Kristjánsson +- -F ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 DV Skoðun Bush beygir til hægri Ekki er sjáanlegt af orð- um eða gerðum Bush Bandaríkjaforseta að hann hlaut færri atkvæði en A1 Gore og varð aðeins forseti vegna íhlutunar Hæstarétt- ar Bandarikjanna og þá með atkvæðum dómara sem faðir hans skipaði. Hann lætur þvert á móti sem hann hafi umboð þjóð- arinnar til víðtækrar stefnubreytingar innan- lands og utan og vill nýta sér meirihluta repúblíkana í fulltrúadeildinni og oddaatkvæði Cheneys varaforseta í öldungadeild- inni til að koma málum fram. Ekki eru nema tveir mánuðir liðnir síðan hann tók við, en línurnar í stefnu hans eru að koma i ljós. Honum hefur þó geflst tími til að snúa við stefnunni í umhverfismál- um og fara i einu og öllu að óskum þeirra risayrirtækja sem lögðu mest fé í kosningasjóöi hans, þ.á m. kola- námu- og olívinnslufyrirtækja sem ekki þurfa lengur að óttast skakka- fóll vegna mengunarreglugerða. Til dæmis er nú leyfilegt að hafa allt að 10 þúsund sinnum meira arsenik í Gunnar Eyþórsson blaöamaöur drykkjarvatni en Clinton stefndi að sem er þessum fyrirtækjum í hag. Ekki verða settar hömlur á losun gróðurhúsaefna sem þó var eitt af kosningaloforðum Bush. Sett verða ný lög um gjaldþrot og greiðslustöðvan- ir, sem greiðslukortafyrir- tækin hafa mestan hag af. - Hagsmunir fyrirtækja ganga fyrir gagnvart almenningi. Kauphallarhrun Verðhrunið á bandariska verðbréfamarkaðnum undanfarið er opinberlega sagt aðallega stafa af óraunhæfum væntingum til nýrra net- og hátæknifyrirtækja. En verð á verðbréfamarkaði endurspeglar hug- arfar kaupenda, hvort þeir eru bjart- sýnir á framhaldið eða ekki. Sam- dráttur í efnahagslífinu er ekki síður af huglægum orsökum en fjármála- legum. Þar sem um helmingur Bandaríkjamanna á nú verðbréf má segja að verðþróunin nú endurspegli væntingar almennings um framtíð- ina. Hvort sem það er rökrétt fram- hald eða ekki verður ekki fram hjá því litið á pólitískum vettvangi að niðursveiflan hófst svo til alveg á sama tíma og Clinton lét af embætti. Með réttu eða röngu er Bush nú þegar órjúfanlega samtvinn- aður núverandi og sívaxandi samdrætti í efnahagslífinu. Þetta er þeim mun meira áber- andi að í stjórnatíð Clintons, sem repúblíkanar hata eins og pestina, var uppgangurinn nær órofinn og hagur almennings með meiri blóma en nokkru sinni fyrr. Bush segir að þetta séu rök fyrir stórfelldri skatta- lækkun sem mun reyndar ekki koma til framkvæmda á þessu ári og ekki að fullu fyrr en 2006 og þá ná mest til auðmanna. Demókratar segja að hann stefni ríkissjóði í hallarekstur á ný og framtíð almannatrygg- inga og niðurgreiðslna í heil- brigðisþjónustu sé í hættu. Þetta verður prófsteinnin á efnahags- stefnu Bush þegar þingið afgreiðir málið. Utanríkismál Bush á það semeiginlegt með bandarískum almenningi að vera „Samdráttur í efnahagslifinu er ekki síður af huglœgum orsökum en fjár- málalegum. Þar sem um helmingur Bandaríkjamanna á nú verðbréf má segja að verðþróunin nú endurspegli væntingar almennings um framtíðinad áhugalaus og fáfróður um umheim- inn. Hann virðist enn bundinn í hug- arfjötra kalda stríðsins og leitar að óvinum, m.a. í Kína. Hann hyggst selja fullkominn vopnabúnað til Taí- vans, sem er bein ögrun við Kín- verja, en fyrst og fremst er það Ríður Sjónvarpið tungunni að fullu? Listamenn eru til alls vísir, þeirra atvinnugrein er sú eina þar sem enn- þá ríkir frelsi. Þeir eru ekki háðir reglubákni eða eftirlitsstofnunum, hjá þeim ræður sköpunin auk agans og færninnar sem þeir tileinka sér. Þeir vilja ná til áhorfendanna, þeir nota oft brellur til þess, þeir tala stundum útlendum tungum. Lista- mennirnir eru óútreiknanlegir, þeir eru bestir þannig. Öðru máli gegnir um ríkissjónvarpið; það er best þeg- ar það er á íslensku, áhorfendur þess eru íslenskir. Hverfandi íslenskt efni Stofnun ríkisútvarpsins varð á sinum tíma til þess að stækka notk- unarsvið íslenskunnar, eftir nærri sjö alda tvísýnan bardaga við evr- ópskt skrifflnnamál. Þegar ríkissjón- varpið fór svo af stað vonuðu menn að sjónvarp landsmanna sjálfra myndi flytja gott og íslenskt efni og verða framvörður íslenskrar tungu og menningar. En lítið virðist ganga að framleiða islenskt, leikið afþrey- ingar- og menningarefni í sjónvarp- ið. Lengi var mikiö af barnaefninu framleitt hér, fyrir um hálfum ára- tug var um fjórðungur íslenskt. Nú- orðið varla einn tuttugasti. Gerviafþreying á útlensku Það mætti halda að enska sé aðal- tungumál landsmanna. Megnið af af- þreyingarefninu í ríkissjónvarpinu er á ensku. Það er ekki hægt að sjá „Krákkamir eru famir að segja hvert öðru brandara á ensku; sjónvarpið er svo áhrifamikið að það mótar talsmáta áhorfendanna. Hvemig œtli ástand íslenskunnar vœri ef DV og Morgunblaðið væm líka að mestu leyti á ensku?“ að það sé framvörður ís- lenskrar tungu sem menn setjast fyrir framan á kvöld- in. Menn fá á skjáinn bandariskan þátt um ein- hverja sorapeyja, eða Sopranos, annað kvöldið einhvers konar gerviklám, eða Beðmál í borginni, þriðja kvöldið ofbeldisþátt. Mestallt talað á ensku. Krakkarnir eru famir að segja hvert öðru brandara á ensku; sjónvarpið er svo áhrifamikið að það mótar talsmáta áhorfendanna. Hvernig ætli ástand íslenskunnar væri ef DV og Morgunblaðið væru líka að mestu leyti á ensku? Auövelt að taisetja Það er ekkert þvi til fyrirstöðu að fá íslenska leikara til að tala þýðingu inn á gott, erlent, leikið afþreyingar- efni (þetta gera Þjóðverjar og Spán- verjar). Islensk talsetning teikni- mynda hefur stundum tekist mjög vel. Kostnaðurinn er herkostnaður landsmanna til eflingar og útvíkkun- ar notkunarsviðs íslenskunnar. Fé úr ríkissjóði yrði betur varið í þetta en margt annað, það færi ekki úr landinu heldur til innlendrar at- vinnusköpunar. Það mætti sleppa lé- lega erlenda afþreyingarefninu, spara með því að afpanta sorapeyj- ana og gerviklámið, en eyða fénu í að tala islensku inn á færri og betri erlenda afþreyingarþætti. Ríkisafþreyingarsjónvarp óþarft Aðstæöur hafa breyst síðan sjón- varpið var stofnað. Nú býðst afþrey- ing, fréttir og jafnvel menningarefni á öðrum íslenskum sjónvarpsstöðv- Friðrik Daníeisson efnaverkfræðingur um sem og erlendum, spóluleigur eru um allt, flóðið er nærri ótakmarkað. Það er því ekki lengur þörf fyrir ríkisrekið afþreying- arsjónvarp með efni sem er almennt aðgengilegt aiinars staðar. Það sem eftir er af þörfinni fyrir ríkissjón- varpið er menningarhlut- inn; tilveruréttur íslensks ríkissjónvarps byggist á þörflnni fyrir að halda ís- lenskri tungu og menningu lifandi. Það er reyndar grundvöllurinn fyrir tilveru sér- stakrar þjóðar hér á eyjunni. Inn með íslenska leikara Ríkissjónvarpið getur orðið mikil þróunarmiðstöð listamanna sem vinna með íslenskuna. Sandkassi ný- sköpunar í tungumáli sem á efnivið til listsköpunar sem fá önnur mál eiga. Það eru til í landinu leikhópar, félög og kvikmyndafyrirtæki, góðir listamenn sem vinna með íslensk- una. Það eru þeir sem eiga að búa til efnið fyrir ríkissjónvarpið, þar á meðal afþreyingarefnið. Að sjálft ríkissjónvarp íslendinga, eigandi hinnar sígildu menningar- tungu Norðurálfu, skuli láta sér detta í hug að senda megnið af skemmti- og afþreyingarefninu, og jafnvel menningarefni, á öðrum mál- um en íslensku, er hin mesta hneisa. Það má ekki fréttast til nágranna okkar sem styðja landið og lands- menn vegna þessarar menningararf- leifðar. - Það yrðu fleirum en íslend- ingum vonbrigði ef tungumálaglund- ur ríkissjónvarpsins riði íslenskri tungu að fullu. Friðrik Daníelsson áhersla hans á elflaugavarnir sem mælist illa fyrir, ekki að- eins í Kína heldur hvarvetna. Þetta er skylt stjörnustríðsáætl- un Reagans sem Bush segir að eigi að beinast gegn löndum á borð við írak og N-Kóreu. Kín- verjar eiga nú fá kjarnavopn ög örfá flugskeyti. Nái þessi áætlun fram mun það knýja Kínverja út í gereyð- ingarvopnakapphlaup því að fyrirhugaðar eldflaugavarnir mundu gera núverandi fæling- armátt þeirra að engu. Bush vill þjarma enn að írak og styðja ísrael í öllu. Hann segist vera fylgjandi fríverslun, sem var meginstoðin í utanríkisstefnu Clintons, en hikar við að hleypa Kínverjum inn í WTO. Hann horfir aftur á bak en ekki fram. Sagt er að Bush sé maður sem ómögulegt sé að líka illa við per- sónulega. Út á það fór hann í forseta- framboð sem snerist svo upp í feg- urðarsamkeppn,i milli hans og Gore þar sem stefnumál hurfu í skuggann. Stefnan skiptir máli og við hana er auðvelt að mislíka. Gunnar Eyþórsson Ummæli Aö hætti strútsins „Skuldasöfnun > okkar erlendis er j ógnvekjandi í kjölfar " þráláts viðskipta- halla en hann er ekki aðallega vegna arðbærra fjárfest- inga fyrir framtíð- ina. Hver flögurra manna flöl- skylda skuldar umfram eignir í út- löndum um 6 milljónir. Skuldir heimilanna við innlendar lána- stofnanir hafa meira en tvöfaldast á síðustu þremur árum. Vaxtakostn- aður er að sliga heimilin og fyrir- tækin en ríkisstjórnin stingur höfð- inu í sandinn að hætti strútsins." Ágúst Einarsson í nýjasta vefpistli sínum Sjálfstraust og öryggi „Afmæli vamar- samningsins við Bandaríkin og sér- staða hans bæði fyr- ir okkur og Banda- ríkjamenn ætti að verða hvati til að ræða um utanríkis- og öryggismál okkar í víðara sam- hengi en aðeins með hliðsjón af Evrópuþróuninni. Við höfum frá því að ísland varð lýðveldi ekki átt nánara samstarf við nokkra aðra þjóð en Bandaríkjamenn og reynsla okkur af því hefúr eflt með þjóðinni sjálfstraust og sjálfsöryggi í sam- skiptum við allar þjóðir." Björn Bjarnason á nýjasta vefpistli sínum. Spurt og svarað Lúðvik Bergvinsson þingmaður Samfylkingar. „Skýrsla Rannsókn- arnefndar flugslysa um Skerja- flarðarslysið veltir upp áleitnum spumingum um flugöryggi sem brýnt er að fá svör við. Því höfum við fulltrúar Samfylkingar í sam- göngunefnd Alþingis óskað eftir fundi í nefndinni þar sem þetta mál yrði tekið sér- staklega fyrir. Þar gæfist nefndarmönnum færi á því að spyrja fulltrúa í rannsókn- Er eftirlit med innanlandsflusi í molum? arnefndinni beint, auk þess að fá að beina fyrirspumum til flugmálastjóra og sam- gönguráðherra. Þær spurn- ingar sem einkum brenna á okkur snúast um eftirlits- þáttinn í málinu og hvers- vegna reglugerð sem herða átti á honum var frestað árið 1998 og ítrekað síðan. Ég tel að margt bendi einmitt til þess aö eftirlit með innan- landsfluginu sé ekki sem skyldi og þá ekki síst þegar um mikla flutninga er að ræða á skömmum tíma, einsog til dæmis milli lands og Eyja um þjóðhátíð um verslunarmannahelgina ár hvert.“ Jón Grétar Sigurðsson Flugfélaginu Jórvik. „Á undan- fomum ár- um hafa ver- ið gerðar miklar breytingar á öllum þeim reglum sem snúa að flug- rekstri. Ég segi ekki endilega að reglumar hafi verið hert- ar, en þær hafa hinsvegar breyst og þýða meira gæða- eftirlit og skipulagðari vinnu- brögð manna. Ýmsir þættir þessara reglna hafa þegar tekið gildi, en aðrir munu gera það í haust. Það er jafn- ljóst að gæði þjónustunnar þurfa að aukast annarsstað- ar, það er ekki bara hjá flug- rekendum. Flugöryggissvið Flugmálstjómar mætti til dæmis standa sig betur, sér- staklega með tilliti til jafn- ræðisreglna gagnvart flug- rekendum þannig að allir sitji við sama borð. Þótt rekstur flugfélaganna hafi verið erfiður nú síðustu árin tel ég að öryggi flugfarþega hafi ekki verið ógnað, enda hafa flugrekendur gert við- hald og eftirlit að forgangsat- riði í öllum sínum rekstri og svo verður lika að vera, regl- um samkvæmt. Öryggið er alltaf í fyrirrúmi." Sigurður Karlsson einkaftugmadur. „Það litla sem ég hef þekki tfl at- vinnuflugs- ins hér inn- anlands þá hef ég talið að eftirlitið með því sé i ágætu lagi. Hinsvegar blasir sú sorglega staðreynd ævin- lega við að hversu mikið eft- irlit er með hlutunum munu óhöpp áfram verða í öllu okk- ar mannlega bjástri. Skiptir þá engu hvort við fljúgum, keyrum, ríðum hrossi eða ferðumst á postulunum . AN Og skattar þessa lítla gríss voru lcekkaðir... Reyndar voru skattar allra litlu grísanna lœkkaðir!! Á eðlilegum fermingaraldri Líkast til hefur hann verið kirfilega konfirmer- aður á sínum tíma, sá ágæti maður sem vildi á dögun- um vinna milljón í sjón- varpinu og lenti þar í mikl- um hremmingum þar sem hann var ekki alveg með það á hreinu hvað postul- arnir hefðu verið margir. Og svo sem engin ástæða til að ætla að viðkomandi hafi verið fermdur upp á faðir- vorið í denn því ýmislegt glatast jú og gleymist sem inn í hausinn treðst á lífsleiðinni og nokkrir postular þar ekki undan skOdir. Hins vegar má æOa að ungmenn- in, sem þúsundum saman láta taka sig 1 kristinna manna tölu á næstu vikum og mánuðum, séu með post- ulatylftina á hreinu, sem og ýmsar aðrar staðreyndir sem tengjast krist- inni trú, þó óvíst sé auðvitað hvað mikið af uppfræðslunni festist á þerriblaði hugans og hve lengi það varðveitist. Það er aftur á móti afar ólíklegt að þorri þessara 14 ára ung- menna sem nú hyggjast staðfesta þaö heiti sem gefið var fyrir þeirra hönd Jóhannes Sigurjónsson s krifar í skírninni hafi fuOan skiln- ing á eðli guðdómsins og hvað það felur í sér að gera Jesúm Krist að leiðtoga lífs síns. Kjörtímabiliö Þar liggur náttúrlega ef- inn. Og segin saga að þegar líður að páskum ár hvert fara ýmsir kverúlantar að efast opinberlega um að 14 ára unglingar búi yfir þeim þroska, skilningi og ábyrgð- artilfinningu sem hlýtur að teljast nauðsynleg þegar menn vinna heit fyrir lífstíð. Þannig hefur margoft verið bent á að 14 ára böm- um er ekki treyst tO þess að aka bif- reiðum; þau hafa ekki heimOd tO þess að kaupa eða drekka vín; þau em ekki flárráða og þeim er ekki heldur treyst tO þess að taka póli- tískar ákvarðanir í kosningum. 14 ára ungmennum er sem sé ekki treyst tO þess að kjósa á mOli Davíðs eða HaOdórs tO flögurra ára en þau eru talin hafa þroska tO þess að kjósa sér Jesúm að leiðtoga tO lífstíð- ar og hafna Satani fyrir sama kjör- tímabO. Gjafir og græjur Þessar staðreyndir eru auðvitað höfuðástæða þess að ýmsir vOja hækka fermingaraldurinn upp í 17-18 ár og benda réttOega á marg- ir vitkast með aldrinum og meiri líkur eru á því að 18 ára unglingar taki ábyrga ákvörðun en 14 ára böm. Þetta er þó auðvitað ekki ein- hlítt. Það er hins vegar alveg spuming hvort þetta skiptir yflrleitt nokkru máli. Því fyrir flestum er guðdóm- urinn, hinn þríeini guð, meyjar- fæðingin, fórnardauðinn á krossin- um og aðrir aðskOjanlegir leyndar- dómar trúarinnar með öll uóskOj- anleg fyrirbæri og býttar engu hvort um er að ræða 4 ára, 14 ára eða 44 ára einstakling. Og raunar eins víst að 4 ára bam sé á vissan hátt nær guödómnum en hinir eldri. Vegir guðs era, eins og þar stendur, órannsakanlegir. Og það stendur áfram óhaggað þótt ferm- ingaraldurinn hækki og ungmenn- in fái að pæla þremur árum lengur í óhöndlanlegum kjama trúarinn- ar á meðan beðið er eftir gjöfunum og græjunum. tveimur. Með öOum tOtækum ráðum verðum við aö forðast slysin og berjast gegn þeim, en hafa þó í huga að fullnað- arsigur i slíkri baráttu er sorglega langt undan. Þeirri staðreynd vOja menn oft gleyma og telja að eftirlitið eitt leysi aOan vanda. Hvað snýr að einkafluginu þar sem ég þekki best tO þá tel ég að skoðun og eftirlit með þess- um litlu vélum sé í góðu standi - en einkaflugið er þó Olu heOli að minnka sökum þess hve dýrt áhugamál þetta er. Þeir sem helst fljúga nú eru flugnemar að safna sér tímum vegna atvinnuflug- náms.“ Raddir um þetta heyrast í kjölfar skýrsiu Rugmálastjómar um Skerjafjaröarslysiö 4- +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.