Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 31 ilaiasiigg PlayStation 2 gengur vel í leikjaunnendur: Tíu milljónir eintaka seld - fullt af leikjum einnig á leiöinni Sony, framleið- andi Play- Station leikja- tölvanna vin- sælu, sendi frá sér fréttatil- kynningu síð- astliðinn fimmtudag þar sem fram kom að fjöldi seldra PlayStation 2 hefði nú náð 10 milljónum eintaka. Þessi tala skiptist á þessa leið eftir mörkuðum: Japan, 4,65 milljónir; Bandaríkin, 2,76 miUjónir; Evrópa, 2,63 milljónir. Framboö aö aukast Vélin kom fyrst á markað 4. mars í Japan á seinasta ári og hef- ur gengið hálfbrösuglega hjá Sony að anna eftirspurn þar sem skort- ur á ýmsum smáhlutum, tölvukubbum og þess háttar, hefur hamlað framleiðslu. Þetta leiddi meðal annars til þess að skera varð við nögl upphaflegar sending- ar til Bandaríkjanna og Evrópu, eins og kannski PlayStation-aðdá- endur hér á landi urðu illilega var- ir við. Samkvæmt yfirlýsingum Sony er það vandamál nú óðum að hverfa. Áætlað er aö framleiðslan verði komin í 1,5 milljónir véla á mánuði nú í vor og svo í 2 milljón- ir véla í haust. Þetta þýðir að fyr- irtækið ætlar á næsta fjárlagaári að framleiða um tuttugu milljónir véla. Þrátt fyrir að erfiðlega hefur gengið aö " koma leikjavélinni Haugur af leikjum er á leiöinni á PlayStation 2, eins og t.d. Metal Gear Solid 2: Sons of Liberty en fyrirrennari hans sló rækilega í gegn á PlayStation- jálkinum. Nú búa um 10 milljónir heimila í heiminum yfir einu stykki PlayStation 2 og ef framleiösla næsta fjárlagaárs Sony selst öll verða þau oröin um 30 milljónir. sjálfri á markað í nægu magni hef- ur ekkert lát verið á útungun leikja frá hinum ýmsu aðilum. í Japan verða í lok marsmánaðar komnir út 183 titlar fyrir Play- Station 2 og áætlað er að 370 titlar í viðbót bætist í hópinn á næsta fjárlagaári Sony. Mun færri titlar eru komnir fyrir Evrópu eða 58. Meginástæðumar eru þær að í fyrsta lagi kom leikjatölvan átta mánuðum fyrr út í Japan auk þess sem margir þeir leikir sem út koma í Japan komast aldrei út fyr- ir landamæri lands hinnar rísandi sólar sökum þess hversu undarleg- an smekk Japanir hafa oft miðað viö aðra leikajunnendur víðs veg- ar um heiminn. Evrópubúar þurfa þó ekki að örvænta því nú eru um 300 leikjatitlar i hönnun fyrir Evr- ópumarkaö og þ.a. er áætlað að um 100 þeirra komi út á þessu ári. Jálkurinn lifir góöu lífi Þrátt fyrir tilkomu PlayStation 2 er ekki þar með sagt að leikjafram- leiðendur hafi hent allri leikja- hönnun fyrir gamla PlayStation jálkinn og litla klóninn PlaySta- tion one. Sérstaklega á þetta við um Bandaríkjamarkað og Evrópu- markað þar sem enn er veriö að hanna og setja á markað leiki fyr- ir þær tvær. Samtals hafa Play- Station og PlayStation one selst í um áttatíu milljónum eintaka og því nægur markaður enn fyrir leiki þar sem enn eru margir sem ekki hafa uppfært í PlayStation 2. Áform Sony byggjast einnig á því að koma öllum þrem leikja- Áætlað er að fram- leiðslan verði komin i 1,5 mílljónír véla á mánuði nú í vor og svo f 2 milljónir véla í haust. Þetta þýðir að fyrirtækið ætlar á næsta fjárlagaári að framlelða um tuttugu milljónlrvéla. tölvunum í netsamband gegnum breiðband í framtíðinni og því geta PlayStationeigendur hlakkaö til framtíðarinnar, sama hvaða kyn- slóð þeirra tölva er. Úrskurður bresks hæstaréttardómara: Engin nafnleynd fyrir netverja Hæstarréttar- dómari í Bret- landi hefur nú fellt úrskurð um að aðstandendur tveggja breskra vefsiðna beri að afhjúpa nafn einstaklings sem birti móðgandi ummæli um netþjónustu- fyrirtækið Totalise. Svo virðist því sem lög og reglur samfélagsins séu að einhverju leyti að ná að læða krumlum sínum inn á Netið, eitt- hvað sem sanntrúaðir netverjar hafa hingað til ekki mátt heyra minnst á. Netverji með dulnefnið Zeddust dúkkaði upp á spjallþráðum um fjármál á vefsíðum fyrirtækjanna Motley Fool og Interactive Investor Intemational þar sem hann við- hafði ærumeiðandi ummæli i garð Totalise. í báðum tilfellum var haft samband við veffyrirtækin og þeim bent á ummæli Zeddust, auk þess sem farið var fram á að þau afhjúp- uðu viðkomandi einstakling. Bæði Motely Fool og Interactive Investor International þurrkuðu út ummæl- in og báðust afsökunar en neituðu að afhjúpa einstaklinginn. Totalise fór með málið fyrir rétt og vann. Nú íhugar Totalise að fara í mál við einstaklinginn. Fram að þessu hafa dómstólar í Bretlandi látið mál af þessu tagi llla innrættir netverjar í Bretlandi, og jafnvel annars staöar, geta ekki lengur faliö sig bak viö tölvuna sína og veröa nú aö passa sig á því hvaö þeir segja því nafnleynd er ekki tryggö á Netinu. niður falla þar sem netfyrirtæki er oft aðeins álitin milliliðir upplýs- inga sem þau megi ekki ritskoða. Hæstaréttardómarinn Rober Owen sagði hins vegar eðli yfirlýsinga Zeddust það alvarlegt að ef ekkert yrði að gert gæti það verið fordæm- isgefandi fyrir aðra netverja, sem gætu sagt hvað sem er án þess að taka afleiðingunum. Nick Lockett, lögfræðingur og sérfræðingur í lögum sem ná yfir Netið, segir dóminn engan stórá- fanga heldur yrði hann aðeins til að minna netfyrirtæki á ábyrgð sína undir breskum lögum. Hann segir að löngu áður Netið kom til hafi verið til lög sem segðu að ef einhver hefði upplýsingar um afbrot af ein- hverju tagi yrði viðkomandi að af- henda þær. Netið sé ekki undanþeg- ið þeim lögum þar sem aðeins sé um að ræða háþróað samskiptatæki en ekki afmarkað samfélag. Hæstaréttardómarínn Roher Owen sagði hins vegar eðli yfirlýs- ínga Zeddust það al- varlegt að ef ekkert yrði að gert gætí það verið fordæmisgefandi fyrir aðra netverja sem gætu sagt hvað sem er án þess að taka af- leiðíngunum, 3,5 milljón ára hauskúpa finnst í Keníu: Nýr forfaðir mannkyns fundinn Kenyanthropus platyops haföi litlar tennur og stórt, flatt andlit og eru taldar um 50% líkur á aö hér sé um forfööur mannkyns. Hinn valkosturinn er stein- gervingurinn Lucy sem var uppi á sama tíma. Hópur fornleifa- fræðinga, sem fundu nýverið 3,5 milljóna ára steingert höfuð mannapa, telja að svo geti verið að um nýjan forfóður mannkyns sé að ræða. Steingervingurinn fannst í Keníu á árunum 1998-99 og er jafnvel talið að hann geti rutt steingervingnum Lucy, sem fannst árið 1974 í Eþíópíu og er svipað gömul nýja steingervingnum, úr vegi sem forfóður mannkyns. Eftir nákvæmar rannsóknir komust vís- indamennirnir að því að steingerv- ingurinn, sem hlotið hefur nafnið Kenyanthropus platyops, var af annarri tegund en Lucy. Meginmunurinn á Lucy og nýja steingervingnum er að öfugt við Lucy hefur nýi steingervingurinn litlar tennur og stórt flatt andlit. Þessi mun- ur er talinn vera vegna mismunandi fæðu tegundanna tveggja. Margir telja að margar tegundir hugsanlegra forfeðra mannkyns hafi verið uppi á svipuðum tima og nýi steingervingurinn og Lucy, sem er af tegundinni Australopithecus afarens- is. Eins og er eru helmingslíkur á að önnur hvor þessara tveggja þekktu tegunda sé forfaðir mannkyns. Mikið hefur fundist af steingerv- ingum í Afriku seinustu árin og eru vísindamenn sífellt að fá skýrari mynd af hvernig umhorfs var á tím- um forfeðra mannkyns, dýralífi og gróðurfari. i/SjJóJJlH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.