Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001
9
DV
Fréttir
f
I
Skíðasvæðiö í Hlíðarfjalli
metvetur
DV, AKUREVRI:_____________________
„Það er búið að vera vitlaust að
gera hjá okkur að undanfórnu og
helgarnar hafa verið hver annarri
betri. Það hefur ekki verið til að
skemma fyrir að skíðafæri hefur
verið alveg einstaklega gott,“ seg-
ir Guðmundur Karl Jónsson, for-
stöðumaður skíðasvæðisins 1 Hlíð-
arfjalli á Akureyri, en svo gæti
farið að veturinn sem nú er langt
kominn verði metvetur í Fjallinu
hvað varðar aðsókn.
Guðmundur Karl segir að lyft-
urnar hafi verið ræstar fyrst 18.
nóvember og sem dæmi um
hversu vel hafi gengið hafi nú ver-
ið opið í Fjallinu í um 100 daga. Á
sama tíma og rigningar voru á
Akureyri í desember og janúar
snjóaði í Hlíðarfjalli og þar er
mikill og góður snjór sem endast
mun út skíðatímabilið sem stend-
ur út aprílmámuð.
„Ég reikna með að 50-60%
þeirra sem hafa komið á skíði í
Hlíðarfjalli í vetur hafi verið utan-
bæjarmenn, en þeir hafa komið í
hópum hingað. Það sést líka á töl-
um frá sundlaug Akureyrarbæjar
að utanbæjarmenn hafa verið fjöl-
mennir i bænum en þar var aukn-
ing gesta í janúar og febrúar um
35% sem segir sitt.“
Guðmundur Karl segir að ekki
sé hægt að fullyrða að veturinn í
vetur verði metvetur í Hlíðarfjalli.
Frumvarp um 1000 manna lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga:
Verið að kreista menn saman
- segir Ólafur Magnús Birgisson, sveitarstjóri á Tálknafirði
„Sveitarfélög ættu að hlutast til
um það sjálf hvort þau vilja sam-
einast öðrum eða ekki. Að kreista
menn saman er ekki rétta leiðin,"
segir Ólafur Magnús Birgisson,
sveitarstjóri á Tálknafirði, um
frumvarp þess efnis að lágmarks-
íbúafjöldi sveitarfélaga verði 1000
í stað 50, eins og nú er.
Jóhann Ársælsson er fyrsti
flutningsmaður frumvarpsins.
„Þúsund manns er lágmarks-
stærð sveitarfélags ef það á að
uppfylla þær skyldur sem lagðar
eru á herðar þess í dag. Eining-
arnar verða að stækka og styrkj-
ast og við erum í raun allt of sein
með þessa þróun núna. Það þekk-
ist hvergi að sveitarfélög séu jafn
smá og hérna,“ segir hann.
Ólafur sveitarstjóri er ekki hrif-
in af þeirri hugmynd að samein-
ast nágrannasveitarfélaginu Vest-
urbyggð.
„Tálknfirðingar hafa þegar fellt
tillögur um sameiningu við Vest-
urbyggð tvisvar í atkvæða-
greiðslu. Við erum opin fyrir
hvers kyns samstarfi á breiðum
grunni en viljum ekki láta þvinga
okkur út í að sameinast bæjarfé-
lagi sem hefur átt jafn slæmt
gengi og Vesturbyggð. Það er okk-
ur einfaldlega ekki í hag,“ segir
hann.
Að sögn Jóhanns eru það hags-
munir heildarinnar sem ráða.
„í mörgum tilfellum njóta
smærri sveitarfélög góðs af fram-
kvæmdum innan marka sveitarfé-
lagsins en önnur sveitarfélög á
svæðinu mega lepja dauðann úr
skel. Ef tillaga mín nær fram að
ganga verður ekki farið í neitt
óðagot heldur fá sveitarfélögin
þrjú ár til þess að ná saman áður
en félagsmálaráðuneytið gengur í
málið. Styrking sveitarfélaga í
stærri einingar má ekki ganga of
hægt. Viö erum að tapa alls stað-
ar í byggðamálum," segir hann.
Hann segist hafa vitað að málið
væri umdeilt og að stuðningur
'einhverra landsbyggðamanna
væri í hættu.
„Ég hef verið varaður við því
að hrófla við málum af þessu tagi.
En ef maður er svo mikill aum-
ingi að þora ekki út í mál sem
maður hefur trú á getur maður
eins snúið sér að einhverju öðru
en þingmennsku," segir Jóhann
Ársælsson.
-jtr
„Páskahelgin er eftir og lokatöl-
umar ráðast mjög af því hvemig
aðsóknin veröur þá. Oft hefur um
helmingur af gestafjölda í Hlíðar-
fialli komið um páska og það velt-
ur auðvitað mikið á hvernig veð-
ur við fáum um páskana. Verði
það gott og fiölmenni hér þá er
ekki ólíklegt að veturinn verði
metvetur í Hlíðarfialli," segir
Guðmundur Karl. -gk
DV-MYND BRINK
Fjölmenni í Fjallinu
Hópur nemenda og kennara frá Stykkishólmi voru í Hlíöarfjalli í gær og nutu bestu aóstæöna sem hægt er
aö fá við skíöaiökun hér á landi.
Stefnir í
*
i
i
Nissan deildin í handbolta
menn
þriðjudaeinn 20. mars kl. 20.00
X___ /_ _....._..__...- ..________ . _