Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 22
30 tölvu-i takni og vísinda Ný rannsókn um samskipti fila: Tala saman með skjálftabylgjum Fílar eru þungir og því titrar jöröin allhressilega þegar þeir stappa niöur iöppunum. Bylgjurnar sem stappiö myndar eru eins konar samskiptakerfi fílanna, að því er vísindamenn í Bandaríkjunum segja. Fílar eru alltaf á skjálftavakt- inni. Nýjar rannsóknir vís- indamanna benda til að fll- ar noti eins konar jarðskjálftabylgjur til að hafa samskipti sín í milli, til dæm- is til að vara við yfirvofandi hættu, eða bara til að senda hver öðrum kveðjur. Bylgjumar mynda þeir með því að stappa niður löppunum eða rymja og þykir víst að þær geti borist allt að þrjátíu kílómetra leið. Titringinn í jörðinni nema fil- arnir síðan með löppunum. „Ef þeir nema þessi boð í jörð- inni, breytir það það mjög öllum Rannsóknirnar leiddu í Ijós að fílarnir ráða yfir háþróuðu kerfi skjálftamerkja sem þeir mynda með radd- böndum sínum eða með því að stappa niður fótunum. hugmyndum okkar um hvað þeir geta haft samskipti um langan veg,“ segir Caitlin O’Connell-Rod- well, gistivísindamaður við Stan- ford-háskóla í Kalifomíu. „Þeir geta hugsanlega átt samskipti sín í milli um miklu lengri veg en við héldum." O’Connell-Rodwell rannsakaði hópa villtra fila í Afriku og Ind- landi og einnig í dýragörðum í Texas. Rannsóknimar leiddu í ljós að fílarnir ráöa yfir háþróuðu kerfi skjálftamerkja sem þeir mynda með raddböndum sínum eða með því að stappa niður fótunum, eins og þeir væru að líkja eftir árás. Þekkt er aö ýmsar aðrar dýra- tegundir, svo sem moldvörpur, skordýr, selir og fiskar, nota skjálftamerki til að finna sér maka, bráð eða til að helga sér yf- irráðasvæði. En skjálftakerfi fíl- anna virðist vera mun flóknara og boðin berast mun lengra. Vísindamennirnir liktu eftir skjálftabylgjum fílanna og leiddu niðurstöðurnar í ljós að filarnir, einkum þó kvendýrin, námu boðin sem bárust með jörðinni og bmgð- ust við þeim. Stærðfræðilíkön vís- indamannanna benda til að bylgj- umar geti borist allt að fimmtán til þrjátíu kílómetra. Frekari rannsóknir munu leiða í ljós hvort hægt er að þekkja ein- staka fila á skjálftabylgjunum sem þeir mynda með stappi sínu. Nýr getnaðarvarnarhringur fyrir konur væntanlegur: Dugar jafn vel og pillan Bandarískar konur munu eiga þess kost síöar á árinu aö nota nýja tegund getnaöarvarnarhrings sem losar minna magn hormóna í líkamann en pillan en hefur engu að síöur reynst jafnárángursríkur í aö koma í veg fyrir þung- anir í tilraunum vísindamanna. Byltingarkennd- ur getnaðar- vamarhringur, sem settur verð- ur á markað í Bandaríkjunum síðar á þessu ári, er jafnárangursríkur og getnað- arvarnarpillan, þótt hann losi um- talsvert minna af hormónum í lík- amann. Hring þessum, sem er úr sveigj- anlegu plasti, er komið fyrir uppi 1 leggöngunum í hverjum mánuði og hann passar utan um leghálsinn og losar stöðugt magn af bæði pró- gesteróni og estrógeni til að koma í veg fyrir getnað. „Niðurstöðurnar lofa mjög góðu,“ segir Frans Roumen, kvensjúk- dómafræðingur við Atrium lækna- miðstöðina í Heerlen í Hollandi, í samtali við fréttamann Reuters. < Roumen fylgdist með 1.145 kon- um sem notuðu nýja hringinn í eitt ár og á þeim tíma urðu aðeins sex kvennanna bamshafandi. Það þykir benda til að hringurinn sé jafná- hrifaríkur og hefðbundnar getnað- Roumen fylgdist með 1.145 konum sem not- uðu nýja hringinn í eitt ár og á þeim tíma urðu aðeins sex kvennanna barnshafandi. arvamarpillur, að því er fram kem- ur i grein í tímaritinu Human Reproduction. Konurnar geta sjálfar sett hring- inn upp og fjarlægt hann. Hann er fimm sentímetrar í þvermál og er brotinn saman áður en hann er sett- ur á sinn stað. Hann er hannaður til að vera þrjár vikur í konunni en ætlast er til að konan sé svo án hans í eina viku á meðan blæðingar standa yfir. Hugsanlegt er að í fram- tíðinni verði hægt að nota hringinn samfellt til að stöðva blæðingar al- fariö. Nýi hringurinn hefur ótvíræða kosti fram yfir eldri gerðir sem los- uðu aðeins prógesterón, með þeim afleiðingum að blæðingar urðu óeðlilegar. Þá segir Roumen að minni skammtur af hormónum sem hringurinn losar sé til bóta fyrir konur sem hafa áhyggjur af miklu hormónamagni í pillunni. Mennirnir eiga skuld aö gjalda forverum sínum: Sjáum litadýrðina, þökk sé öpunum Mennirnir geta þakkað öpunum fyrir hvað lita- skyn þeirra er fullkomið. Ef prímatarnir for- feður okkar heföu ekki þurft að geta greint á milli rauða litarins og þess græna til að komast af, til að fmna þroskaða ávexti og næringarrík lauf í skóginum er hugsanlegt að mann- fólkið hefði ekki þroskað með sér þann hæfileika að njóta litadýrðar- innar allt um kring. „Við mennimir eigum einstaka litasjón okkar að þakka forfeðrum okkar meðal primatanna," segir Nathaniel Dominy, vísindamaður við háskólann í Hong Kong, sem hefur rannsakað málið ásamt sam- starfsmanni sínum, Peter Lucas. Apar frá Afriku og Asíu geta séð skæra rauða, græna og bláa liti, rétt eins og mennirnir, ólikt öðrum spendýrum sem ekki eru af ætt prímata. Þeir Dominy og Lucas fylgdust með matarvenjum fjögurra tegunda prímata í Kibale-skóg- inum í Úganda til að kanna hvort geta þeirra til að sjá liti hefði áhrif á hvaða ávexti og lauf þeir legðu sér til munns. Prímötum er það mjög mikil- vægt í lífsbaráttunni að geta séð hvaða fæða er hollust og best. „Rannsókn okkar er hin fyrsta til að tengja næringar- gildi við litinn á fæðu prímata," segir Dominy. Frá rannsókn- inni er sagt í timaritinu Nat- ure. Dominy og Lucas komust að því að apar gátu valið sér fæðu með því að nota aðeins gula/bláa sjón en dýrin urðu að geta greint rauða og græna lit- inn til að finna næringarmestu ungu laufin sem hafa oft rauð- leitan blæ yfir sér. Þannig sjást þau vel í allri grænkunni í skóginum. Ungu laufin eru auðug að prótínum og auðveldara er aö tyggja þau en önnur lauf. Því er Apar þurfa aö geta greint liti til aö átta sig á því hvort ávextirnir og annaö sem þeir ætla aö leggja sér til munns sé þroskaö eöur ei. Mennirnir geta þess vegna notiö allrar litadýröarinnar í heiminum. Dominy segir að fleiri menn en apar séu lit- blindir. Það gæti þýtt að við séum að glata þeím hæfileika okkar að gera greinarmun á rauðu og grænu. Kannski vegna þess að við höfum lifað svo lengi fjarri skóginum. mikilvægt fyrir apana að geta fund- ið þau. Jafnvel apar, sem lifa að mestu á ávöxtum, þurfa að éta lauf- in á þeim árstíma þegar ávextir finnast ekki. Dominy segir að fleiri menn en apar séu litblindir. Það gæti þýtt að við séum að glata þeim hæfileika okkar að gera greinarmun á rauðu og grænu. Kannski vegna þess að við höfum lifað svo lengi fjarri skóg- inum. ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 Tengsl botnlangatöku og ristilbólgu könnuð Læknar hafa vit- að um nokkurt skeið að þeir sem eru búnir að láta taka úr sér botnlangann eru ekki jafnlíkleg- ir og aðrir til að fá ristilbólgu, þrálátan sjúkdóm sem getir leitt til þess að blóð gangi niöur af sjúklingnum. Vísindamenn greindu hins vegar frá því í New England læknablaðinu nýlega að það að taka botlangann kæmi því að- eins í veg fyrir sjúkdóminn að það væri gert fyrir tvítugsaldur- inn. Þá þarf botnlanginn að vera bólginn þegar hann er fjar- lægður. Niðurstöðurnar benda því til þess að það sé bólginn botnlang- inn en ekki botnlangatakan sjálf sem vemdar gegn ristilbólg- unni. Það var sænski læknirinn Roland E. Andersson við Ryhov- sjúkrahúsið í Jönköping sem komst að þessu með rannsókn- um á sjúkraskrám frá árunum 1964 til 1995. Orsakir botnlanga- bólgu eru ekki kunnar. Tveir sjónaukar leita að reikistjörnum Tveir stjörnu- sjónaukar á tindi sofandi eld- fjalls á Hawaii hafa nú verið tengdir saman og eru orðnir ; nógu öflugir til að leita að reiki- ; stjörnum utan sólkerfis okkar, I aö því er vísindamenn banda- risku geimvísindastofnunarinn- , ar NASA greindu frá fyrir stuttu. Hvor sjónauki er tíu metrar í þvermál. Um miöjan þennan mánuð fönguðu sjónaukarnir tveir í W.M. Keck stjömuathugunar- stöðinni á Mauna Kea fyrsta Ijósið sitt, frá stjörnumerkinu Gaupunni. Síðar munu þeir leita að reikistjömum í kring um nálægar fastastjörnur og koma vísindamönnum NASA til hjálpar við að undirbúa geim- ferðir þar sem leitað verður að byggilegum plánetum í ætt við jörðina. „Þetta gerir okkur kleift að fá miklu skýrari myndir en við höfum nokkru sinni fengiö áður,“ segir vísindakonan Anne Kinney hjá NASA. Blóöflokkurinn skiptir ekki máli Uppgötvun vís- indamanna í Toronto í Kanada gæti dregið nokkuð úr þeim skorti sem verið hefur á hjörtum til ígræðslu i koma- börn. I ljós hefur komið að gjafa- hjartað þarf ekki að vera af sama bóðflokki og agnarsmár viðtak- andinn. Um 40 prósent allra hjarta- ígræðslna í böm em gerðar á kornabörnum. Þegar eldri börn og fullorðið fólk er annars vegar þurfa hjartagjafinn og viðtakandinn að vera í blóðflokkum sem passa saman. Að öðrum kosti er bráð- ur bani vis. En samkvæmt rann- sókn Kanadamannanna, sem sagt er frá í New England lækna- blaðinu, gilda aðrar reglur um nýfædd böm þar sem ónæmis- kerfi þeirra er enn að þróast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.