Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Blaðsíða 15
15 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 DV Frímúrarakórinn á heimavelli Efnisskráin byrjaöi aö sjálfsögðu og endaði á Mozart. DV-MYND HILMAR ÞÓR Syngjandi frímúrarar Eins og kunnugt er var Mozart frímúrari, og sumir segja að hann hafi ljóstrað upp leyndar- málum reglunnar í óperu sinni Töfraflautunni. Ekki löngu síðar lést hann, og þeir ofsóknar- brjáluðustu halda því fram að hefnigjarnir frí- múrarar hafi komið þvi í kring, því allir vita að sannur frímúrari kjaftar ekki frá því sem gerist á fundum. í seinni tíð hafa þó margar bækur um Frímúrararegluna verið gefnar út, sumar eftir innvígða, og þar er hægt að fá alls konar upplýsingar um störf, táknfræði og kenningar bræðralagsins. Fæstum höfunda þessara bóka hefur verið komið fyrir kattarnef, svo sennilega er reglan orðin eitthvað meira líbó nú á dögum. Á íslandi eru starfandi tvær frímúrararegl- ur, önnur er bara fyrir kristna karlmenn, en hin, Samfrímúrarareglan svonefnda, setur ekki kynferði eða trúarbrögð fyrir sig. Báðar regl- urnar helga sig mannrækt og er karlareglan mun stærri og ríkari en Samfrímúrarareglan, þó hún sé ekkert endilega merkilegri. Hún á glæsilegt húsnæði að Skúlagötu 55 og skartar meira að segja heilum kór. Kórinn heldur af og til tónleika, og síðastliðinn sunnudag tróð hann upp í hátíðarsal reglunnar með efnisskrá sem að sjálfsögðu byrjaði og endaði á Mozart. Einnig voru fluttir nokkrir vel valdir slagarar, þar á meðal Maístjarnan eftir Jón Ásgeirsson, ísland eftir Sigfús Einarsson og Brennið þið vitar eftir Pál ísólfsson. Kórstjóramir voru tveir, þeir Garðar Cortes og Gylfi Gunnarsson, en undirleikari á píanó var Úlrik Ólason. Strax í upphafi var ljóst að hér voru ekki þjálfaðar raddir á ferðinni. Bassarnir voru al- mennt loðnir og óskýrir og tenóramir þurftu stundum að æpa til að komast upp á efstu nót- urnar. Einnig voru sterkir tónar ekki nægilega vel mótaðir og hljómuðu oft eins og öskur. Ekki bætti úr skák að hinn fagri hátíðarsalur reglunnar er ómögulegur til tónleikahaids, endurómunin er svo til engin og í slíkum sal á meira að segja atvinnufólk erfitt um vik. En sönggleðin vó upp á móti tæknilegum vankönt- um, kórinn lifði sig inn í hvern tón og eftir því sem á leið hljómaði söngurinn betur og betur. Hollensk þakkarbæn eftir óþekktan höfund kom til dæmis ágætlega út, og Ólafur helgi eft- ir F. Melius Christiansen var prýðilega sung- inn. Úlrik Ólason var við píanóið og stóð sig ágætlega, þó sjálft hljóðfærið sé heldur þreytt og ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það náði samt ekki að eyðileggja fyrir einsöngvurunum Friðbimi G. Jónssyni og Eiríki Hreini Helga- syni sem skiluðu hlutverkum sínum yfirleitt fallega. Stjórn þeirra Garðars og Gylfa var líka lífleg og kraftmikil, enda var stenmingin í lagi og þá skipta feilnótur minna máli en ella. Jónas Sen Leiklist Karlsdætur, skáld og organisti DV-MYND HARI Elsa Dóra Grétarsdóttlr (Ása ung) og Einar Þór Elnarsson (skáldlð) Innan viö múrvegginn átti hann löngum sitt sæti... Hugleikur er enn kominn á kreik, nú með leikverkið Víst var Ingjaldur á rauðum skóm eftir þrístirnið Hjör- dísi Hjartardóttur, Ingi- björgu Hjartardóttur og Sig- rúnu Óskarsdóttur. Þetta er hugleikskur ærslaleikur um ósvífna söngkonu, Agötu (Friða Bonnie Andersen), sem sest að i niðumíddu gistiheimili systranna Ásu, Signýjar og Helgu (Jónína Björgvinsdóttir, Helga Sveinsdóttir og Hrefna Frið- riksdóttir) og sér þar leik á borði að næla í bróðurson þeirra, Lilla (Jóhann Davíð Snorrason), og leggja undir sig húsið. Til þess þarf hún að koma systrunum og leigj- endum þeirra fyrir kattarnef eða a.m.k. á elliheimili en það gengur ekki átakalaust. Sú sem reynist hugmynd- inni hættulegust er hin unga Vordís (Hafdís Hansdóttir) sem kemur í húsið í læri hjá organistanum Ingjaldi (Jó- hann Hauksson) og Lilli heillast af. Eins og heyra má á þessum örstutta útdrætti eru hugmyndir í leikverkiö sóttar hingað og þangaö og nýtast misvel; til dæmis hefði mátt nýta betur tengslin við ævintýrin sem nöfn systranna gefa fyrirheit um. En aðalþráðurinn gerir sig nokkuð vel, einkum vegna þess hvað Fríða Bonnie var skínandi skemmtileg i hlut- verki söngkonunnar ófyrirleitnu. Önnur sýn- ing var þó ansi hæg og textinn virtist gisinn, eins og höfundum hefði orðið helst til lítið úr hugmyndunum. Kostur þessarar áhugamannasýn- ingar er sem endranær hve mikið er hægt aö bruðla með mannskap. Alls koma 20 leikarar fram i sýningunni og pensjónat systranna hreinlega iðar af lifi. Systumar þrjár eru raunar leikn- ar af alls níu leikurum, þremur ung- um, þremur miðaldra og þremur göml- um, og eru atriðin með þeim ungu, sem þær eldri sækja í minningabank- ann, mörg hver vel heppnuð. Þar vil ég sérstaklega nefna Signýju unga (Sigríður Lára Sigurjónsdóttir) og hennar meinlegu örlög og atriðin með Ásu ungri (Elsa Dóra Grétarsdóttir) þegar hún var að læra hattagerðarlist í Kaupmannahöfn og kynntist „skáld- inu“ (Einar Þór Einarsson) sem sækir texta sinn í verk Jóns Helgasonar. Ein- ar Þór er verulega skemmtilegur leik- ari og hefði verið gaman að sjá meira til hans. Sviðið sem búið er til af Hönnu Kr. Hallgrímsdóttur og fleiri úr leikhópnum er vel hugsað og gefur furðusannfærandi mynd af stóru húsi með mörgum vistarverum. Silja Aðalsteinsdóttir Hugleikur sýnlr í TJarnarbíó: Víst var Ingjaldur á rauö- um skóm eftir Hjördísi Hjartardóttur, Ingibjörgu Hjart- ardóttur og Sigrúnu Óskarsdóttur. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. ___________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdöttir 0 crux ave Annað kvöld kl. 20 stendur Listvinafélag Hallgrímskirkju fyrir tónleikum í Hallgríms- kirkju undir yfirskriftinni „O, crux ave“, eft- ir upphafsorðum latnesks söngs sem fjallar um tignun krossins. Prófessor Hans-Dieter Möller frá Dússeldorf í Þýskalandi leikur org- eltónlist eftir Bach, Nivers, Tournemire og Messiaen, auk þess sem hann leikur af fmgr- um fram orgeltónlist yfir gregorsk stef dymbilvikunnar. Sönghópurinn Voces Thules syngur gregorska helgisöngva sem mynda grunninn að spuna Möllers. Hljómar söngur þeirra frá altarisrými Hallgrímskirkju og er svarað af stóra Klais-orgelinu yfir inngöngu- dyrum kirkjunnar. Viðfangsefnin tengjast helgihaldi dymbilvikunnar, frá pálmasunnu- degi til fóstudagsins langa, og er efnisskráin byggð upp líkt og ferð á milli valinna íhugun- arefna, hefst með Hósíanna, söng pálma- sunnudags, síðan hljóma til skiptis orgelverk, gregorskir söngvar og spuni. Föstuvaka Annað kvöld kl. 20 verður fostuvakan „í fót- spor Krists" í Háteigskirkju. Kór kirkjunnar flytur þá fjölbreytta tónlist frá þremur öldum, þeirri átjándu, nítjándu og tuttugustu - en þess má geta til fróðleiks að kórinn er þegar búinn að frumflytja í messu tónlist frá tuttug- ustu og fyrstu öld, nefnilega nýtt sálmalag skrifað af organista kirkjunnar. Einnig mun dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson flytja erindi. Kór Háteigskirkju flytur eina ástsælustu messu Josephs Haydn, Missa brevis sancti Joannis de Deo. Verkið er einnig þekkt undir heitinu „litla orgelmessan" vegna hins um- fangsmikla hlutverks sem orgelið leikur í Benedictus-kaflanum. Messan var samin í kringum 1775 og skilar vel þeim ljúfa tón sem Haydn var sérstaklega laginn. Kórinn syngur einnig mótettu eftir Þjóðverjann Hugo Distler (1908-1942) og fagra útsetningu á Faðirvorinu eftir Franz Liszt. Stjórnandi kórsins er Douglas Brotchie, org- anisti og kórstjóri. Sig- rún Magna Þórsteins- dóttir, organisti Breið- holtskirkju, gengur til liðs við kammersveitina og Margrét Árnadóttir söngnemi syngur ein- söng í Haydn-messunni. Októberlauf Á hljómdiskinum Októberlauf er aðlaðandi blanda af ljóðum og djassi sem allir áhuga- menn um hvort tveggja geta hlýtt á sér til ánægju, ekki síst þeir sem hafa fylgst með þróun þessa listforms gegnum tíðina eða voru viðstaddir á Hótel Borg ‘94 eða ‘95 eða í Loft- kastalanum á Listahátíð 1996. Jónatan Garð- arsson rekur sögu sam- skipta ljóða og djass í bæklingi með diskinum, allt frá sjötta áratug 20. aldar þegar „ljóðið og djassinn urðu dús ... fyr- ir tilstuðlan bandarískra skálda sem kölluðu sig beatniks", eins og hann segir. Virkir aðilar í þeirri sögu hjá okkur voru til dæmis skáldin Jóhann Hjálmarsson og Jón Óskar og tónlistarmennirnir Guð- mundur Steingrímsson trommari, Árni Elfar píanisti, Gunnar Ormslev saxófónleikari og Jón Sigurðsson bassaleikari. 1976 var í fyrsta skipti flutt opinberlega frumsamin tónlist Carls Möllers píanista við ljóðalestur en hann á einmitt heiðurinn af lögunum á Október- laufum. Skáldin sem lesa ljóð sín við undirleik tón- skáldsins Carls Möllers, Guðmundar Stein- grímssonar og Birgis Bragasonar á kontra- bassa, eru Matthías Johannessen, Jóhann Hjálmarsson, Þorri Jóhannsson, Ari Gísli Bragason og Nína Björk Árnadóttir og Una Margrét Jónsdóttir les ljóð fóður síns, Jóns Óskars. Tveimur síðastnefndu skáldunum, Nínu Björk og Jóni Óskari, er geisladiskurinn tileinkaður en þau létust bæði eftir að upptök- um var lokið. Leiðrétting Óþarfa ð slæddist inn í titil á ljóðabók Ein- ars Braga í viðtali við hann sl. fostudag. Bók- in heitir Hvísla aó klettinum og kom eins og þar sagði út árið 1981.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.