Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 25 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjórí: Birgir Guómundsson Auglýsingastjórí: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, augiýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Plótugerð: Isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af jjeim. Útboð á skólastarfi Ljóst er aö minni áhugi er á útboðinu á grunnskóla- kennslunni í Áslandsskóla í Hafnarfirði en menn höfðu ætlað fyrir fram. Einungis einn aðili bauð í verkið, ís- lensku menntasamtökin. Enn er nokkuð óljóst hvaða sam- tök nákvæmlega þetta eru, hvort endanlega er búið að stofna þau eða fyrir hvað þau standa. Þó er ljóst að þarna eru á ferðinni áhugamannasamtök um skólamál sem tæp- lega munu nálgast skólastarfið út frá viðskiptalegum for- sendum eða einblína á hagkvæmni í rekstri. Raunar virð- ast þessi samtök vera einhvers konar áhugahópur sem tengist tiltekinni skólastefnu sem stundum er kennd við „City Montessori“ og margir af okkar þekktustu skóla- mönnum hafa haft fögur orð um. Skólinn á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit hefur t.a.m. tileinkað sér margt úr þessari stefnu með góðum árangri. Enda er það litla - og framan af það eina - sem gefið hefur verið upp um íslensku menntasamtökin verið listi yfir fólk sem skipar „ráðgjafa- nefnd samtakanna" en þar má vissulega sjá fríðan ílokk nafnkunnra skólamanna. Hvaða skuldbindingar eða hlut- verk þessi „ráðgjafanefnd“ hefur á hins vegar eftir að koma í ljós en eins og málið hefur verið kynnt er erfitt að túlka þá upptalningu öðruvísi en að menn hafi talið list- ann eins konar skrautfjöður til að styrkja tilboð samtak- anna í skólastarfið. í útlöndum kalla menn slíkt gjarnan „name-dropping“. í öllu falli ber tilboðið í grunnskólakennsluna öll merki þess að hafa verið sett saman á elleftu stundu. Þannig hafa íslensku menntasamtökin enn ekki verið skráð og eins mun tilboðið hafa borist of seint og þar er ekki að finna ýmislegt af því sem óskað var eftir. Bæjarfulltrúar Sam- fylkingar hafa enda gert athugasemdir við þetta tilboð og bent á að það uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar hafa verið og telja því augljóst að nú beri að snúa sér að því að koma Áslandsskóla í gagnið með heföbundnum hætti. Erfitt er annað en taka undir með samfylkingarmönnum í þessum efnum. Jafnvel þótt það kunni að vera áhuga- verður kostur að fá íslensku menntasamtökin að starfsemi Áslandsskóla - og hiklaust mun betri kostur en að fá ýmsa þá aðila sem menn sáu fyrir sér að kynnu að senda inn til- boð - þá er ljóst að tilraunin með útboðið gekk einfaldlega ekki upp. Það getur aldrei orðið annað en klúður og hand- arbakavinnubrögð ef menn ætla að breyta leikreglum út- boðsins eftir á - sérstaklega í ljósi þess hve málið er um- deilt. Slíkt myndi einfaldlega koma sér illa fyrir skólayfir- völd í Hafnarfirði, íslensku menntasamtökin og nemendur í Áslandsskóla. En þrátt fyrir að þessi útboðsleið grunnskólakennslunn- ar hafi ekki gengið upp er ekki þar með sagt að ekki geti farið fram spennandi tilrauna- og frumkvöðlastarf í Ás- landsskóla. Sjálfstæði skóla og skólastjórnenda hefur verið að aukast og svigrúmið, sem er fyrir hendi gagnvart kenn- urum, hefur aukist verulega með nýjum kjarasamningum. Möguleikarnir til nýsköpunar í skólastarfi eru því fyrir hendi innan almenna skólans og þeir eru að mörgu leyti meiri nú en oft áður. Með því að hafa þetta í huga, þegar ráðnir eru skólastjórnendur að hinum nýja skóla, geta skólayfirvöld í Hafnarfirði hiklaust skapað grunninn að áhugaverðu skólastarfi í nýja skólanum. Að binda sig við að slík nýsköpun þurfi að gerast í gegn- um útboð er því fullkomlega ónauðsynleg takmörkun sem er til komin vegna ágengrar viðskiptatengdrar hugmynda- fræði sem gjarnan er kennd við frjálshyggju. Hugtakið út- boð er fyrst og síðast viðskiptalegt hugtak þar sem mark- miðið er að fá sem mest af vöru eða þjónustu af tilteknum gæðum fyrir sem lægst verð. Útboð eru ágæt og eiga víða við í opinberum rekstri en slík sjónarmið eiga ekki við um kennslu grunnskólabarna í almennum hverfisskóla. Þar eiga uppeldis- og skólasjónarmið að ráða ferðinni. Birgir Guðmundsson DV Skoðun Hvað gerir okkur að þjóð? „En vœrum við ekki ein þjóð þótt danska vœri töluð á Vestfjörðum og á Norðurlandi (eins og gert var á sunnudögum hér áður fyrr á ísafirði og Akureyri) ?“ Því hefur stundum verið haldið fram - og ekki síst á hátíðarstundum - að tilvera íslensku þjóðarinnar hvíli á grunni þrenningarinnar: tunga, trú og land. Skoðum það nánar. Tungan er okk- ur kær og við leggjum meira á okkur en margar aðrar þjóðir til að halda tungunni hreinni og ómeng- aðri. Það er virðingarvert að fámennri þjóð skuli takast að halda tungu sinni hreinni á öld vaxandi sam- skipta og ásóknar enskunnar. Hins vegar er þörf fyrir samskipta- leiðir milli þjóða og tÚ þess þarf ein- hvers konar alþjóðlegt mál, táknkerfi til samskipta. Enskan gegnir því hlutverki að minnsta kosti í okkar heimshluta. íslenskan hefur dugað okkur vel til að tjá allt milli himins og jarðar og er eitt sterkasta þjóðar- einkenni okkar. En værum við ekki ein þjóð þótt danska væri töluð á Vestfjörðum og á Norðurlandi (eins og gert var á sunnudögum hér áður fyrr á ísafirði og Akureyri)? Teljast ekki Belgar ein þjóð þótt tvö tungu- mál séu töluð þar í landi? Eða Finn- ar? Eða Kanadamenn? Eða Svisslendingar? Svarið við öllum þessum spurningum er:,jú“ - og því ætti fullyrð- ingin um að tungan geri okkur að þjóð að falla um sjálfa sig. En hvað þá um trúna? Gerir sameiginleg trú okk- ur að einni þjóð? Því er til að svara að líklega gilda sömu rök um tungu og trú. Standist sú tilgáta þá gerir trúin okkur ekki að þjóð. Enda erum við ekki öll sömu trúar þótt kristin kirkja (sem greinist i margar kirkjudeildir) hafi flesta fylgjendur sem stendur. Krist- in kirkja hefur hins vegar skipt veigamiklu máli í mótun sjálfsmynd- ar þjóðarinnar. Hún hefur meðal annars gefiö okkur sameiginlegan gildagrunn. Síðasti fulltrúi fyrrnefndrar þrenn- ingar er landið. Gerir landið okkur að þjóð, moldin sem við erum sprottin úr og nærð af? Landið er máttugt og mikilfenglegt. En gerir þaö okkur að þjóð eitt og sér? Og hafið, er það ekki hálft fóðuriandið eins og segir i sjó- mannasálminum? Skiptir hafið kannski mestu máli í þessu sambandi þar sem það einangrar okkur frá öðr- um? Hvað hefði orðið um okkur sem þjóð ef við ættum landamæri að öðr- um þjóðum og værum umkringd t.d. Þjóðverjum, Pólverjum og Frökkum? Er það kannski hafiö sem gerir okkur fyrst og síöast að þjóð? Einangrunin? Og munu þá auknar samgöngur og upplýsingabyltingin leysa okkur upp um síðir sem þjóð? Hvað gerir okkur að þjóð? Varla er það tungan eða trúin eða landið því vissulega gætu tveir ólíkir hópar búið í landinu við tvö eða fleiri tungumál og trúarbrögð. Þrenningin, tunga, trú og land, er þá öll gufuð upp sem grundvöllur þjóðernis okk- ar samkvæmt þessum þönkum. Hvað situr þá eftir? Þjóðir í nútímaskilningi þess orðs urðu vart til fyrr en upp úr siðbót og varla fyrr en eftir frönsku bylting- una. Samkvæmt fræðibók um þjóðir og þjóðernishyggju sem ég hef verið að glugga í varð hugtakið eiginlega ekki til eins og við þekkjum það fyrr en á 18. öld. En hvað gerir okkur að einni þjóð? Er það þá pólitíkin sem gerir okkur að þjóð, sú staðreynd að eitt Alþingi setur lög og reglur fyrir íbúa landsins? Erum við þjóð af þvi að við lútum einni stjórn? Það er ef til vill hægt að skilgreina okkur út frá því en mundu þá Evrópuþjóðirn- ar verða að einni þjóð við það eitt að Evrópusambandið yrði útfært sem allsráðandi afl í álfunni? Varla. Hvað gerir okkur þá að þjóð? Er það sagan? Sú staðreynd að við erum hópur með sameiginlega sögu og uppruna (að vísu fjölbreyttari en áður var talið), saman í glímu við landið blíða og hamslausa eins og í ofsafengnu ástarsambandi? Hópur á leið um stræti sögunnar, hópur sem stefnir að sameiginlegu markmiði? Söguþjóð? Örn Bárður Jónsson Kalt stríð við Kína Samskipti Bandaríkjanna og kommúnistastjórnarinnar í Kína hafa alla tíð mótast af gagnkvæmri tortryggni sem síðustu Bandarikja- forsetar hafa reynt að eyða og hefur orðið mikið ágengt í að fá Kínverja til samstarfs, ekki síst Clinton. En Bush er annarrar gerðar. Hann og hans menn draga enga dul á það að þeir keppi við Kínverja um áhrif í Asiu, en séu ekki samstarfsmenn þeirra. Bush og hans menn stefna op- inskátt að einhliða stefnumótun í ut- anríkismálum með sína hagsmuni eina að leiðarljósi, án samráðs eða tillits til bandamanna sinna. Þetta hefur valdið vaxandi ugg í Evrópu og einkum í Rússlandi, og andrúms- loftið i samskiptum Bandaríkjanna við útlönd er þegar merkjanlega kaldara en þaö var. Þeir hægri öfga- menn sem áhrifamiklir eru hjá Bush vildu kalt stríð við Kina - þó ekki væri nema af hugmyndafræðilegum ástæðum - og nú hafa Kínverjar af sínum eigin ástæðum látið það eftir þeim. Það er þegar ljóst, hvernig sem málalyktir njósnaflugvélarmálsins verða, að eðlileg samskipti þessara stórvelda hafa beðið varanlega hnekki. Klofningur Innan stjórnar Bush er mikifl ágreiningur milli hinna hófsamari valdamanna og rótttækra hægri manna, og hafa hægrimenn betur. Þeir sem lengst eru til hægri eru meðal annarra Rumsfeld varnarmálaráð- herra og Cheney varafor- seti, sem ásamt Condolezzu Rice þjóðaröryggisráðgjafa hafa mest áhrif á Bush. Powell utanríkisráðherra er maður frjálslyndur og víð- sýnn og fjarri þeirri stæku hugmyndafræði sem litar hægri arm Repúblikana- flokksins. Bush sjálfur er ekki bógur til að taka sjálf- stæðar ákvarðanir, og sagðist frá upphafi mundu reiða sig á reyndari menn. Þessir menn hafa fengið hann til að stöðva viðræður við N-Kóreu um kjarnavopnaafvopnun, hætta við stuðning við Rússa til að eyða gjör- eyðingarvopnum, reka rússneska sendiráðsmenn úr landi, stefna að harðari refsiaðgerðum gegn Kúbu og írak, efla samskiptin við Taívan og vopnasölu þangað, og hamra á mannréttindamálum í Kína, ala á tortryggni og standa að fordæmingu á þeim í skýrslu til SÞ, auk ráðstaf- ana í þágu stórfyrirtækja í umhverf- ismálum heima fyrir og á alþjóða- vettvangi, svo sem varðandi Kyoto- bókunina. Þetta ásamt fleiru hefur fengið suma bandaríska frétta- skýrendur til að kalla stjórn Bush róttækustu hægristjórn í manna minnum, langt til hægri viö Reagan. Kínverjar Meðal Kínverja eru einnig tvær fylkingar, þeirra sem setja viðskipta- hagsmuni í fyrirrúm og hinna sem upphafnir eru af þjóðrembu. Fyrir dyrum standa valdhafaskipti í Kina, og um þau hefur herinn og hans fylgismenn mikið að segja. Njósnaflug Banda- rikjamanna síðustu hálfa öld hefur lengi angrað Kín- verja en þeir ekki fengið að gert fyrr en nú. Af þeim tóni sem sleginn var strax í upphafi er ljóst að þjóðern- issinnar hafa þar forræði. Þeir heimta að Bandaríkja- stjórn lúti í duftið og biðjist fyrirgefningar, sem er óhugsandi að Bush geri. Njósnaflugið særir þjóð- arstolt Kínverja, og var ekki á bæt- andi eftir sprengjuárásina á sendi- ráð þeirra i Belgrad 1999, auk ásak- ana um njósnir í Bandaríkjunum gegn mönnum af kínverskum upp- runa, sem dæmi eru um, svo og fár út af meintum gjöfum Kínverja i kosningasjóði demókrata. Mikilli hiti er í mörgum Kínverjum vegna þessa máls.(Dæmi má sjá á vefslóð- inni sina.com). En hitinn fer vaxandi í Bandaríkjunum líka. Þar er þegar farið að tala um áhöfn flugvélarinn- ar sem gísla kommúnista, og berg- mál frá gíslatökunni í Teheran 1978 heyrist. Hótað er viðskiptaþvingun- um og útilokun frá alþjóðaviðskipta- stofnuninni (WTO). Ekki má miklu muna að bandarísk þjóðremba verði allsráðandi og Bush grípi til ráðstaf- ana sem ekki verða aftur teknar. Á því munu báðir tapa og bandarískt efnahagslíf gæti orðið enn harðar úti en það kínverska. En um slíkt er ekki spurt þegar þjóðarheiður er í veði. Þjóðernissinnar beggja aðila eru á góðri leiö með að láta eigin hrakspár rætast í köldu stríði. Gunnar Eyþórsson „Ekki má miklu muna að bandarísk þjóðremba verði allsráðandi og Bush grípi til ráðstafana sem ekki verða aftur teknar. Á því munu báðir tapa og bandarískt efna- hagslífgceti orðið enn harðar úti en það kinverska. “ Gunnar Eyþórsson fréttamaöur Brjálæðislegt oflæti „Við erum að farast úr minni- máttarkennd sem kemur fram íbrjálæðislegu oflæti og grobbi og vitleysu. Við kennum Dönum um allt sem aflaga fór fyrr á öldum en það var ekki bara þeim að kenna, það var allt eins okkur að kenna. Við erum ótrúlega föst í þeirri ímynd að hér sé fullkomið fólk sem er náttúrlega fullkomin af- neitun. Ég held að þjóðin sé bara geðklofín.“ Siguröur A. Magnússon í viötali í Tímariti Máls og menningar. Loddarar og barnaleg umræða „Ég ætla ekki að halda því fram að for- svarsmenn Sam- keppnisstofnun- ar séu glæpa- menn, svo virðu- legt heiti eiga þeir varla skilið. En þeir eru loddarar sem reyna að koma á barnalegri um- ræðu um samráð garðyrkjubænda á sama tima og nær öll smásöluversl- un er að færast í hendur tveggja risa sem hafa bundist því samsæri aö hafa smásöluálagningu miklu hærri hér heldur en tíðkast í siðuð- um löndum.“ Bjarni Haröarson í grein í Sunnlenska fréttablaðinu. Spurt og svarað___Er þörf á þremur seðlabankastjómm? Ágúst Einarsson prófessor og samfylkingarmadur. „Nei, það er engin þörf á þremur seðlabankastjórum eins og nú er. Meginmálið er þó að seðlabankastjóra verður að ráða á faglegum forsendum en ekki pólítískum. Nýtt frumvarp til laga um Seðlabanka íslands, sem kynnt hefur verið og lagt fram á Alþingi, er sjálfsagt og þær breytingar sem eiga samkvæmt því að ganga í gegn hefði átt að framkvæma fyrir löngu, eins og margoft hefur verið lagt til. Þar hefur hins vegar ævinlega strandað á andstöðu Sjálfstæðis- flokkins. En nú hefur flokkurinn snúið við blað- inu og batnandi mönnum er best að lifa. Ég hef enga trú á því að bankastjórunum verði fækkað, það mun vísast ekki ganga eftir fyrr en ný rik- isstjórn í landinu hefur tekið við völdum, undir forystu Samfylkingarinnar." Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar. „I seðlabanka sem hefur sjálf- stæði og vald til að taka erfiðar ákvarðanir í efnahagsmálum eru þrír seðlabankastjórar síst of mikið þannig að valdið sé dreift og einn maður fái ekki ægivald. í seðlabanka sem hefur hvorki sjálfstæði né vald til aö taka miklilvægar ákvaðanir í efnahagsmálum þarf ekki nema einn bankastjóra. Stjórnunarlega er hins vegar erfiðara að hafa tvo seðlabankastjóra en einn, því komi til ágreinings þeirra í milli þá tefst ákvarðanataka - og mál geta stöðvast. Þrír bankastjórar í seðlabanka ná hins vegar að mynda meirihluta. í stjórnun viðskiptabanka, sem ekki hafa jafn víðtæk áhrif og seðlabanki, er talið best að hafa einn bankastjóra. Seðlabanki Islands fékk á dögunum aukið sjálfstæði og völd og þvi eru þrír bankastjórar þar í lagi.“ Jón Kristjánsson þingmaður Framsóknarflokks. „í flestum tilvikum tel ég heppilegra að hafa einn skip- stjóra á skútunni en í þessu tU- viki ber þó að geta þess að ákvarðanir sem teknar eru á þessum vettvangi um efnahags- málin eru það veigamiklar aö það getur verið hæpið að hafa slíkt vald í höndum eins manns. Niðurstaða mín er því sú að það geti veriö rétt- lætanlegt að nefnd bankastjóra, þriggja manna nefnd með víðtækt umboð, taki þessar víðtæku ákvarðanir - en að sjálfsögðu er þá einn banka- stjórinn tilnefndur til að stýra þeirri vinnu eins og nú er. Ég mæli því ekki með breytingum. Ég styð nýtt frumvarp sem eykur sjálfstæði Seðla- bankans en það gerir það að verkum að ákvarð- anir sem þar innandyra eru teknar verða enn mikilvægari en áður hefur verið.“ Sigurður G. Guðjónsson lögmadur. „Það held ég ekki. Að minnsta kosti er engin þörf á sliku eigi bankinn á áfram að verða stoppi- stöð fyrir útbrunna stjómmála- menn. Slikum mönnum er afltaf verið að umbuna og mörgum hef- ur verið komið fyrir í bönkunum - og má þar.nefna til dæmis Lárus Jónsson, Steingrím Hermannsson, Tómas Árnason og Sverri Hermannsson, svo ein- hverjir séu nefndir. En sjálfsagt er ekki vilji til svona breytinga, menn vilja áfram eiga matarhol- ur. Nú stendur til að auka sjálfstæði Seðlabankans og í slíku umhverfi væri ágætt fyrirkomulag að hafa einn bankastjóra. Mann sem hefur víðtæka þekkingu á efnahagsmálum og getur sett fram kenningar og rök í því sambandi. Maður eins og Már Guðmundsson hagfræðingur kæmi þar vel til greina, eða einhver af hans kalíberi." • Forsætisráöherra mælti fyrir helgina fyrir nýju lagafrumvarpi um bankann þar sem áfram er miðað viö að bakastjórarnir séu þrír. Sveppagreifar og olíufurstar Fólki hefur verið talin trú um að einhverja verstu skúrka landsins sé að flnna í hópi hinna svokölluðu sæ- greifa, sem með fulltingi stjórnvalda og lagalegum útúrsnúningum á eign- arréttarákvæði stjórnarskrárinnar, hafi sölsað undir sig lönd og lausa aura, en þó einkum og aðallega líf- ríkið sjóinn sem þó ku vera, að sögn sannsögulla sanngirnismanna, sam- eign þjóðarinnar. Mörgum kvótakónginum og sæ- greifanum hefur auðvitað sárnað svoddan áburður og liðið önn fyrir að vera svo millum tanna á fólki sem raun ber vitni og nánast stöðugt í steinbítskjafti almenningsálitsins. En nú sjá útgerðarjarlar fram á bjartari tíð með blóm, eða öllu held- ur kál og rófur í haga, því um þess- ar mundir er verið að svæla upp úr jarðhýsum og moldvörpuholum þá kóna sem strax eru dagstimplaðir af almenningsálitinu hálfu verri en sæ- greifarnir, sem sé horngrýtis sveppa- greifana sem hafa það helst að iðja að hlunnfara almenning með subbu- legum samráðsaðgerðum af ýmsum toga. Samráðabruggið Sveppagreifarnir hafa sem sé stolið glæpnum, a.m.k um stundar- sakir og meintar ávirðingar sægreif- anna hverfa á meðan í skuggann. Þess vegna mynda sægreifar líkast til eina hópinn á landinu sem fagnar stóra bananasamráðsmálinu, því nú standa spjótin á öðrum en þeim. Hitt er svo annað mál að það er í raun algjör óþarfi fyrir almenning að hneykslast á samráðsatferli græn- metishaukanna. Það er sem sé engin ástæða til að ætla að paprikusamráð- ið sé einsdæmi í íslensku viðskipta- lífi. Þvert á móti má gera því skóna að þar sé samráði einatt og iðulega beitt og í öllum tilfellum þegar menn telja sig græða á samráðabrugginu. Og það væri auðvitað óráð að hafa ekki samráð þegar samráð gefur meira í aðra hönd en samkeppni. I viðskiptum vinnur nefnilega enginn vísvitandi gegn eigin hags- munum og því verða hagsmunir neytenda oft afgangsstærð. Stórfiskaleikur Það er því algjör óþarfi að sprok- setja sveppagreifana fyrir samráð og meint samsæri um vísvitandi verð- hækkunaratferli og aðfór að holl- ustuháttum landsmanna. Eða halda menn að t.d. olíufurstar og tryggingahertogar hafi aldrei iðkað samráð í gegn- um tíðina þegar þeir hafa talið óhefta samkeppni koma sér í kofl? Raunar hefur samráð aldrei verið opinberlega sannað á þessa aðila, en ástæða þess er auðvitað aö- eins dæmalaus slóðaskapur eftirlits- og rannsóknarað- ila. Þannig hefur simahler- unum aldrei verið beitt á þessa aðila og þó er vitað að lögreglan fær utantekningarlítið leyfi til símahlerana þegar talið er líklegt að afls konar smákrimmar og Jóhannes Sígurjónsson skrifar sjoppuræningjar muni tala af sér í tólin. Eða hvað halda menn að kæmi í ljós ef símar olíufurstanna yrðu hleraðir? Að þeir væru að tala um enska boltann sín á milli á sunnudeginum fyrir olí- verðshækkun mánudags- ins sem reynist upp á eyri sú sama hjá öllum? Nei, samráð hákarlanna er örugglega regla frekar en undantekning í íslensku viðskiptalífi, eftir að allir smáfiskarnir hafa verið gleyptir í samkeppninni. Samráð er stórfiska- leikur bisnessbarna. Hitt er svo annað mál að það er í raun algjör óþarfi fyrir almenning að hneykslast á samráðsatferli grœn- metishaukanna. Það er sem sé engin ástœða til að œtla að paprikusamráðið sé einsdœmi í íslensku viðskipta- lífi. Þvert á móti má gera því skóna að þar sé samráði einatt og iðulega beitt og í öllum tilfellum þegar menn telja sig grœða á samráðabrugginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.