Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 X>V____________________________________________________________________________________________________Neytendur Falleg fermingargjöf Bragðprófun á páskaeggjum Bragðprófun DV á páskaeggjum: kristalskrossar SWAROVSKI Fjórar gerðir, verð frá 4.990.- eyrnalokkar í stíl Fermingargjöf sem er framtíðareign ^ vKRISTALL Kringlunni - Faxafeni Góa Móna Nói-Siríus Ópal Dómhildur ☆☆fH •Mrtctr irtrMrtt 'írtrtrtri. Úlfar 'trtrtrtrte 'trtrtrtrt 'frtctrk 'trtrtr Sigmar ☆☆☆☆ 'trtrtrk 'trtrtr 'trtrtr Samt. 12,5 12.5 11.5 10.5 Fyrir skömmu fékk neytendasíða DV bragðgæðingana Sigmar B. Hauksson, Úlfar Eysteinsson og Dómhildi Sigfúsdóttur til að smakka á þeim páskaeggjum sem í boði eru fyrir þessa páska. Ein- göngu voru tekin egg frá íslenskum framleiðendum sem fást i stórmörk- uðum en þeir eru, eftir því sem næst verður komist, aðeins fjórir. Smökkuð voru egg frá Ópal, Góu, Nóa-Síríus og Mónu. Auk þess feng- um við bragðgæðingana til að smakka sykurlaust egg og mjólkur- laust egg sem framleidd eru af sæl- gætisgerðinni Mónu. Það skal þó tekið fram að þau egg voru dæmd út frá öðrum forsendum en hin og fylgja því ekki í grafinu sem er hér á síðunni og sýnir stjörnugjöfina. Bragðgæðingarnir gáfu öllum eggjunum umsögn um útlit, inni- hald og bragð og í framhaldi af því var þeim gefin heildareinkunn sem var á bilinu 1 til 5 þar sem 5 var hæsta mögulega einkunn. Mónu- og Góu-eggin best Páskaeggin frá Mónu og Góu hlutu bestu einkunnina að þessu sinni eða tólf og hálfa stjörnu hvort. Úlfar sagði eggið frá Mónu vera „fallegt, með góðu innihaldi" og að bragðið væri „milt og gott. Hann gaf þessu eggi fjóra og hálfa stjörnu. Dómhildi fannst „ekki gott eftir- bragð“ af þessu súkkulaði en sagði innihaldið „ríflegt og nokkuð fjöl- breytt“. Henni fannst eggið ágæt- lega útlítandi en tók það fram að öll eggin væru „svipuð útlits“ og gaf egginu fjórar stjömur. Sigmar sagði þetta „bara snoturt egg“ og var ánægður með innihaldið. „Eggið var að springa, svo fullt var það af fjölbreyttu sælgæti," sagði hann og bætti við: „Bragðið er ljómandi gott en þó ekki afgerandi" og gaf egginu fjórar stjörnur. Góu-eggið féll einnig vel í kramið hjá bragðgæðingunum og fær, eins og áður sagði, bestu einkunnina ásamt Mónu-egginu. Sigmari fannst eggið „ósköp venjulegt" og sagði að í því væri „ mikið og fjölbreytt magn af nammi“. Ekki fannst hon- um bragðið þó afgerandi en sagði það „ágætt súkkulaðibragð" og gaf því fjórar stjörnur. Dómhildur gaf bragði þessa eggs ekki mjög háa ein- kunn en fannst súkkulaðið „mjúkt“. Innihaldið sagði hún „mikið og fjöl- breytt" og útlitið „svipað og á hin- um eggjunum en þó sprautað á sam- skeytin". Hún gaf egginu þrjár og hálfa stjörnu. Úlfar var ánægður með bragð Góu-páskaeggsins og sagði það „mjög gott, að mínum smekk“ og bætti við að mikið væri Fullkomiö frá náttúrunnar hendi Þó hafa menn dundaö sér viö aö skreyta þau í aldanna rás og þá sér- staklega aö vori til þar sem þau hafa veriö tákn frjósemi í mörgum menningarsamfélögum. Skreytt páskaegg Egg hafa verið skreytt og lituð frá örófi alda. Egyptar og Persar skipt- ust á skreyttum eggjum í upphafi vors til aö fagna frjóseminni sem voriö gaf fyrirheit um. í dag tengist þessi hefð páskum og á mögum heimilum eru til listilega máluð egg sem oftar en ekki eru afrakstur vinnu þeirra yngstu á heimilinu. Þegar eggin eru skreytt ræður ímyndunaraflið eitt ríkjum og hægt er að nota ýmsa hluti sem til eru á heimilinu til þessa verks. Matarlitur hentar vel og er auðveldur í meðför- um og hér eru nokkur góð ráð sem nýtast þegar lita á egg með honum. Takið fram eina skál fyrir hvern lit sem nota skal. Þær verða að vera nægilega djúpar til að egg komist í þær. Klippið hólka úr eldhúsrúllum niður í búta þannig að þeir nýtist til að halda eggjunum uppréttum á meðan þau þoma. Setjið nægilega mikið af heitu vatni í skálarnar þannig að það nái að hylja eggið þegar það er sett ofan í. Bætið matarlitnum út í. Ef notað- ur er fljótandi matarlitur eiga 7-10 dropar að nægja. Hrærið. Að lokum er einum fjórða bolla af ediki hrært saman við en það verkar sem festir fyrir litinn. Blásið úr eggjum, eða harðsjóðið þau. Því næst er þeim dýft í lita- blöndurnar. Notið til þess málm- skeið eða tangir. Setjið eggin í eggjahaldarana úr eldhúsrúlluhólknum á meðan þau þoma. Hægt er að gera doppótt egg með því að láta heitt kertavax drjúpa á þau áður en þau eru sett í litablönd- una eða eftir að þau hafa verið lituð einu sinni og lita þau síðan aftur í dekkri lit. Athugið að litablandan má ekki vera heit þegar þessi aðferö er not- uð. Vaxið má síðan skafa af með fingumögl eða hita það og þurrka af með pappírsþurrku. Ef þið viljið flóknari mynstur en fá má með heitu kertavaxi má nota vaxliti til að teikna á eggin áður en þeim er dýft í litablöndurnar. Þegar litablandan hefur þomað þá er eggj- unum stungið í 150“C heitan ofn i ca 5 mínútur, eða þar til vaxlitirnir eru orðnir mjúkir. Þá eru þeir stroknir af með pappírsþurrku. DVJVIYNDIR E.ÓL. Bragðgæöingar DV Úlfar Eysteinsson, Dómhildur Sigfúsdóttir og Úifar Eysteinsson hámuöu í sig súkkulaöiö í þragöprófun DV á páskaeggjum. í því og útlitið „fallegt" og fékk egg- ið hæstu einkunn hjá honum, eða fimm stjörnur. Nói-Síríus og Ópal Nóa-Síríus eggið fékk ellefu og hálfa stjörnu hjá bragðgæðingunum að þessu sinni. Úlfari fannst útlit þess „gott“ og innihaldið „allt í lagi“ en var ekki mjög hrifinn af bragð- inu. „Þetta bragð er leiðigjarnt þeg- ar maður hefur borðað mikið,“ sagði hann og gaf egginu þrjár og hálfa stjörnu. Dómhildur var hrifnari af þessu eggi og fékk það fimm stjörn- ur hjá henni með umsögninni „gott og mjúkt súkkulaði, gott og fjöl- breytt innihald“ og „gott útlit“. Sig- mari fannst þetta egg vera „ósköp venjulegt" í útliti og innihaldið „fjöl- breytt og vel samansetf‘. Hins vegar fannst honum súkkulaðið ekki mjög gott og sagði vera af því „lítið stjörnu. Dómhildi líkaði þó vel þetta egg og gaf því fjóra og hálfa stjörnu. Henni fannst innihaldið „gott og fjöl- breytt" og eggið „bragðgott og með góðu eftirbragði". Sigmar sagði „bragðiö ágætt til að byrja með, en svo kemur einkennilegt gervibragð". Honum fannst eggið innihalda „sæmilegt úrval af sælgæti, þó of mikið af karamellum og kúlum" og bætti því við að það væri „ekki gott fyrir tennurnar". Hann gaf þessu eggi þrjár stjörnur. í þetta sinn var Úlfar honum sammála og fékk eggið því einnig þrjár stömur frá honum. Útlitið sagði hann vera „þokkalegt" og innihaldið „ekki ríkulegt". Einnig sagði hann „of mikið gervibragð" vera af súkkulaðinu. Egg fyrir sykursjúka Til gamans voru bragðgæðingarn- ir einnig fengnir til að smakka tvö egg sem sælgætisgerðin Móna fram- leiðir og er annað þeirra sérstaklega fyrir sykursjúka og hitt mjólkur- laust. Eins og áður sagði eru þau egg ekki dæmd á alveg sömu forsendum og hin þar sem tekið er tillit til sér- stöðu þeirra. 1 ljós kom að þeir voru mjög ánægðir með mjólkurlausa eggið og gáfu því 13 stjömur sem er hæsta einkunnin sem sást í þessari bragðprófun. Sigmar sagði „frábært að til skuli vera mjólkurlaust páska- egg fyrir alla þá sem þjást af of- næmi“ en fannst innihaldið „frekar fátæklegt, sem er skiljanlegt" og út- litið „snoturt en einfalt“. Hann gaf þessu eggi fjórar stjörnur. Dómhild- ur gaf því íjóra og hálfa stjörnu og sagði súkkulaðið vera „gott suðusúkkulaði" á meðan Úlfar gaf egginu ijóra og hálfa stjörnu og fannst það „fallegt“ og bragðið „gott“. Páskaeggið fyrir sykursjúka fékk flórar stjörnur frá Úlfari en honum fannst það „fallegt" og „mjög gott“ á bragðið. Sigmari fannst „bragðið einkar gott ef haft er í huga að egg- ið er ekki með neinum sykri" en sagði innihaldið ekki mikið og útlit- ið „venjulegt og einfalt“ og gaf hann egginu þrjár störnur. Dómhildur gaf þessu eggi svipaða umsögn og fékk það þrjár og hálfa stjörnu frá henni. -ÓSB Svipuð útlits Eins og sjá má eru skreytingar allra eggjanna heföbundnar og lítill munur á útliti þeirra. Misjafnt innihald Hér má sjá innihald eggjanna og eins og sjá má eru flest þeirra fyllt alls kyns góögæti sem gleöur litla munna. súkkulaðibragð, gervibragö" og gaf egginu aðeins 3 stjömur. í þessari bragðprófun rak Ópal- eggið, sem er framleitt af Nóa-Sír- íusi, lestina með samtals tíu og hálfa Málshættirnir sem fylgdu eggj- unum voru mismunandi og í raun ekki hægt að segja að um máls- hætti væri að ræða i öllum tilvik- um. 1 Mónueggjunum þremur var fremur um að ræða spakmæli. Til gamans birtum við hér þá máls- hætti og spakmæli sem úr eggjun- um komu. Betra er að þiggja ráð en gefa - Góa Með gleði skal harmi hrinda - Nói-Síríus Misjöfn verða morgunverkin - Ópal Gallar annarra eru eins og bíl- ljós, þeir skera okkur meira í aug- un en okkar eigin - Móna Ungbarn í húsinu er gott dæmi um minnihlutastjórn - Móna Betra er að hafa elskað og misst en að hafa aldrei elskað - Móna Góa og Móna fá hæstu einkunn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.