Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 I>V Fréttir 5 DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON Innbrot Helgi Þorsteinsson viö vél senn brotist var inn í í fyrrinótt. Akranes: Skemmdarvargur ofsækir vinnu- vélaeiganda - og stelur verðmætum DV, AKRANESI:_______________________ Verktakafyrirtækið Þróttur ehf. við Ægisbraut á Akranesi hefur á undanfórnum fjórum árum orðið illilega fyrir barðinu á þjófum og skemmdarvörgum. Brotist hefur verið inn í vinnuvélar fyrirtæksins fimm sinnum og stolið úr þeim eða þær skemmdar. Nýlega var brotist inn í vinnuvél og stolið þaðan geislaspilara og út- varpi. Fyrir mánuði var brotist inn í beltagröfu sem stóð upp við námu, öllum ljósum stolið af henni, rúða brotin og útvarpið eyðilagt. Helgi Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Þróttar, segir að þeir fái greinilega ekki að vera í friði með vinnuvélar fyrirtækisins. Þó er fyr- irtækið vaktað af Öryggisþjónust- unni og lögreglan keyrir stúndum fram hjá þar sem vélarnar eru geymdar. Eigi að síður takist mönn- um að stela vélunum og skemma þær og verst sé að þessir vesalingar náist aldrei. Helgi segir að þarna sé á ferðinni einhver sem er kunn- ugurr öllum málum. Hann segir jafnfamt að Öryggisþjónustan hafi orðið vör við ákveðinn bíl í fyrrinótt og hann hafi alltaf farið undan þegar Öryggisþjónustumenn hafi verið á ferðinni. „Ég hef beðið lögregluna um að athuga þessar vísbendingar því þarna gæti þjófurinn hugsanlega hafa verið á ferðinni," sagði Helgi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróttar ehf., við DV. -DVÓ Sögulegur aðalfundur Hitaveitu Suðurnesja: Fyrsta hlutafélagið í orkugeiranum stofnað DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON Söguleg stund í Eldborginni Hér eru samningar um sameiningu tveggja orkufyrir- tækja innsigtaöir meö undirskriftum, og til veröur öfl- ugt orkufyrirtæki, Hitaveita Suöurnesja hf. DV, GRINDAVÍK: Sögulegur aðalfund- ur Hitaveitu Suður- nesja var haldinn í vikunni í Eldborg- inni, kynningarhús- næði HS. Frá og með fundinum breytist HS í hlutafélag og að auki sameinast Rafveita Hafnarijarðar hita- veitunni. Á fundinum var undirritaður stofnsamningur, sam- þykktir og samkomu- lag eigendá Hitaveitu Suðumesja hf. og var HS þar með orðið fyrsta hlutafélagið í orkugeiranum og höfðu ræðumenn á orði að brotið vaeri blað í sögu orkumála á Islandi. í máli Júlíusar Jónssonar, for- stjóra HS, kom fram að tekjur fyrir- tækisins voru 2.173 m.kr. en gjöld 1.748 m.kr. og var mesta fjárfesting- in í orkuveri 5, eða alls 560 m.kr. og 185 m.kr. í jörðum og hlutafé og i öðrum fyrirtækjum. Sigurður Ingvarsson, Gerða- hreppi, var kosinn stjórnarformað- ur, Magnús Gunnarsson, Hafnar- firði, varaformaður og Óskar Þór- mundsson, Reykjanesbæ, ritari. I lok fundarins heiðraði Ingólfur Bárðarson, fráfarandi stjórnarfor- maður, Ingólf Aðalsteinsson, fyrsta forstjóra HS, og gaf honum í virð- ingarskyni lágmynd til eignar og mun önnur verða sett upp á viðeig- andi stað. -ÞGK Mesta sementssala frá upphafi í mars DV, AKRANESI:______________________ Vel hefur viðrað til allra bygging- arframkvæmda og það sést best á því að met var sett í sementssölu í mars. Salan í mánuðinum var 9.602 tonn sem er mesta sala í þeim mán- uði frá upphaíl Sementssverksmiðj- unnar. Mesta sala i mars var fram að því árið 1974 eða 8.716 tonn. Sal- an í mánuðinum var mikið meiri en áætlað var. Heildarsalan fyrstu 3 mánuði ársins er 25.036 tonn en á sama tíma í fyrra seldust 19.593 tonn. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.