Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Blaðsíða 10
10
Viðskipti
Umsjón: Vidskiptabladiö
40% leggja auka-
framlag í lífeyrissjóð
- samkvæmt athugun Samtaka atvinnulífsins
Sparnaður hefur verið með
minnsta móti hér á landi undan-
farin ár þrátt fyrir aðgerðir stjóm-
valda frá ársbyrjun 1999 í þá átt að
aflétta tekjuskatti af 2% viöbótar-
framlagi i lífeyrissjóð, auk þess að
heita 0,2% mótframlagi af hálfu
ríkisins. Þetta kemur fram á
fréttasíðu Samtaka atvinnulífsins.
Árið 1999 spöruðu rúmlega 20%
launþega með þessum hætti (sam-
kvæmt upplýsingum ríkisskatt-
stjóra), en þaö var lægra hlutfall
en vonast hafði verið til. Hvatinn
jókst í fyrravor þegar samið var
um að atvinnurekendur á almenn-
um markaði bættu 1% við framlag
ríkisins þannig að mótframlagið
yrði alls 1,2% af launum. Um svip-
að leyti var ákveðið að létta tekju-
skatti af allt að 4% viðbótarfram-
lagi í lífeyrissjóð og mótframlag
ríkisins aukið þannig að þeir laun-
þegar sem leggja 4% af launum
sínum til hliðar fá 1,4% á móti. í
byrjun árs 2002 hækkar mótfram-
lag atvinnurekenda svo um 1%.
í könnun Pricewaterhou-
seCoopers i janúar 2000 sögðust
27% fólks á aldrinum 18-75 ára
leggja viðbótarsparnað í lífeyris-
sjóð. Þetta er líkast til ofmat því
að samkvæmt skattagögnum var
hlutfallið aðeins 20% mánuði fyrr.
Lausleg athugun hjá 16 fyrir-
tækjum í Samtökum atvinnulífs-
ins bendir hins vegar til þess að
þetta sé síst of há tala. Viðmæl-
endum ber saman um að eftir ára-
mótin hafi þeim fjölgað mikið sem
spari á þennan hátt. Margir at-
vinnurekendur hafa hvatt starfs-
fólk sitt til að leggja meira í lífeyr-
issjóð og dæmi eru um að þeir
hafi lagt meira á móti en þeim ber
samkvæmt kjarasamningum.
Bankar og verðbréfafyrirtæki
hafa einnig staðið fyrir mikilli
kynningu á þessum sparnaði á
vinnustöðum.
Borgar þetta sig?
Vegna tekjutenginga ýmissa elli-
lífeyrisgreiðslna er óljóst hvort fólk
með tiltölulega lítinn lífeyrisrétt
hefur meira upp úr viðbótarlífeyris-
sparnaði eða hefðbundnum sparn-
aði (að því gefnu að tekjutengingar
ellilífeyris Tryggingastofnunar
haldist óbreyttar, sem er óvist, og
að fjármagnstekjuskattur breytist
ekki). Þegar mótframlag atvinnu-
rekenda hækkar í 2% verður lífeyr-
issparnaðurinn hins vegar hagstæð-
ari fyrir alla, óháð tekjum. Hjá þeim
sem eru með meðallaun eða meira
er ekki vafi á að nú þegar borgar sig
að leggja viðbótarframlag í lífeyris-
sjóð.
Lítill vafi er á að viðbótarlífeyris-
framlagið hefur eflt sparnað lands-
manna þó að það kunni að ein-
hverju leyti að koma í stað annars
langtímasparnaðar. Árangurinn er
þó ekki nógu mikill þvi að þjóðhags-
legur sparnaður minnkaði enn á
liðnu ári. Hreinn sparnaður lands-
manna var innan við hálft prósent
af landsframleiðslu árið 2000 en
mestallan áratuginn þar á undan
var hlutfallið 3-5%.
ALTECH selur róbótakerfi til álvers í Sviss
- sölusamningar fyrir 120 milljónir fyrstu þrjá mánuði ársins
íslenska fyrirtækið ALTECH
JHM hf. gekk nýlega frá sölu á
tæknibúnaði, svokölluðu „kraga-
róbótakerfi," með tilheyrandi
stýribúnaði til ALCAN-álversins í
borginni Steg í Sviss. Álver þetta
var áður í eigu Alusuisse.
í frétt frá ALTECH kemur fram
að kragaróbótakerfið verður sett
upp í skautsmiðju álversins síðar
á þessu ári. Söluverð kerfisins er
35 milljónir króna. Þetta kragaró-
bótakerfi er það sjötta sem AL-
TECH smíðar en fyrirtækið er í
viðræðum við 10 önnur álver um
þessa tækni.
Samkvæmt upplýsingum AL-
TECH er róbótakerfið sem selt var
til ALCAN-álversins notað til að
setja á sjálfvirkan hátt hitaþolna
pappakraga utan um tinda skaut-
gaffla í rafskautum úr kolefni. Síö-
an eru kragarnir fylltir sjálfvirkt
með kolefnissalla sem bakast utan
um tindana í hitanum þegar
skautin eru komin í kerin en
kragarnir sjálfir brenna og eyðast
eftir nokkra daga. Kolefnisskautin
eyðast í rafgreiningu í kerunum
og er skipt um þau á 25 daga
fresti. Með þessari tindavörn má
nota rafskautin nokkrum dögum
lengur í kerunum án þessa að
járntindarnir tærist í raflausninni
þegar skautin eyðast. í þessu felst
mikill sparnaður í notkun raf-
skauta. Einnig minnkar járnsmit
frá tindunum í álið og batna
þannig gæði framleiðslunnar.
Með þessari sölu til ALCAN hef-
ur ALTECH þegar gengið frá sölu-
samningum fyrir 120 milljónir
króna fyrstu þrjá mánuði ársins
og eru áframhaldandi söluhorfur
verulega góðar, að sögn fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins.
ALTECH JHM hf. hefur einbeitt
sér að þróun og framleiðslu tækni-
búnaðar til álvera og þá einkum í
skautsmiðjur þeirra. Tæknimenn
fyrirtækisins hafa þegar þróað og
selt 25 mismunandi tæki og heild-
arkerfi til 15 álvera í öllum fimm
heimsálfum fyrir 14 milljónir doll-
ara, eða yfir einn milljarö króna á
síðastliðnum flmm árum. Fyrir-
tækið á núna í viðræðum viö flest
Aðalfundur
Lina.net:
Aðalfundur hlutafélagsins Línu.Nets hf. kt. 490799-3039, Skúlagötu 19, Reykjavík,
fyrir starfsárið 2000 verður haldinn þriðjudaginn 24. apríl 2001 að Grand Hótel
Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík, og hefst hann kl. 17:00.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein samþykkta félagsins.
2. Önnur málefni, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu
þess að Skúlagötu 19, Reykjavík, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.
Stjórn Línu.Nets hf.
Skúlagötu 19, IS 101 Reykjavík kt. 490799-3039
Sírrii: ♦ 354 595 1200 Myndriti: 4 354 595 1299 www.lina.net
öll álver í heiminum um sölu á
ýmsum tækjum og heildarkerfum.
Þá er ALTECH í viðræðum við
nokkur álver um hönnun og bygg-
ingu skautsmiðja þeirra með öll-
um tilheyrandi tækjabúnaði. AL-
TECH hefur þegar reynslu af slík-
um verkefnum í sambandi við
uppsetningu skautsmiðju Norður-
áls árið 1998 og endurbætur á
skautsmiðju ALBA álversins í Ba-
hrain 1996-97. Tíu tæknimenn
starfa hjá ALTECH og er fram-
leiðsla tækjanna einkum hér á ís-
landi hjá nokkrum vélsmiðjum og
raftöfluframleiöendum. Áætlað er
að sala ársins 2001 hjá ALTECH
skapi um 40 ársverk hjá innlend-
um smiðjum.
Marel byggir
í Garðabæ
- heildarkostnaður
1,1 milljarður króna
Marel hf. hefur ákveðið að hefja bygg-
ingu skrifstofu- og framleiðsluhúsnæðis
á lóð félagsins við Austurhraun í Garða-
bæ.
í frétt frá Marel hf. kemur fram að
áætlað er að heildarkostnaður við fram-
kvæmdirnar verði 1,0-1,1 milljarður
króna, miðað við verðlag í febrúar 2001.
Framkvæmdin verður að mestu eða öllu
leyti Qármögnuð með lánsfé. Það er jafn-
framt til skoðunar hvort fasteignafélag
mun kaupa húseignina á síðari stigum.
Ráðgert er að hefja framkvæmdir nú
í apríl og áætlað að þeim verði lokið á
15 mánuðum, eða í júll árið 2002. Samið
hefúr verið við verktakafyrirtækið Frið-
jón og Viðar ehf. um byggingu hússins
og frágang lóðar. Bæði skrifstofu- og
framleiðslubyggingar verða stálgrindar-
hús sem keypt eru af Sindra-Stáli hf.
Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar
hefur hannað húsin.
Marel gerði samning við Garðabæ
um 48 þús. fermetra lóð á árinu 1997.
Unnið hefur verið að undirbúningi
framkvæmda og hönnun hússins í um
eitt ár eins og áður hefur komið fram.
Húsið, sem er sniðið að þörfum Marels,
verður alls um 14.200 fermetrar. Af þeim
verða 10.200 fermetrar nýttir fyrir fram-
leiðslu og 4.000 fermetrum ráðstafað fyr-
ir skrifstofur. Starfsemi Marels hf. hér á
landi hefur hingað til farið fram á
tveimur stöðum í Reykjavík: að Höfða-
bakka og á Tunguhálsi. Mikill kostnað-
ur hefur fylgt slíkri skiptingu sem staö-
ið hefur frekari hagræðingu og vexti
fyrirtækisins fyrir þrifum.
ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001
J3V
8
HEILDARVIÐSKIPTI 1700 m.kr.
- Hlutabréf 670 m.kr.
- Húsnæðisbréf 520 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
| 0 Haraldur Böðvarsson 478 m.kr.
| £ Delta 26 m.kr.
Q íslenskir aðaiverktakar 24 m.kr.
MESTA HÆKKUN
! O Tangi 12,7 %
o Haraldur Böðvarsson 7,7 %
O MP-Bio 4,8 %
MESTA LÆKKUN
o íslenskir aöalverktakar 5,6 %
o Baugur 3,3 %
O Össur 2,1 %
ÚRVALSVÍSITALAN 1137 stig
- Breyting 1 O 0,18 %
Jákvæð
greining á
Arcadia
í nýrri greiningu frá SchroderSal-
omonSmithBarney segir að gífurleg-
ur viðsnúningur hafi orðið í rekstri
Arcadia á undanförnum mánuðum
og staðfestir bankinn fyrra mat sitt
á félaginu, sem er 1H, sem merkir
kaup með talsverðri áhættu.
Þetta kemur fram í Morgun-
punktum Kaupþings í gær. Þar seg-
ir að mikla athygli veki að mark-
verð Arcadia er hækkað frá 180 p. í
hvorki meira né minna en 3 pund,
en greiningin miðast við markaðs-
verð um 2,40 pund. Fram kemur að
hálfs árs uppgjör Arcadia hafi verið
langt yfir væntingum markaðsaðila.
Þá kemur fram að SchroderSal-
omonSmithBarney hafi sjálft spáð
23 milljóna punda hagnaði fyrir
þetta tímabil og í ljósi þess hversu
langt Arcadia hafi farið fram úr
þeirri spá hækkar bankinn spá fyr-
ir heildarhagnað ársins um 36%, í
45 milljónir punda. Raunar benda
Morgunpunktar Kaupþings á að tek-
ið sé fram að þarna sé varlega áætl-
að og að hagnaður geti hæglega orð-
iö talsvert meiri.
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson veitir dr.
Magnúsi Má Haiidórssyni og dr. Orra
Vésteinssyni, hvatningarverðlaun.
Hvatningaverð-
laun Rannís
Hvatningarverðlaun Rannsókn-
arráðs íslands voru veitt af hr.
Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta
íslands, i gær. Verðlaunahafarnir
voru tveir, eins og reyndar oft
áður. Þeir eru dr. Magnús Már
Halldórsson tölvunarfræðingur
og dr. Orri Vésteinsson, sagnfræð-
ingur og fornleifafræðingur.
10.04.2001 ki. 9.15
KAUP SALA
Dollar 92,270 92,740
ISPund 133,270 133,950
1*11 Kan. dollar 59,000 59,370
jj Dönsk kr. 11,0890 11,1500
OHSrj Norsk kr 10,1860 10,2420
£25 Sænsk kr. 9,0800 9,1300
mark 13,9134 13,9970
. 1 Fra. franki 12,6114 12,6872
! jMJTj Belg. franki 2,0507 2,0630
; EÍI Sviss. franki 54,1500 54,4500
;C2h°II. gyllini 37,5392 37,7648
Þýskt mark 42,2969 42,5510
f Ít. líra 0,04272 0,04298
| QQ Aust. sch. 6,0119 6,0480
J Port. escudo 0,4126 0,4151
i r>‘*1 Sná. peseti 0,4972 0,5002
| • |jap. yen 0,74120 0,74560
Illlrsktpund 105,039 105,670
SDR 116,9400 117,6500
r§Ecu 82,7255 83,2226