Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Blaðsíða 29
37
j
i
.
ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001
I>V Tilvera
Bíófréttir
Njósnakrakk-
arnir héldu velli
Blow
Johnny Depp I hlutverki kókaínsmyglarans
George Jung.
Nýjar kvikmyndir setja svip
sinn á listann yfir vinsælustu
kvikmyndimar í Bandaríkjun-
um um helgina, án þess þó að
velta fjölskyldumyndinni Spy
Kids úr efsta sætinu, en mjótt
er á mununum. Spy Kids rétt
hefur vinninginn yfir saka-
málamyndina Along Came
Spider, þar sem Morgan
Freeman fer aftur í gervi lög-
reglumannsins Dr. Alex Cross
sem hann lék eftirminnilega í
Kiss the Girls. Along the
Spider er ekki framhald held-
ur gerist myndin áður en atburðim-
ir í Kiss the Girls gerðust. Þess má
þó geta að Spy Kids er sýnd í mun
fleiri bíósölum. Blow, sem skipar
þriðja sætið, er einnig sakamála-
mynd, en ólík Along Came Spider
að því leytinu til að hún er byggð á
sönnum atburðum. í henni segir frá
ævi kókaínsmyglarans George Jung
sem Johnny Depp leikur. Jung er
sagður hafa verið fyrstur til að
koma eiturlyfjabaróninum Pablo
Escobar í sambönd innan Banda-
ríkjanna. Mótleikarar Depp eru
Penelope Cruz, Ray Liotta og Fanke
Potente. I fjórða sæti er svo þriðja
kvikmyndin um Pokémon krílin,
Pokémon 3: The Movie.
HELGIN 6. 8. apríl
ALLAR UPPHÆÐÍR i ÞÚSUNDUM BANDARlKJADOLLARA.
SÆTI FYRRI VIKA TITILL (DREIFINGARAÐILI) INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA
O í Spy Kids 17.079 48.257 3133
o Along Came a Spider 16.712 16.712 2530
o Blow 12.443 12.443 2249
o Pokémon 3: The Movie 8.240 8.240 2675
o 2 Someone Like You 5.347 17.776 2350
o 3 Heartbreakers 5.009 29.979 2708
o 6 Enemy of the bGates 3.353 39.214 1724
o 5 The Brothers 3.006 22.448 1307
0 8 Crouching Tiger, Hidden Dragon 2.820 117.525 1628
0 4 Tomcats 2.811 10.953 2617
© 7 Exit Wounds 2.677 45.415 2260
© Just Visiting 2.272 2.272 1590
0 9 Traffic 2.134 116.755 1339
© 11 Chocolat 1.217 66.082 956
0 12 The Tailor of Panama 1.133 3.527 225
© 10 The Mexican 1.125 64.101 1328
© 20 Memento 642 2.411 120
© 16 O Brother Where Art Thou? 796 39.923 685
© 13 Down To Earth 622 63.095 755
© 15 Hannibal 631 162.916 800
Kitsch á Kjar-
valsstööum
- Odd Nerdrum opnar syningu á verkum sínum
Á laugardaginn var opnuð á Kjar-
valsstöðum sýning á verkum norska
kitsch-málarans Odds Nerdrums.
Fjöldi fólks mætti á staðinn til að
berja verk Nerdrums augum enda
hafa þau vakiö mikið umtal og jafn-
vel hneykslan. Við opnunina var
einnig fluttur stuttur leikþáttur eft-
ir Odd Nerdrum sjálfan þar sem
fjallað var á heimspekilegan hátt
um muninn á lit og handverki.
Ustveldlö
Leikararnir Siguröur Karlsson og
Arnar Jónsson fluttu stuttan leik-
þátt eftir Odd Nerdrum þar sem
þeir brugöu sér í hlutverk norsku
listamannanna Munchs og Ner-
drums sjátfs.
Gjörnlngakonur
Eirún Siguröardóttir, Sigrún Hrólfs-
dóttir og Jóní Jónsdóttir úr Gjörn-
ingaklúbbnum, sposkar á svip.
r-
Forsætisráðherra og frú
Davíö Oddsson forsætisráöherra
og eiginkona hans, Ástríöur
Thorarensen, litu inn á sýninguna
áöur en þau héldu í afmælisveislu
Geirs H. Haarde. Hér ræöa þau
viö Eirík Þorláksson, forstööumann
Listasafns Reykjavíkur.
Góðir gestir
Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og
Sverrir Guöjónsson söngvari á
spjalli.
DV-MYNDIR EINAR J
I góðra vina hópi
Listamaöurinn Odd Nerdrum ásamt Hrafni Gunnnlaugssyni leikstjóra og Ástríöi Andersen, fyrrverandi sendiherrafrú.
Töffarinn Shaft
íslenski draumurinn ætlar
að verða vinsælasta myndin á
myndbandaleigum um pásk-
ana, haldi hún sínu striki, en
hún er aðra vikuna í röð í
efsta sæti listans. íslenski
draumurinn er gamanmynd
eins og þær gerast bestar. í
öðru sætinu er einnig gaman-
mynd, Road Trip, þar sem seg-
ir frá nokkrum skólafélögum
sem taka sér fimm þúsund
kílómetra ferð til að koma í
veg fyrir að myndbandsspóla
berist til viðtakanda. Ný
mynd, Shaft, er svo í þriðja
sæti. Um er að ræða
endurgerð myndar
sem er aðallega þekkt
fyrir að vera fyrsta al-
vörukvikmyndin þar
sem svört lögguhetja
var aðalpersónan.
Hinn nýi Shaft,
sem Samuel L.
Jackson leikur, er
sami töffarinn og fyr-
irrennari hans. Það
er fátt sem kemur
honum á óvart -
óheiðarlegar iöggur,
eiturlyfjasalar, vænd-
iskonur og annar
óþjóðalýður - þetta er
hans daglega brauð
sem rannsóknarlög-
reglumaður í New
York. Á góðum degi
glímir hann við lögg-
ur og glæpamenn sem
vilja hann feigan og
réttarkerfi sem stýr-
ist af peningum en
ekki réttlæti.
Vf s
vt 9
Shaft
Samuel I. Jackson í hlutverki löggutöffar-
ans Shafts.
7-rranr
FYRRI VIKUR
SÆTI VIKA TITILL (DREIRNGARAÐIU) Á USTA
© í íslenski draumurinn (sam mynböndi 1
© 3 Road Trip (sam myndbönd) 2
& _ Shaft (SAM MYNDBÖND) 2
2 Scary Movie skífan) 1
© 4 The Cell imyndform) 3
© 5 Hollow Man (skífanj 3
& 6 Nurse Betty <sam myndbönd) 1
o 8 Play It To the Bone isam myndböndi 1
© 7 Boys and Girls (skIfan) 7
_ Loser (skífanj 11
© _ Chicken Run (sam myndböndi 2
13 Coyote Ugly (sam myndbönd) 5
15 Den eneste ene (háskólabIó) 6
ffji _ Whipped (MYNDF0RM) 16
© 11 Frlends 7, 9_12 (sam myndbönd) 3
© 16 Love, Honour and Obey (háskóubIó) 2
© 20 Frlends 7, 5_8 isam myndbönd) 3
© 18 X-Men (skífan) 5
© _ Titan A.E. (SkIfan) 7
i'Tij 9 Snatch iskífan) 3
Pær fegurstu koma úr
Grindavík
- litla systir ungfrú íslands 1999 varö ungfrú Suðurnes
Fegurðarsamkeppni Suðurnesja
var haldin í Festi í Grindavík á
laugardagskvöldið með miklum
glæsibrag, 14 stúlkur tóku þátt að
þessu sinni, þar af 6 frá Grindavík.
Var dómnefndin í miklum vanda
þar sem stúlkurnar voru hver
annarri glæsilegri en niöurstaðan
varð sú að Svanhildur Björk Her-
mannsdóttir, 19 ára Grindavíkur-
mær, var valin fegursta stúlkan og
Fegurðln á Suðurnesjum
Þaö var fagur hópur sem keppti um titlana í Festi á laugardagskvöldiö.
Litla systir
Svanhildur Björk, feguröardrottning
Suöurnesja 2001. Stóra systir varö
feguröardrottning íslands 1999.
voru fagnaðarlætin mikil.
í öðru sæti lenti Hrund Ottósdótt-
ir, einnig úr Grindavík, og þriðja
sætið hlaut Hulda María Jónsdóttir
úr Keflavík og auk þess var Gerður
Björg Jónsdóttir úr Grindavík valin
besta ljósmyndafyrirsætan og fara
þær allar í keppnina um ungfrú ís-
land.
Er óhætt aö segja að stúlkur úr
Grindavík hafi staðið sig vel í
keppninni. Þá var María Rut Sören-
sen valin vinsælasta stúlkan og
hlaut Svanhildur Björk einnig titil-
inn Gallery-förðunarstúlkan og líka
netstúlka Suðumesja. Systir Svan-
hildar Bjarkar, Guðbjörg Her-
mannsdóttir, var feguröardrottning
íslands árið 1999 eftir að hafa unniö
titilinn ungfrú Norðurland. Hulda
María Jónsdóttir úr Keflavík fékk
titilinn K-sport-stúlkan og Gerður
Björg Jónsdóttir úr Grindavík
Studio Huldu-stúlkan og Orobleu-
stúlkan var valin Þóra Jónsdóttir úr
Vogunum. -ÞGK