Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Blaðsíða 26
i4 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 Islendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára Kristján Th. Tómasson, VTöihlIö, Grindavík. 80 ára_________________________ Ellinor Kjartansson, Seli, Árness. Margrét Guömundsdóttir, Smáratúni 5, Selfossi. 75 ára_________________________ Halldóra J. Jónsdóttir, Arnarvatni 4, Reykjahlíö. 70 ára_________________________ Bjarni Lárentsínusson, Skólastíg 30, Stykkishólmi. Halldór Jónsson, Lækjasmára 4, Kópavogi. Hannes Baldvinsson, Hafnartúni 2, Siglufirði. Hinrik Óskar Guömundsson, Bóli, Selfossi. Kristín Baldvinsdóttir, Hávegi 12, Siglufirði. 60 ára_________________________ Hugrún Einarsdóttlr, Kvistalandi 4, Reykjavík. Jónína Ingólfsdóttir, Jörundarholti 114, Akranesi. Margrét Hannesdóttir, Baldursbrekku 7, Húsavík. Viktoría Ólafsdóttir, Seljugerði 4, Reykjavík. 50 ára_________________________ Hilmar Þór Karlsson, Heiðargerði 11, Vogum. Ingunn Þóra Jóhannsdóttir, Melseli 10, Reykjavík. Jóhann Stefánsson, Heiðmörk 12, Stöðvarfirði. Jónína Guömundsdóttir, Heiðarhorni 18, Keflavík. Jórunn Jónsdóttir, Blöndubakka 14, Reykjavík. Mattý Einarsdóttir, Æsufelli 6, Reykjavík. Sigrún Sigurgeirsdóttir, Hnúki, Akranesi. Sverrir Haraldsson, Vallarbraut 7, Akranesi. 40 ára_________________________ Árni Pétursson, Bollagörðum 85, Seltjarnarnesi. Ása María Guömundsdóttir, Bakkavegi 17, Hnífsdal. Bronislaw Poplawski, Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi. Sigurþór Sigurösson, Hörgsási 6, Egilsstöðum. Smári Helgason, Heiöarbóli 23, Keflavík. Þóra Björg Guðjónsdóttir, Norðurgötu 20, Sandgerði. Þóröur Einarsson, Gunnlaugsstöðum, Borgarnesi. Smáauglýsingar Þjónustu- auglýsingar ►I550 5000 Hjálmar G. Tómasson, Rauðalæk 55, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikud. 4.4. Rúnar Ágústs Arnbergsson, Noröurgötu 25, Sandgerði, lést á heimili sínu miðvikud. 4.4. Jóhannes Jóhannesson, Hlíðargötu 7, Akureyri, fyrrum bóndi S Vindheimum, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi miðvikud. 4.4. Margrét Sveinsdóttlr, Sólbarði, Bessastaðahreppi, lést Dvalarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ, föstud. 6.4. Magnús Þórðarson bókari, lést fimmtud. 5.4. DV Fólk í fréttum Kristinn Gunnarsson útgerðarmaður á Bakkafirði Kristinn Pétursson, flskverkandi á Bakkafirði, telur að viðmiðunar- verð á fiskmarkaði myndi leysa sjó- mannadeiluna. Þetta kom fram í DV-frétt í gær. Starfsferill Kristinn er fæddur 12.3. 1952 á Bakkafirði og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskól- anum á Laugum 1968 og lokaprófi frá Vélskóla íslands 1975. Kristinn hóf eigin útgerð á Bakkafirði 1973. Hann stofnaði, ásamt öðrum, fiskverkunarfyrir- tæki á Bakkafirði 1975 og var um tíma framkvæmdastjóri þess fyrir- tækis. Þá stofnaði hann, og fleiri að- ilar, fyrirtækið Gunnólf ehf. sem annaðist vegaframkvæmdir og byggingar á mannvirkjum við rat- sjárstöðina á Gunnólfsvíkurfjalli frá 1985. Kristinn og fjölskylda hans hafa rekið saltfiskverkun Gunnólfs ehf. á Bakkafirði frá 1992. Kristinn sat í hreppsnefnd Skeggjastaðahrepps 1978-86, sat í stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 1981-84, var þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi 1988-91. Fjölskylda Kristinn kvæntist 14.6. 1975 Hrefnu Sigrúnu Högnadóttur, f. 29.9.1955, skrifstofumanni. Foreldr- ar hennar: Högni H. Högnason og Hildur Friðjónsdóttir. Börn Kristins og Hrefnu eru Maja Eir, f. 6.6. 1979; Pétur, f. 5.11. 1981; Sunna, f. 17.9. 1993. Bræður Kristins eru Árni Berg- mann, f. 13.11. 1950, rafvirkjameist- ari á Akureyri, kvæntur Oddnýju Hjaltadóttur; Bjartmar, f. 14.12.1954, framkvæmdastjóri, kvæntur Helgu Láru Helgadóttur; Baldur, f. 11.1. 1958, viðskiptafræðingur og deildar- stjóri í sendiráði Islands í Brússel, kvæntur Salóme Viggósdóttur; Brynjar, f. 30.3. 1961, nuddari i Grindavík, kvæntur Svanhildi Káradóttur; Ómar, f. 9.4. 1969, sjáv- arútvegsfræðingur, kvæntur Sig- rúnu Guömundsdóttur. Foreldrar Kristins: Pétur Árna- son á Bakkafirði, og k.h., Sigríður Guðmundsdóttir sem er látin. Ætt Pétur var sonur Árna, útvegsb. í Höfn í Bakkafirði, Friðrikssonar, b. á Hafursstöðum í Þistilfirði, Einars- sonar. Móðir Friðriks var Ásta, systir Guðrúnar, langömmu Krist- jáns frá Djúpalæk. Ásta var dóttir Benjamíns, b. í Kollavíkurseli, Ágústínussonar, í Múla, Jónssonar, b. á Arndísarstöðum, Halldórsson- ar, bróður Jóns, afa Jóns Sigurðs- sonar á Gautlöndum. Móðir Árna var Guðrún Ámadóttir, b. á Mel, Jónssonar og Rannveigar Gísladótt- ur, b. í Höfn, Vilhjálmssonar. Móðir Gísla var Hallný Gísladóttir, b. í Strandhöfn, Jónssonar. Móðir Gísla var Elísabet Jónsdóttir, b. í Geita- vík, Árnasonar. Móðir Jóns var Ingibjörg Jónsdóttir, „Galdra- Imba“. Móðir Péturs var Petrína Péturs- dóttir, b. í Dalshúsum, Sigurðsson- ar, bróður Hóimfríðar, ömmu Gunn- ars Gunnarssonar skálds. Bróðir Péturs var Jón, afi Jóns Gunnlaugs- sonar, læknis á Seltjarnarnesi. Móðursystir Kristins er Guðriður Guðmundsdóttir sem var skólastjóri og oddviti á Bakkafirði. Sigríður er dóttir Guðmundar Kristins, b. í Kolsholtshelli í Flóa, Sigurjónssonar, b. í Moldartungu í Holtum, Daníelssonar, b. í Kaldár- holti, Jónssonar. Móðir Daníels var Sigþrúður Daníelsdóttir, systir Guð- rúnar, langömmu Guðmundar Dan- íelssonar rithöfundar. Móðir Sigríðar var Marta, systir Valdimars, afa Haralds Jóhannsson- ar hagfræðings. Marta var dóttir Brynjólfs, b. á Sóleyjarbakka í Hrunamannahreppi, Einarssonar, b. á Sóleyjarbakka, bróður Matthí- asár, fóður Rósu, langömmu Jónu Gróu Sigurðardóttur borgarfúlltrúa. Einar var sonur Gísla, b. á Sóleyjar- bakka, Jónssonar, b. á Spóastöðum, Guðmundssonar, ættföður Kóps- vatnsættarinnar, Þorsteinssonar. Móðir Mörtu var Guðríður Eyj- ólfsdóttir, systir Ingunnar, ömmu Boga Ingimarssonar hrl. 'Önnur systir Guðríðar var Valgerður, amma Ólafs Ketilssonar bilstjóra. Sjötíu og fimm ára Þorsteinn Geirsson fyrrv. bóndi og kennari að Reyðará í Lóni Þorsteinn Geirsson, fyrrv. bóndi, oddviti og kennari að Reyðará í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu, til heimilis að Bugðuleiru 3, Höfn í Hornafirði, varð sjötíu og fimm ára á sunnudaginn. Starfsferill Þorsteinn fæddist á Reyðará og ólst þar upp. Hann naut farkennslu á harnaskólaaldri og lauk gagn- fræðaprófi frá Laugaskóla í Suður- Þingeyjarsýslu 1949. Þorsteinn bjó félagsbúi á Reyðará 1950-64 og tók síðan alfarið við búi þar og var þar bóndi til 1997. Þá fluttu þau hjónin til Hafnar í Hornafirði og hafa verið búsett þar síðan. Þorsteinn var auk þess barna- kennari i Bæjar- og Mýrahreppi í tuttugu og tvo vetur. Þorsteinn sat í stjórn ungmenna- félagsins Hvatar í tíu ár, í stjórn ungmennasambandsins Úlfljóts 1960-65, 1970-76 og 1984-85, í Stjórn Búnaðarfélags Lónsmanna frá 1964-98, var gjaldkeri Búnaðarsam- bands Austur-Skaftfellinga 1962-87, í stjórn Sauðfjárræktarfélags Lóns- manna þrjátíu og tvö ár, í stjórn Sauðfjárræktarsambands Austur- Skaftfellinga 1955-75, var fulltrúi á fjórtán aðal- og aukafundum Stéttar- sambands bænda á árunum 1971-87, sat i stjórn Stéttarsambands bænda og í Framleiðsluráði landbúnaðar- ins 1973-87, í stjórn Kaupfélags Austur-Skaftfellinga 1971-92, í sókn- arnefnd Stafafellskirkju 1965-98, í stjórn Menningarsambands Austur- Skaftfellinga um árabil, sat í hreppsnefnd Bæjarhrepps 1963-98, var oddviti hreppsins 1982-98, sat í sýslunefnd Austur-Skaftfellinga um árabil frá 1987 og í stjórn Sjúkra- samlags Bæjarhrepps frá 1951 og meðan það starfaði. Eftir Þorstein hafa komið út bæk- umar Gamla hugljúfa sveit, I. bindi, útg. 1990, II. bindi, útg. 1995, og III. bindi, útg. 1998. Þá hefur hann skrif- að greinar í Skaftfelling, ársrit Austur-Skaftfellinga, og í afmælisrit sem gefið var út þegar ungmenna- sambandið Úlfljótur varð fimmtíu ára. Fjölskylda Þorsteinn kvæntist 10.7. 1965 Vig- disi Guðbrandsdóttur, f. 24.5. 1929, húsfreyju. Hún er dóttir Guðbrands Björnssonar, f. 14.5.1889, d. 2.7.1946, bónda á Heydalsá í Strandasýslu, og Ragnheiðar Sigureyjar Guðmunds- dóttur, f. 24.8. 1894, d. 24.10. 1972, húsfreyju. Synir Þorsteins og Vigdísar eru Geir Þorsteinsson, f. 24.4. 1965, tré- smíðameistari á Höfn í Hornafirði, sambýliskona hans er Björk Páls- dóttir og sonur þeirra er Þorsteinn, f. 27.1. 1996, en sonur Geirs er Stef- án Mikael Þór, f. 18.9. 1990; Gunnar Bragi Þorsteinsson, f. 13.8. 1966, bú- fræðingur og bóndi á Reyðará, en kona hans er Herborg Þuríðardóttir en dætur þeirra eru Elín Sól, f. 20.1. 1993, Þórdis, f. 3.9. 1996, og Birta, f. 3.6. 1998, en sonur Herborgar er Gisli Halldór Sigurðsson, f. 31.7. 1987. Sonur Vigdísar er Guðbrandur Ragnar Jóhannsson, f. 19.8. 1949, kennari á Höfn, var kvæntur Bene- diktu Theódórs og er sonur þeirra Páll, f. 13.4. 1979. Guðbrandur og Benedikta skildu og var síðan sam- býliskona hans Þórdís Sigurðardótt- ir, f. 2.2. 1939, d. 24.12. 1994. Systkin Þorsteins: Aðalheiður Geirsdóttir, f. 11.3. 1923, fyrrv. vefn- aðarkennari á Höfn i Hornafirði; Sigurður Geirsson, f. 5.2.1924, bóndi á Reyðará, síðar verktaki og um- sjónarmaður íþróttahúss á Höfn; Baldur Geirsson, f. 11.9. 1930, raf- virki í Reykjavík. Foreldrar Þorsteins voru Geir Sigurðsson, f. 21.7.1898, d. 10.2.1974, bóndi að Reyðará, og Margrét Þor- steinsdóttir, f. 18.9. 1896, d. 13.4. 1987, húsfreyja. Eiríkur Einarsson arkitekt fæddist í Reykjavik 10. apríl 1907. Hann var sonur Einars Helgasonar, búfræðikandídats og garðyrkjustjóra sem starfrækti gróðrar- stöðina við Laufásveg þar sem nú er Einarsgarður sem við hann er kennd- ur, og Kristínar Guðmundsdóttur hús- móður. Eiríkur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1927, stundaði fyrrihlutanám í arkitektúr við Technische Hochschule í Darmstadt í Þýskaiandi 1927-1930 og seinnihluta- nám við Technische Hochschule í Dres- den en þar lauk hann prófum 1936. Eiríkur starfaði hjá Sigurði Guðmunds- syni arkitekt 1936-1938, starfrækti með honum Eiríkur Einarsson teiknistofu þar til Sigurður lést 1958 og rak síðan eigin stofu til dauðadags 20. október 1969. Löng samvinna Eiríks og Sigurðar setti sitt mark á byggingarsögu Reykja- víkur en meðal þekktra húsa sem þeir teiknuðu saman má nefna er Nýja- Garð á háskólalóðinni, Fossvogskirkju og bálstofuna þar, Þjóðminjasafnshús- ið og síðast en ekki síst, Sjómannaskól- ann, eitt svipmesta hús borgarinnar. Önnur verk Eiríks hafa orðið umdeild- ari, s.s. viðbót við Útvegsbankahúsið við Læjartorg sem hann teiknaði, ásamt Herði Björnssyni tæknifræðingi. Eiríkur var auk þess kennari í húsagerð við verkfræðideild Háskóla íslands. Þorbjörg Möller, Hraunteigi 21, Reykja- vík, veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjud. 10.4. kl. 13.30. Jarðarför Matthíasar G. Gilssonar kjöt- iðnaðarmanns, fer fram frá Fossvogs- kapellu miövikud. 11.4. kl. 15.00. Þórgunnur Guðjónsdóttir, Litluhlíð, Skaftárhreppi, verður jarösungin frá Grafarkirkju miövikud. 11.4. kl. 14.00. Sigríður Ragnheiður Torfadóttir, Öldu- granda 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjud. 10.4. kl. 15.00. Finnbogi Einarsson pípulagningarmeist- ari, Logalandi 32, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju miðvikud. 11.4. kl. 15.00. Ögmundur Jónsson, Vorsabæ, Hvera- gerði, verður jarðsunginn frá Hveragerð- iskirkju miövikud. 11.4. kl. 14.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.