Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2001, Blaðsíða 2
2 _______________________________________MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 Fréttir :ov Héraðsdómur gefur línu í málum þar sem þagað er yfir höfuðpaurum fíkniefnamála: Hótanir gagnvart barni ekki teknar til greina - ástæðan sú að móðirin, sjálfur fíkniefnasmyglarinn, gaf ekki upp hver hótaði Kona, sem hefur verið dæmd I eins árs fangelsi fyrir kókaínsmygl, fær það ekki virt til refsilækkunar að hún hélt því fram að hún hafi verið þvinguð með hótunum gagn- vart bami sínu ef hún færi ekki í ferð utan og smyglaði efnunum til landsins. Dómarinn kveður skýrt að orði hvað þetta varðar - þar sem konan neitar að upplýsa hver það var sem beitti hana hótunum og þvingaði til fararinnar hafl þetta engin áhrif á úrslit málsins. Þess vegna þyki ekki unnt að láta full- yrðingu hennar um að hún hafi far- ið nauðug af ótta um hag sinn og bams síns hafa áhrif á ákvörðun refsingar. Konan, Sandra Magnúsdóttir, 25 ára, kom til landsins frá París í júni síðastliðnum. Engin efni fundust I farangri hennar en grunsemdir vöknuðu um að hún hefði fíkniefni innvortis. Við röntgenskoðun á sjúkrahúsi í Reykjavík kom í ljós að konan var með 5 aðskotahluti í lík- amanum - hluti sem konan upplýsti að hefðu að geyma kókaín. Kom síð- an í ljós að þar voru 164,5 grömm. Konan sat í gæsluvarðhaldi í 5 daga en var sleppt að þeim tíma liðnum. í fyrstu kvaðst konan hafa verið eig- andi efnisins en síðan varð hún margsaga. í síðustu skýrslu konunnar segir að hennar hlutverk hafi aðeins verið að flytja efnið frá Hollandi til Islands. Hún hafi verið neydd til fararinnar og hafi hún af ótta við hefndaraðgerð- ir þess sem neyddi hana látið til leið- ast. Sá sem beitti hana þessari nauð- ung hafi átt þær 250 þúsund krónur sem hún keypti gjaldeyri fyrir i Leifs- stöð skömmu fyrir brottfór til Parísar 2. júní. Hún hafði staðið í skuld við aðilann vegna neyslu sinnar á kóka- íni og amfetamíni. En ákærða neitaöi að upplýsa hver þessi aðili hafl verið og eins hver hefði afhent henni efnin á torgi í Amsterdam. Konan neitaði einnig að svara því hvert hún hafi átt að skila efninu eftir að heim var komið. Laun konunnar fyrir ferðina hafi átt að vera niðurfelling á skuld hennar við umræddan aðila. Viö þennan framburð hélt konan sig er hún kom fyrir dóm. Hún kvaðst hafa verið i fikniefnaneyslu um tíma og þá stofnað til 150 þús- und króna skuldar við fikniefnasala sem hún vildi ekki nafngreina. Ákærða sagði að hótanir hefðu m.a. beinst að ungu barni hennar og hefði hún haft ástæðu til að taka þær alvarlega. Eins og fyrr segir höfðu hinar meintu hótanir ekkert að segja með dómsniðurstöðuna, eins árs fangelsi, þar sem konan neitaði að upplýsa hver það var sem beitti hana hótunum og þvingunum. -Ótt Skólameistari Fjölbrautar að hætta - flytur suður DV, AKRANESI: 1 Þórir Ólafsson, skólameistari Ejölbrautaskóla Vesturlands á | Akranesi, mun láta af störfum eftir j páska og staðfesti j hann það í sam- j tali við DV. „Jú, það er rétt, ég er | að láta af störfum sem skólameist- ari en því starfi hef ég nú gegnt I j 16 ár. Það var Dv-MYND daníel v. kominn tími til Hættir störfum^ breyta til og hleypa oðrum að ; þótt erfitt sé að j yfirgefa svo frá- j bæran vinnustað I sem FVA er. Fljótlega eftir páska fer ég til starfa í menntamálaráðuneytinu og mun starfa í framhaldsskóladeild þess,“ sagði Þórir Ólafsson, skóla- meistari Fjölbrautaskóla Vestur- - lands á Akranesi, við DV. -DVÓ Álftanes: Eldur í glugga- tjöldum Þórir Olafsson, skólameistari Fjöl- brautaskóla Vestur- lands, hættir eftir 16 ára starf. Eldur kviknaði út frá kerti og náði að læsa sig í gluggatjöld heima- húss á Álftanesi um áttaleytið í gær- kvöld. Slökkviliðinu á höfuðborgar- svæðinu barst tilkynning um eldinn en þegar það mætti á staðinn hafði húsráðendum og nágrönnum tekist að ráða niðurlögum hans. Slökkvi- liðið reykræsti húsið. Fólkið sakaði ekki en einhverjar I skemmdir urðu á stofunni vegn log- anna og reyksins. -SMK DV-MYND GVA Brúarsmíöi í Breiöholti Starfsmenn ístaks vinna höröum höndum þessa dagana viö aö smíöa brú yfir Reykjanesbrautina í Breiöholti og mun hún veröa 35 metra löng meö tveim höfum og tilheyrandi slaufum. Kristján Jóhannsson og Halla Margrét syngja á Akureyri: Rífandi gangur í miðasölu „Það er ekki enn orðið endan- lega uppselt en það er rífandi gangur í miðasölunni og mikil stemning," sagði Gunnar Gunn- arsson hjá KA, einn þeirra sem sjá um undirbúning mikilla söngleika sem fram eiga að fara í íþróttahöll- inni á Akureyri á morgun, skír- dag, með þau Kristján Jóhannsson og Höllu Margréti Árnadóttur í að- alhlutverkum. Enn er verið að ganga frá því hvernig best sé að raöa stólum í húsið þannig að ekki er ljóst nákvæmlega hversu marga húsið mun taka en að sögn Gunn- DV-MYND GVA Söngfuglar Kristján Jóhannsson og Halla Mar- grét á æfingu í gær. Þau munu væntanlega syngja sig inn í hjörtu Norölendinga á skírdag. ars má reikna með að það verði í kringum 1800 manns. Áuk þeirra Kristjáns og Höllu Margrétar, sem munu flytja lög úr ýmsum áttum við undirleik Önnu Guðnýjar Guð- mundsdóttur, munu þeir Örn Árna- son og Jónas Þórir verða á svæðinu til að flétta saman atriðin. Þess má geta að Kristján mun í þessari íslandsferð sinni láta ferma Sverri son sinn en hann verður fermdur ásamt frænda sínum af sr. Þóri Stephensen í Viðeyjarkirkju á annan í páskum. Við þá athöfn mun Halla Margrét syngja einsöng. -BG Þroskaþjálfar aö missa þolinmæöina gagnvart viðsemjendum sínum: Þetta er hálfgerður skrípaleikur - segir formaður Þroskaþjálfafélags íslands um gang samningaviðræðanna „Þroskaþjálfar eru byrjaðir að ræða aðgerðir til að þoka sínum launamálum fram. Fólk er mjög ósátt með ástandið og hvað það tek- ur langan tíma að semja. Það var gengið frá viðræðuáætlun sem gerði ráð fyrir því að nýir kjarasamning- ar tækju gildi um leið og hinir gömlu féllu úr gildi og síðan eru nokkrir mánuðir liðnir. Þetta er hálfgerður skrípaleikur," segir Sól- veig Steinsson, formaður Þroska- þjálfafélags Islands, en félagið hefur staðið í kjaraviðræðum við viðsemj- endur sína undanfarna mánuði. Fé- lagið semur við þrjá aðila, Reykja- víkurborg, launanefnd sveitarfélaga og við ríkið. „Staðan er ekki björt. Það má segja að viðræðumar séu komnar lengst við Reykjavíkurborg en þar er þó ekki búið að ganga frá neinu. Samningam- ir vom lausir fyrir 5 mánuðum nema samningurinn við launanefnd sveitar- félaga sem var framlengdur til ára- móta. Viðræðumar ganga nú mjög hægt og það sér engan veginn fyrir endann á þessu,“ segir Sólveig. Hún segir að fyrst og fremst strandi á launaliðnum, en verið sé að ræða við ríkið um nýtt aðlögunarkerfi og það sé tímafrekt. Hún segir að byrjunariaun þroskaþjálfa séu núna 100.001 króna. „Nú fómm við fram á að fá sambæri- leg laun við annað háskólamenntað fólk og það er í prósentum nokkuð hátt, því við höfum sett mörkin við 165-170 þúsimd krónur á mánuði. Við fengum launatöflu frá ríkinu þar sem okkur vom boðnar 101 þús- und kr. á mánuði þannig að það er ekki verið að bjóða okkur nokkum skapaðan hlut. Það er verið að vinna í því núna að vísa deilum okkar við launanefnd sveitarfélaga og ríkið til sáttasemjara því eftir langan viðræðu- tíma sjáum við engan árangur. Staðan er önnur og aðeins betri gagnvart Reykjavíkurborg og má segja að þar sé biðstaða. Við sjáum ekkert annað í stöðunni en vísa þessu til sáttasemjara því það er til lítils að eyða miklum tíma í viðræður sem engu skila. Þroskaþjáifar em svo að vinna innan um fólk sem hefúr gert samninga fyrir nokkm síðan," segir Sólveig. -gk hættir Ágúst Kr. Björns- son mun ekki gegna stöðu sveitarstjóra Súðavíkurhrepps á næsta kjörtímabili sveitarstjórnar. Hann hefur verið sveitarstjóri frá ár- inu 1995 og segist hafa komið vestur á sínum tíma fyr- ir hreina tilviljun en segir ósætti ekki valda þvi að hann hyggst nú hætta. BB greindi frá. Páskaegg rokseljast erlendis Tæplega 1000 páskaegg hafa verið keypt í gegnum islenskt.is og send til viðtakenda um allan heim sem er miklu meiri sala en aðstandendur islenskt.is þorðu að vona. Vísir.is greindi frá. Ekki vín í Herjólfi Á fundi bæjarráðs Vestmanna- eyjabæjar á mánudag var ákveðið að falla frá fyrri samþykkt um létt- vínsleyfi í áætlunarferðum Herjólfs sem samþykkt var með fyrirvara 28. desember. Fréttir greindu frá. Rangar fullyröingar Friðrik Þór Guð- mundsson blaða- maður, Jón Ólafur Skarphéðinsson prófessor og Hilmar Friðrik Foss flug- maður gera margar athugasemdir við ummæli fulltrúa Rannsóknarnefndar flugslysa sem birtust í viðtali i Morgunblaðinu í gær. Byggir upp aö Búðum „Það hefur aldrei verið nein spurning um það í mínum huga að hótelið yrði byggt upp aftur,“ segir Viktor Sveinsson, eigandi Hótel Búða, en sem kunnugt er varð bygg- ingin eldi að bráð þann 21. febrúar síðastliðinn. Vísir greindi frá. Ríkið selur 20% í ÍA Jón Sveinsson, stjórnarformaður íslenskra aðalverktaka hf., sagði á aðalfundi félagsins í gær að utanrík- isráðherra hefði falið einkavæðing- arnefnd að hefja undirbúning að sölu á 20% hlut ríkissjóðs í félaginu en ríkissjóður á nú 39,86% í félag- inu. Risagjaldþrot Thermo plus Forráðamenn kælitækjaverk- smiðjunnar Thermo plus óskuðu á mánudag eftir gjaldþrotaskiptum hjá Héraðsdómi Reykjaness. Heild- arskuldir eru nálægt 200 milljónum króna. Selt hlutafé var að nafnvirði 110 milljónir króna. Skiptastjóri var skipaður í gær. Logandi hræddir Smábátasjómenn í Þorlákshöfn hafa boðað til almenns borgarafund- ar í kvöld og hefur þingmönnum Suðurlandskjördæmis verið boðið til fundarins. Fundarefnið er mál- efni krókavéiðiflotans, en smábáta- sjómenn eru logandi hræddir um að sjávarútvegsráðherra setji tegundir eins og ýsu og steinbít í kvóta 1. september nk. EES gengur vel Davíð Oddsson forsætisráðherra og Romano Prodi, for- seti framkvæmda- stjórnar Evrópu- sambandsins, hitt- ust á fundi í Brussel í gær og komust þeir að sameiginlegri niðurstöðu um það að EES-samningurinn gengi vel og eng- inn veikleikamerki væri að finna á honum. -HKr. Sveitarstjóri ! I ! S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.