Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2001, Blaðsíða 25
61 / -V MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 DV Tilvera DV-MYNDIR INGÖ Með fögur fljóð upp á arminn Hellisbúinn Bjarni Haukur Þórsson ásamt Birnu Hafstein og Sif Gröndal. Ánægðir frumsýningargestir Margrét Guömundsdóttir leikkona, Bessi Bjarnason, Grétar Norðfjörö lögreglumaður og Jóhanna Noröfjörö sýningarstjóri. V inkonur Forsetadóttirin Tinna Ólafsdóttir og Vala Pálsdóttir hjá Caoz. Gaman á syngj- andi rigningu Söngleikurinn Syngjandi í rign- fyrir fullu húsi eins og vera ber og ingunni var frumsýndur í Þjóðleik- ekki var annað að sjá en gestir húsinu um síðustu helgi og hefur skemmtu sér hið besta. hlotið frábæra dóma. Frumsýnt var Skemmtu sér á frumsýningu Ásthildur Sigurjónsdóttir, Þórunn María Bjarkadóttir og Bjarki Elíasson. Leikstjóri í góðum hópl Þórhildur Þorleifsdóttir ásamt dóttur sinni, Oddnýju, Kjart- ani Ólafssyni framkvæmdastjóra og Karitas H. Gunnars- dóttur skrifstofustjóra. DV-MYNDIR GS Frystihúsiö Grálúöuvinnslaj fullum gangi í frystihúsi Nuka a/s í Kuummiut á Austur-Grænlandi. Hér er veriö að vinna lúöu sem fiskuö er í gegnum Grænlandsísinn. Lamaður frystihússtjóri á Austur-Grænlandi: Dreymir um að koma til íslands PV. KUUMMIUT:_______________________ „Minn draumur er að komast til íslands, enda á ég marga góða vini þar og hef góða reynslu af þeim,“ segir Karl Boassen, frystihússtjóri hjá Nuka a/s í Kuummiut á Austur- Grænlandi, og stefnir aö íslandsferð í tilefni fimmtugsafmælis síns sem er á næstu dögum. Karl hefur mikil samskipti við ís- lendinga, til dæmis hafa þeir mikið komið og unnið að viðgerðum í frystihúsinu hjá honum. Frystihús- ið hefur mikil viðskipti við ísland vegna þess að aðeins tekur nokkra daga að fá vörur þaðan á móti margra mánaða bið á vörum frá Danmörku. „Við erum með galdramanninn Hauk Vemharðsson frá íslandi sem sér um að halda öllum vélbúnaði hér gangandi og svo er sjálfur ís- maðurinn, Sigurður Pétursson, hérna og það munar um minna,“ segir þessi frystihússtjóri sem bund- inn er hjólastól vegna lömunar sinnar. Frystihúsið í Kuummiut vinnur helst grálúðu á Asíumarkað, um 350 smálestir eru unnar í húsinu á ári. Af þeim afla eru um 40 lestir veidd- ar í gegnum ís á vetrarveiðum inn- fæddra þar sem hundasleðar eru helsta hjálpartæki veiðimannanna sem leggja línu sína í gegnum 70 sentímetra þykkan ís allt niður á fimm hundruð metra dýpi í næsta firöi. Lúðan, sem veidd er i gegnum ísinn, er flutt frá Sermiligaaq, sem er helsta veiðsvæðið, með vélsleð- um til Kuummiut, sem er löng leið og yfir fjöll að fara. Er Karl helsta drifljöðrin i þeim flutningum. Þessu hörkutóli er hjálpað úr hjólastóln- um yfir á vélsleðann til að sækja grálúðu til vinnslu í frystihúsinu. Vegna vasklegrar framgöngu sinnar og ósérhlífni nýtur Karl mikillar að- dáunar íbúa svæðisins. „Utan vetrarveiðanna er mikill fjöldi báta hér í þorpunum sem landar afla sínum í frystihúsið yflr sumarið. En ísmaðurinn einn fiskar um 50 lestir af því sem unnið er hér á ári,“ segir karl og leynir ekki hrifningu sinni á íslenskum vinum sínum. -GS Frystlhússtjórinn Karl Boassen, frystihússtjóri hjá Nuka a/s, á leiö í grálúöu „innhöndling“ á vélsleöanum sínum. Lúöan er sótt yfir fjöll og firnindi með tilheyrandi erfiö- leikum. Aðalfundur Húseigendafélagsins Aðalfundur Húseigendafélagsins 2001 verður haldinn þriðjudaginn 24. apríl nk. í Samkomusal múrara í Síðumúla 25, Reykjavík, og hefst hann kl. 16.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktumfélagsins. Stjómin HONDA CIVIC 1,5 LSi V-TEC 04/98, ek. 44 þ s. km, ssk., rafdr. Verð kr. 1.090.000 Ath. skipti. \ / ^/ Bíldshöfða 5 • S. 567-4949 bilahollin.is Opið til kl. 21.00 öll kvöld fram að páskum. BERMINGAlu LU Aðgt'ngiIeguppfleUiril fræðtindi. skemmUlegar og nolatlriuger h<ekui VAKA- HELGAFELL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.