Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2001, Blaðsíða 11
11 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 Útlönd Hótelkeðja í Taílandi segir upp samningi við fyrirtæki Sophie: Æf vegna yfirlýsinga um kynlífsveislur Minnisvarði um móður Gagaríns Ferdar fyrsta geimfarans, Rússans Júrís Gagaríns, sem fór þrjá hringi umhverfis jöröu 12. apríl 1961, er nú víöa minnst. í tilefni þess aö 40 ár eru liöin síöan var í gær afhjúpaöur minnisvaröi um móöur Gagaríns, Önnu, í Rússiandi. Áhrifa ummæla Sophie Rhys- Jones, greifynju af Wessex, og starfsfélaga hennar, Murrays Hark- ins, við blaðamann S dulargervi arabísks fursta er farið að gæta. Stjórnendur lúxushótelkeðjunnar Banyan Tree í Taílandi eru æfir og sögðu í gær upp samningi við fyrir- tæki Sophie sem hljóðaði upp á um 200 milljónir króna. í viðtalinu, sem tekið var upp á segulband í leyni, gortaði Murray Harkin af því að geta skipulagt kyn- lifsveislur með drengjum fyrir við- skiptavinina. Sagði hann við „arab- íska furstann" að best væri að leigja smáhýsi á vegum Banyan Tree-hót- elkeðjunnar. „Við erum ekki ánægðir með að hótelið sé notað eða því lýst á þenn- an hátt,“ sagði markaðsstjóri þess við breska blaðið The Sun. Harkin, sem er samkynhneigður, gat þess einnig í viðtalinu að hann neytti flkniefna og kynti undir orðrómi um meinta samkynhneigð Játvarð- ar prins, eiginmanns Sophie. Hneykslismálið vegna ummæla Sophie um stjórnmálamenn, kon- ungsíjölskylduna og gagnið af tengslunum við hana í viðskiptum varpar einnig skugga á fyrirhugað kynningarstarf Andrésar prins fyrir breskt viðskiptalíf. Prinsinn er þekktur fyrir áhuga sinn á hinu ljúfa lífi. Fyrr á þessu ári voru tekn- ar myndir af honum með berbrjósta dömum í Taílandi og hann heim- sótti einnig vændishverfið í Pat- pong. Breska þjóðin er þó enn hrifm af konungsfjölskyldunni sinni. Niður- staða skoðanakönnunar, sem gerð var um helgina og birt var í gær, sýnir að 70 prósent aðspurðra vilja halda konungdæminu en 23 prósent leggja það niður. Niðurstaða könnunar blaðsins The Express sýndi svipaða niðurstöðu en 69 prósent lesenda blaðsins The Mirror vilja leggja konungdæmið niður. Um 50 þingmenn, flestir úr Verkamannaflokknum, kröfðust þess í gær að viðskiptatengsl kon- ungsfjölskyldunnar yrðu gerð opin- ber. Nauðsyn væri á meiri hrein- skilni í kringum fjárreiður kon- ungsfjölskyldunnar til að hægt yrði að forðast hagsmunaárekstra. A móti líknardrápi Mikill fjöldi andstæöinga líknardráps lagöi leiö sína til Haag í Hollandi í gær til aö mótmæla frumvarpi um aö lögleiöa þessa umdeildu iöju. Einn mótmælenda hélt á lofti mynd afJesú Kristi til aö sýna andstööu sína viö frumvarpiö. Hollenska þingið samþykkti lög um líknardráp Hollenskir stjórnmálamenn og stuðningsmenn líknardráps lýstu í gær yfir þeirri von sinni að ákvörð- un hollenska þingsins í gær að heimila líknardráp yrði til þess að örva umræðumar um þetta um- deilda mál annars staðar. Efri deild hollenska þingsins lét þúsundir mótmælenda ekki hafa áhrif á sig og féllst á það með drjúg- um meirihluta atkvæða að lögleiða líknardráp. Holland er þar með fyrsta landið í heimi sem það gerir. Líknardráp hefur hins vegar verið stundað óátalið í meira en tvo ára- tugi. Mikill fjöldi mótmælenda safnað- ist saman við hollenska þingið í Haag til að lýsa yfir andstöðu sinni við frumvarpið. Játvarður og Sophie Pólitískur ritstjóri breska blaösins The Sun hvetur Brown fjármálaráöherra til aö gefa honum sama tilboö um starf eöa menntun eins og atvinnulausir unglingar fá. SM m | Verð aðeins 1.980 kr hvor bók Fróðleikur í vasann HEIMS! ATLAS ms Heimsattas Fánar heimsins Hentugar vasa- handbækur fyrir þá sem vilja kynna sér fljótt og örugglega það helsta um lönd og þjóðir nútímans. Bækur fyrir skólann, vinnuna og feróalagió. Mál og menmng TnaiDgrnBnning-is Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 Norðmenn lítt hrifnir af nýjustu hugmyndunum frá Brussel: ESB vill ráða yfir olíu- lindum á neyðartímum Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins f Brussel hefur í undir- búningi frumvarp tii laga sem á að tryggja tilfærslu orkugjafa milli að- ildarlandanna komi til orkukreppu í Evrópu, svipað og gerðist árið 1973, þegar olíuframleiðendur skrúf- uðu fyrir kranana, að því er breska blaðið The Sunday Times greindi frá um helgina. Norska blaðið Aftenposten sagði frá því í gær að ef þessar hugmynd- ir framkvæmdastjórnar ESB yrðu að veruleika gæti það þýtt að Norð- menn myndu glata yfirráðum yfir eigin olíulindum á norska land- grunninu, vegna aðildar þeirra að Evrópska efnahagssvæöinu. Einar Bull, sendiherra Noregs hjá ESB, sagði í viðtali við Aftenposten að ef hugmyndirnar næðu fram að ganga myndi væntanlega þurfa að taka þær upp innan EES. Norð- menn gætu þó neitað að taka slík lög.upp. Bull sagðist ekki telja að Norð- menn gætu samþykkt tilskipanir frá ESB sem sviptu þá umráðarétti yfir olíulindum sínum á neyðartímum. „Það er klárt að þetta kann að hafa verið lagt fram á algjöru frum- stigi, án þess að Norðmönnum hafi enn verið kynnt það,“ sagði Bull í viðtalinu við Aftenposten. Olav Akselsen, olíu- og orkumála- ráðherra Noregs, sagði Aftenposten að hann hefði aldrei fengið neinar upplýsingar um að slíkar hugmynd- ir væru uppi á borðinu innan Evr- ópusambandsins. Að sögn Sunday Times snýst mál- iö ekki bara um umráðaréttinn yfir olíulindunum á neyðartímum. Evr- ópskum olíufélögum yröi uppálagt að selja olíu sína til annarra landa Evrópusambandsins, en ekki á frjálsum markaði. Bresk stjórnvöld hafa þegar lýst vanþóknun sinni á tillögum þessum og Francis Maude, ráðuneytisstjóri i breska utanríkisráðuneytinu, sagði að með þeim væri Evrópusam- bandið að reyna að hrifsa til sín ol- íuforða Breta. Eigum allar stærðir á lager!!! Minnst: 110 sm x 90 sm borðhæð 38 sm Burðun 350 kg. Verð kr. 33.500 Stærst: 230 sm x 135 sm borðhæð 45 sm. Burður. 1.000 kg. Verð: 187.700,- Einnig hestakerrur og bilakerrur. FRABÆRAR KERRUR í öllum stærðuml * ** jC EVRÓ Grensásvegi 3 (Skeifumegin) Reykjavík • s: 533 1414

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.