Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2001, Blaðsíða 8
8 Viðskipti_____________________________________________________________________________________ Umsjón: Viðskiptablaðið Samherji er stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, með 34 þúsund tonna kvóta: Launahækkanir sjómanna komi með hagræðingu - segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Aðalfundur Samherja, stærsta út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækis á íslandi, var haldinn í gær á Akur- eyri. Finnbogi Jónsson stjórnarfor- maður segir að félaginu hafi tekist að komast vel frá gengisbreytingum: og tekist vel að stýra rekstri þess með hliðsjón af aðstæðum á mörk- uðum. Rekstrarhagnaður nam 726 milljónum króna. Finnbogi Jónsson sagði aö fimm atriði hefðu öðrum fremur staðið upp úr í rekstri fé- lagsins á árinu. í fyrsta lagi er það sameining BGB-Snæfelis og Sam- herja sem samþykkt var á hluthafa- fundi í BGB-Snæfelli sl. mánudag, en samanlagðar veiðiheimildir nema nú 34 þúsund þorskígildistonnum. Vonir standa til að sameiningin verði hagkvæm fyrir félögin, sem og byggðir Eyja- ijarðar, og mun samlegðaráhrifa þegar gæta á þessu ári. í öðru lagi er sala á 65% eignarhlut í Samherja GmbH sem var liður i því að Sam- herji á nú 35% eignarhlut i Hussm- an & Hahn í Cuxhaven og þeir Þor- steinn Már Baldvinsson, Kristján Vilhelmsson og Finnbogi Baldvins- son 13% hlut. Samherji keypti hlutabréf í Hrað- frystistöð Þórshafnar og tengist sú íjárfesting því að landa sem mestum hluta uppsjávarheimilda í eigu verksmiðju eða verksmiðja sem Samherji á verulegan hlut í og lönd- uðu skip Samherja 30 þúsund tonn- um af uppsjávarfiski á Þórshöfn á sl. ári. Samherji lagði öll hlutabréf í Skipakletti inn í Snæfugl en fyrir liggur samrunaáætlun Skipakletts viö Síldarvinnsluna. Síðast en ekki síst má nefna að Samherji hefur ákveðið að auka verulega þátttöku félagsins í fiskeldi. Finnbogi segir ástæðuna vera mikinn vöxt í fisk- eldi í heiminum og ljóst sé að vax- andi fiskneyslu verði að verulegu leyti mætt með framleiðslu eldis- fisks. Hlutfall eldisflsks í heims- DV-MYND GG Á aðalfundi Samherja á Akureyri í gær. F.v. Hjörleifur Jakobsson, Þorsteinn M. Jónsson, Óskar Magnússon, Jóhannes Geir Sigurgeirsson varaformaöur, Finn- bogi Jónsson formaöur og Þorsteinn Már Baidvinsson forstjóri. Stjórnin var endurkjörin á fundinum. framboði er áætlað 35% árið 2010. Lax njóti vaxandi vinsælda og hefur hlutfall lax í heildarneyslunni í Bandaríkjunum tvöfaldast á 10 árum. Með hliðsjón af þeirri þróun sem orðið hefur í Færeyjum og Nor- egi sé ekki veijandi að sitja hjá lengur. Launahækkanlr Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, sagði að eftir breyt- ingamar á síðasta ári skiptist starf- semin í ijóra meginþætti, þ.e. út- gerð, rekstur rækjuvinnslu á Akur- eyri, rekstur frystihúss á Dalvík og rekstur fiskimjölsverksmiðju í Grindavík. í framtíðinni er gert ráð fyrir að gera út 3 frystiskip til veiða og vinnslu á botnfiski, 2 frystiskip til rækjuveiða, 3 ferskfiskskip, 2 fjölveiðiskip til veiða og vinnslu á uppsjávarfiski auk bolfisks og eitt nótaveiðiskip. Til þess mun skipum Vigtarmenn Vornámskeið 2001 til löggildingar vigtarmanna verða haldin sem hér segir- ef næg þátttaka fæst!! Á Akureyri 23., 24. og 25. apríl. Endurmenntun 26. apríl. Skráningu þátttakenda lýkur 18. apríl. í Reykjavík dagana 7., 8. og 9. maí. Endurmenntun 10. maí. Skráningu þátttakenda lýkur 30. apríl. Námskeiðin hefjast öll kl. 10 og þeim lýkur með prófi. Skráning þátttakenda og allar nánari upplýsingar á Löggildingarstofu í síma 568 1122. Námskeiðsgjald kr. 24.000. Endurmenntunarnámskeið 10.000. Löggildingarstofa RHfeÉi VW CARAVELLE 2,5 turbo dísil, árg 1997, tölvukubbur, 9 farþega, 5 gíra, rafdrifnar rúður, CD, álfelgur. Verð aðeins 1.390.000. Til sölu og sýnis á JR Bílasölu, Bíldshöfða 3, 567-0333, 897-2444. Opið til ki. 21 til páska. J. R. BILASALAN www.jrbilar.is Visa/Euro raðgreiðslur. Samherja verða fækkað um tvö frá því sem nú er. Þorsteinn Már benti m.a. á að í fiskimjölsverksmiðjunni í Grindavík hefðu afköst á mann- tíma aukist um 60% frá 1997 og í frystihúsinu á Dalvík hefðu afköst á manntíma tvöfaldast frá 1996. í út- gerðinni væri því hins vegar öfugt farið. Ef fjárfest væri í nýjum bún- aði sem gæti leitt til hagræöingar og fækkunar á starfsfólki ykist heildar- launakostnaður útgerðar ef fækkað væri, eða þveröfugt við það sem gerðist í öðrum atvinnugreinum. “í áætlun fyrir yfirstandandi ár er launakostnaður ísfisktogarans Björgúlfs áætlaður 95 milljónir króna sem gerir um 6,3 milljónir króna á ársverk. Með því að fækka í áhöfn skipsins úr 15 í 12, sem ég tel gerlegt án þess að það hefði áhrif á árangur skipsins eða hefði í for með sér mikið álag áhöfnina, hækk- ar launakostnaðurinn úr 95 i 100 milljónir króna og yrði um 8,3 millj- ónir króna á ársverk. Launahækk- anir sjómanna verða að hluta til að koma í gegnum hagræðingu eins og gerist hjá öllum öðrum starfsstétt- um í landinu. „ Þorsteinn Már benti á að launa- kostnaður öflugs uppsjávarveiði- skips væri um 35% með 15 manna áhöfn, eins og kjarasamningar kveða á um, en sambærilegt skip í Færeyjum með 10-11 í áhöfn væri með 26% launakostnað. Yrði fækk- að í áhöfn islenska skipsins til sam- ræmis hækkaði launakostnaðurinn upp í 38%. Hann segir það skýring- una á því af hverju uppsjávarveiði- floti íslendinga sé eins gamall og raun ber vitni. Tekjur Samherja á árinu 2001 eru áætlaðar 9.250 milljónir króna, rekstrargjöld 7.075 milljónir króna og hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði 2.175 milljónir króna. Hagnaður fyrir skatta af reglulegri starfsemi móðurfélagsins er áætlað- ur 860 milljónir króna. Náist þessi árangur gefur það tilefni tU að greiða 20% arð tU hluthafa á næsta ári. -GG Tal semur við Deutsche Telekom um GPRS-reikiþjónustu Tal hefur gengið frá samningi við Deutsche Telekom um GPRS-reiki- þjónustu. Samningurinn þýðir að viðskiptavinir Tals á ferð erlendis geta innan tíðar verið í þráðlausu og sitengdu netsambandi með Tal GPRS/GSM-símtækjum sínum. Fram kemur í frétt frá Tal hf. að Deutsche Telekom hafi sett upp miðstöð fyrir GPRS-reikiþjónustu og mun TAL tengjast henni. Tengi- miðstöðin sér síðan um gagnaflutn- ing á miUi Tals og annarra fjar- skiptafyrirtækja sem tengjast Deútsche Telekom. Öll uppsetning verður gagnsæ fyrir notandann þannig að hann þarf ekki að end- urstUla GPRS-tækið þegar hann er að ferðast. Fyrirkomulagið er því með svipuðum hætti og þegar ferð- ast er með venjulega GSM-sima er- lendis. Samningur Tals við Deutsche Telekom er þáttur í því að við- skiptavinir geti nýtt sér GPRS- þjónustu hvar sem þeir eru stadd- ir í heiminum og verið þannig Sítengdir Netinu. Tal var með fyrstu fjarskipta- fyrirtækjum í heiminum til að bjóða GPRS-þjónustu en almenn- ur rekstur kerfisins hófst 1 nóv- ember á slðasta ári. Þessi árang- Höfuöstöövar Tals í Síöumúla Tal var meö fyrstu fjarskiptafyrirtækj- um í heiminum til aö bjóöa GPRS-þjónustu ur hefur vakið athygli og hafa starfsmenn Tals haldið fyrir- lestra um reynsluna af notkun GPRS á ráðstefnum erlendis, m.a. hjá Nokia. Þess má einnig geta að Tal er eitt af tveimur fyrirtækj- um í heiminum sem er í stakk búið til aö bjóða GPRS-þjónustu til viðskiptavina með fyrirfram- greidd símakort. MIDVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 DV Þetta helst HEILDARViÐSKIPTI 3600 m.kr. - Hlutabréf 311 m.kr. - Húsbréf 1370 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Pharmaco 87 m.kr. Bakkavör Group 40 m.kr. Kaupþing 26 m.kr. MESTA HÆKKUN O Tangi 6,3 % O Baugur 3,4 % © Bakkavör Group 2,0 % MESTA LÆKKUN ©HB 7,1 % © Össur 2,3% © Frumherji 2,0 % ÚRVALSVÍSITALAN 1139 stig - Breyting O 0,16 % Frumvarp til breytinga á lögum um stimpilgjald Margrét Frí- mannsdóttir alþing- ismaður hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lög- um um stimpilgjald þar sem lagt er til að þau verði felld niður í áföngum af skjöl- um sem ekki ber skylda til að þing- lýsa og að stimpilgjald þinglýstra skjala skuli lækkað niður í raun- kostnað við þá þjónustu sem veitt er við stimplunina. Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu að skattheimta á borð við innheimtu stimpilgjalda hefur verið á hröðu undanhaldi i OECD- ríkjum siðustu áratugi. Slík skatt- heimta hefur í fór með sér neikvæð áhrif, svo sem að mismuna aðilum innanlands og veikja samkeppnis- stöðu fyrirtækja gagnvart erlendum fyrirtækjum. í greinargerðinni er enn fremur bent á að eins og íslenskt viðskiptaumhverfi hefur þróast er óhætt að halda því fram að stimpil- gjöldin séu bein samkeppnishindrun fyrir íslensk fjármálafyrirtæki, sem og islenska útgefendur verðbréfa sem hyggjast skrá þau á erlendum mörk- uðum. Jafnframt má halda því fram að með tilkomu rafrænnar eignar- skráningar verðbréfa sé hlutverki stimpilskyldu í raun lokið. I frumvarpinu er lagt til að stimp- ilgjald af óþinglýstum skjölum verði afnumið í þrepum, þannig að það lækki um fimmtung árlega og falli endanlega niður 1. janúar 2006. Þá er gert ráð fyrir að frá og með 1. janúar 2002 verði stimpilgjald þinglýstra skjala lækkað niður í raunkostnað við þá þjónustu sem veitt er. Eftir stendur þá þjónustugjald í stað skatts. Jafnframt er gert ráð fyrir að lögin verði endurskoðuð í heild með tilliti til þess hvort fella eigi þau end- anlega úr gildi eigi síðar en 1. júlí 2006. 11.04.2001 kl. 9.15 KAUP SALA IHÍDollar 92,410 92,880 gÖPund 132,570 133,250 1*1 Kan. dollar 59,340 59,710 3 Dönsk kr. 11,0130 11,0740 flrjNorak kr 10,1660 10,2220 SS Sænsk kr. 9,1320 9,1820 (■H n. mark 13,8209 13,9039 | j Fra. franki 12,5275 12,6028 B H Belg. franki 2,0371 2,0493 3 Sviss. franki 53,8300 54,1200 £2 Holl. gyllini 37,2894 37,5135 Þýskt mark 42,0155 42,2679 UiL Kra 0,04244 0,04269 PQ Aust. sch. 5,9719 6,0078 Eiil Port. escudo 0,4099 0,4124 l-i -I Spá. peseti 0,4939 0,4969 [~*"]jap. yen 0,74480 0,74920 | írskt pund 104,340 104,967 SDR 116,8600 117,5600 HECU 82,1751 82,6689 Margrét Frímannsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.