Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2001, Blaðsíða 24
60 MIÐVIKUDAGUR 11. APRIL 2001 ' Tilvera I>V í f iö ) l( V J IJ N U Ball í Gúttó Leikfélag Akureyrar frumsýn- * ir í kvöld kl. 20 leikverkið Ball í Gúttó eftir Maju Árdal en hún er jafnframt leikstjóri. Ball í Gúttó gerist áriö 1942 og er flók- in og falleg ástarsaga um fólk og hamingjuleit þess á tímum þegar þjóðfélagið umtumaðist á ör- skotsstundu. Leikarar em Þóranna Kristín Jónsdóttir, Sigriður E. Friðriks- dóttir, Hinrik Hoe Haraldsson, Skúli Gautason, Saga Jónsdóttir og Þorsteinn Bachmann. Ball í Gúttó er sýnt í Samkomuhúsi Leikfélagsins á Akureyri. Pojp______________ . ■ UNGLINGATONLEIKAR I HK- HEIMILINU Hljómsveitirnar Andlát, Borgarbandiö og Sóldögg spila á unglingatónleikum í HK-heimilinu, Digranesi. Húsið opnar kl. 20. Klúbbar ■ STORVtÐBUHOUR A THOMSEN Miles Holiway og Elliot Eastwick saman, bak í bak, á bak viö spilar- ana á Kaffi Thomsen. Viö höfum heyrt í þeim sínum í hvoru lagi. Nú er kominn tími til aö heyra snilling- ana á bak viö þjóðsöguna um Haci- enda spila saman sem einn. 20 meölimir á póstiista Thomsens .. veröa á gestalista. Skráöu þig á www.thomsen.is. Klassík ■ FOSfUVAKÁ I HÁTEIGSKIRKJU Dr. Sigurjón Arni Eyjólfsson héraös- þrestur flytur erindið Þeir vita ekki hvaö þeir gjöra um þjáningu og fyrir- gefningu. Kirkjukór Háteigskirkju og kammersveit flytja Missa Brevis eft- ir Joseph Haydn og kórverk eftir Franz Liszt og Hugo Distler, undir stjórn dr. Douglas A. Brotchie org- anista. Dagskráin hefst kl. 20 og aögangur er ókeypis. ■ TÓNLEIKAR Á HÖFN í HORNA- FIBÐI Hávaröur Tryggvason kontra- bassaleikari og Guömundur Krist- mundsson víóluleikari halda tónleika í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði. Á __ efnisskrá veröa meöal annars verk ' eftir J.S. Bach, Dittersdorf, Bartok, Sperger og Gliere. Tónleikarnir hefj- ast kl. 20.30 og eru skipulagðir af menningarmálanefnd Hornafjaröar, í samstarfi við Félag íslenskra tónlist- armanna. ■ TÓNLEIKAR í HALLGRÍMS- KIRKJU Listvinafélag Hallgríms- kirkju stendur fyrir tónleikum í Hall- grímskirkju, kl. 20 undir yfirskriftinni 0, crux ave. Prófessor Hans-Dieter Möller frá Dússeldorf í Þýskalandi leikur orgeltónlist eftir Bach, Nivers, Tournemire og Messiaen, auk þess sem hann leikur af fingrum fram orgeltónlist yfir gregorísk stef dymbilvikunnar. Sönghópurinn Voces Thules syngur gregoríska helg- isöngva sem mynda grunninn aö spuna Möllers. Viöfangsefnin tengj- _ ast helgihaldi dymbilvikunnar, frá pálmasunnudegi til föstudagsins langa. Leikhús ■ SYNGJANDI í SKÝFALUNU Leik ritiö Syngjandi í rigningunni eftir Comden, Green, Brown og Fred verður sýnt klukkan 20 í kvöld á Stóra sviöi Þjóöleikhússins. Örfá sæti laus. ■ SNIGLAVEISLAN Sniglaveislan eftir Olaf Jóhann verður sýnd í lönó klukkan 20 í kvöld. Gunnar Eyjólfs- son, Sigurþór Albert Heimisson, Sunna Borg og Hrefna Hallgríms- " dóttir fara meö helstu hlutverk og leikstjóri er Siguröur Sigurjónsson. Uppselt. ■ Á SAMA TÍMA SÍÐAR Leikritiö Á sama tíma síöar veröur sýnt í kvöld klukkan 20 í Loftkastalanum. Nokk- ur sæti eru laus. Sjá nánar: Lffiö eftir vlnnu á Vísi.is DVJHYND HARl Hapra Melsted „Ég veit ég er aö svíkja lit meö því aö búa í Kópavogi!" Stórafmæli hjá Haukunum á morgun: Tvíheilagt hjá Hörpu „Það verður stórhátíð á morgun því Haukarnir eiga 70 ára af- mæli,“ segir Harpa Melsted, fyrir- liði handboltaliðs Hauka, bros- andi, „og það skemmtilega er að hann pabbi minn hefði líka átt af- mæli þann dag og hann var í hljómsveitinni Haukum," bætir hún við. Hún segir þó ekkert sam- band milli íþróttafélagsins og hljómsveitarinnar. „Faðir minn, Gunnlaugur Bjarni Melsted, kynntist aldrei iþróttafélaginu Haukum en hljómsveitin hans var vinsæl á sinni tíð, meðal annars fyrir lögin Þrjú tonn af sandi, Fiskinn minn, nammi, nammi, namm og fleiri góða slagara." Harpa kveðst hafa misst pabba sinn ung að árum og flutt eftir það Bíógagnrýní í Hafnarfjörð. „Ég var 7-8 ára þeg- ar ég flutti í Fjörðinn, fór beint í Hauka og hef haldið mikilli tryggð við þá.“ Sem dæmi um hollustuna við félagið nefnir Harpa að oft hafi hún fylgt handboltastrákunum á ferðalögum og hvatt þá til dáöa, meðal annars hafi hún verið í klappliðinu sem fór til Portúgal á dögunum. „Fólkið sem stendur að Haukunum er eins og ein stór fjöl- skylda og það er ómetanlegt fyrir þá sem standa í eldlínunni og keppa,“ segir Harpa. Hún segir mömmu sína, Sigurbjörgu Þor- varðardóttur, sem starfi á endur- skoðunarskrifstofu í Hafnarfirði, vera eina af stuðningsmönnunum og uppeldisföður sinn, ísleif Val- týsson, líka. Dálítið erfitt með sjúkraþjálfuninni Harpa er tuttugu og sex ára. Hún gekk í MR, fór eftir það í fjög- urra ára háskólanám og útskrifað- ist með BS-gráðu í sjúkraþjálfun. Nú vinnur hún í Sjúkraþjálfun Kópavogs og segir handboltann vera eins og aukavinnu. „Æfing- arnar taka mikinn tíma og auðvit- að er þetta dálítið erfitt með sjúkraþjálfuninni. Á vissum tíma- punktum verður maður mjög þreyttur," viðurkennir hún. Upp- skeran er líka góð, það sannaðist um síðustu helgi þegar liðið henn- ar krækti í íslandsmeistaratitil- inn, þriðja árið í röð. „Þetta var yndislegur sigur," segir hún og brosir breitt. Háskólabíó - Girlfight 'Á’ -Ar Hafnfirðingur í Kópavogi Þegar haft er orð á að hún búi í Kópavogi en ekki Hafnarfirði verður hún hins vegar pínulítið skömmustuleg á svipinn. „Ég veit ég er að svíkja lit. En ég fann þessa góöu íbúð á viðráðanlegu verði fyrir þremur árum og sló til. Það voru ekki allir sáttir við þessa ráöstöfun og allra síst ég. Auðvit- að er ég Hafnfirðingur þótt ég búi í Kópavogi enda er Lindahverfið, sem ég er í, örstutt frá Hafnar- firði. Svo sný ég örugglega til baka einhvern daginn!" -Gun. Stelpa í strákaleik Hilmar Karlsson s krifar gagnrýni um kvikmyndir. Diana tilbúin í slaginn Micheie Rodríguez sýnirgóöan leik í erfiöu hlutverki. Hetja verður til er oftast þemað í kvikmyndum sem fjalla um afreks- fólk í íþróttum. Slíkar myndir eru eins misjafnar og þær eru margar. Meðal betri hetjumynda í þessum flokki má nefna fyrstu Rocky-mynd- ina þar sem Sylvester Stallone skap- aði hina dæmigerðu íþróttahetju sem rís úr öskustónni og verður hetja í augum íjöldans og Chariot of Fire þar sem ekki aðeins var lögð áhersla á afrek aðalpersónanna heldur einnig vinskap. Raging Bull og Eight Men out eru með alvarleg- um undirtóni þar sem neikvæðar hliðar eru dregnar fram og svo eru það myndir eins og The Natural og Field of Dreams þar sem dulúð er varpað yfir íþróttahetjuna. Allar þessar myndir eru komnar nokkuð til ára sinna og ástæðan fyr- ir því að nýrri myndir eru ekki nefndar í þessu sambandi er aö jafn- frambærilegar kvikmyndir á þessu sviði hafa ekki verið gerðar fyrr en nú að Girlfight kemur með ferskan andvara inn í staðlað umhverfi. Þaö er ekki bara aö íþróttahetjan okkar er stúlka, sem telur það best fyrir hennar sálarheill að losa sig við reiðina gagnvart umhverfmu með því að slást, heldur þarf hún að berj- ast við fordóma gagnvart stúlkum í hnefaleikum, föður sem litur á hana sem vinnukonu og gera upp á milli tilfmninga sinna gagnvart ungum manni sem hún er hrifin af og íþróttarinnar þegar þau þurfa að berjast í hringnum. I upphafi kynnumst við Diönu Guzman (Michelle Rodriguez) þar sem hún er að efna til slagsmála í skólanum. Hún er kölluð fyrir skólastjóra sem segir henni að ef hún einu sinni enn verði staðin að slagsmálum innan veggja skólans verði hún rekin. Þetta er fáum mán- uðum fyrir útskrift. Diana er mjög reið ung stúlka, samansafnaða reiði má rekja til uppeldis hennar og þess að móðir hennar framdi sjálfsmorð sem hún telur föður sinn vera ábyrgan fyrir. Þá hefur faðir henn- ar veðjað á bróður hennar og sett hann í hnefaleikaþjálfun. Diana vill slást og stelur peningum frá föður sinum til að geta borgað fyrir tima i hnefaleikum. Það kemur fljótt í ljós að hún hefur hörkuna, keppnisskap- ið og viljann sem til þarf. Það sem aðgreinir Diönu frá öðr- um íþróttahetjum er að hún er fyrst og fremst að berjast fyrir sjálfa sig og er ekki i leit að frægð og frama. Hvort hún heldur áfram er ósvarað. Hún hefur afrekað mikið í lokin og fundið sér fótfestu í lífinu. Það er þessum bakgrunni sem leikstjórinn og handritshöfundurinn Karyn Kusama sinnir einstaklega vel og það gerir myndina dýpri. Með því að æfa hnefaleika verður Diana betri samfélagsþegn og á auðveldara með að samlagast skólafélögum sín- um. Stór plús við Girlfight er Michelle Rodriguez. Þessi unga leikkona er trúverðug í hlutverki sínu, hún get- ur verið jafngrimm á svipinn og Mike Tyson og síðan á einu andar- taki breyst í unga ráðvillta stúlku sem vill vel en er í vöm gagnvart þjóöfélaginu. Þá er greinilegt að Rodriguez hefur mikið lagt á sig til aö ná styrk og tækni þegar kemur að hnefaleikum. Ung leikkona sem vert er að fylgjast með. Leikstjórn og handrit: Karyn Kusama. Kvikmyndataka: Patrick Cady. Tónlist: Theodore Shapiro. Aöalleikarar: Michelle Rodrigguez, Jamie Tirelli, Paul Calderon og Santiago Douglas.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.