Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2001, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 DV Fréttir Kennarar við Fjölbrautaskóla Vesturlands hafa áhyggjur af fjárhagsvanda skólans: Þingmenn kallað- ir til hjálpar - sérhæft nám hugsanlega til Reykjavíkur DV, AKRANESl: Verkmenntakennarar við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa ritað öllum þingmönnum Vesturlands harðort bréf vegna fjárhags- vanda FVA. Boðuðu kennar- ar þingmenn til viðræðna á Akranesi, sem þingmennirn- ir þáðu. I bréfi verkmennta- kennaranna til þingmann- anna segir meðal annars: „Skólinn er eini verknáms- skólinn á Vesturlandi og at- vinnulífið i nágrenninu þarfnast þess að þar sé í boði algengasta verknám í verknáms- deildum. Sé sú kennsla ekki i boði í heimabyggð fara ungmenni í minna mæli í verklegt nám eftir grunn- skóla og það getur leitt til þess að skortur verði á iðnmenntuðu fólki til starfa. Skólameistari hefur upp- lýst okkur um að til ná jafnvægi á fjárhag Fjölbrautaskóla Vesturlands þurfi aö draga úr kostnaði við kennslu í dagskóla um nálægt 23 milljónir á verðlagi ársins 2000. Það lætur nærri að vera 150-180 viku- stundir. Slíkur niðurskurður tíma verður ekki gerður með venjulegri DV-MYND DANÍEL V. ÓUFSSON Berjast hart Sigurgeir Sveinsson framhaidsskóiakennari meö nokkrum nemenda FVA. Hann og starfsbræöur hans beijast hart fyr- ir áframhaldandi verkmenntakennslu á Akranesi. hagræðingu heldur afgerandi breyt- ingu á þjónustu- skólans," segja kennararnir og telja að þessi niður- skurður muni bitna harðast á verk- námsdeildum skólans. „Okkur sýnist allt benda til þess að stefnt sé að því að flytja allt sér- hæft nám til Reykjavíkur bæði leynt og ljóst. Það er að okkar mati öfugþróun og einhver mesta and- hverfa jákvæðrar byggðastefnu sem hugsast getur og það hlýtur ykkur að vera ljóst,“ segir í bréfi kennara FVA til þingmanna DV hafði samband við Sigurgeir Sveinsson, einn af forsvars- mönnum verkmennta- kennaranna, og innti hann eftir viðræðunum við þing- menn Vesturlands. „Við erum ánægðir með hversu skjótt þingmenn Vesturlands brugðust við beiðni okkar um fund. Þeir Sturla, Guðjón og Gísli komu til fundar með verk- námskennurum, skólameist- ara og formanni skólanefnd- ar í gær. Farið var yfir mál- ið þar sem þingmönnum var gerð grein fyrir áhyggjum okkar af stöðu skólans. Við teljum að fundurinn hafi verið gagnlegur og treystum því að þing- menn finni lausn á íjárhagsvanda skólans, Við teljum að reiknilíkan það sem notað er henti ekki öllum skólategundum, enda hefur Alþingi að okkar mati þegar viðurkennt meinbugi á því, meðal annars með samþykkt á aukafjárveitingu til minnstu skólanna úti á landi. Við munum ekki láta staðar numið og ætlum að kynna málið frekar heima í héraði,“ sagði Sigurgeir Sveinsson framhaldsskólakennari í samtali við DV. -DVÓ . A , A A A ... A .. A .. A ... A .. A A A A A A . Gítarinn ehf.% Laugavegi 45 Kassagítarar SÍIHl 552“2125 09 895“9376. SS&l frá 7.900 kr. $ Hljómborð 900 i_l; Aamuid jnisuiui tih itnanir i vork HalUlors i .axness sem allar bera snilld han> í'auurt vitui * VAKA- HELGAFELL Gámavöllur opnaöur í Snæfellsbæ: Sorphaugunum lokað DV-MYND PÉTUR S. JÓHANNSSON Leiðbeinandinn Helga Kristjánssonar hjá Öryggisþjónustunni bíöur þaö verkefni að leiöbeina íbúum Snæfellsbæjar um nýja til- högun viö sorplosun. Hér er hann viö nýja gámavöllinn. dvTolafsvík: A dögunum var opn- aður gámavöllur í SnæfeUsbæ og er hann í gömlu grjótnámunni við Rif. Með opnun gámavaUarins verður mikil breyting á öllum sorphirðumálum í SnæfeUsbæ sem snert- ir bæði almenning og fyrirtæki. Að sögn Amar T. Johnsens, bæjarverkfræðings Snæfellsbæjar, verða aUir sorpgámar sem voru við þéttbýli nú hafðir á einum stað þar sem hægt verður að losna við sorp og annan úrgang. Einnig verður sú breyting í kjölfarið á opnun þessa gámavallar að allt heimilissorp úr Snæfellsbæ verður keyrt tU urðun- ar að FíUholti á Mýrum, en sá stað- ur er samstarfsverkefni sveitarfé- laga á Vesturlandi. Um leið verður sorphaugum og brotajárnssvæðum SnæfeUsbæjar lokað, að sögn Arn- ars. SnæfeUsbær hefur gert samning við Öryggisþjónustu Snæfellsbæjar um að annast og leiðbeina bæjarbú- um við losun sorpsins. Helgi Krist- jánsson, eigandi Öryggisþjónust- unnar, sem starfað hefur í 6 ár í Snæfellsbæ, sagði að opið væri þrisvar i viku og vænti hann góðs samstarfs við bæjarbúa um þessi mál. Ekki er að efa að bæjarbúar taki þessum gámavelli vel en sorp- og umhverfísmál eru að verða efst á baugi hjá bæði einstaklingum og sveitarfélögum á landinu. -PSJ. Brotist inn í læstan bíl í ólæstum bílskúr - þjófurinn var eltur en haföi betur á hlaupunum bvTMÖSFELLSBÆ: Brotist var inn í læstan bil í ólæstum bílskúr í Teigahverfl í MosfeUsbæ aðfaranótt mánu- dags. Brotin var hliðarrúða í afturhurð og stolið vandaðri Canon ljósmyndavél með ýms- um búnaði í tösku. Einn heima- manna vaknaði við hávaða og sá innbrotsþjófinn út um eld- húsglugga, þar sem hann bar bláa tösku um öxl, svo og myndavélatöskuna, klæddur dökkri úlpu og buxum, 20-25 ára gamall. Heimamaðurinn snaraðist í skó og elti þjófinn ofan í gil í átt að iðnaðarhverfi við Meltún. Þjófurinn hafði betur á hlaupunum og slapp með naumindum með góssið í þetta DV-MYND GYLFI GUÐJÓNSSON Innbrotsstaöurinn. Þarna sést bíllinn sem stóö í bílskúrnum og rúöan brotin. skipti. Lögreglan kom á staðinn og er málið í rannsókn, en innbrotsþjóf- urinn má vara sig, vitnið sá framan í hann og þekkir hann aftur. -GG OLYMPUS avtsim a gæöt OLYMPUS APS I zoom 60 Alsjálívirk 1 Aódráttarlinsa 28-60mm ■ Möguleiki á þremur myndstærðum m.a. panorama 1 6 stillingar á flassi • Dagsetning ■ Hægt að nota fjarstýringu • Vörn gegn rauðum augum • Þægileg fyrir þá sem nota gleraugu • Þolir betur raka og kulda (all weather) Taska og filma fylgir .,TKmaiTT— Lágmúla 8 • Sími 530 2800 Sjáanlegur munur!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.