Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2001, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001
7
:ov
Fréttir
Frá 6. mars til 3. apríl lækkaði auglýst verð á nokkuð á annað hundrað íbúða:
Afsláttarverð á
yfir 100 íbúðum
- yfirspennan búin og farið að prútta, segja fasteignasalar
Lauslegur samanburður DV á
fasteignablaði Mbl. 3. apríl og ann-
ars frá 6. mars leiddi í ljós að ásett
verð hafði lækkað á á annað hund-
rað notuðum íbúðum sem auglýstar
voru í báðum þessum blöðum, frá
2ja herbergja og upp i einbýlishús.
Afsláttur frá 100-400 þús. kr. er al-
gengur en líka eru mörg dæmi um
meiri afslátt, jafnvel að einbýlishús
sé nú auglýst 2 milljónum ódýrara
en i mars. Einnig er nokkuð um að
fasteignasalar hafi tekið ásett verð
út í nýjustu auglýsingunum.
Úr 25,9 millj. í 23,5
Lítum á nokkur dæmi úr auglýs-
ingum: Stúdíóíbúð við Austurbrún
lækkar úr 8,7 millj. i 8 m. Önnur
ósamþykkt íbúð við Eiðistorg lækk-
ar úr 4,9 milljónum í 4,5 m og 2ja h.
við Baldursgötu úr 7,9 millj. í 7,1 m.
Þriggja herbergja íbúð við Vallarás
lækkar úr 12,8 milljónum í 11,8 m.
og við Funalind úr 12,7 millj. í 12,4
m. Hæð við Hraunteig lækkar úr
18,7 milljónum í 17,9 m„ einbýli við
Aratún úr 19,8 millj. í 18,5 m„ ann-
að við Austurbrún úr 28 millj. í 26,9
m. og það þriðja við Lambhaga úr
25,9 millj. í 23,5 milljónir. M.v. fjölda
þinglýstra kaupsamninga í viku
hverri (t.d. 146 á höfuðborgarsvæð-
inu síðustu vikuna í mars) virðist
sala samt í fullum gangi og m.a.s.
líflegri í mars en næstu mánuði á
undan. Eignir fyrir meira en 20
milljarða skiptu um eigendur sl. 3
mánuði.
Leiörétting á rugli
Runólfur Gunnlaugsson í fast-
eignasölunni Höfða er ekki á því að
ibúðaverð sé farið að lækka þótt
auglýsingamar gefi það til kynna.
„Ég man eftir einni eign í Hlíðun-
um en það var vegna þess að eigand-
inn vildi fá milljón meira en við
mátum hana á og síðan gekk ekkert
að selja. Það er alltaf eitthvað um
svona lagað, en svo áttar fólk sig.
Það er bara svona rugl sem verið er
að leiðrétta. Fari menn eftir verð-
leiðbeiningum okkar þá gerist þetta
ekki. Þá er það bara þetta venjulega
prútt; 2-34-5 hundruð þúsund eða
hvað það nú er. Almennt sýnist mér
þessar ásettu upphæðir halda en
fólk er auðvitað farið að prútta
meira núna heldur en þegar yfir-
spennan var markaðnum. Þá voru
oft 2-3 tilboð í gangi í sömu eignina
sem spennti verðið oft yfir ásett
verð sem er mjög óvenjulegt ástand.
Sú yfirspenna er nú búin sem betur
fer og markaðurinn almennt séð í
góðu jafnvægi, en mér sýnist engin
verðlækkun orðin raunin enn þá.“
Yfirspennu lokið
Framboðið segir Runólfur ágætt
en aUs ekki offramboð því eftir-
spurn sé líka drjúg, jafnvel umfram-
eftirspurn á „heitustu" svæðunum.
Flestar eignir seljist á bilinu frá 2
vikum til 2-3 mánaða, séu menn
ekki með glórulausar verðkröfur.
Runólfur segir Netið orðið miklu
sterkari miðil í fasteignasölunni
sem margir hafi ekki áttað sig á enn
þá. Árni Erlendur Stefánsson hjá
Gimli tók í sama streng og Runólf-
ur. Tíma yfirspennu og verðhækk-
ana sé lokið og allra bjartsýnustu
verðtölumar gangi ekki lengur, og
markaðurinn sé í góðu jafnvægi.
-HEI
Lyfjastuldurinn á FSA:
Enn þá
óupplýstur
Lyfjastuld-
urinn á Fjórð-
ungssjúkra-
húsinu á Ak-
ureyri er enn
þá óupplýstur.
Að sögn Hall-
dórs Jónsson-
ar, fram-
kvæmdastjóra
spítalans,
höfðu i gær
engar nýjar
vísbendingar
komið fram í málinu. Búið er að
yfirheyra fjölda starfsmanna og
var einn tiltekinn aðili á tímabili
grunaður um þjófnaðinn. Sam-
kvæmt heimildum DV gekkst við-
komandi undir blóðrannsókn sem
reyndist neikvæð en Halldór seg-
ist ekki geta staðfest að þetta hafi
gerst.
„Ég þekki ekki allar hliðar
málsins og veit ekki hvort lögregl-
an hefur óskað eftir þessu við til-
tekna einstaklinga," segir Halldór.
- Stjórn FSA hefur ekki farið
fram á það að tilteknir aðilar
sættu blóðprufu?
„Nei, það hefur að minnsta
kosti ekki verið lagt inn á mitt
borð,“ segir framkvæmdastjóri
FSA.
Mjög er búið að stórherða eftir-
lit með lyfjaskápunum sem stolið
var í fjórgang úr og segist Halldór
bjartsýnn á að búið sé að fyrir-
byggja frekari stuld en ekkert sé
öruggt. „Maður skyldi aldrei segja
aldrei."
-BÞ
Halldór Jónsson.
Emmess Skafís Irlsh
Emmess Skafis Oaím
URVALS
Lambaiæri
Freyju Rískubbar
'199 kr/i7o
URVALS
Lambahryggur
Freyju Hríspokar (Flóð)
226 kr/200g
Göteborg Condis
Göteborg Remi