Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2001, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2001, Síða 12
12 __________________MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 Skoðun DV Spurning dagsins Karl Ágústsson, starfsmaður Vegamóta: Hvernig er annaö hægt í þessu blíöviöri. Stefanía Ólafsdóttir nemi: Já, veöriö og páskarnir eru góöur tími. Jónína Þorsteinsdóttir, starfar með öldruðum: Auövitaö og ekki er þaö verra aö ég er á leiöinni í sólina á Spáni. Stella Haraldsdóttir: Já, þaö er svo prýöilegt veöur og veröur vonandi fram yfir páska. Garðar Haraldsson nemi: Já, gott veöur, flott fólk og prófin aö veröa búin. Gæti ekki veriö betra. Sigtryggur Ellertsson: Já, ekki annaö hægt í þessu góöa veöri. Púkalegir? - varla! Ungt fólk á íslandi hefur þótt meö eindæmum flott klætt og framkoma þess og fas til fyrirmyndar. Greinarhöfundur telur þó ýmislegt púkó hjá mörlandanum. Land hinna púkalegu Egill Helgason slær vænt silfur. Nýlega benti hann á að ís- lenska þjóðin þjáðist af sjúk- legri hræðslu við að vera púkó og gott ef ekki halló og lummó að auki. Egill segir réttilega að ekk- ert sé eins púkó og einmitt þessi hallærislegi ótti við það sem ég kalla „for-púkun“. Því ísland er rétt- nefnt Púkó-istan, land hinna púka- legu. Síðasta dæmið um púkalega púkófælni mörlandans er ótti popp- ara við að vera halló við að syngja á púkó-málinu íslensku í söngvakeppni sjónvarpsstöðvanna. Þeir vilja náttúrlega kyrja á flott- „Kornungt fólk er akfeitt og með slœma húð af andpúkó- mat og reynir svo að dylja hallærislegt útlit sitt með evrópskum tískufötum.“ málinu ensku sem er ávísun á frægð og frama. En sá galli er á gjöf Njarðar að Evrópubúar eru svo púkó að þeir greiða gjarnan at- kvæöi með frönskumælandi söngv- urum sem hafa unnið keppnina oft og mörgum sinnum. Allt um það þá legg ég til að íslenskir þátttakendur í júróvisjón gauli á golfrönsku, þá er aldrei að vita nema þeir vinni og losi sig við púkalegheitin um leið. Púkófælnin gegnsýrir íslenskt samfélag. Menn gæta sín vandlega á því að éta ekkert annað en amerískt and-púkófæði með þeim afleiðing- um að íslendingar eru orðnir ein ófríðasta þjóð Evrópu. Kornungt fólk er akfeitt og með slæma húð af andpúkómat og reynir svo að dylja hallærislegt útlit sitt með evrópsk- um tískufotum. Til að bæta gráu ofan á svart ógnar and-púkóátið heilsu manna, draslfæðið ameríska er ekki beint heilsusamlegt. Púkófælnin ógnar ekki aðeins heilsu manna heldur lika íslenskri menningu. Það er nefnilega púkó að vanda mál sitt, bara sveitalubbar tala góða íslensku. Aftur á móti er kúl að sletta ensku í tíma og ótíma því finu guðimir í Ameríku tala ensku. Þekk- ing er líka púkó því amerísku guðirn- ir halda að Mongólía sé höfuðborgin í Kína. Svo má alls ekki vita að Banda- ríkjamenn eiga frábæra háskóla og fræðimenn, það er námslánafnykur af slfkum staðreyndum og námslán eru afar púkaleg. Stefán Snævarr skrifar hugvekju: Nektartískan spillir börnum Bjartmar Leósson skrifar: Ég vil beina orðum mínum til verslunareigenda, dagblaða, tíma- rita og sjónvarpsstöðva um nokkuð sem ég tel að sé að valda miklum skaða. Mér finnst sem þið séuð ekki alveg nógu upplýst um það hvað ljósmyndir og sjónvarpsmyndir geta haft sterk áhrif. Mig grunar að allar myndirnar af fáklæddu eða nöktu kvenfólki hafi mjög skaðleg áhrif á böm. Hvernig þá? Hér er dæmi. Eitt sinn þegar ég var að koma úr vinn- unni varð mér litið inn á leikskóla- lóð sem er við hliðina á heimili Mér finnst sem þið séuð ekki alveg nógu upplýst um það hvað ljósmyndir og sjón- varpsmyndir geta haft sterk dhrif. Mig grunar að allar myndirnar af fáklœddu eða nöktu kvenfólki hafi mjög skaðleg áhrif á böm. mínu. Þar sá ég lítinn strák og stelpu í boltaleik. Allt í einu hættu þau í leiknum, litu í kringum sig og fóru að aðhafast hluti sem ekki verður lýst í góðu dagblaði. En það sem ég sá hafa litlu börnin lært í sjónvarpi. Hvað er að gerast? Þegar maður sér ísjaka í vatni er lítill partur af honum sjáanlegur. Kannski var þetta tiltekna atvik af litlum bömum aðeins lítið brot af raunveruleikanum, lítið brot af því sem ég vil kalla afleiðingar kæru- leysis ykkar annars ágætu karla og kvenna? AUt er leyfilegt, en ekki er allt uppbyggilegt. Og ef það byggir ekki upp er hætta á að það rifi niður. Þrír bankastjórar Garri fylgdist vandlega með því þegar stjórn- málahetjan hans, Davfð Oddsson, talaöi fyrir nýj- um seðlabankalögum fyrir helgi. Garri er nefni- lega mikill talsmaður aukins sjálfstæðis Seðla- bankans. Eins og Davíð. Raunar hafði Garri líka fylgst vel með því þegar Davíð fjallaöi um þessi mál á ársfundi bankans á dögunum en þá boðaöi hann einmitt lagasetningu um þetta efni. Raunar boðaði hann síðan ýmislegt fleira í framhaldinu, m.a. að hann hefði áhuga á að leggja Þjóðhags- stofnun niður. í ljósi þess hvernig Davíð hafði talað í því máli var Garri satt að segja farinn að hafa nokkrar áhyggjur af stöðu Seðlabankans líka en þær áhyggjur reyndust þó sem betur fer óþarfar. Þannig var nefnilega mál með vexti að þegar Davíð var að rökstyðja niðurlagningu Þjóðhagsstofnunar greip hann iðulega til svokall- aðra sparnaðarraka og fjölyrti um nauðsyn þess að ríkið sýndi aðhald í rekstri. í sparnaðarkasti? Það var vegna þessara röksemda sem Garri var satt aö segja farinn að örvænta dálítið um Seðlabankann sjálfan. Ef Davíð var á annað borð kominn í eitthvert spamaðarkast var aldrei að vita nema það myndi líka ná til Seðlabankans. Og ef farið yrði út i að spara í Seðlabankanum væri eins víst að menn færu út í að draga þar úr bráönauösynlegum íburði og valdsmennsku og jafnvel minnka eitthvað málverkakaup og annað af því tagi. En eins og allir vita eru þetta einmitt hlutir sem í gegnum árin hafa skapað Seðlabank- anum virðingu heima og heiman. Og verst af öllu væri náttúrlega ef Davíð hefði kosiö að fækka bankastjórum en í dag eru þeir sem kunn- ugt er þrír talsins og hafa varla undan öllum þeim verkum sem þeir þurfa að sinna. Öllu óhætt En sem betur fer fór Davíð ekki út í neina æv- intýramennsku af þessu tagi og störfum hlaðnir bankastjóramir munu áfram hjálpast að við að saxa á þann verkefnabunka sem safnast fyrir í bankanum dag hvern. Davíð lýsti því jafnframt yfir að það væri ekki til neins að hafa í lögum um bankann að auglýsa bæri stööur bankastjóra. Davíð mun því hafa þetta í hendi sér sjálfur en bankinn heyrir nú undir hann. Forsætisráðherra benti á að þetta væri hvort sem er heiðarlegasta leiðin því það væri hvort sem er alltaf búið að ákveða fyrir fram hver fengi stólinn þannig að auglýsingar væru bara sýndarmennska. Þannig er ljóst að Seðlabankinn mun áfram hafa þrjá bankastjóra sem Davið ræður og ekki verður far- Seðlabankinn ekki gagnrýnt efnahagsstefnu Dav- íðs eins og Þjóðhagsstofnun gerði. En það sem gleður Garra mest er þó sú staðreynd að ef sú ákvörðun hefði verið tekin að fækka bankastjór- um niður í einn þá hefði einungis einn maður komið til greina í það starf. Það er Davíð Odds- son sjálfur. En ef hann hefði kosið að gerast þriggja stóla bankastjóri hefði hann líka orðið að hætta i pólitík og það hefði náttúrlega verið mjög vont mál. Það voru því margfaldar gleði- fréttir fyrir Garra að hlusta á foringjann tala fyr- ir nýjum seðlabankalögum; ekki einvörðungu er bankastjórunum og starfsemi bankans bjargað frá þjóðhagsstofnunarlegum spamaði heldur er Davíð Oddsson með þessu að gefa út yfirlýsingu um að hann sé ekki að hætta í pólitík til að gerast seðlabankastjóri. Gðfll Þarf ekki að vera öfgamaður Vilhjálmur Árnason skrifar: Oft í þjóðlegum umræðum nútím- ans kemst upp sá misskilningur, að hvers konar maður sem kallar sig þjóðernissinna, sé einhvers konar öfgamaður. Þetta er ekki rétt. Til að byrja með var Jón Sigurðsson sá mesti þjóðernissinni í sögu mannkyns. Fyrir land og þjóð lagði hann allt fyrir ís- land. En nú ætla ég að nefna þrjú dæmi af þrennum leiðtogum á síðustu áttíu árum, sem þóttust vera þjóðern- issinnar gagnvart sinni þjóð. Það voru Adolf Hitler þjóðernisjafnaðarmaður, Margret Thatcher þjóðernisíhaldsmað- ur og Slobodan Milosevich þjóðern- iskommúnisti. Blóð drifnar slóðir þeirra allra bera ekki merki um sanna þjóðernisstefnu. Aðeins Jón Sigurðs- son hefur hreinan skjöld. Vinnur gegn eigin kjördæmi Sturlaugur Helgi bendir á: Innan skamms verður ný kjör- dæmaskipan tekin upp á landinu og hinum gömlu steypt saman. Suð- urnes og Suður- land verða samein- uð i eitt Suður- kjördæmi. Senni- lega er það eins- dæmi að þingmaður sem hyggur á framboð í nýju kjördæmi berjist um á hæl og hnakka gegn hagsmunum kjör- dæmisins og reyndar þorra þjóðarinn- ar. Árni Johnsen sér því allt til for- áttu að flytja innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar. Af umælum Árna að dæma hefur hann af því verulegar áhyggjur að fjöldi starfa flytjist til fyrirheitna landsins, þar sem hann ætlar sér líklega að verða þingmaður númer eitt? Er enginn vilji hjá þingmanninum að sjá hagkvæmni í því að flytja innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar? Benda má t.d. á mikla möguleika til að auka ferskflsk- útflutning frá öllu landinu sem gæti skapað skilyrði til hagræðingar við farþegaflutninga. Þróunarmöguleikar sem tengjast innanlandsflugi ef það flyst til Keflavíkurflugvallar eru fjöl- margir. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er í stækkun og getur ef til vil þjónað innanlandsfluginu? Draga má úr óþægindum þeirra sem eru á leið úr landi og þurfa nú að millilenda á Reykjavíkurflugvelli. Fordómar Stefán skrifar: Furðulegt er það þegar fólk heldur að uppspretta vandamála sé alltaf hjá þvf sjálfu. En því heldur séra Þórhall- ur Heimisson, prestur i Hafnarfjarðar- kirkju, fram í grein er hann sendi DV fóstudaginn 5. apríl. Hann segir að ís- lenska þjóðin og þá sérstaklega unga kynslóðin sé full fordóma, sérstaklega í garð múhameðstrúarmanna. Gæti verið að þetta fólk vantaði fræðslu um hvemig vestrænt þjóðfé- lag gengur fyrir sig. Vestrænir þurfa að hneygja sig fyrir þeirra venjum er þeir ferðast um Miðausturlönd. Og ekki get ég séð að múhameðstrúar- menn séu mjög viljugir að mýkja skoð- un sína á lífsháttum vestrænna þjóða, þó svo þeir hafi flutt þangað búferlum. í Danmörku sér maður unga drengi jafnan kalla ókvæðisorð á eftir létt- klæddum stúlkum. Sr. Þórhallur brúkaði einnig orðið fordómar mjög mikið, svona eins og það væri verið að dæma eitthvað fyrirfram.Er nokkuð verið að dæma fyrirfram? Það er alltaf verið að tala um að líta til Norðurland- anna og læra af þeim. Hvers vegna ekki að gera það í þessum málum sem öðrum? Við erum ekki að fordæma, við erum að læra af reynslu annarra. Mér finnst að þetta orð, „fordæma", sé ofnotað og ekki alltaf við hæfi. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Árni Johnsen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.