Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2001, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 DV Tilvera 59 BS Joel Grey 69 ára Leikarinn, söngvar- inn og dansarinn Joel Grey verður 69 ára í dag. Joel hefur löngum verið ein helsta stjam- an í söngleikjum á Broadway. Þekktastur er hann þó fyrir hlutverk sitt í kvik- myndinni Cabaret frá árinu 1972 þar sem hann lék sviðsstjórann og fékk óskarsverðlaun fyrir. Þessa dagana leikur hann eitt aðalhlutverkið í söng- leiknum Chicago á Broadway. Grey leikur ekki mikið í kvikmyndum en lét sig þó hafa það að leika á móti Björk í Dancer in the Dark. Dóttir hans er leikkonan Jennifer Grey. Gildir fyrlr flmmtudaginn 12. apríl Vatnsberinn (20. ian.-l8. febr.): »Þú þarft að fást við snúið mál heima fyrir. Fjölskyldan stendur þó saman og það er fyrir mestu. Allt fer vel að lokum. Rskarnlr (19. febr.-20. mars): Þú ert dálítiö gjam á hlutina fyrir er óþarfl þar sem þér tekst mjög vel mál sem þér eru fal- in. Hrúturinn (21. mars-19. aoríl): . Þú breytir um vinnu á ' næstunni og þær breytingar verða þér verulega til góðs. Ástin blómstrar sem aldrei fyrr og þú unir hag þínum vel. Nautið (20. apríl-20. maí): Þú finnur til afbrýði- semi en það er ekki skynsamlegt að láta á því bera. Þér hlotnast fjárhagslegur ávinningur. Tvíburarnir (? 1. mai-21. iúniu Gerðu ekki meira en 'nauðsynlegt er þar sem þú ert ekki vel fyrir kallaður i dag. Ymislégt má bíða til morguns. Happatölur þínar eru 6, 9 og 14. Tviburarnir (2 i Krabbinn (22. iúní-22. iúií): i. Þú þarft að keppast \ við að ná settu marki. % Miklar kröfur eru gerðar til þín og þær gætu valdiö streitu hjá þér. Kvöld- ið verður skemmtilegt. ■Uónið (23. iúlí- 22. áeúst): Gefðu þér góðan tíma til að undirbúa breyt- ingar sem eru í aðsigi. Ástvinir þínir gætu lent í smárifrildi en það jafhar sig fljótt. Mevian (23. áeúst-22. sept.): Það er engum til góðs að vera langrækinn. .Mikilvægt er að vera fljótur aö fyrirgefa, þá líður öllum miklu betur. Vogin (23. seot.-23. okt.): Þú keppist við að vera duglegur en þér finnst sem lítið gangi á þau verkefni sem þú hefur að vinna. Láttu ekki trufla þig meira en góðu hófl gegnir. Sporðdreki (24. okt.-2i. nóv.): Einhver reynir að blekkja þig og þú þarft >þvi að vera á verði. Þú ; nýtur kvöldsins f faðmi fjöískyldunnar. Happatölur þínar eru 3, 6 og 14. Bogamaður (22. nóv.-2l. des.): tNú er komið að því. rEitthvað sem þú hefur beðið eftir lengi gerist í dag. Kunningi þinn verður dálítið þreytandi. Happa- tölur þínar eru 7,16 og 21. Steingeitin (22. des.-19. ian.l: Þú skalt ekki láta bijóta þig niður þó að þér finnist að allir séu þér andsnúnir. Þú ert á réttri braut og skalt halda þig þar. UV-MYNUIK bKINK Tekið til hendinni íris Ösp, Lovísa, Júlía og Sandra létu ekki sitt eftir liggja viö aö setja í umslög og ganga frá póstinum. Dætur á DV: í vinnunni með mömmu og pabba Dagurinn Dætumar með í vinnuna var haldinn hátíðlegur á DV og mættu íjórtán stúlkur til starfa ásamt for- eldrum sínum árla morguns. Dagur- inn Dæturnar með 1 vinnuna er hluti af verkefninu Auður í krafti kvenna og er markmiðið að hvetja stúlkur til dáða, eíla sjálfstraust þeirra og auka víðsýni. Stelpumar, sem eru á aldrinum 9 til 15 ára, tóku þátt i fjölbreyttri dag- skrá þar sem þær kynntust ólíkum þáttum blaðaútgáfunnar. Þær sátu fréttafund með blaðamönnum, fylgd- ust með umbrotsmönnum og ljós- myndurum við störf auk þess sem hluti hópsins tók sér ferð á hendur og fylgdi DV alla leið í prentsmiðju. Að því loknu naut Krakkaklúbbur DV starfskrafta stúlknanna en þær tóku að sér að pakka inn vinningum og skrá inn nýja félaga. Einnig reyndu stúlkurnar sig viö móttöku smáauglýsinga og kynntu sér dreif- ingu blaðsins. Stelpurnar létu vel af deginum og ekki þarf að orðlengja að þær leystu störf sín vel af hendi. Tekiö á móti smáauglýsingum Katrín, Sandra Björk og Tinna Rut ásamt Karen Sigur- bergsdóttur sem vinnur á smáauglýsingadeildinni. Eitthvað spennandi á skjánum Sandra, Lovísa, íris Ösp, Aþena, Júlía, Júlía Marie og Bára Sif létu allar vel af heimsókninni. Ball í Gúttó eftir Maju Árdal Frumsýning Uppselt 2. sýning fimmtud. 12. apríl kl. 20:00 Næstu sýningardagar laugardagur 14. apríl kl. 20:00 Annar i páskum kl. 20:00 Leikstjóri Maja Árdal Þýðing Valgeir Skagfjörð, Leikmynd og búningar Helga Rún Pálsdóttir, Ljósahönnun Alfreð Sturla Böðvarsson, Tónlistarstjórn Valgeir Skagfjörð, Dansar: Jóhann Gunnar Arnarsson. Leikarar: Hinrik Hoe Haraldsson, Saga Jónsdóttir, Sigríður E. Friðriksdóttir, Skúli Gautason, Þóranna K. Jónsdóttir og Þorsteinn Bachmann Dansarar: Aron Bergmann Magnússon, Friðgeir Valdimarsson, Guðjón Tryggvason, Hilmar Már Hálfdánarson, Ýr Helgadóttir, Katrín Rut Bessadóttir, Rakel Þorleifsdóttir, Sigursveinn ÞórÁrnason, Þórdís Steinarsdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir Á Akureyri og á leikferð Sniglaveislan eftir:^ Ólaf Jóhann Ólafsson Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson. Kristnihald Eins og vænta má munu Snæfell- ingar flykkjast til kirkna sinna um hátíðarnar og það verður öflugt kristnihald undir Jökli. í Snæfellsbæ starfa þrír prestar: séra Guðjón Skarphéðinsson, sóknarprestur á Staðarstað, séra Óskar H. Óskarsson, sóknarprestur Ólafsvíkursafnaðar, og séra Lilja Kristín Þorsteinsdóttir, sóknarprestur á Ingjaldshóli. Að sögn prestanna þriggja í Snæ- fellsbæ verður fjölbreytt helgihald um páskana í kirkjum bæjarins. Veronica Osterhammer messósópransöngkona mun syngja með kirkjukórnum í Ólafsvík. Þá munu félagar úr eldri- undir Jökli borgarafélagi Snæfellsbæjar lesa ritn- ingarlesta og aöstoða við bænagjörð. Á fóstudaginn langa, kl. 12, hefst lest- ur Passíusálma Hallgríms Pétursson- ar í Ólafsvíkurkirkju. Lesturinn ann- ast fólk úr tíu félögum í Ólafsvík. Nemendur úr Tónlistarskóla Ólafsvík- ur spilar og kirkjukór Ólafsvíkur syngur. Foreldrar fermingarbarna munu bjóða upp á vöfflukafíi meðan á lestrinum stendur. Af þessu sést að mikið verður um að vera í kirkjum Snæfellsbæjar um bænadagana og allir eru að sjálfsögðu velkomnir. -PSJ DV-MYND PÉTUR S. JÓHANNSSON Falleg kirkja Þetta er Ólafsvíkurkirkja, hin feg- ursta kirkjusmíö. Sýningar í Iðnó i Ininlnl LuMiJ EHjlLiHiiliiljll iTðLBr/rBDij ILEiKFÉLAGAKUREYRARl Miðasalan opin alla virka daga, nema mánudaga, frá kl. 13:00- 17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is Alltaf heitt á könnunni DV. AUSTURLANDI:_____________ Það hefur gengið á ýmsu með skíðaiðkun landsmanna í vetur. Austfirðingar hafa notið einmuna blíðu og síð- an leiðindaveðurs á milli. Fyrir nokkrum dögum nýttu menn sér gott skíðafæri og var fjölmenni á skíðasvæð- inu í Oddsskarði í veður- blíðu þegar fréttamann DV bar þar að garði. Nemendur grunnskólanna eru ekki hvað síst duglegir aö not- færa sér aðstöðuna. Greini-- legt var að aðeins hafði snjó- að öðrum megin í Reyöar- firðinum - en þó nóg til þess að hægt er að renna sér snjó- megin í fjallinu. Nokkuð var af hreindýrum í Oddsskarði þegar skíðafólkið fór að tín- ast í fjallið. Eins og sjá má á myndinni er alltaf heitt á könnunni þar sem góðir skíðamenn koma saman. DV-MYND PETRA MAI.OC MEMM1NG fronskF TSLENSK SJOLAOWaABCl. Tæplega 30 þúsund orð, í handhægu broti. Orðabók sem hefur veríð sniðin að þörfum skólafólks. Omissa að ná t fransk Máá og *nsnninsj nRTaba®n»nniigjiisl i 18 • Sími 515 2500 • siðumúla 7 • Sími 510 2600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.