Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2001, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2001
Fréttir
Framkvæmdavaldið í Skagafirði á gráu svæði í umdeildri ákvörðun:
Sýslumaður vonast eft-
ir kæru á sjálfan sig
- prófmál rekið til að banna unglingum, yngri en 18 ára, aðgang að sveitaböllum
Undirskriftalistar ganga nú í
sveitarfélaginu Skagafirði til aö
mótmæla banni sýslumanns við
því að 16 og 17 ára unglingar hafi
aðgang að sveitaböllum. Um próf-
mál er að ræða þar sem þetta er
í fyrsta skipti sem lögregluvaldið
ákveöur slíkt. Óvissa er um
hvort ákvörðun sýslumanns
stenst lög en bannið mun aö
óbreyttu taka gildi 15. maí nk.
Aögangur hefur hingað til ver-
ið heimill 16 ára og eldri að al-
mennum dansleikjum og Ríkarð-
ur Másson, sýslumaður í Skaga-
firði, telur líklegast að óánægðir
unglingar standi sjálfir að baki
mótmælalistunum. Rökin fyrir
ákvörðun hans eru að börn und-
ir 18 ára aldri eigi ekkert erindi
á svona samkomur. „Þarna er
meðferð áfengis bæði meiri og
verri en á þeim stöðum sem hafa
vínveitingaleyfi og þar er 18 ára
aldurstakmark," segir Ríkarður.
Sýslumaður viðurkennir þó að
ákvörðun hans sé á „mjög gráu
svæði“ enda segi lögin aö 16 ára eigi
að hafa aðgang að almennum dans-
Frá Sauöárkróki
Sýslumaöur í Skagafirði hefur nú bannaö börnum aögang aö sveitaböllum ef þau
eru yngri en 18 ára.
leikjum. „Ég benti samkomuhöldur-
um á að hægt væri að kæra þessa
ákvörðun til ráðuneytisins en því
miður hefur það ekki veriö gert mér
vitandi. Ég er ekki síst að reyna að
vekja umtal með þessu,“ segir sýslu-
maður sem starfað hefur í lögregl-
unni í 25 ár. Hann segir að sér hafi
ávallt ofboðið ástandið á þessum
dansleikjum. Éjölmörg dæmi séu
um hörmulegar afleiðingar,
enda sé áfengisneysla gífurleg
og fari vaxandi.
Rekendur félagsheimila í
Skagafirði fullyrða að miklir
fjárhagslegir hagsmunir séu í
húfi, enda eiga Skagfirðingar
metið í „flöskuböllum". Annars
staöar er i flestum tilvikum
búið að færa dansleiki inn á
vínveitingastaði en kollegar
Ríkarðs fylgjast, að sögn hans,
með framgangi málsins i Skaga-
firði.
Starfsfólk Foreldrahússins og
Vímulausrar æsku í Reykjavík
fagnaði viöleitni sýslumanns í
Skagafirði þegar DV innti sam-
tökin viðbragða. Elísa Wium
sagöi að þar sem vitað væri að
áfengi væri haft um hönd á
þessum böllum ætti það sama að
gilda um aldurstakmark og á al-
mennum vínveitingahúsum.
„Ég sé engan mun á þessu tvennu
þannig að ég styð þetta framtak.
Krakkar á landsbyggðinni eiga ekki
að hafa neina sérstöðu í þessum efn-
um,“ sagði Elísa. -BÞ
Gengur vel á grásleppunni:
800 þúsund
króna af laverð-
mæti eftir vikuna
DV, AKRANESI: _____________
Góð veiði hefur verið undanfarna
daga hjá grásleppukörlum sem róið
hafa frá Akranesi og er hinn aldni
grásleppukarl Skarphéðinn Árna-
son, sem er með 300 net, kominn
með yfir 2 tonn af hrognum eftir að-
eins rúmlega vikuveiði.
Menn hafa verið að fá frá 400 til
600 kg af grásleppuhrognum dag eft-
ir dag og eru nokkuð bjartsýnir á
góða grásleppuvertíð. Komið nefur
fram að kaupendur bjóði 40 þúsund
krónur fyrir tunnu af söltuðum
hrognum og samkvæmt því er aíla-
verðmætið í 600 kílóa túr um 230
þúsund krónur. Það er misjafnt hve
langan tíma það tekur fyrir grá-
sleppukarlana að sigla á miöin.
Sumir fara mjög stutt en aörir sigla
í allt að 3 tíma á miðin út af Mýrum.
Ætla má að sumir séu búnir að
þéna hátt í átta hundruð þúsund
krónur eftir aðeins rúma viku á
veiðum. Einn grásleppukarl, sem
DV ræddi við á fóstudag, var þó
ekkert mjög hress. Eftir góða veiði
undanfarna daga væri nú mikið um
þara og var dagsaflinn umræddan
dag aðeins um 250 kg af hrognum
sem gefur eigi að síður drjúgt í aðra
hönd. -DVÓ
DV-MYND DANÍEL V. ÓUFSSON
Gott á grásleppunni
Rauömagi kemur líka í netin hjá grásteppukörium.
Hljómskálagaröurinn
Skátar vilja blása lífi í svæöiö.
Borgarstjórn:
Skemmtigarður í
Hljómskálagarði
- vinstri-grænn á móti
Skátahreyfingin stefnir að því að
opna skemmtigarð í Hljómskálagarð-
inum í sumar og yrði hann starfrækt-
ur frá 22. júní og fram í ágúst. Um-
hverfis- og heilbrigðisnefnd Reykja-
víkurborgar fagnar framtaki skát-
anna og styður það heils hugar, með
einni undantekningu þó. Kolbeinn Ó.
Proppé, sem situr i nefndinni fyrir
hönd R-listans, hefur lýst efasemdum
sínum um ágæti framtaksins en Kol-
beinn er flokksbundinn í Vinstri-
grænum og situr í borgarmálaráði
þess flokks.
„Það er fint að fá líf í Hljómskála-
garðinn en ég held að umrædd starf-
semi henti ekki. Ég er sammála
Garðyrkjustjóra sem hefur bent á
að svæðið sé ekki hentugt fyrir
starfsemi sem þessa. Ég vil láta
kanna málið betur,“ segir Kolbeinn
Ó. Proppé.
Skátarnir hugsa sér skemmti-
garðinn ekki sem eiginlegt tivolí
heldur ætla þeir að koma þar fyrir
alls konar uppblásnum leikföngum,
rennibrautum og öðru sem til fellur.
Skemmtigarðurinn verður einungis
opinn um helgar og tækin fjarlægð
þess á milli. -EIR
Fáskrúösfjöröur:
Hafnarvörðurinn
dró sér fé
Rúmlega sextugur Fáskrúðsfirð-
ingur hefur látið af störfum sem
hafnarvörður á staðnum eftir að
grunsemdir um fjárdrátt í starfi
vöknuöu. Reyndar hefur hafnar-
vörðurinn fyrrverandi legið undir
grun um fjárdrátt frá áramótum en
ekki fyrr en nú að tókst að sanna
fjárdráttinn á hann. Hefur hann
þegar viðurkennt brot sitt aö hluta.
Samkvæmt heimildum DV inn-
heimti hafnarvörðurinn hafnargjöld
af ýmsum fyrirtækjum og féll í þá
gryfju að leggja þau inn á einka-
reikning sinn í banka staðarins.
Umræddur maður hefur gegnt stöðu
hafnarvarðar á Fáskrúösfirði í rúm-
an áratug. Fólst starf hans í að vigta
upp úr smábátum, taka á móti skip-
um, raða þeim við bryggjuna og inn-
heimta hafnargjöld - með fyrr-
greindum afleiðingum. -EIR
Veívóð i kvöld
Léttskýjað sunnanlands
Minnkandi vestanátt og dregur úr éljagangi
norðanlands en léttskýjað um landiö
sunnanvert. Hiti nálægt frostmarki
norðanlands en 2 til 7 stig sunnan til.
'íSSSl
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag I kvöld 21.59 22.02
Sólarupprás á morgun 04.49 04.46
Síödegisflóö 15.36 20.09
Árdegisflóð á morgun 03.52 08.25
SHýrmgar 4 vjgnsfámm
J**- VINDÁTT ^-0 HITI -10’
> VINDSTYRKUR i metrum á sekúndu NFROST HEIÐSKIRT
O o
LéTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ AISKÝJAO
w fW
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA
I W s
ÉUAGANGUR ÞRUMIL SKAF- Þ0KA
VEOUR RENNINGUR
Hálka á heiðum
Nokkuð hefur snjóðaö á heiöar á
Norðvestur- og Vesturlandi. Veriö er að
hreinsa um Holtavöröuheiöi og
Vatnsskarð. Einnig á Suöurlandi austan
Víkur. Hálkublettir eru á heiðum á
Vestfjörðum. Annars eru allir helstu
þjóövegir landsins færir. Víða um land
eru í gildi ásþungatakmarkanir og eru
þær auglýstar við viökomandi vegi.
C=)SNJÓR
mm ÞUNGFÆRT
K ÓFÆRT
Víða léttskýjað
Hæg vestlæg átt. Skýjað aö mestu og síðar súld meö köflum vestanlands
en lengst af léttskýjað annars staöar. Hiti 3 til 9 stig.
Hægar suövestlægar eóa
vestlægar áttlr. Skýjaö og
sums staöar þokuloft
vestan til, yfirleitt
léttskýjaö annars staöar.
Hitl 5 til 12 stig.
Hægar suövestlægar eöa
vestlægar áttlr. Skýjaö aö
mestu vestan tll en
léttskýjaö annars staöar.
Hiti 5 til 12 stig aö
deglnum.
Surrmii
Vindur:
4-7 m/s
Hiti-7° til 15°
Fremur hægar sunnan-
áttir, skýjaö og sums
staöar súld vestanlands en
annars léttskýjaö. Hltl 7 tll
15 stlg, hlýjast t
innsveltum norðaustan tll.
■I. iii iii niiiiiiii.iiii «■ ii;
AKUREYRI skýjaö 1.0
BERGSSTAÐIR rigning og súld 1.7
BOLUNGARVÍK slydda 0.4
EGILSSTAÐIR Egilsstaöir 2.6
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 0.2
KEFLAVÍK hálfskýjaö 3.0
RAUFARHÖFN skúr á síö. klst. 2.1
REYKJAVÍK hálfskýjaö 2.7
STÓRHÖFÐI úrkoma í gr. 2.5
BERGEN alskýjaö 6.3
HELSINKI skýjaö 6.1
KAUPMANNAHÖFN léttskýjað 8.3
ÓSLÓ skýjaö 7.3
STOKKHÓLMUR 7.4
ÞÓRSHÖFN rigning 6.9
ÞRÁNDHEIMUR rigning 6.9
ALGARVE
AMSTERDAM skýjað 8.7
BARCELONA skýjaö 10.8
BERLÍN léttskýjaö 10.2
CHICAGO alskýjaö 21.7
DUBLIN léttskýjað 3.1
HAUFAX skýjaö 5.4
FRANKFURT skýjaö 14.9
HAMBORG léttskýjað 7.7
JAN MAYEN þokumóöa -0.5
LONDON skýjað 7.8
LÚXEMBORG rign. á síö.kl. 12.0
MALLORCA skýjaö 9.6
MONTREAL heiöskírt 17.6
NARSSARSSUAQ
NEW YORK léttskýjaö 22.8
ORLANDO alskýjað 18.9
PARÍS þokumóöa 11.5
VÍN léttskýjaö 15.1
WASHINGTON heiðskírt 15.0
WINNIPEG þoka 8.0
■SRS*XÍ5ISS33CI tSSJtt ftaaapaMKlX.lfli