Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2001, Blaðsíða 11
f 11 m MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2001 I>V Útlönd Spænskur dómari vill að þinghelgi Berlusconis verði aflétt: Skoðar skattamál fjölmiðlakóngsins Spænskur dómari hefur opinber- lega farið fram á það við ítölsk stjórnvöld að þau aflétti þinghelgi fjölmiðlakóngsins Silvios Berlusconis, næsta forsætisráð- herra Ítalíu, ef bandalag mið- og hægriflokkanna fer með sigur af hólmi i þingkosningunum 13. maí. Spænska blaðið E1 Mundo greindi frá þessu í gær. Beiðni dómarans tengist rann- sókn á meintum skattsvikum þar sem spænska sjónvarpsstöðin Tele 5 kemur við sögu. Að sögn spænska blaðsins var beiðninni komið á framfæri við hátt settan embættis- mann í ítalska utanríkisráðuneyt- inu í síðustu viku. Talsmaður utanríkisráðuneytis Italiu gat ekki staðfest fréttina i gær þegar fréttamaður Reuters leitaði eftir því. Stjórnendur Fininvest, fyrir- tækjasamsteypu Berlusconis í Mílanó sem á hluta í Tele 5, gagn- Silvio Berlusconi Forsætisráðherraefni hægrimanna á Ítalíu, sem sætir rannsókn bæði heima og á Spáni, hefur lofað að skapa 1,5 milljónir nýrra starfa. rýndu harðlega tímann sem var val- inn til að leggja fram beiðnina, svona skömmu fyrir kosningarnar. Spænska blaðið sagði í frétt á mánudag frá staðhæfingum um að fé frá Tele 5 hefði verið látið renna til annarra fyrirtækja. Ráðamenn Fininvest vísa öllu slíku á bug. Það er spænski rannsóknardóm- arinn Baltasar Garzon sem óskar eftir því að þinghelgi Berlusconis verði aflétt. Garzon stjórnar rann- sókn á fjármálaumsvifum Berlusconis á Spáni. E1 Mundo sagði að ekki væri bú- ist við svari frá Ítalíu fyrr en eftir kosningarnar. Garzon reynir einnig að fá þing- helgi Berlusconis hjá Evrópuráðinu og Evrópusambandinu aflétt. Berlusconi segir að staðhæfing- arnar um skattsvik á Spáni séu með öllu tilhæfulausar og hann lýsti um- fjöllun spænska dagblaðsins sem stríðsyfirlýsingu. Barist gegn kapítalismanum Fjandmaður auðvaldsins kastar reyksprengju í mótmælaaðgeröunum 1. maí á Oxfordstræti í London. Til ryskinga kom milli fjölmenns lögregluliðs og mðtmælenda á þessari fjölsóttu verslunargötu og um tíma lamaðist öll starfsemi þar. Lögreglan í London hafði mikinn viðbúnað i gær til að átök síðustu ára endurtækju sig ekki. Færeyingar vilja nyjar viðræður um sjálfstæði Lögmaður Færeyja, Anfmn Kalls- berg, hefur farið fram á nýjar við- ræður við Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, um sjálfstæði Færeyja. í bréfi til danska forsætisráðherr- ans leggur lögmaðurinn til að haldnar verði viðræður síðari hluta maímánaðar til að komast að nýju samkomulagi um fjárstuðning og hvemig standa eigi að yfirtöku Fær- eyinga á eigin málaflokkum sem lögþingið hefur ákveðið að verði ekki lengur undir stjórn Dana. Núverandi samningur um fjár- stuðning Danmerkur til Færeyja rennur út í lok þessa árs. Samning- arnir um fjárstuðning, sem nú nem- ur um 10 milljörðum íslenskra króna á ári, hafa hingað til verið gerðir til þriggja ára í mesta lagi. Stóru stjómarandstöðuflokkarnir Poul Nyrup Rasmussen Danski forsætisráðherrann gerir á morgun grein fyrir skoðun sinni á frumvarpi Færeyinga. í Færeyjum, Sambandsflokkurinn og Jafnaðarmannaflokkurinn, eru mótfallnir ákvæði í nýsamþykktu sjálfstæðisfrumvarpi um 3 til 4 milljarða króna lækkun á fjárstuðn- ingnum frá og með byrjun næsta árs. Frá því að Anfinn Kallsberg af- lýsti þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Færeyja og kynnti í stað- inn frumvarpið sem var samþykkt hefur danski forsætisráðherrann verið mjög þögull um nýjustu að- gerðir Færeyinga. Kallsberg aflýsti þjóðaratkvæðagreiðslunni þegar Nyrup ítrekaði þá afstöðu sína að sjálfstæðisferlið hefði í fór með sér fullveldi Færeyja og þar með yrði fjárstuðningnum til Færeyja hætt á fjögurra ára aðlögunartímabili. Hagfræðingar segja það geta haft alvarlegar afleiðingar. 112.428kr, Allt frá ml»IB á tilboði hjá Rekstrarvðrum Söiumenn okkar eru vio símann fra kl. 8-17. Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið i stórverslun okkar a Opið ki. 8-18 a itrarvörur % vinna með þér I mlf V w CsiofíT) Réttarhálsi 2*110 Reykjavlk • Sími 520 6666 Bréfasími 520 6665 • sala@rv.is Austursíöu 2 • 603 Akureyri Sími 464 9000 • Fax 464 9009 Netfang asgeiri@sjofn.is l i í i i J i I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.