Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2001 DV Peres í Washington Utanríkisráöherra ísraels ræöir viö ráöamenn í Washington í dag. Peres hittir Powell og áfram er drepið á Gaza ísraelskir hermenn skutu Palest- ínumann til bana og særðu fjórtán til viðbótar í átökum sem brutust út á Gaza snemma í morgun. Hermenn, með skriðdreka og jarðýtur sér til aðstoðar eyðilögðu bæði íbúðarhús og gripahús Palest- ínumanna þegar þeir réðust inn í flóttamannabúðir í Rafah. Átökin brutust út aðeins nokkrum klukkustundum áður en Shimon Peres utanríkisráðherra ráðgerði að hitta Colin Powell, utan- ríkisráöherra Bandaríkjanna, í Washington. Ráðherramir munu ræða tilraunir bandarískra stjóm- valda til að hafa milligöngu um vopnahléssamkomulag svo binda megi enda á átök undanfarinna sjö mánaða. Wahid minnist varla á ávítur Abdurrahman Wahid Indónesíu- forseti minntist varla á ávíturnar sem þing landsins veitti honum í vikunni þegar hann flutti ávarp til þjóðar sinnar í morgun. Þingið ávítaöi hann öðru sinni vegna tveggja fjármálahneykslismála sem hann er tengdur. Embættismenn og heimildar- menn úr starfsliði forsetans ítrek- uðu í morgun að hann myndi ekki segja af sér embætti. Margir telja hins vegar að hann sé búinn að vera sem forseti. Wahid hefur gegnt emb- ættinu í hálft annað ár. •1 5 exxxotica www.exxx.is GERUM GOTT KYNLÍF BETRA! LANDSINS MESTA ÚRVAL AF UNAÐSTÆKJUM ÁSTARLÍFSINS Barónsstíg 27 - S: 562 7400 KAUP SALA IF iDollar 96,330 96,820 KEjPund 137,900 138,600 8*i jKan. dollar 62,870 63,260 gSlPönskkr. 11,4760 11,5390 hHNorak kr 10,5850 10,6430 fSSænsk kr. 9,3960 9,4480 tfc^Fi. mark 14,4025 14,4891 jFra. franki 13,0547 13,1332 K ÍBolg. franki 2,1228 2,1356 U Sviss. frankl 55,5900 55,8900 BHoII. gylllni 38,8588 39,0923 ”^Þýskt mark 43,7837 44,0468 B tJit. líra 0,04423 0,04449 r 7* :Aust. sch. 6,2232 6,2606 K ÍPort. escudo 0,4271 0,4297 [J’JJSpá. peseti 0,5147 0,5178 | ♦ jjap. yen 0,79030 0,79510 | jirskt pund 108,732 109,385 SDR 122,15000122,8800 EUecu 85,6335 86,1481 Bandaríkjaforseti greinir frá eldflaugavarnahugmyndum: NATO fagnar sam- starfsvilja Bush George W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gær til þess að svokallaður ABM-samningur um fækkun lang- drægra kjarnaflauga yrði lagður á hilluna til að gera Bandaríkjamönn- um kleift að hrinda í framkvæmd eldflaugavamakerfi sem bæði Rússar og Kínverjar eru mjög andsnúnir. ABM-samningurinn hefur verið grundvöllurinn að stöðugleika í kjarnorkumálum milli Rússa og Bandaríkjamanna undanfarna þrjá áratugi. Eldflaugavarnakerfmu er ætlað að verja Bandaríkin og bandamenn þeirra fyrir árásum frá óvinveittum ríkjum eða fyrir kjamorkuflaugum sem hefur verið skotið á loft fyrir misgáning. Bush sagðist ætla að fækka ein- hliða í kjamorkuvopnabúri Banda- ríkjanna. Fréttaskýrendur segja að það komi Rússum til góða þar sem þeir hafi úr litlu að moða við að halda kjamorkuvopnum sínum í horfmu. George W. Bush Bandaríkjaforseti greinir frá hug- myndum sínum um eldflaugavarnir til aö verjast árásum óvinveittra ríkja. Rússar eru ekki hrifnir. „Þessi samningur viðurkennir ekki nútímann eða vísar okkur veg- inn inn í framtíðina. Hann varðveitir fortíðina," sagði Bush sem ætlar að ráðfæra sig við bandamenn sína, svo og Rússa og Kínverja um ABM-samninginn frá árinu 1972. Evrópskir bandamenn og ráða- menn í NATO fögnuðu því að Bush skyldi vilja eiga samvinnu við þá um eldflaugavarnaáætlun sína. Rússar sögðust hins vegar vona að Banda- ríkjamenn myndu ekki varpa ABM- samningnum fyrir róða. Kofi Annan, framkvæmdastjóri S.Þ., tók í sama streng. Rússar, rétt eins og bandamenn Bandaríkjanna, fógnuðu hins vegar yfirlýsingu Bush um einhliða niður- skurð á kjamorkuvopnum. Embættismenn i Moskvu vöruðu þó við nýju vopnakapphlaupi ef Bush léti verða af því að leggja ABM-samn- inginn á hilluna. Júmbódrottningarnar dansa dátt Taílendingar héldu heldur óvenjulega feguröarsamkeppni í dýragaröi suöur af Bangkok i gær þegar fjöldi kvenna keppti um titilinn Ungfrú júmbó. Þar er þaö ekki fingerö feguröin sem ræöur úrslitum heidur keppa stútkurnar um aö vera sem líkastar fílum í öllu tilliti, aö svo mikiu leyti sem kona getur iikst fíl. Stúlkan lengst til hægri varö önnur. Forseti Filippseyja ætlar ekki að setja á herlög Forseti Filippseyja, Gloria Macapagal Arroyo, sem lýsti yfir uppreisnarástandi vegna óeirða og mótmæla gegn stjórninni, lýsti því yfir í morgun að hún ætlaði ekki að setja á herlög. Arroyo lýsti yfir upp- reisnarástandi eftir aö þúsundir stuðningsmanna Josephs Estrada, fyrrverandi forseta Filippseyja, efndu til mótmæla við forsetahöll- ina í gær. Stjórnvöld saka bandamenn Estrada um að hafa æst mannfjöld- ann til að ráðast á höllina. Sagt er að Arroyo hafl notað ástandið til að gefa út handtökuskipun á nokkra helstu stjómarandstæðinga lands- ins. Að því er yfirvöld greindu frá í morgun létu að minnsta kosti fjórir lífið í óeirðunum í gær, þrír mót- mælendur og einn lögreglumaður. Gloria Macapagal Arroyo Ætiar aö endurskoöa afstööu sina haldi óeiröirnar áfram. Arroyo sagði í morgun að hún myndi endurskoða afstöðu sína héldu óeirðirnar áfram. Estrada, sem var fangelsaður í sið- ustu viku vegna ákæm um gífurlega spillingu, var í gær ásamst syni sín- um fluttur frá aðalstöðvum lögregl- unnar utan við Manila í fangelsi í um 60 km fjarlægð frá höfuðborginni. Estrada lýsti yfir andstöðu gegn óeirð- unum en ítrekaði gagnrýni sina á Ar- royo. Sagði hann hana hafa komist til valda vegna brota á stjórnarskránni. Estrada, sem flú ði forsetahöllina í janúar síðastliðnum, heldur þvi fram að hann sé enn forseti landsins. Ar- royo ætlar hins vegar að beita járnaga til þess að halda völdum. Þegar Bandaríkin lýstu yfir stuðningi við stjóm hennar kvaðst hún ekki þurfa að hlaupa til Sáms frænda. Gorbatsjov í 1. maí göngu Mikhail Gorbat- sjov, síðasti leiðtogi <rwé Sovétríkjanna, fór í göngu í gær, 1. maí, í fyrsta sinn frá hruni Sovétríkj- anna. Tók hann þátt í göngu þeirra sem kröfðust betri skilyrða fyrir rússneska verka- menn. Snjókoma á Spáni Maímánuður hófst með óveðri á Spáni. Húsþök fuku og tré rifnuðu upp með rótum í Valencia og víða snjóaði á N-Spáni. Eldsvoði í rússíbana Á sjötta tug manna slasaðist í gær í eldsvoða í rússíbana í skemmti- garðinum Phantasialand utan við Köln í Þýskalandi. ESB-nefnd í N-Kóreu Háttsett nefnd Evrópusambands- ins, undir forystu Görans Perssons, forsætisráðherra Svíþjóðar, kom í morgun til N-Kóru til að fá yfirvöld þar til að hefja á ný friðarviðræður við S-Kóreu. Klansmaöur sekur Félagi í Ku Klux Klan samtökun- um, Thomas Blanton, var í gær fundinn sekur um dráp á fjórum blökkustúlkum í kirkju í Alabama 1963. Blanton var dæmdur í lífstíð- arfangelsi. 50 prósent styðja Blair Horfur eru á yfir- burðasigri Tonys Blairs, forsætisráð- herra Bretlands, i kosningunum í júní. Samkvæmt nýrri könnun nýtur Verkamannaflokkur- inn fylgis 50 pró- senta kjósenda en íhaldsflokkurinn 32 prósenta. Frjálslyndir demókratar hljóta 13 prósent atkvæða. 40 féllu í fangauppreisn 40 fangar létu lífið og 70 særðust í átökum stríðandi fylkinga í fangelsi í Venesúela í gær. Lokkarnir látnir fjúka Nýkjörinn for- sætisráðherra Jap- ans, Junichiro Koizumi, hleypti hárskera í ljóns- makkann á sér og þar með hurfu permanentlokkarn- ir sem aflað höfðu Koizumi frægðar. Haft er eftir fjár- málaráðherra Japans, Masajuro Shiokawa, í dagblaði að forsætisráð- herrann hefði litið betur út með úfna lokkaflóðið. Dingóhundum slátrað Slátrun dingóhunda nálægt ibúðabyggð á Frasereyju undan strönd Ástralíu hófst í morgun eftir að tveir villtir hundar höfðu drepið níu ára dreng. Dingóhundarnir á Frasereyju eru friðaðir. Powell heitir stuðningi Colin Powell, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, hefur heitið Tra- jkovski Makedóníuforseta aðstoð við pólítíska lausn á deilunum við albanska skæruliða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.