Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2001, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2001 Akureyri - Norðurland_______________________________________________________________________________________DV Flótti úr almennri heilsugæslu: w Engan heimilislækni að fá á Akureyri - 30 lækna vantar á höfuðborgarsvæðið miðað við fólksfjölda Pétur Pétursson. Þeir sem flytjast til Ak- ureyrar þessa dagana fá þær upplýsingar hjá Heilsugæslu- stöð bæjarins að ekki sé hægt að fá heimilis- lækni. Undir- mönnun er sögð skýringin. Alla jafna hafa 11 læknar starfað á stöðinni en vegna lítils áhuga lækna á heilsugæslustörfum hefur vant- að einn lækni um rúmlega eins árs skeið. Á sama tíma hefur mikil aukning orðið í þjónustu þannig að álagið er mikið á þá tíu sem eftir eru. Stofuviðtölum á Akur- eyri fjölgaði um 13,5% milli ár- anna 1999 og 2000 og til að mæta þessu er minna um vitjanir en tíðkaðist. Pétur Pétursson er yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar á Akur- Frá Akureyri Aila jafna hafa 11 læknar starfaö á stööinni en vegna lítils áhuga lækna á heilsugæslu- störfum hefur vantaö einn lækni um rúmlega eins árs skeiö. eyri. „Já, það má segja að það sé fréttnæmt ástand að ekki sé hægt að fá nýja heimilislækna á Akureyri," segir Pétur. „Það er búið að fylla hjá öllum en við hjálpumst að fyrir þá sem eru heimilislæknislausir og ég vona að þetta verði ekki svona til langframa.“ Ástandið á Akureyri er ekkert einsdæmi þótt þetta sé í fyrsta skipti sem erfíð- lega gengur að manna stöð- ina þar. Pétur nefnir sem dæmi að miðað við fólks- fjölda vanti um 30 heimilis- lækna á Reykjavíkursvæð- inu. „Þetta er til marks um flóttann úr heilsugæsl- unni.“ Pétur segist vonast til að læknar fáist frá útlöndum í íslenska heilsugæslu en. skýringar séu fjölmargar á áhugaleysi lækna í al- mennar heimilislækning- ar. Sem dæmi megi nefna tilteknar ákvarðanir heil- brigðisyfirvalda og eins séu kröfur og væntingar til starfsins aðrar í dag en Þær breytingar sem orðið voru. hafa geri starfið siður áhugavert. -BÞ Fyrsta framleiðslan frá kjúklingabúi íslandsfugls í Dalvíkurbyggð á markað í júlí: Samkeppnin á eftir að aukast verulega - segir Auðbjörn Kristinsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Viö Ytra-Hvarf sunnan Dalvíkur - er aö rísa stærsta kjúklingaeldishús landsins. Kaupfélag Þlngeyinga - vill sameinast KEA KÞ í erfiðleikum: Óskað eftir viðræðum Kaupfélag Þingeyinga lenti í greiðsluþroti árið 1997 og í kjölfarið fór félagið í gegnum nauðasamninga þar sem kröfuhafar sættust á að fá greidd 78% af kröfunum en skuldir námu nokkrum hundruðum milljóna króna. Erlingur Teitsson, bóndi á Brún í Reykjadal, formaður stjórnar KÞ, segir að stjórnin hafi óskað eftir viðræðum við stjórn Kaupfélags Ey- firðinga um nauðasamninginn og hins vegar um hugsanlega samein- ingu kaupfélaganna. KEA hefur yfir- tekið alia starfsemi KÞ, s.s. kjöt- vinnslu með stofnun Norðlenska og mjólkurstöð með stofnun Norður- mjólkur og á Húsavík eru reknar tvær verslanir á vegum Matbæjar, Strax og Úrvals. Erlingur Teitsson er stjómarmaður í Norðlenska og Norð- urmjólk svo samstarf kaupfélaganna er þegar mjög víðtækt. „Það er erfiðleikum háð að standa við nauðasamninginn innan þeirra tímamarka sem tiltekin eru í samn- ingnum því að þó nokkuð sem Kaup- félag Þingeyinga á útistandandi er á skuldabréfum til lengri tíma. Sam- eining við KEA væri ekki endilega lausn á þeim þrengingum sem við erum í en hins vegar er það ljóst að Kaupfélag Eyfirðinga hefur komið hér inn á okkar félagssvæði með sinn rekstur með því m.a. að kaupa atvinnurekstur sem var hér fyrir eins og kunnugt er. Það er því hugs- anlega rétt í stöðunni að heimamenn sameinist um það að félagið samein- ist KEA til þess að innsigla þá stað- reynd að þessar breytingar hafa átt sér stað,“ segir Erlingur Teitsson. Erlingur segir að þessi ósk stjómar KÞ sé alls ekki sett fram nú í ljósi þess að aðalfundur KEA er haldinn á laugardaginn í Verkmenntaskólanum á Akureyri og þar með kunni þetta mál að koma þar til umræðu. -GG DV, AKUREYRI:_____ „Við miðum við að hefja slátrun um miðjan júlí- mánuð eða síðari hluta þess mánað- ar og framleiðslan kemur þá strax á markaðinn. Við ætlum okkur 3-4 mánuði að komast í þá framleiðslu sem við ætlum okk- ur fyrsta árið og það verður því strax á þessu ári sem allt verður komið á fulla ferð,“ segir Auðbjöm Kristinsson, framkvæmdastjóri ís- landsfugls í Dalvíkurbyggð. Fyrir- tækið hóf formlega starfsemi í byrj- un febrúar með komu 3000 hæna og 350 hana i varpstöð fyrirtækisins á Árskógsströnd en þá hafði verið unnið að stofnun fyrirtækisins í um eitt ár. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Dalvík, varpstöð á Árskógsströnd, kjúklingaeldishús er í byggingu í landi Ytra-Holts skammt sunnar Dalvíkur og á Dalvík verða slátur- hús og afurðavinnsla. Helstu eig- endur íslandsfugls eru Auðbjörn Kristinsson sem á 38% hlut í fyrir- tækinu, Samherji með 20% og 6 ein- staklingar sem eiga á bilinu 4-10%.. Kjúklingaeldishúsið í landi Ytra- DV, AKUREVRI:_______________________ „Það er áformað að búa til hrika- lega stóran stökkpall í miðbæ Ólafs- fjarðar, snjónum úr keppnisbraut- inni í alþjóðlega vélsleðamótinu verður ýtt saman og útbúinn pallur sem gefur möguleika á um 100 metra stökkum á vélsleðum. Þetta er eitt- hvað sem aldrei hefur sést hér á landi áður,“ segir Marinó Sveinsson, forkólfur vélsleðamanna í Eyjafirði, en þangað er væntanlegur í vikunni hópurinn „Slednecks" frá Banda- ríkjunum. Holts skammt sunnan Dalvíkur er í byggingu þessa dagana og verður fullbúið á næstu vikum. Þar er um að ræða stærsta eldishús landsins sem verður um 3500 fermetrar að stærð og fyrstu ungarnir verða teknir þangað inn um mánaðamótin maí-júní. Eldi fuglanna mun taka á bilinu 38-42 sólarhringa áður en þeir ná slátursstærð. Áætlanir fyrir- tækisins miðast við 6-700 tonna árs- „Þetta er hópur frá Fox-kvik- myndaverinu sem framleiðir sjón- varps- og myndbandaefni um vélsleðaakstur og tekur upp alls kyns atburði sem tengjast áhættu- akstri á sleðunum. Hópurinn hefur ferðast víða um heiminn og tekið upp efni sem síðan hefur m.a. verið selt á myndböndum og þetta er mjög vinsælt efni. Þetta snýst fyrst og fremst um áhættuatriði og myndirn- ar eru jöfnum höndum teknar úti í náttúrunni eða við tilbúnar aðstæð- ur eins og verða settar upp í Ólafs- framleiðslu fyrsta árið og verður nánast öll framleiðslan ferskvara og verður byggt á fjölbreyttum afurð- um. í dag eru framleidd á fjórða þúsund tonn af kjúklingakjöti hér á landi, neyslan hefur aukist um 10-15% á ári undanfarið og bendir flest til að sú þróun haldi áfram á næstu árum. Reykjagarður hefur verið stærsti framleiðandinn með um 1300 tonna ársframleiðslu. firði,“ segir Marinó Sveinsson. Hann segir að hópurinn muni dvelja hér á landi í tvær vikur og á þeim tíma séu fyrirhugaðar ýmsar uppákomur sem festar verða á filmu, auk þess sem heimamenn munu fara í sleðaferðir með' hópnum og kynna honum aðstæður til vélsleðaaksturs í íslenskri náttúru. „ísland verður hluti f nýrri myndbandsspólu sem gefin verður út um vélslaðaakstur og þetta er heilmikil kynning fyrir ís- land og á eftir að vekja athygli víða um heim,“ segir Marinó. -gk Auöbjörn Kristlnsson. Áhættumyndamenn Slednecks hér á landi: 100 metra vélsleðastökk Siegist um Halldór í heita pottinum ræða menn vítt og breitt um framboðsmái flokkanna fyr- ir næstu kosningar enda eru þing- menn hinna ýmsu flokka nú í miklum þreifmgum um fram- boðsmál sín. Nú snýst málið ekki ein- göngu um í hvaða sætum menn lenda á lista heldur líka í hvaða kjördæmi þeir eigi að fara fram en kjördæmabreyt- ingin hefur greininlega sett allt af stað f þeim efnum. 1 Framsókn er mikill slagur um hvort Halldór Ásgrímsson eigi heldur að fara til Reykjavíkur í framboð eða vera áfram i sínu gamla kjördæmi sem þá yrði Norðausturkjör- dæmi. Áhrifamiklir aðilar í báðum kjördæmum leggja mikið upp úr því að fá Halldór til sin... Kristinn suður? En það eru fleiri sem blanda sér í umræðuna um að fara í framboð í Reykajvík. Kristinn H. Gunnarsson , hefur verið að þreifa fyrir sér um fram- boð í öðru hvoru Reykjavíkurkjör- dæminu en hann er sem kunnugt er þing- i maður flokksins á Vestfjörðum. Þessar j þreifingar hafa fallið í misjafnlega góðan jarðveg og t.d. hef- ur Vigdís Hauksdóttir, framsóknar- kona í Reykjavík, sem sjálf hefur gælt við frama á listum reykvískra fram- sóknarmanna, tekið þetta óstinnt upp. Á vefnum Hriflu segir hún m.a. að sókn Kristins í þingsæti í Reykjavík sé skrýtin, ekki síst i ljós þess að hann sé talsmaður landsbyggðarinnar en Kristinn er sem kunnugt er for- maðúr Byggðastofnunar. Vigdís segir m.a.: „Hvaða erindi á hann þá til Reykjavíkur, þar sem eru og verða alltaf aðrar áherslur? Hvernig ætla menn sfðan að halda uppi byggða- stefnu og biðja fólk að búa áfram úti á landi og jafnvel að biðja fólk að flytja út á land, þegar þeir eru sjálfir á flótta til höfuðborgarinnar. Hvaða skilaboð eru þetta til landsbyggðarinnar?“... Stólaskipti í pottinum tóku menn eftir því að Davíð Oddsson hélt á lífl umræðunni um stólaskipti í rikisstjórninni um mitt kjörtímabil í, viðtölum i tilefni 10 I ára valdaafmælis [ hans. Með það í huga að Davíð talar ekki um svona hluti án [ þess að eitthvað sé [ þar að baki hafa [ menn velt fyrir sér hver þessi umskipti kunni að verða. Sú kenning sem mestrar hylli nýtur þessa dagana er að Davíð sé að boða brotthvarf Björns Bjarnasonar úr ríkisstjórninni og að Björn muni snúa sér að borgarmálunum. Hann muni taka það að sér í fullu starfi að leiða sjálfstæðismenn til öndvegis i ráðhús- inu á ný... Páll að hætta? Og talandi um breytingar á ríkis- stjóminni þá er nú almælt í heita pott- inum að framsóknarmenn séu ekki af baki dottnir í stóla- I skiptadeildinni og I skammt kunni að ! verða stórra högga á milli í þeim efnum. Nú er fullyrt að Páll Pétursson sé til við- tals um að hætta sem félagsmálaráðherra og geti vel hugsað sér að víkja fyrir ein- hverjum félaga sínum. Hafa menn ým- islegt til marks um þetta, eins og t.d. að Páll hefur lagt áherslu á að flýta ýmsum málum í þinginu sem hann leggur mikið upp úr að fái afgreiðslu á meðan hann er i ráðherrastóli. Meðal þess sem nefnt er í þeim efnum er flutningur málefna fatlaðra til sveitar- félaga. 1 pottinum segja menn hins vegar að aðeins eitt standi í vegi fyrir því að þetta gangi upp. Það er að for- usta Framsóknar vill að Páll hætti al- veg, þ.e. bæði sem ráðherra og þing- maður, ef hann hætti á annað borð, en Páll vilji vera áfram þingmaður!...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.