Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2001, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2001 Fréttir DV Áminning heilbrigðiseftirlits vegna daggæslu barna á einkaheimili í Breiðholti: Nítján börn í 25 fermetra rými - útileiksvæðið „moldarflag“ og teppi „gömul og óhrein“ Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur áminnt tvo einstaklinga sem reka sameiginlega daggæslu á einkaheimili í Breiðholti. Við eftir- lit reyndust 19 böm í gæslu, en starfsleyfi gerir ráð fyrir 10 böm- um að hámarki. Ella ber að sækja um leyfi til leikskólareksturs. Hef- ur heilbrigðiseftirlitið krafist þess að starfsemin verði nú þegar færð í það horf sem starfsleyfi gerir ráð fyrir og verði innan ramma þess í framtíðinni. Áminning heilbrigðis- eftirlitsins hefur veriö kynnt á fundi umhverfis- og heilbrigðis- nefndar Reykjavíkur. í áminningarbréfi heilbrigðiseft- irlitsins til rekstraraðila umræddr- ar daggæslu voru einnig gerðar at- hugasemdir og kröfur varðandi hús- næði. Þar segir m.a. „Gangur og hol mældist 25 fermetrar. Þetta er að sögn þaö rými sem notað er sem leikaðstaða. Þegar eftirlit fór fram voru þar 18 börn en eitt barn var sofandi í barnavagni á lóð. Sam- kvæmt reglum um dagvistun 6-10 bama á einkaheimilum, samþykkt- um af Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur þann 1. september 1995, skal leik- svæði fyrir hvert bam vera 3,5 fer- metra gólfflötur.... Vakin er athygli á að þegar eftirlit vegna útgáfu starfsleyfis fór fram áætlaði leyfis- hafi að nýta stærri hluta húsnæðis- ins fyrir starfsemina. Nauðsynlegt er að nú þegar verið aukið rými tek- ið til afnota fyrir börnin í samræmi við ofangreindar kröfur, að lág- marki 35 fermetrar miðað við tíu börn.“ Þá gerði heilbrigðiseftirlitið at- hugasemdir við „gömul og óhrein teppi“ á holi og gangi. Einnig að lóð sem væri notuð sem leiksvæði barn- anna sé „ófrágengið moldarílag." Jámstigi sem liggi frá gangstétt nið- ur á lóðina sé „slysagildra og afar hættulegur litlum bömum“. Nú þeg- ar skuli hætta að nota lóðina sem leiksvæði fyrir börnin, þar til frá- gangi hennar og slysavömum hafi verið sinnt. Þá sé stigi frá 1. hæð niður í kjallara hættulegur þar sem ekkert handrið sé til staðar. Þegar skuli bæta úr því. Heilbrigðiseftirlitið mun fylgja því stranglega eftir að farið verði að kröfum þess um úrbætur. -JSS Blönduós: Slagsmál í heimahúsi Hörð slagsmál brutust út á Blönduósi aðfaranótt sunnudagsins. Svo virðist sem hópur aðkomu- manna hafi átt ýmislegt vantalað við ungan mann sem var ásamt fá- einum kunningjum staddur á heim- ili sínu í bænum. Heimildir blaðs- ins herma að tvívegis hafi skorist í odda milli mannanna og lögregla verið kvödd á staðinn í bæði skipt- in. 1 fyrra skiptið hafi ekkert orðið úr átökum en síðar um kvöldið, þeg- ar mennirnir knúðu aftur dyra hjá unga manninum, brutust út mikil slagsmál. Lögreglan á Blönduósi kom á staðinn skömmu síðar og tókst aö stilla til friöar. Enginn var handtek- inn vegna málsins og að sögn lög- reglu tvístraöist hópurinn og fór hver til síns heima. Húsráðandi og félagi hans urðu fyrir minni háttar meiðslum og hefur annar þeirra lagt fram kæru vegna líkamsárásar. Lögreglan hefur kæruna nú til með- ferðar. -aþ 1. maí Milli fimm og sex þúsund manns tóku þátt fyrsta maí göngunni í Reykjavík í gær. Ræöumenn dagsins voru Ögmundur Jónasson alþingismaöur og Guömundur Gunnarsson, formaöur Rafiönaöarsambandsins. Göngumenn létu veöriö ekki aftra sér og báru spjöld til aö minna á kröfu sínar um hærri laun og jafnari kjör í landinu. Hvítasunnukirkjan í sárum vegna Thermo Plus: Trúverðugleiki okkar sem predikara er algjörlega horfinn - fundað verður um helgina, segir Snorri Óskarsson Snorri Óskarsson, safnaðarhirðir söfnuðimir séu i sárum vegna undan- Hvítasunnukirkjunnar í Vestmanna- genginna atburða í tengslum við eyjum, segir erfitt að segja annað en gjaldþrot Thermo Plus í Keflavík. Snorri Óskarsson. DV-MYND EINAR ORN Buena Vista Social Club í Laugardalshöll Þaö fór fiöringur um þann mikla fjölda áhorfenda sem lagöi leiö sína í Laug- ardalshöll á mánudagskvöld og í gærdag þegar öldungarnir í Buena Vista Social Club stigu á sviöiö og tóku kúbverska sveiflu af miklum eldmóöi. Eftir því sem leiö á tónleikana varö andrúmsloftiö rafmagnaöra og fór svo aö í lok- in gátu sumir ekki stillt sig um aö taka sporið. Á myndinni er ein af stjörnun- um, söngvarinn Ibrahim Ferrer, aö taka í hönd á aödáendum. Eins og ítrekað hefur komið fram í DV hafði Hinrik Þorsteinsson, for- stöðumaður safnað- arins í Kirkjulækjar- koti, bein afskipti af starfsemi fyrirtækis- ins, m.a. sem stjóm- arformaður og með því að selja hluta- bréf í nafni fyrir- tækisins sem fjöldi manns hefur nú tapað stórum upphæðum á. Trúverðugleiki horfinn „Við lítum þetta auðvitað grafalvar- legum augum þvi þetta gerir það að verkum að trúverðugleiki okkar sem predikara er algjörlega horfmn," seg- ir Snorri Óskarsson. Hann segir hina einstöku söfnuði í raun lítið geta gert í málinu. Hver söfnuður velji sér for- stöðumann og engin yfirstjóm sé yfir söfnuðunum í heild, líkt og gerist með biskupsembætti þjóðkirkjunnar. Þeg- ar atvik sem þessi koma upp á þá er þaö í raun komið undir forstöðu- manninum sjálfum hvort hann segir upp starfi sínu eða þá að viðkomandi safnaðarstjórn segi af sér. Aðrir söfn- uðir Hvítasunnukirkjunnar geta lítið gert annað en koma með ábendingar eða ályktanir. Fundur á laugardaginn Sumir safnaðarmeðlima hafa tekið eindregna afstöðu með Hinriki í mál- inu en aðrir vilja að söfnuðurinn geri hreint fyrir sínum dyrum. Snorri seg- ir að meðlimir safnaðanna hafi verið að hringja sig saman til fundar á laug- ardaginn. Þeim sem tekið hafa þátt í hlutafjárkaupum í Thermo Plus hefur veriö bent á að lýsa sig vanhæfa til að fjalla um málið og vonast menn til að þannig verði komist hjá árekstrum í væntanlegum umræðum. „Þetta er allt spuming um trúverð- ugíeika," segir Snorri Óskarsson sem er nú á fórum frá Vestmannaeyjum. Hann hættir sem safnaðarhirðir þar í bæ 30. júní og flytur á eftir konu sinni til Akureyrar. Þar mun hann hverfa til starfa við grunnskólakennslu. -HKr. Landlækni stefnt Kona hefur stefnt i Landlækni fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar. Hún hafði óskað eftir því að upplýsingar um lát- inn föður hennar færu ekki í miðlæg- an gagnagrunn á I heilbrigðissviði. Þeirri beiðni hafnaði landlæknir. Tiu frávísanir frá gildistöku Sýslumaðurinn á Keflavíkurflug- velli, sem sér um landamæraeftirlit, hefur vísað tíu einstaklingum frá landi síðan Schengen-samstarfið hófst 25. mars síðastliðinn. Fréttablaðið greindi frá. Nær 7% bensínhækkun Verð á bensíni hækkaði í gær, 1. maí, um 6 krónur og 60 aura á lítrann eða um tæp 7%; og kostar 95 oktana bensín. nú 102 krónur og 90 aura lítr- inn. Ej|Mlolía hækkar um 3 krónur og 90 agrajlítrinn og kostar nú 50 krónur og 60 áura. Hækkunin á bensínverð- inu samsvarar 1.650 miljóna króna kostnaðarauka á ári fyrir bíleigendur. íslensk verðbréf í kröggum Fjármálaeftirlitið bannaði kaup Líf- eyrissjóðs Norðurlands á 50% hlut í islenskum verðbréfum i lok mars sl. íslensk verðbréf voru rekin með 51 milljónar króna tapi á síðasta ári og fóru forsvarsmenn fyrirtækisins að leita leiða til að styrkja rekstrar- grundvöllinn. Grænmetisnefnd með tillögur Verð á innfluttu grænmeti og ávöxtum gæti lækkað verulega nái til- lögur Grænmetisnefndarinnar svokölluðu fram að ganga. Nefndin hefur sent landbúnaðarráðherra áfangatillögu í 6 liðum til að bregðast við tollum og verði á grænmeti og ávöxtum. Leigja Litluá í 10 ár Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður og Erling Ingvason, tannlæknir á Akur- eyri, hafa tekið Litluá í Kelduhverfi á leigu í 10 ár og hyggjast byggja sjó- birtingsstofninn þar upp með aðferðum sem hingað til hafa aðeins verið reyndar i laxveiðiám hér- lendis. RÚV greindi frá. Með þrlðjung karfakvótans Grandi hf. og Samherji hf. eru með rúman þriðjung úthafskarfakvótans á vertíðinni sem nú er hafin. Alls eru þessar tvær útgerðir með tæplega 15.700 tonna kvóta en heildarkvótinn á vertíðinni er samtals 45.000 tonn. InterSeafood.com greindi frá. Tryggingamál í ólestri Tryggingasamn- ingar lögreglumanna ] áttu að renna út á I miðnætti í fyrrinótt. Landssamband lög-1 reglumanna ákvað hins vegar að gang-1 ast í ábyrgð fyrir tryggingunum í mánuð í viðbót og ræða framhaldið við dómsmálaráðuneytið í vikunni. Haldiö til haga Rúnar Gíslason héraðsdýralæknir vill taka fram vegna greinar um Borg- arnesfundinn um lyfiareglugerð: í greininni segir orðrétt: „I dag eru fiórar af hverjum tíu kúm ónæmar fyrir sýklalyfium". Á fundinum var ekki verið að tala um ónæmi gegn sýklalyfium almennt heldur ónæmi gegn einfóldu penici ini. Júgurbólgugerlar eru mun nær ari fyrir öðrum algengum júgurbólg lyfium, t.d. er næmi gegn penicillinc brigðinu cloxacillin 99,8%“. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.