Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2001, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2001
Skoðun H>'V
Á Davíð Oddsson að sitja
í tíu ár í viðbót?
Framkvæmda-
Rúdólf Pálsson
Nei, þaö á aö setja hann í bönd.
Guójón Bogason
Aö minnsta kosti næstu sex ár því
hann hefur staöiö sig vel.
Gísli Óskarsson
Já, alveg eins.
Ágústa Þorvaldsdóttir
Mér er alveg sama hvort hann situr
áfram eöa ekki.
Guðjón Björn Eiríksson
Nei, hann á ekki aö sitja í tíu
ár í viöbót.
sjóður fatlaðra
Fatlaöir á Alþingi
Fylgst meö umræöum.
Framkvæmda-
sjóður fatlaðra
hefur við lýði ver-
ið allt frá árinu
1983 en átti sér
forvera í Fram-
kvæmdasjóði
þroskaheftra og
öryrkja frá árs-
byrjun 1980. Stoð
fyrrv. framkvæmda- á hann sér í lög-
þar til um síðustu áramót alltrygga
fjárhagsstoð þar sem óskertar tekj-
ur Erfðafjársjóðs áttu að renna til
sjóðsins.
Sú lagastoö var afnumin með lög-
um frá Alþingi sem tóku gildi um
síðustu áramót og voru afgreidd rétt
fyrir síðustu jól sem eins konar jóla-
gjöf til fatlaðra og nú fara tekjur
Erfðafjársjóðs beint í ríkissjóð og
fjárlögin ein ráða. Afsökun þessa af-
náms var einfaldlega sú af hálfu lög-
gjafans að sjóðurinn hefði svo lengi
verið skertur með bandorminum
svokallaða, þrátt fyrir lögin um
málefni fatlaðra og ákvæði morgun-
ljós þar, að það væri nánast guðs-
þakkarvert að afnema lagaákvæðið
algjörlega í eitt skipti fyrir öll.
Vissulega hefur Framkvæmda-
sjóður fatlaðra verið skertur i sívax-
andi mæli og svo var komið að að-
eins um 40% lögboðinna framlaga
var skilað en málið var þó að alltaf
áður var hægt að sækja á grundvelli
lagaákvæöisins og óneitanlega kom
það fyrir að til móts við hagsmuna-
samtökin var komið með auknum
framlögum. Þannig sá núverandi fé-
lagsmálaráðherra fyrir því að sjóð-
urinn fengi til sín andvirði þess arfs
sem rann óskiptur í Erfðafjársjóð og
það voru á hverju ári allgóðar upp-
hæðir.
Of margir
Hlldur Kristjánsdóttir
skrífar:
Tímabær frétt í DV sl. fóstudag,
af konu sem sögð er búa í bíl í
Breiðholti, minnir mann á að þörf
er á að endurskoða hverjir það eru
í raun sem njóta aðstoðar. Það eru
margir sem ekki huga að því að fé-
lagsleg aðstoð er mjög kostnaðar-
samur þáttur í útgjöldum borgar-
innar og ekki síður ríkisins. Ég
spyr sjálfa mig hvort kona sú sem
um er getið í fréttinni í DV og leig-
ir út íbúð sína þurfi á félagslegri að-
stoð að halda. Þess er ekki getið
hvaö amar að konunni eða hvers
vegna hún er ekki í fullu starfi en
„Einstaklega gáfuleg
athugasemd kom reyndar
fram á fundinum um hvort
okkur vœri ekki sama þótt
ákvœðið um fjárhagslegan
grunn sjóðsins vœri afmáð
með öllu, úr því að menn
hefðu ár eftir ár brotið
þetta sama ákvœði. “
Með lagabreytingunni nú um ára-
mótin var skrúfað endanlega fyrir
þessa viðbót og áreiðanlega með
fullvissu þeirra sem að stóðu. Þegar
við inntum eftir þessu sérstaklega
varð fátt um svör og þó látið í veðri
vaka að svo myndi ekki fara sem
raun hefur nú borið vitni og skal
því ekki trúað að um tóm látalæti
hafi verið að ræða. Einstaklega
gáfuleg athugasemd kom reyndar
fram á fundinum um hvort okkur
væri ekki sama þótt ákvæðið um
fjárhagslegan grunn sjóðsins væri
afmáð með öllu, úr því að menn
hefðu ár eftir ár brotið þetta sama
ákvæði. - Bezt að hafa ekki fleiri
orð um slíka röksemdafærslu.
En aðalatriðið er þó það, að nú er
ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs
fatlaðra minna en nokkru sinni og
það bitnar m.a. á alls ófullnægjandi
framlögum til aðgengismála, tU við-
halds húseigna, til framlags vegna
félagslegra íbúða, til brýnna fram-
kvæmda félagasamtaka til hagsbóta
fyrir fatlaða, og auðvitað til að
sinna hinum fjölmörgu þörfu erind-
um sem sjóðnum ber lagaleg skylda
til að styrkja.
á félagslegri aðstoð
„Mér er sagt af kunnugum
þessum málum að mjög
stór hópur þiggjenda
félagslegrar aðstoðar sé
vinnufœr og geti sinnt
ýmsum verkefnum ef
gengið vœri fast eftir. “
fer á krána á kvöldin sér til upplyft-
ingar.
En burtséð frá þessu einstaka
dæmi, sem þó lýsir ástandinu i þess-
um málum glöggt, þá er enginn vafi
á því í mínum huga, að allt of marg-
ir eru komnir upp á félagslega aö-
stoð í Reykjavík. Mér er sagt af
kunnugum þessum málum að mjög
stór hópur þiggjenda félagslegrar
aðstoðar sé vinnufær og geti sinnt
ýmsum verkefnum ef gengið væri
fast eftir.
Það er ekki nema eðlilegt og sjálf-
sagt að þessi mál verði skoðuð ofan
í kjölinn og reynt að grynna á hinni
opinberu aðstoð eins og mögulegt
er. Málið er hins vegar það í dag að
margir stæra sig af því að geta kom-
ist á opinberu aðstoðina án þess að
vera þurfandi fyrir hana. Og það er
óþolandi fyrir hinn almenna skatt-
greiðanda.
Foringinn og fuglarnir
Vorið kemur Garra alltaf jafnmikið á óvart.
Það er eins og vetrinum takist að sveipa hugann
gleymsku alls þess fagra sem birtist okkur þegar
lífið tekur vorkippinn; grasið grænkar og fugl-
arnir fara að syngja. Garri elskar vorið. Sjálfur
springur hann út eins og blóm þegar sól hækkar
á lofti og allt með kossi vekur. Þá leggst Garri
gjarnan i laut og hlustar á nið eilífðarinnar í
fuglasöng og hljóöu logni. Hrossagaukurinn gef-
ur góðri djasssveit ekkert eftir þegar hann byrj-
ar og spóinn vellur með. Á milli atriða syngur
lóan sitt dirrindí. Þá grætur Garri gjaman. Af
gleði yfir því að vera til.
Keimur af vori
Garri lá daglangt í laut á dögunum og var
grátbólginn þegar hann loks kom heim með gras-
ið í skónum og gleðina í farteskinu. Hann átti
vart orö til að lýsa dásemd vorsins. Þakklátur
guði fyrir að taka sig með í reikninginn þegar
sköpunarverkið var fullkomnað I árdaga. í út-
varpinu heyrði hann forsætisráðherra tala um 10
ára valdaafmæli sitt og rödd hans rann áreynslu-
laust inn í vorsinfóníuna sem enn ómaði í höföi
Garra. Rödd Davíðs bar keim af vori. Hugsun
hans lika.
Davíð var tíðrætt um að sjálfur hefði hann
ekki fæðst með silfurskeið í munni og völdin
hefðu ekki borist áreynslulaust í fang hans.
Garri var honum hjartanlega sammála. Hann
veit sem var að Davíð er sonur einstæðrar móð-
ur og ólst upp hjá afa sínum og ömmu á Selfossi.
Ekki að það sé svo slæmt í sjálfu sér. En á Sel-
fossi hafa aldrei verið til silfurskeiðar. í lífi for-
sætisráðherrans hefur rikt haust og vetur eins
og í náttúrunni en vorið kom til hans eins og
annarra fyrr en varði. Og nú er sumar hjá Davíð
Oddssyni. Búinn að slá öll fyrri valdamet og sit-
ur sem fastast og öruggari en nokkru sinni fyrr.
Samhljómur
Það er full ástæða til að gleðjast á þessu fyrsta
vori nýrrar aldar. Við eigum forsætisráöherra
sem syngur eins og fugl og vekur okkur bjart-
sýni líkt og söngur þeirra málleysingja sem
skreyta þúfur og börð og sjálfan himininn þegar
öllu er blakað. Davið er eins og hluti af náttúr-
unni og örugglega hluti af þjóðarsálinni og
hjarta íslensku þjóðarinnar sem slær í takt við
söng formannsins þegar hann dásamar lífið í
landinu. Og það með réttu á 10 ára valdaafmæli
sínu þegar voriö lætur enn og aftur á sér kræla
með fyrirheit um gott og fallegt líf. Samhljómur-
inn er góður. Þegar orð forsætisráðherrans og
vorsöngur fuglanna renna saman i eitt þarf eng-
inn að örvænta. Við ættum að óska sjálfum okk-
ur til hamingju með Davíð og fuglana. Megi þeir
syngja sem lengst fyrir
okkur hin. G3ITÍ
I sól og sælu
- Milljónirnar hlusta ekki á hrakspárnar.
Allir í sólbödin
Gísli Einarsson skrifar:
Mikið er reynt að halda því að fólki
að sól og sólböð geti verið hættuleg.
Og að mikil útivera í sól sé skaðleg
húðinni. Hvað um allar milljónirnar
sem búa við eilífa sól og sólskin?
Hvað sem þessu líður linnir ekki
ásókninni í sólina, sjóinn og sólböðin,
bæði norðarlega og sunnarlega á
hnettinum. Ég fullyrði að það er hollt
að vera sólbrúnn og sællegur og þess
vegna virða milljónirnar líka tuðið í
spámönnunum um húðkrabbann og
sólarexemið að vettugi. Of mikið má
jú af öllu gera en flestir fmna líka
hvað þeim hentar mikið af sólinni og
draga sig í hlé þegar gott þykir.
Hvaö er nauögun?
Herdis Jónsdóttir skrifar:
Þessa vikuna hefur verið frétt í
blöðum landsins um kynferðisafbrota-
mann sem fékk sýknun af ákæru um
fjölda alvarlegra og grófra brota gagn-
vart ungum frænda sínum sem áttu
sér síðast stað fyrir 15 árum. Það sem
vekur manni óhug er að í þessu þjóð-
félagi komast menn upp með ógeðs-
lega glæpi þrátt fyrir játningar en
fyrrnefndur brotamaður játaði allt. Ef
karlmaður nauðgar dreng eða áreitir
kynferðislega fær hann 6 ár en 14 ár
ef naugðun með gagnstæðu kyni á sér
stað! Það er auðvitað mun alvarlegra
- eða hvað, að nauðga 6 ára stúlku en
dreng? Spyr sá sem ekki veit. At-
hyglisvert er .að mun meira og ítarleg-
ar er skrifað um líðan ákæranda en
þolanda. - I von um betri framtíð hjá
dómstólum landsins.
Misdýrir drykkirnir
Ó.sA skjffar:
Maður les
endrum og eins
verðkönnun á
drykkjarföng-
um veitinga-
húsa. Eina
slíka las ég ný-
lega í Frétta-
blaðinu um allt
að 120% verð-
mun. Ekki er
hægt að segja að þar sé þó mikið sam-
ráð milli staðanna og er það vel. En
það sem vantar er að greint sé frá
hvar lægsta og hæsta verðið er, t.d.
hvar maður fær bjórinn í flösku á 300
kr. og hvar hann er seldur á 650 kr.
(sem er hreint okur) eða gosið á 100
kr. og svo á 300. Eða þá tvöfaldur
vodki í gosi á 650 (lægst) og svo á 1150
(hæst). Þetta má koma fram og á raun-
ar að koma fram.
Skoðanir geðveikra
Jóhanna Eggertsdóttir skrifan
í DV 23. þ.m. birtist bréf eftir Bryn-
dísi Sveinbjarnardóttur. Heldur hún
að geðveikt fólk hafi ekki skoðanir?
Hún veit ekki hvað við heitum, hún
stendur ekki vaktir hér frá kl. 7.30 á
morgnana til miðnættis eins og starfs-
fólk þarf að gera, því illa er mannað.
Og að kalla okkur gísla starfsfólksins,
það er ekki rétt. Ekki er það heldur
rétt og langt frá því að við séum „heila-
þvegin". Ég er búin að búa á Bárugötu
19 í rúm 4 ár og mér þykir vænt um
alla sem hér vinna, og ég hef skoðanir,
hvort sem ég er geðveik eður ei. Hafa
krabbameins- eða hjartasjúklingar
ekki skoðanir? Bryndís virðist ekki
þekkja vel til þeirra sem eru geðveikir
enda hef ég bara einu sinni séð hana,
það var á þessum fundi þar sem hún
missti stjórn á skapi sínu. Er hún þá
kannski geðveik?
PVl Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11,105 ReyKJavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.
Mlsjafnt drukkið ölið
og á misjöfnu verði
Ekki samráöiö þar.