Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2001, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 2. MAl 2001
DV
Fréttir
Nýtt símanúmer
7
Kvikmyndin Gemsar í salti hálft annað ár:
Leikararnir óþolinmóðir
- erum á leiðinni, segir leikstjórinn
„Okkur er farið
að lengja eftir
myndinni því að
tökum lauk fyrir
hálfu öðru ári,“
segir Matthías
Matthíasson sem
lék eitt aðalhlut-
verkið í kvikmynd-
inni Gemsar en
hann og fleiri sem í
myndinni léku eru
orðnir óþreyjufullir að fá að sjá sig
á hvíta tjaldinu. „Þegar við leitinn
upplýsinga um afdrif myndarinnar
fáum við lítil sem engin svör,“ seg-
ir Matthías sem starfað hefur sem
götusópari eftir að tökum á kvik-
myndinni lauk.
Gemsar var gerð eftir handriti
Mikales Torfasonar rithöfundar og
leikstýrði hann einnig myndinni.
Mikael er nú búsettur í Kaup-
mannahöfn:
„Myndin er á leiðinni og verður
að öllum líkindum frumsýnd í
haust ef þannig stendur á hjá kvik-
myndahúsnum," segir Mikael. „Ég
skil ósköp vel að krakkarnir séu
spenntir að fá að sjá sjálfa sig á
hvíta tjaldinu. Þetta tekur bara allt
sinn tíma og í kvikmyndavinnsl-
unni er mánuðir á við mínútur
annars staðar."
Gemsar fjallar um unglinga í
Breiðholtinu á raunsannan hátt og
segir Matthías Matthíasson að
leikurinn í myndinni hafi verið
það skemmtilegasta sem hann hafi
gert á lífsleiöinni. Undir það tekur
leikstjórinn,sem segir: „Þótt Gems-
ar séu pönk-pródúktsjón vildum
við ekki fara að drekkja okkur í
vöxtum heldur biðum eftir pening-
unum sem við fengum úr Kvik-
myndasjóði og notuðum í eftir-
vinnsluna. Þetta er dogma-mynd
en þó án reglna og rugls úr Dönum
þótt ég búi í landi þeirra um þess-
ar mundir."
-EIR
Undirbúningur vegna Norrænu í fullum gangi:
Eigendur borga sótthreinsun
- á ökutækjum sínum komi þau óhrein til landsins
Strangar reglur
Yfirdýralæknisembættið hefur sett strangar reglur
til varnar því að gin- og klaufaveiki berist meö Nor-
rænu hingað til lands.
Yfirdýralæknisembættið,
sýslumaðurinn á Seyðisfirði og
umboðsmaður Norrænu vinna
nú að áætlun um hvernig
standa skuli að aðgerðum til
vamar því að gin- og klaufa-
veiki berist hingað til lands
með farþegum skipsins eða far-
angri þeirra. Fyrsta koma þess
til Seyðisfjarðar verður 24. maí
næstkomandi. Ljóst þykir að
gagnger sótthreinsun þurfi að
fara fram á bílum sem koma
með ferjunni og hafa verið á
ferð um smituð svæði erlendis.
Yfirdýralæknisembættið mun
senda bréf til allra umboðs-
manna, sem þeir munu afhenda
öllum farþegum sem koma með
Norrænu. Þar eru reglur sem settar
hafa verið til að varna því að veikin
geti borist til landsins. í bréfmu seg-
ir m.a. að gin- og klaufaveiki geti
borist milli landa með fólki, fatnaði,
skóm og óhreinum bílum Þess
vegna sé mjög mikilvægt að þeir
sem hafi verið á ferð um Bret-
landseyjar eða önnur smituð
lönd gæti allrar varúðar til að
bera ekki smit til íslands.
Síðan er bent á strangt bann
við innflutningi á hráu kjöti og
ógerilsneyddri mjólk. Öll önnur
matvæli skuli tilkynna til toll-
varða.
Þá er mælst til þess að bilar
og önnur vélknúin ökutæki séu
hrein við komuna hingað til
lands. Sé svo ekki verði þau
þrifin og sótthreinsuð á kostn-
að eigenda. Bannað er að flytja
með ferjunni bíla sem notaðir
hafa verið við dýraflutninga.
Einnig er bannað að flytja dýr
til landsins með skipinu.
Er farþegum bent á að þeir
geti orðið fyrir töfum vegna toll-
skoðunar og kostnaði vegna sótt-
hreinsunar á bifreiðum sínum.
-JSS
SKIPTIBORÐ GEFUR SAMBAND VIÐ ALLAR DEILDIR
Erum flutt
BYGGINGAVÖRUR
Bæjarflöt 4,112 R.vík Fax: 594 6002
Erum ekki flutt
VÉLADEILD - SKRIFSTOFUR
Skútuvogur 12a, 104 R.vík Fax: 594 6001
www.merkur.is
TILBÚNAR í VINNU
Yfirfarnar notaðar vinnuvélar til sölu
JCB 2cx 4x4x4 traktorsgrafa,
skr.ár 1996, ekin 5.400 vst.
verð kr. 2.400.000,- án vsk
YanmarB15 minigrafa,
skr.ár 1998, ekin 1.548 vst.
verð kr. 1.200.000,- án vsk
JCB 8017 minigrafa,
skr.ár 1999, ekin 890 vst.
verð kr. 1.550.000,- án vsk
JCB 801,4 beltavél,
skr.ár 1997, ekin 1.510 vst.
verð kr. 1.200.000,- án vsk
Case 590SLE traktorsgrafa,
skr.ár 1999, ekin 2.070 vst.
verð kr. 4.000.000,- án vsk
Fermec 526 mokstursvél,
skr.ár 1998, ekin 530 vst.
verð kr. 1.400.000,- án vsk
JCB 407B hjólaskófla,
skr.ár 1999, ekin 3.136 vst.
verð kr. 2.800.000,- án vsk
Sambron T3093 skotbómulyftari,
skr.ár 1998, ekin 1.268 vst.
verð kr. 2.950.000,- án vsk
Véiamarerutiisýms
Láginala 7
Upplýsiiwar ísíma
588 2600
r ~\
VÉIAVERf