Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2001, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2001 I>V Fréttir 9 Loks búiö að lenda móttöku flóttamanna: Fá fimm íbúðir í Reykjanesbæ Móttaka ílóttamanna til islands í sumar er nánast í höfn. Erfiðlega gekk að frnna húsnæði og virtist á tímabili sem koma flóttafólksins væri 1 uppnámi. Nú er hins vegar búið að fmna fimm íbúðir handa flóttamönn- unum f Reykjanesbæ og hefur bærinn lýst vilja til að taka fólkið til sín. Fyrst þótti líklegast að Skagafjörð- ur yrði ný heimkynni Krajinu-flótta- mannanna en frá því var horfið. Ekk- ert sveitarfélag bauðst til að hýsa fólk- ið og höíðu félagsmálayfirvöld frum- kvæði að viðræðum við sveitarfélög. Rætt var við bæjarstjóra Reykjanes- bæjar en hann taldi tormerki á mót- töku vegna mikillar eftirspurnar á leiguhúsnæði. Lendingin varð sú að Rauði krossinn og Flóttamannaráð auglýstu á eigin vegum eftir húsnæði og skilaði sú vinna árangri að sögn Árna Gunnarssonar, formanns Flótta- mannaráðs. Þetta er í fyrsta skipti sem sveitarfélögin hafa ekki sjálf veg og vanda að húsnæðismálunum en Árni telur að vel komi til greina að viðhafa þennan hátt eftirleiðis. Fimm fjölskyldur Alls er um að ræða liðlega 20 manns, fimm fjölskyldur. Rauði kross- inn á eftir að taka út húsnæðið og eins á eftir að ganga frá endanalegu samkomulagi við Reykjanesbæ en Ámi telur allar líkur á að málið sé i höfn. íbúðimar dreifast um Reykjanesbæ sem er til bóta aö mati Árna. Árið 1996 var allt flóttafólkið sem kom til ísafjarðar vistað á einum stað, í svo- kallaðri Bosníublokk. Það þótti lakari kostur, enda margt ólíkt með flótta- mönnunum þótt þeir komi frá sama landi að sögn Árna. Von er á flóttamönnunum í júní og samkvæmt heimildum DV er unnið að þvi að Flóttamannastofnun Sam- einuðuðu þjóðanna fylgi fólkinu til landsins. Áður hafa íslendingar sótt fólkið. -BÞ Rækjuvinnsla í Bolungarvík 50 manns fá vinnu í nýju fyrirtæki sem stofnaö veröur í vikunni. Nýtt fyrirtæki á rústum Nasco í Bolungarvík: Sjómannaverkfall tefur uppbyggingu rækjuvinnslu - leitum nú að hráefni, segir Guðmundur Eydal Rækjuvinnsla hefur legið niðri í Bolungarvík síðan í byrjun desember- mánaðar sl. er rækjuverksmiðjan Nasco-Bolungarvík varð gjaldþrota. Nýtt fyrirtæki verður stofnað um reksturinn nú í vikunni. Samningar náðust í marsmánuði um kaup heimamanna á þrotabúinu, m.a. lögðu Bolungavíkurbær og verkalýðsfélagið til 7,5 milljónir króna hvor og var búist við að vinnsla gæti hafist strax eftir páska. Það hef- ur ekki gengið eftir og segir Guð- mundur Eydal, einn forsvarsmanna nýrrar rækjuvinnslu, að ástæða tafar- innar sé ekki sfst sjómannaverkfallið. Með því hafi dregið úr möguleikum á hráefniskaupum þó ekki hafi verið gert ráð fyrir að unnið yrði úr inn- lendu hráefni, a.m.k. fyrst um sinn, þar sem innlendar verksmiðjur hafi verið á markaðnum að kaupa það sem hefur verið á boðstólum. „Við erum fyrst og fremst að leita eftir hráefni sem er á heimsmarkaði og gerum ráð fyrir að kaupa töluvert af norskum skipum. Það er hagstæð- ara fyrir Islendinga að vinna úr norsku hráefni heldur en rússnesku vegna tollamála. Við gerum ráð fyrir að hjólin fari að snúast í maí en í vik- unni verður gengið í það að stofna fyr- irtækið um reksturinn. Fyrirtækinu hefur ekki enn verið gefið nafn. í verksmiðjunni munu starfa um 50 manns en ég geri ráð fyrir að flestir sem bíða eftir starfi í Bolungarvík muni fá starf þama. Það eru ekki svo margir á atvinnuleysisskrá í Bolung- arvík í dag,“ segir Guðmundur Eydal. -GG Veistu hvað kostar Vertu á verði! lensínið Þú heyrír muninn Hliómlist! Stæður N5DV-55 Samanstendur af DVD spilara, útvarpi og dolby digital magnara • Spilar alla diska • Magnari 5x30W RMS • 1x50 djúpbassi • DTS Digital Surround • Dolby digital 5.1 útg. Verð 119.900 stgr Verðlaun og prófútkoma: UK - What Hi-Fi? tæknitímarit: NSF-10 NS-9 Hljómflutningstæki • 2x50W RMS-útvarpsmagnari m. 24 stöðva minni • Einn diskur • Aðskilinn bassi og diskant • Stafræn tenging • Tvískiptur hátaiari (2 way) • Djúpbassi Verð 59.900 Hljómflutningstæki • 2x50W RMS-útvarpsmagnari m. 24 stöðva minni • Einn diskur • Aðskilinn bassi og diskant • Stafræn tenging • Tvískiptur hátaiari (2 way) • Djúpbassi • Hátaalarar líka til í rósavið Verð 64.900 Heimabíókerfi Magnarinn Spilarinn VSX-609, Heimabíómagnari m/ útvarpi 5X80W RMS, Dolby Digitai, DTS DV-535, DVD spilari. Dolby Digital, DTS spilaralla diska, DVD/CD/CD-R/CD-RW/VCD NTSC/Pal spilun/ Hátalararnir Tæknin Jamo Apollo hátalarakerfi sem styður 25-100 W magnara 5 fyrirferðalitlir (smáir) + djúpbassi, jama Dolby Digital (AC-3) er þekktasta heimabíóhljóðkerfið frá Dolby ogsamanstenduraf fimm aðskildum rásum og einni fyrir djúpbassa (5.1). „Djúpbassinn" er aðskilinn í boxi til að keyra upp dýpstu tónana, sem litlu hátalararnir ná ekki og er þess vegna með innbyggðum magnara. Með þessu kerfi nást fram bestu hugsanlegu gæði í hljóði. Pioneer VSX-609 + Pioneer DV-535 + Jamo Appolo = kr. 119.900 istgr BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.