Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2001, Blaðsíða 28
Nýr Opel Corsa
Bllheimar
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2001
Skólavörðustígur:
Barni og bifreið
stolið í gær
Um áttaleytið í gærkvöld var lög-
_ reglunni í Reykjavík tilkynnt að bíl
með tveggja ára bami innanborðs
hefði verið stolið við Skólavörðu-
stíg. Lið lögreglumanna hóf þegar
víðtæka leit að bilnum sem fannst
eftir fáeinar mínútur. Maður sem
var að stíga út úr bílnum var þegar
í stað handtekinn. Hann var ölvað-
ur og mun hafa ekið í einn hring
um nágrennið. Að sögn lögreglu er
ekki ljóst hvað fyrir manninum
vakti en baminu varð ekki meint af
hinni óvæntu bílferö. -aþ
Eldur
í Súlnasal
1 Eldur kom upp í Súlnasal Hótel
Sögu í fyrrakvöld. Allt tiltækt
slökkvilið var ræst út en þegar
slökkviliðsmenn komu á staðinn
var mikill reykur í salnum. Aö
sögn varðstjóra hafði Jóni Gesti
Ófeigssyni næturverði tekist að
slökkva allan eld og notaði hann
til þess fimm handslökkvitæki.
Lítils háttar reykur barst á allar
hæðir og munu örfáir gestir hafa
yfirgefið herbergi sín. Langan
tíma tók að reykræsta salinn og
var meðal annars gripið til þess
ráðs að gera gat á sprungna rúðu.
Tveir slökkviliðsmenn voru á
vakt á hótelinu til sjö í
gærmorgun til frekara öryggis.
Grunur leikur á að um íkveikju
hafl verið að ræða og stendur
rannsókn yflr. -aþ
DV-MYND G. BENDER
Veiöimenn spýta í lófana
Veiöitímabilið er hafiö, adrenalíniö
fariö aö streyma og spennan eykst.
Margir fóru heim í gær meö fyrsta
afla sumarsins eftir kaidan dag.
Meöal þeirra var Ragnar Örn Ragn-
'i V arsson sem á myndinni er meö ur-
riöa, einn af fyrstu fiskunum úr El-
liöavatni í ár.
DV-MYND EÖJ
Stella í framboði
Þaö vakti vafalaust athygli margra sem þrömmuöu í 1. maí göngunni í gær aö hópur fólks veifaöi spjöldum meö myndum af hinni einu sönnu Stellu sem eitt
sinn fór í orlof í frægri gamanmynd. Fimmtán ár eru liöin frá því Stella í orlofi var frumsýnd og nú hyggast sömu kvikmyndageröarmenn endurtaka leikinn og
gera myndina Stella í framboöi. Þeir notuðu tækifæriö í gær, skelltu sér í kröfugöngu, og festu fyrsta atriöi myndarinnar á filmu.
Fjórir í haldi vegna skotárásarinnar í Breiðholti:
Fíkniefnaskuld innheimt
- samkomulag um fundinn hjá ÍR-húsinu til að hlífa fjölskyldu skuldarans
DV-MYND PJETUR
Uppgjör tveggja hópa
Mörg kúlnagöt voru á bílunum og brotnar rúöur.
Þrír menn á þrítugsaldri hafa ver-
ið úrskurðaðir i gæsluvarðhald til 7.
maí vegna skotárásarinnar við Skóg-
arsel í Breiðholti á sunnudagskvöld.
Fjórði maðurinn var hnepptur i varð-
hald í gærkvöld og að sögn lögreglu
kemur í ljós í dag hvort gæsluvarð-
halds verður krafist yfir honum.
Skotið var margoft á tvo bíla við
ÍR-húsið umrætt kvöld og hefur lög-
regla lagt hald á eina skammbyssu í
tengslum við málið. önnur vopn
munu ekki hafa fundist við leit. Lög-
reglan lítur skotárásina mjög alvar-
legum augum enda er litið svo á að
um tilraun til manndráps hafi verið
að ræða.
Ljóst þykir að tveir hópar manna
voru að gera upp sakirnar þegar
skotárásin hófst en lögregla verst
allra frétta um að málið tengist fíkni-
efnamisferli. Mennirnir munu þó all-
ir þekktir úr fíkniefnaheiminum og
DV hefur heimildir fyrir því að árás-
armennimir hafi verið að innheimta
fíkniefnaskuld.
„Ég var staddur hjá kunningja
mínum í Árbænum þegar mennirnir
knúðu þar dyra. Þeir voru komnir til
að innheimta fíkniefnaskuld. Þeir
höfðu í hótunum en til þess að hlífa
ijölskyldu sinni fékk félagi minn
mennina til að yfirgefa íbúðina. Þeir
féllust á það með því skilyrði að mað-
urinn myndi hitta þá annars staðar,"
segir heimildarmaðurinn.
Samkomulag varð um að fundi
mannanna yrði framhaldið skömmu
síðar á bílastæði við ÍR-húsið í Breið-
holti. Maðurinn, sem skuldaði féð,
hélt þangað í fylgd fimm félaga sinna
og fóru þeir á tveimur bílum. Á bíla-
stæðinu beið þeirra hópur manna og
upphófust átökin þegar i stað. Skot-
hríð hófst og var beint að bílnum
sem skuldarinn var farþegi í. Að
sögn heimildarmannsins voru menn-
irnir vopnaðir tveimur 22 kalibera
skammbyssum og telur hann víst að
ekki færri en sex skotum hafi verið
skotið úr annarri þeirra. Nokkur
þeirra hæíðu bílinn og lenti meðal
annars eitt í framrúðunni. Farþegi í
bílnum, sem skotið var á, stökk út úr
bílnum og var barinn illa af árásar-
hópnum, meðal annars með röri.
Hann þurfti að leita aðhlynningar á
slysadeild.
Heimildarmaður blaðsins þekkir
vel til í undirheimum Reykjavíkur.
Hann segir átökin í Breiðholti ekki
koma sér svo mjög á óvart enda hafi
harkan við innheimtu fikniefna-
skulda farið stigvaxandi síðustu
misserin. „Það er alltaf að verða al-
gengara að menn séu vopnaðir og því
miður ber meira á skotvopnum en
áður. Menn virðast ganga fram af
ótrúlegri hörku og skiptir þá litlu
hvort viðkomandi skuldar eitthvert
smáræði eða háa íjárhæð,“ segir
heimUdarmaðurinn. -aþ
Birting skýrslu Samkeppnisstofnunar um smásöluálagningu:
Engin grænmetissprengja
frestað fram á föstudag
„Við höfum
frestað birtingu
skýrslunnar fram
á föstudag og þá
kemur á daginn
hver niðurstaða
okkar er,“ sagði
Guðmundur Sig-
urðsson hjá Sam-
keppnisstofnun í
morgun um rann-
sókn stofnunar-
innar á smásöluálagningu í land-
inu. Rannsóknin hefur staðið í heUt
ár en hún var gerð að ósk viðskipta-
ráðherra eftir staðhæfingar víða að
að smásöluálagning í landinu hefði
hækkað verulega án þess að gengis-
breytingar gæfu þar tUefni tU.
Guðmundur Sigurðsson vildi
ekki svara því hvort birting skýrsl-
unar á föstudaginn yrði á við
sprengju sem kastað væri inn í við-
skiptalífið . enda spurning hvað
er sprengja,“ eins og hann orðaði
það sjálfur. „En það er ljóst að vör-
ur í verslunum höfðu hækkað á því
timabUi sem könnunin náði tU.“
Hvort sökin liggur hjá heildsal-
anum eða smásalanum sjálfum
verður því á huldu fram á fostu-
dag þegar Samkeppnisstofnun
birtir niðurstööur sínar: „Menn
eiga vafalítið eftir að finna ein-
hver tíöindi í skýrslunni en þeir
sem bjuggust við einhverju viðlíka
og þegar við birtum niðurstöður
okkar um grænmetisverslunina,
verða fyrir vonbrigðum," sagði
Guðmundur Sigurðsson hjá Sam-
keppnisstofnun.
-EIR
brother P-touch 1250
Lltil en STÓFImerkileq merkivél
5 lelurslæröir
9 leturstillingar
prentar í 2 linur
boröi 6, 9 og 12 mm
4 gerðir af römmum
Rafport
Nýbýlavegi 14 Simi 554 4443
Veffang www.if.is/rafport
Rafkaup
Armúla 24 • simi 585 2800 *
Guömundur
Sigurösson.