Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2001, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2001
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2001
27
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aóstoðarritstjóri: Jónas Haraidsson
Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáis fjölmiðlun hf.
Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Fákeppni um vinnuafl
Mörgum íslenskum leiðtogum launafólks gengur erfið-
lega að átta sig á því hve mikilvægt það er að raunveru-
leg samkeppni ríki á vinnumarkaði. Samkeppni um
starfskrafta launafólks er besta trygging þess fyrir bætt-
um kjörum, alveg með sama hætti og samkeppni á neyt-
endamarkaði tryggir hagstæðasta verðið og bestu þjón-
ustuna.
í ljósi reynslunnar undanfarnar vikur kemur vart á
óvart að launafólk hafi áhyggjur af verðmyndun á mat-
vörumarkaði, hvort heldur er á grænmeti eða annarri
matvöru. í sameiginlegu 1. maí ávarpi fulltrúaráðs verka-
lýðsfélaganna í Reykjavik, BSRB og Bandalags háskóla-
manna segir meðal annars um þetta: „Brýnt er að settar
verði strangar skorður við hringamyndun og fákeppni
svo að verðlag hér á landi verði sambærilegt við ná-
grannalönd okkar.
Verkalýðshreyfingin krefst þess að brugðist verði hart
við þeirri hringamyndun og samráði í vörudreifingu og
margvíslegri þjónustustarfsemi sem er í matvöruverslun,
olíuverslun, flutningum og tryggingum. Bregðast þarf sér-
staklega við samráði í verðlagningu og afnema ofurtolla
á grænmeti og heilnæmum matvörum. í skjóli fákeppni
er verðlagi haldið uppi.“
Hvort sem tekið er undir einföldun af því tagi sem hér
er sett fram eða ekki vekur furðu að forráðamenn þeirra
félaga launamanna sem ályktuninni stóðu skuli ekki hafa
neinar áhyggjur af þeirri einokun sem opinberir aðilar
hafa á vinnumarkaði - einokun sem öðru fremur hefur
haldið launum margra umbjóðenda þeirra niðri. Þvert á
móti leggjast verkalýðsleiðtogarnir þvert gegn öllum hug-
myndum um að gefa einkaaðilum kost á að keppa um
vinnuafl. Þeir skilja ekki að aukin eftirspurn hækkar
verð að öðru jöfnu.
En innan verkalýðshreyfingarinnar má merkja breyt-
ingar í takt við nýja tima og nýja hugsun. Grein Herdís-
ar Sveinsdóttur, formanns Félags islenskra hjúkrunar-
fræðinga, í Morgunblaðið á hátíðisdegi verkalýðsins er
gott dæmi um þetta. Þar sagði meðal annars: „Eins og
flestir vita þá ríkir fákeppni um vinnuafl hjúkrunarfræð-
inga en vinnuveitandi þeirra flestra er ríkið. Það er
ábyrgðarhluti hjá stjórnvöldum að nýta sér aðstæður
ófullkominnar samkeppni til að halda niðri launum hjá
stórum hópi kvenna í opinberri þjónustu.11
Herdís Sveinsdóttir hittir hér naglann á höfuðið. Hér á
hið sama við og um kennara og fleiri stéttir þar sem sam-
keppni er í raun engin um vinnuaflið - samkeppnisleysi
um starfskrafta opinberra starfsmanna er í mörgum til-
fellum helsta skýringin á slökum kjörum. Og því miður
berjast margir af forystumönnum þessara sömu starfs-
stétta gegn aukinni samkeppni um vinnuaflið.
Eitt helsta vandamál íslensks efnahagslífs er skortur á
samkeppni og óljóst eignarhald fyrirtækja. Stór hluti efna-
hagslífsins er án samkeppni - allt frá raforkuframleiðslu
til heilbrigðisþjónustu, frá landbúnaði til stórs hluta sam-
göngu- og fjarskiptakerfis. Lítil framleiðni og lág laun eru
óhjákvæmilegur fylgifiskur fákeppni og einokunar.
Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ættu að huga
vel að því á komandi misserum og árum, hvernig best er
tryggt að raunveruleg samkeppni komist á í stórum hluta
efnahagslífsins - samkeppni sem skjólstæðingar þeirra
munu njóta beint i formi hærri launa og óbeint í formi
betri þjónustu og lægra verðs.
Óli Björn Kárason
DV
/
Ahugamannabarsmiðar
„Þeim Áma og Hjálmari er að sjálfsögðu heim-
ilt að hafa hverjar þœr furðuskoðanir sem
verkast vill á hollustu kjaftshögga, ólympískra
sem annarra, en til þess er œtlast að þing-
menn, jafnvel öðrum landsmönnum fremur,
virði landslög. “
Árið 1956 var, fyrir for-
göngu Kjartans Jóhannson-
ar læknis, þingmanns Sjálf-
stæðisflokksins, samþykkt
á Alþingi bann við æfingum
og keppni í hnefaleikuin.
Með þeirri samþykkt varð
öll iðkun hnefaleika á ís-
landi ólögleg og hefur svo
verið siðan. Nú er það svo
aö þótt allflestum hafi þótt
nokkur sanngirni í því fel-
ast að einstaklingsfrelsi til
barsmíða endi þar sem nef-
ið á nágrannanum byrji
hafa í gegnum tíðina verið
geröar nokkrar atlögur að umræddu
banni án þess þó að því hafi tekist að
hnekkja. Enn er því málum þann veg
fariö að iðkun hnefaleika er ólögleg á
íslandi og skiptir í þvi sambandi
engu hversu ósanngjarnt ýmsum
þykir þvílíkt bann og hve heitt þeir
þrá að berja á náunga sínum.
Undanfarin ár hefur farið í vöxt
stuðningur við svonefnda áhuga-
mannahnefaleika eða ólympískar
barsmíðar en stuðningsmenn þeirrar
íþróttar eru sem kunnugt er á þeirri
skoðun að ólympisk kjaftshögg séu
öðrum kjaftshöggum mein-
lausari.
Þingmenn heimsækja
iögbrjóta
Nú ætla ég ekki að ræða
hér röksemdir mínar fyrir
því að ekki sé ástæða til
þess að afnema 46 ára gam-
alt bann við hnefaleikum,
það hef ég gert á öðrum
vettvangi. En þegar ég sá að
Hnefaleikafélag Reykjaness
hafði laugardaginn 7. apríl
opnað Boxklúbb í Keflavík
að viðstöddum þingmönn-
unum Hjálmari Árnasyni og Árna
Johnsen var mér, satt að segja, alveg
nóg boðið.
Ég veit að vísu, að fyrir Alþingi
liggur frumvarp um að afnema bann
við hnefaleikum, sem áhugamenn
um barsmiðar reyna nú að berja
gegnum þingið, en engu að síður er
fyrir neðan allar hellur að þing-
menn, sem fara með löggjafarvald,
lýsi ánægju sinni með opnun ólög-
legs klúbbs, jafnvel þótt þeir teiji sig
með því móti getað skrapað til sín
einhver atkvæði. Þeim Árna og
Hjálmari er að sjálf-
sögðu heimilt að hafa
hverjar þær furðuskoð-
anir sem verkast vill á
hollustu kjaftshögga,
ólympískra sem ann-
arra, en til þess er ætl-
ast að þingmenn, jafn-
vel öðrum landsmönn-
um fremur, virði lands-
lög.
Styðja box - ekkí
bowling
En það voru ekki að-
eins þeir Hjálmar og
Árni sem töldu sér til
framdráttar að lýsa
stuðningi við boxið.
Stefán Bjarkason til-
kynnti að tómstunda-
og íþróttaráð Reykja-
nesbæjar ætlaði að
styrkja starfsemina
með fjárframlagi. Nú
veit ég ekki á hvaða róli
Reykjanesbær er í
þessu máli en mér virðist að það sé
augljóslega fyrir neðan allt velsæmi
að stofnun á vegum bæjarins lýsi því
yfir að hún ætli að styrkja ólöglega
starfsemi með fjárframlögum.
Hefði ekki verið sjálfsögð kurteisi
að bíða þess að löðrung-
arnir yrðu gerðir löglegir
í stað þess að gefa al-
mennri skynsemi á kjaft-
inn með þessum hætti?
Þótt það liggi e.t.v.
utan við efni þessarar
greinar þá finnst mér
ástæða til þess að minna
á, að Reykjanesbæ hefur
fram til þessa ekki verið
útbærara fé til íþrótta en
svo, að ekki eru liðnir
margir dagar síðan þeim
sem hér iðka keiluspil
var synjað um styrk, með
þeim afleiðingum að þeir
urðu að leita til Reykja-
vikur eftir æfingarað-
stöðu. Höfðu þó menn úr
þeim hópi gert garðinn
frægari en flestir aðrir.
Ég ætlast til þess að þeir
Hjálmar, Ámi og Stefán
biðjist afsökunar á
ósæmilegri hegðun.
Skoðanir þeirra á for-
varnargildi' barsmíða koma þeirri
kröfu ekki við.
Sigríður Jóhannesdóttir
Sigrídur
Jóhannesdóttir
alþingismaöur
Samfyikingar
í Reykjaneskjördæmi
Stríöshætta í Miðausturlöndum
Það merkilegasta við þau ósköp
sem nú ganga á fyrir botni Miðjarð-
arhafs er viðbrögö umheimsins. Það
er engu líkara en menn líti á þetta
eins og hvert annað helgarfyllirí í
Reykjavík sem afgreitt er með dag-
bók lögreglunnar. Það sem þarna er
á ferli er talsvert hættulegra og
snertir alla heimsbyggðina og hugs-
anlega hvers manns efnahag. Skilj-
anlega eru marg-
ir langþreyttir á
þessum sömu
orðum sem ísra-
elsk almanna-
tengslafyrirtæki
leggja til alþjóð-
legum fréttastofn-
unum (nær öllum
bandariskum,
með heiðarlegri
undantekningu
AFP), gömlu
tuggunni um að
þeir fái ekki að
vera í friði fyrir
ofstækismönn-
um. Um þeirra
eigin ofstækis-
menn er ekki tal-
að.
Það sem hefur
farið fram hjá al-
menningi í þess-
um „hversdags-
legu“ fréttum er
að allar forsend-
ur, sem áður
voru fyrir hendi,
þ.e. friðarferli í
vanda, eru horfn-
ar, og það sem nú
blasir við er að
heita má yfirlýst
stríð og tvísýnasta
ástand sem ég
man eftir, allt frá
októberstríðinu
1973 þegar Sýr-
land var óvinur-
inn. Nú er það sinnuleysi
Bandarikjaforseta.
Breytt hugarfar
Yom Kippur stríðið 1973,
sem m.a. hleypti af stað leyni-
legum kjarnavopnaviðvörun-
um Rússa og Bandarríkja-
manna, þeim hættulegustu
sem ég minnist, gengu talsvert
lengra en í Kúbudeilunni 1962,
endurreisti stolt araba, og
einkum Egypta, vegna sigra
þeirra gegn flugher ísraels og
skriðdrekasveitum Ariels
Sharons við Suez (sem síðar rauf
vopnahléið, sem vænta mátti), nógu
mikið til að sætta sig við tilveru
ísraels. Og þar af leiðandi sætta sig
við hernámslið á arabísku landi sem
leiddi til stjórnmálasambands ísraels
og Egyptalands 1978 og síðar Jórdan-
íu tíu árum síðar við ísrael. En heift-
in hvarf ekki, og síst í Gaza sem
hafði verið hluti af Egyptalandi til
1956 en Egyptar afsöluðu sér endan-
lega 1978 til væntanlegs ríkis Palest-
ínumanna.
Fyrir það fengu Sadat forseti
ásamt Begin ísraelsráðherra friðar-
verðlaun Nóbels sem Sadat neitaði
að þiggja. Viðsemjandi hans,
Benachem Begin, þáði þau með
þökkum. Sadat galt fyrir með lífi
sínu í skotárás sinna eigin lífvarða
1981. Sadat hefur aldrei verið tekinn
að fullu í sátt meðal araba almennt.
Því veldur almenningsálitið meðal
araba sem hefur gríðarleg áhrif þótt
ekki sé um fjölmiðla að ræða heldur
um múgaflið.
Máttur múgsins
Það sem vestrænir pólitíkusar
hlífa sjálfum sér við að skilja er að
almenningur i þessum
löndum, frá Mauritaníu
til Shajarjah, stendur
nærri samstæður með
íbúum Palestínu, og ólg-
an og reiðin vegna þess
óréttis sem þetta fólk er
látið þola í skjóli Banda-
ríkjanna og yfirgengilegs
hernaðarmáttar ísraels
er rétt á mörkum þess að
vera viðráðanleg fyrir
ráðamenn hvers ríkis.
Þau heljartök sem Shar-
on beitir nú gegn varnar-
lausu fólki á hernumdu svæðunum
yrðu í öðru umhverfi kallað allt ann-
að. En ísraelsmenn komast upp með
nokkurn veginn hvað sem er.
Á þessu eru þó fleiri hiðar, og sú
stærsta snýr að Sádi-Arabiu. Banda-
ríkjaforseti er í raun forseti Texas,
ekki umheimsins, þótt forseti heiti
og hans heimsmál eru einkafyrir-
tækjaheiti eins og Gulf Oil og Halli-
burton, fyrirtæki Dicks Cheneys
(sem fjármagnar borgarastríðið í N-
Angóla).
Þessir menn líta á allt sem „bis-
ness“, ekki forystu vestrænna ríkja.
Nú snúa þessi mál að Miðaustur-
löndum og öllu furstaveldinu í Sádi-
Arabíu, Shabahhyskinu í Kúveit,
auk þeirra sjeika, sem ráða Sharm el
Sheikh við Hormuzsund í skjóli sjö-
unda flotans bandaríska, sem nú orð-
ið notar Berbera í Sómalíu í stað Fil-
ippseyja. Fólk á þessum slóðum um-
ber þetta meira og minna, en þetta
getur ekki viðgengist mjög lengi, Á
bak við allt saman er fullur stuðn-
ingur við almenning í írak og á bak
við þann stuðning eru umbrot á
þessum slóðum sem öllum koma við.
Gunnar Eyþórsson
„Þau heljartök sem Sharon beitir nú
gegn varnarlausu fólki á hernumdu
svœðunum yrðu í öðru umhverfi kallað
allt annað. En ísraelsmenn komast upp
með nokkurn veginn hvað sem er. “
Gunnar
Eyþórsson
blaöamaöur
Urnmælí
Smáskammtalækningar
„Þeir sem aðhyll-
ast þær skoðanir að
fólk beri í samein-
ingu ábyrgð hvert á
öðru þurfa að standa
saman að þeim mik-
ilvægu breytingu
sem fram undan eru
því öðruvísi næst ekki sá árangur
sem nauðsynlegur er. Velferðarkerf-
ið þarf að skoða í heild sinni og láta
af smáskammtalækningum sem of
oft hefur verið gripið til á undan-
förnum árum.“
Einar Már Sigurðarson alþm. í Alþýðu-
manninum - Norðurlandi.
Sameinum sveitahreppa
„Ég hefi ekki komið auga á að
sameining sveitahreppa við bæjar-
félög þéttbýlisins hafi yflrleitt skilað
árangri. Það sígur stöðugt á ógæfu-
hliðina á næstum allri landsbyggö-
inni. Það fækkar stöðugt en fjölgar
ógnvænlega á höfuðborgarsvæðinu.
Ég tel það miklu heilbrigðari og
réttlátari lausn að sameina hreppa í
sveitum sérstaklega og styrkja
þannig strjálbýlið."
Friöjón Guðmundsson, bóndi á Sandi,
i Fréttabréfi stéttarfél. í Þing.
Framfærslustyrkur
„í tímanna rás hefur af hálfu
valdamanna, tryggingaþáttur al-
menna tryggingakerfisins, verið
snúið upp í einskonar framfærslu-
styrk sem tekur breytingum að mati
valdsmanna á hverjum tíma. Hvar
lína er svo dregin um lágmarksþörf
fer eftir mati. Allir stjórnmála-
flokkar, samtök vinnuveitenda hafa
síðan tekið þátt í þessum leik.“
Guðmundur H. Garöarsson alþm.
í Listinni aö lifa, félagsriti Landssamb.
eldri borgara.
Spurt og svarað____Hvemig á að bregðast viö vísbendingum um mikið brottkast afla?_
Jón Þórðarson,
forstöðumaður:
Ekki svakálegt
eftirlitskerfi
„Best er að bregðast við þess-
um fréttum með upplýsingum
fyrst og fremst. Aðilar í sjávar-
útvegi, sem hér eiga mestra hagsmuna að gæta,
verða að taka opna umræðu um málið og það
hvernig hægt er að búa til verðmæti úr öllum
afla.
Fleira er verðmæti en boltaþorskur. Að mín-
um dómi er langbest að menn sem starfa í sjáv-
arútveginum sjálfir leiði þessa umræðu fremur
en við sem störfum á hliðarlínunni eða þá að
sett verði á laggirnar svakalegt eftirlitskerfi.
Betri nýting alls afla er líka hagsmunamál fyrir
sjávarútveginn sem atvinnugrein."
Guðjón A. Kristjánsson,
þingmadur Frjálslynda flokksins:
Hótanir leysa
ekki vandann
„í fyrsta lagi eigum við ekki
að reyna að leysa þetta mál með
hótunum eða refsingum. Þá
þagnar umræðan, líkt og gerðist t.d. í fyrra. Ég
álít að menn verði að taka þessum skýru vísbend-
ingum sem í könnuninni eru í raun sem stað-
reyndum og finna leiðir til þess að fýsilegt verði
fyrir menn að koma með fiskinn í land. Engum
er til góðs að aflanum sé sóað því úr honum má
búa til mikil verðmæti. Okkur er nauðsyn að vita
hve miklu af fiski er hent árlega í hafið, ef semja
á reglur til stjórnunar á fiskveiðum. Á það hefur
skort, einkum hvað varðar botnfiskinn, eins og
könnunin sýnir raunar.“
Ámi Ragnar Ámason,
þingmadur Sjálfstœdisflokks:
Stjómkerfið
ekki ástœðan
„Ég tel að stjórnendur og
starfsmenn í fiskveiðum þurfi
endurmenntun. Þó verður þess
að geta að þótt sjaldan hafi verið gerðar kannan-
ir á brottkasti bendir umræða til þess að það
hafi áður verið meira, jafnvel mest síðustu ára-
tugina áður en núverandi stjómkerfi fiskveiða
var komið á. Það segir mér að ástæðunnar er
ekki að leita í stjórnkerfinu, heldur í afstöðu
þeirra sem brottkastið stunda. Þetta er hugarfar
sem getur leitt til þess að við náum árangri, ef
allir eru samtaka. Eftirlitsaðgerðir verða kostn-
aðarsamar en aðgerðir Samherjamanna með
myndavélar um borð í skipum er gott fordæmi."
Öm Pálsson,
framkvœmdastjóri:
Frœðsla skilar
árangri
„Allt brottkast er ónauðsyn-
legt og koma ber í veg fyrir það
með öllum tiltækum ráðum. Nú
þegar hefur eftirlit verið aukið sem væntanlega
hefur haft sína áhrif en ég tel rétt í kjölfar þess-
arar skýrslu að flokka brottkastið með tilliti til
alvarleika þess; það er verðmætasóunar. Þannig
væri hægt að beina eftirlitinu á þá staði, auk
þess sem markviss fræðsla myndi örugglega
skila árangri.
Þá er einnig nauðsynlegt að yfirfæra lög um
stjóm fiskveiða með hliðsjón af efni skýrslunn-
ar, þar gætu verið ákvæði sem nota má i því
skyni að koma í veg fyrir brottkast."
|§) Ný könnun sem Gallup hefur gert fyrir sjávarútvegsráöherra sýnir að tæplega 37 þús. tonnum af fiski frá íslenskum skipum er hent árlega. Verðmætið gæti numið þremur til fimm milljöröum kr.
Skoðun
Er fjöldinn snauði
of fámennur?
Þegar þetta er ritað er 1. maí, bar-
áttu- og hátíðisdagur verkalýðsins,
enn ekki genginn í garð og þegar og
ef þetta verður lesið er hann liðinn.
En það er í sjálfu sér ekki vandamál
að fjalla fyrir fram um dagskrá 1.
maí vítt og breitt um landið, svo
hefðbundin sem hún er orðin:
Það var fátt um skrúðgöngur 1.
maí og enn færra um kröfuspjöld þar
sem þó var gengið. Og kröfurnar á
spjöldunum voru allar í kurteisari
kantinum og hvergi farið fram á að
senda auðvaldsskepnur og gróða-
punga til andskotans eða jafnvel
austur til Rússlands þar sem kapítal-
isminn er þó einna ómengaðastur
um þessar mundir. Helstu söngvarar
þjóðarinnar sungu um maisólina
okkar í félagsheimilum landsins en
minna var um rapp róttækra gras-
rótar- og bílskúrsbanda. Og ræðu-
maður dagsins talaði af festu og ein-
urð um að það þýddi ekkert annað
en að standa saman og sýna festu og
einurð gegn óheftum yfirgangi at-
vinnurekenda.
Þannig var nú baráttustemningin
í gær, nema náttúrlega annað hafi
komið á daginn sem ólíklegt verður
þó að teljast.
Vindur úr verkalýðnum
Það virðist sem sé meira og minna
allur vindur úr verkalýð þessa lands,
þrátt fyrir að margir lifi við kröpp
kjör og einhverjir lepji jafn-
vel dauðann úr skel. Hvar
er hin ólgandi reiði yfir
óréttlæti heimsins? Hvar er
hin heilaga vandlæting yfir
misskiptingu þjóðarauðs-
ins? Hvar er baráttuandinn
frá Gúttóslagnum?
Leiðtogar hinna vinnandi
stétta standa margir hverjir
í margs konar sýsli við fast-
eignakaup, verðbréfaspek-
úlasjónir, innbyrðis valda-
brölti og bílastæðadeilum ef
ekki vill betur. Og aðeins
einstaka menn á borð við
Aðalstein Baldursson fyrir norðan
og Pétur Sigurðsson fyrir vestan,
sem virðast tilbúnir aö tala við bind-
isbera auðvaldsins með tveimur
hrútshornum, mega auðvitað ekki
við margnum.
En það verður að segja forkólfun-
um til afsökunar að þeim er um
margt vorkunn því baklandið er lítið
og veikt og það umboð sem þeir þó
hafa frá verkalýðnum ekki umfangs-
mikið.
Samstaöa ehf.
Mæting á félagsfundi í verkalýðs-
félögunum er harla slæleg, og dugar
ekki einu sinni að verið sé að kjósa
um kjarasamninga sem, að minnsta
kosti á yfirborðinu og í fréttum, hef-
ur verið barist af hörku við að ná
fram. Hver tuðar i sinu
horni og úthúðar jafnt eigin
forystu sem forystu at-
vinnurekenda fyrir ýmist
auminga- eða skepnuskap,
en þegar kemur að sam-
stöðu og baráttu þá lyppast
menn niður fyrir framan
sjónvarpið eða breiða upp
yfir haus.
En verkamönnum er auð-
vitað líka vorkunn. Það
hafa fáir þrek til þess, eftir
óralangan vinnudag, að
eyða kvöldum á sellufund-
um við launaútreikninga
og karp um félagsmálapakka. Þá eru
brauð og tölvuleikir vissulega fýsi-
legri afþreying.
Það er því ekki kyn þótt samstaða
og baráttuþrek verkalýðsins sé brost-
ið og leiðtogarnir oft hikandi og tví-
stígapdi í ákvarðanatöku þar sem þá
skortir einfaldlega oft vitneskju um
raunverulegan vilja verkafólksins.
Verkalýðsbaráttan er á vissan hátt
orðin einhvers konar hagfræð-
ingaglíma þar sem einn hópur hag-
fræðinga reiknar launin niður og
annar upp. Og síðan er mæst á miðri
leið og allir deiluaðilar ganga svo
hönd i hönd í fámennum skrúðgöng-
um baráttudags verkalýðsins og
kyrja einum rómi í rigningunni en
hver með sínu nefi: Fram allir
verkamenn og fjöldinn snauði.
Það er því ekki kyn þótt samstaða og baráttuþrek verkalýðsins sé brostið og leiðtog-
arnir oft hikandi og tvístígandi í ákvarðanatöku þar sem þá skortir einfaldlega oft
vitneskju um raunverulegan vilja verkafólksins.
*
*
j