Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 Hagsýni__________________________________________________________________________________.__________________x>v Leiðir til að lækka bensínkostnað - eftir mestu hækkanir í sögunni Bensínverð er nú hærra en nokkru sinni fyrr auk þess sem bifreiðaeign lands- manna hefur aukist hröðum skrefum. Því fer æ stærri hluti heimilisteknanna i bensín og ljóst að margir leita leiða til að lækka kostn- aðinn. Eins og allir vita eru þrjú olíufélög starfandi hér og er yfirleitt sama verð hjá þeim öllum. Þó er hægt að kaupa ódýrara bensin, t.d. býður Essó viðskiptavinum sínum 2-4 kr. afslátt á lítrann á flestum bensínstöðvum sem fyrirtækið rekur og Skelj- ungur er með 2 kr. afslátt á lítrann á nokkrum sjálfsaf- greiðslustöðvum. Auk þessa rekur Olís ÓB-bensínstöðvar þar sem verð bensínlítrans er um 4 kr. lægra en á öðr- um stöðvum og Skeljungur er með Bensín Orku sem einnig er með lægra bensín- verð. Verðið hjá ÓB-stöðvun- um á 95 oktana bensíni er 4,20 kr. lægra en á stöðvum með fullri þjónustu þannig að um 168 krónum getur munað þegar fylltur er 40 1 tankur. Meðalakstur heimil- isbílsins nemur um 17.000 km á ári og ef bíllinn eyðir 10 1 á 100 km þá kostar bens- ínið 167.790 kr. á ári ef mað- ur fer á ÓB en 174.930 kr. ef það er keypt á venjulegum bensínstöðvum. Sparnaðurinn nemur því 7.140 kr og auðvitað eykst hann ef meira er ekið eða ef bíllinn eyðir meiru. Ekki er úr vegi að líta á fleiri góð ráð sem geta lækkað bensínkostnað- inn. Byrjum á því augljósa, þ.e. að nota bílinn minna. í staðinn má ganga, hjóla, fara í strætó eða fá far með einhverjum öðrum sem er á sömu leið. Ef fleiri en einn bíll er á heimil- inu notið þá þann sem eyðir minna bensíni ávallt þegar því verður við komið. . Skipuleggið ferðir ykkar. Farið í útréttingar einu sinni í viku eða sjaldnar og reynið að koma því þannig fyrir að ekki sé ekið oft bæj- arhlutanna á milli. Bæði sparar það tíma og bensín auk þess sem slit á bílnum minnkar. Tilboð verslana Maítllbob Q Magic 250 ml 135 kr. I @ Sómalangloka 219 kr. Q Pipp 50 kr. Q Marabau Wafer, 50 g 50 kr./kg Q Speedy hlaupahjól 6.900 kr. Geisladiskurinn „Olll og Ásta á ferö“ fylgir frítt meö hverju hlaupahjóli Þín Verslun ■ Tilboöiö gildir 3. til 9. máí1 Q Þurrkryddaö lambalæri 998 kr. kg 0 Beikonhleifur 449 kr. kg Q Taco Dinner, 275 g 349 kr. Q Taco Shells, 128 g 199 kr. Q Flour Tortlllas, 340 g 199 kr. Q Mild Taco sósa, 225 g 129 kr. Q Osta Chips, 200 g 129 kr. Q Hot Salsa Dip, 322 g o 169 kr. © Fækkum feröum á bensínstööina Með nokkrum einföldum ráðum má spara tugþúsundir króna áriega í bensínkostnaði. aka á ca 80 km hraða, bíllinn eyðir meiru ef ekið er hraðar en það. Sem dæmi má nefna að ef eknir eru 100 km á 80 km hraða eyðir þokkalega sparneytinn bíll 8 1 af bensini. Ef hraðinn er aukinn í 90 km þarf tæpa 9 1 til að komast sömu vegalengd og 11,4 1 ef ekið er á 115 km hraða. En það er ólöglegt og óskynsamlegt að auki þar sem þessi aukni hraði minnkar ferðatímann ekki að ráði. Takið rólega af stað og aukið hraðann jafnt og þétt. Þannig næst fullur hraði á nær jafnstuttum tíma og ef bensínið er stigið í botn. Sé það gert rennur rándýrt bensínið ónotað í gegnum kerfi bílsins. Hægið rólega á bílnum þegar stöðva þarf. Þegar þið sjáið að þið þurflð að stöðva bílinn takið þá bíl- inn úr gír og fótinn af bensíngjöf- inni og leyfið bílnum að renna síð- asta spölinn af völdum eigin skrið- þunga. Auðvitað þarf svo að stíga á bremsuna (nema byrjað sé að láta bílinn renna þeim mun lengra frá inn eyðir ekki bensíni þessa 100 m eða svo sem hann er látinn renna. Þenjið ekki vélina að óþörfu. í gamla daga þótti flott að þenja bíl- ana (eins og sjá má í gömlum bíó- myndum) en það þykir ekki eins smart í dag, sérstaklega ekki ef vél bílsins er köld. Þó vélin sé heit þá eyðir hún töluverðu bensíni sé hún þanin svona. Kaupið ekki bensín með hærri oktantölu en mælt er með fyrir til- tekna bílgerð. Sumir vilja jafnvel meina að oft sé í lagi að nota bens- áfram á loftlausum dekkjum. Hið sama á við um bíla. Gætið því reglu- lega að loftþrýstingnum en það ætti helst að gera þegar bíllinn er kaldur því þá næst rétt mæling. Ef mæling loftþrýstings sýnir 29 pund þegar bíllinn er kaldur getur sá þrýsting- ur hækkað upp í 32 pund þegar bíll- inn hitnar (þegar loftið í dekkjunum hitnar þenst það út). Sá þrýstingur sem framleiðendur bílsins mæla með er miðaður við köld dekk og taka skyldi mið af því. Látið stilla vél bílsins reglulega og gætið þess að kerti séu hrein. st er að (i) en bíll- Tilboöiö glldlr frá 1. tll 8. maí Q Kótilettur í raspi 849 kr. kg Q Lærisneiöar í raspi 849 kr. kg Q Svínarif, grilluö 699 kr. kg Q Svínakótil., úrb., þurrk. 1398 kr. kg @ Nautafille í kryddhj. 1798 kr. kg Q Grillborgarar, 2 st. m/osti 399 kr. Q Findus Chicken curry 398 kr. pk. Q Gular melónur 149 kr. kg Q Magnum Double 399 kr. pk. 0 Sun-Lolly. 10 st., 5 brt. 169 kr. pk. Dýr dropinn Þó ódýrara sé að kaupa bensín þar sem engin þjónusta er virðist iandinn ekki vilja leggja það á sig að dæla á bílana. En þessi 3-5 mínútna vinna við að fylla tankinn getur sparað 100-200 kr. i hvert skipti sem tankurinn er fylltur. Ágætt tímakaup það. Tilboöiö gildir 3. til 6. maí 0 Svínalæri 399 kr. kg Q Svínalærisneiöar, 1. fl. 599 kr. kg Q Svínalærissneiöar, 2. fl. 499 kr. kg Q Svínabógur 399 kr. kg Q Svínakótilettur 799 kr. kg Q Svínahnakki, úrb. 799 kr. kg Q Svínahnakki m/belni 499 kr. kg Q Svínarifjasteik m/puru 299 kr. kg Q Keisaraskinka 1099 kr. kg 0 Svínalundir 1359 kr. kg ín með lægri oktantölu en gefið er upp en ekki eru aliir sammála í þeim efnum. Ef stöðva þarf bílinn í meira en 2 mínútur ætti að slökkva á vélinni. Bíll eyðir meira í hægagangi á þeim tíma en þegar honum er startað aft- ur. Athugið loftþrýsting í dekkjum. Allir sem hafa verið á hjóli vita að miklu erfiðara er að knýja það Kostnaður við vélarstillingu og reglubundið viðhald skilar sér fljótt í minni bensínkostnaði. Akið ekki um með óþarfa þyngsli í bílnum. Hið eina sem þarf alltaf að vera til staðar í bilnum er vara- dekk, tjakkur og neyðarkassi. Önn- ur verkfæri eru yfirleitt óþörf því fæstir taka sér fyrir hendur meiri háttar viðgerðir á miðri Miklu- brautinni. Því þyngri sem bíllinn er, því meira eyðir hann. -ÓSB Góð ráð fyrir heimilið Myndir á súð Hægt er að hengja myndir á súð (þ.e. í halla) ekki síður en annars staðar. Festar eru flórar lykkjur aft- an á rammann, ein i hvert hom, og i kross á milli þeirra er þrædd snúra, gjarnan úr plasti, og hún strengd eins og hægt er. Til að hengja myndina í súðina eru flórir krókar skrúfaðir í hana og myndin hengd þar á. Neðri krókarnir snúa niður en efri krókarnir vísa upp. Aukin birta í gróðurhúsi Ef þú ert með gróðurskála byggð- an við vegg má klæða vegginn með álpappír. Þá endurkastast sólar- geislarnir og gróðurinn vex betur. Skyndiviðgerð Ef pípa fer að leka og enginn fæst til viðgerðar þá stundina má leggja bút úr reiðhjólaslöngu yfir gatið og skrúfa klemmu utan um. Aðgerðin dugir þar til viðgerðarmaðurinn kemur en ekki í mjög langan tíma. Strokleðrið hreinsar Plaststrokleður flarlægir furðu marga yfirborðsbletti af flíkum, húsgögnum, veggfóðri o.fl. En gott er að athuga fyrst á leyndum stað hvort flöturinn þoiir þessa meðferð. Lökkuð og máluð húsgögn þola ekki strokleður að neinu ráði því það geta komið á þau mattir blettir. Agnirnar úr strokleðrinu eru stroknar af með bursta en ekki með hendinni. Skýli fyrir gróður Fleygðu ekki hálfgegnsæjum stór- um plastbrúsum því þá má nýta til ýmissa hluta. T.d. má skera af þeim botninn og hvolfa þeim yfir við- kvæmar jurtir ef útlit er fyrir kalsa- veður. Skrúfaðu tappann af til þess að loft ieiki um jurtirnar en hafðu hann á ef útlit er fyrir næturfrost. Minna fúguefni Stundum myndast breiðar glufur milli glugga og veggjar, t.d. við kjallaraglugga. Þegar reynt er að fylla slíkar sprungur kemur oft í ljós að heilt gímald reynist vera fyr- ir innan og fer því lítið fyrir hverri sprautufyllingu. Við svona aðstæð- ur borgar sig að kaupa þéttipylsu úr frauðplasti, sem fæst í ýmsum stærðum og troða henni inn um rif- una og fylla síðan með kvoðu fyrir utan. Heimatilbúinn barnamatur Gufusjóðið nokkurt magn af grænmeti og maukið það í mat- vinnsluvél. Skiptið því niður i hæfi- lega skammta og frystið. Maukið er siðan látið þiðna í kæliskáp áður en það er notað. Með þessu móti spar- ast rafmagn og vinna svo ekki sé minnst á allt uppvaskið. Band á málningardósina Bindið streng þvert yfir op máln- ingardósarinnar þegar hún er í notkun. Notið það til að strjúka penslinum við til að losna við um- frammagn málningar úr honum. Sé þetta gert er auðveldara að opna dósina næst þegar hún er notuð þar sem engin málning er á brúnum hennar. Gamlar skúffur Eigi að henda gömlu kommóð- unni er þjóðráð að setja lítil hjól undir skúffurnar og nýta þær sem geymslur undir rúmum. Einnig má gera úr þeim bókahillur í barnaher- bergið. Þá eru skúffurnar látnar standa upp á endann og settar í þær hiflur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.