Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 Skoðun DV Finnst þér upp þegnskylduvinnu á íslandi? Elínbjört Jónsdóttir Nei, en þaö ætti aö lengia skólaáriö svo unga fólkiö sé ekki aö eyöa tíman- um í eitthvaö óuppbyggilegt slugs. Þaö á aö nota heilann meöan þaö er ungt. Jón Arason Nei, þaö finnst mér ekki. Ég held aö fólk vinni nógu mikiö hér á landi. Oddur Steinþórsson Nei. Unglingarnir eiga aö njóta frelsis. Laufey Einarsdóttir Já, ég held þaö. Ég tel aö þaö gæti skapaö aga í okkar þjóöfélagi. Tóta Einarsdóttir Ég veit þaö bara ekki og get ekki myndaö mér skoöun á því aö óhugsuöu máli. Klónun - eru vís- indin á réttri leið? Konráð Rúnar Friðfinnsson skrifar: Maðurinn veit ýmislegt og margt er það sem hann framkvæmir. Viska er honum gefm og marghátt- aðir hlutir sem manninum er ætlað að nota sjálfum sér og öðrum til hægðarauka. En stundum seilist hann út fyrir sitt verksvið og inn á svið sem orkar tvímælis. Já, nú er ég að tala um „klónuðu" kindina Dolly. Með henni sönnuðu vísinda- mennimir að til er þekking í heim- inum sem gerir mönnum kleift að skyggnast inn í áður lokaðan heim og búa til líf. Sem sé, þekkingin er til staðar. Nútímamaðurinn getur i krafti tækja og „visku“ búið til nokkuð sem engan óraði fyrir að ætti eftir að gerast á jörðinni. Að vísu var sýnd mynd af skepnu sem gengur um á fjórum fótum og jarmar. En eru menn svo vissir um að miklar breytingar þurfi á „uppskriftinni" til að gera mann, eftirmynd lifandi einstaklings? Og hvemig maður verður það sem vísindin skapa með þessum hætti? Vitsmunavera með dýrslegt eðli eða manneskja eins og ég og þú, með sál og anda? Spumingin er hins vegar hvern langi til að fá ann- að eintak af, til dæmis, mér? Er ekki nóg að hafa mig? Maður hlýtur því að varpa fram spurningum um hvað menn raunverulega eru að tala þeg- ar þennan málaflokk ber á góma. Málið liggur fráleitt ljóst fyrir og er mörgu ósvarað, víst er um það. Ef ég skil málið rétt á kindin Dollý sér nákvæma fyrirmynd og er í öllum atriðum eins og fyrirmynd- „Til dœmis hafa heyrst raddir um að búa til eitt- hvað (skrokk?) sem hvorki hefur hendur né fœtur en nota má sem einhvers kon- ar varahlutageymslu til líf- fœraígrœðslu í sjúkt fólk. “ in. En vísindamennimir sverja og sárt við leggja að ekki standi til að „klóna“ manneskju. Samt ýja þeir að ýmsum hlutum sem manni finnst óhugnanlegir um að hugsa. Til dæmis hafa heyrst raddir um að búa til eitthvað (skrokk?) sem hvorki hefur hendur né fætur en nota má sem einhvers konar vara- hlutageymslu til liffæraígræðslu í sjúkt fólk. Já, þessi sjónarmið eru nú uppi. Hvar endar þetta óráðshjal mann- anna og hvar ætla þeir að setja punktinn yfir i-ið í þessum mála- flokki, láta pælingum lokið og snúa sér að hlutum sem eru verðmætari og meira virði fyrir fólk sem byggir jarðkringluna i dag? Hvað hefur þetta bull með kindina Dolly kostað og hvað hefur í raun áunnist með þessu verki? - Að endingu: Vill fólk svona tilraunir? Það munaði vöxtunum „SÍS var með útflutninginn á dilkakjötinu og öðrum vörum sem voru fluttar út og geymdi þœr í geymslum sínum langtímum saman fyrir mikið gjald sem kom úr styrkjakerfi landbúnaðarins. “ Oddur Ólafsson skrifaði pistil í DV fyrir skömmu um illa meðferö verslunarstéttar- innar á skjólstæð- ingum sínum. Ein hugsun sem örl- aði á þessum skrifum var um það „að dómi þess er hér hripar hef- ur aldrei verið farið í saumana á því hvað varð SÍS og því mikla fyrirtækjaveldi sem það samanstóð af, að fjörtjóni". Þeg- ar sú breyting varð að Sambandið og þar með kaupfélögin þurftu að fara að greiða framleiðendum land- búnaðarvara vexti af innleggi sínu, í staðinn fyrir að skulda þeim inn- leggið í átján mánuði vaxtalaust og halda versluninni með vörurnar í veltu sinni svona lengi án vaxta- kostnaðar, þá hrundi grunnurinn undan rekstrinum þar sem hann var ekki endilega mjög góður rekstrarlega séð. SÍS var með útflutninginn á dilkakjötinu og öðrum vörum sem voru fluttar út og geymdi þær i geymslum sínum langtímum saman fyrir mikið gjald sem kom úr styrkjakerfi landbúnaðarins. Vegna tekna af geymslunum var ekki endilega hagkvæmt að tæma þær of fljótt og veit í raun enginn hvaða áhrif það hafði á verslun með þessar vörur til útlanda. Þetta er vel varðveitt leyndarmál sem er kannski ekki minna samsæri en fannst í grænmetinu. Það virðast alltaf einhverjir vera með puttana niðri í mjólkurpeningum heimil- anna og erfitt að verjast því, hvað sem líður öllum eftirlitsstofnunum. - Yflrskriftin segir hvaö varð SÍS að falli. Brynjólfur Brynjólfsson skrifar: Garri Akfeita, vellríka þjóðin Garri er ósáttur við vigtina í Laugardalslaug- inni, hún er ekki rétt stillt og ekki orð um það meir. Iþrótta- og tómstundaráð getur sparað sér að senda inn leiðréttingu til blaðsins, hún verð- ur ekki birt. I gær sýndi hún 101 kíló sem passar bara ekki. Á gömlu, góðu vigtinni heima, sem er að vísu dálítið ryðguð, er Garri ekki nema 94 kíló, stundum að vísu 98. Garri passar vel upp á það sem hann lætur ofan í sig. Það er mest vatn og brauð og til hátíðabrigða kannski kók og sam- loka. En hvað um það, hundraðogeitt kíló er Laugardalslauginni til skammar. Eða er Garri kannski eini íslendingurinn sem fitnar á að drekka vatn? Þetta lagast Fram undan eru tíu mögur ár. Davíð er búinn að leiða okkur í gegnum tíu feit og pattaraleg ár og fram undan tíu mögur. Davíð sér til þess að þjóðin verði mjó eins og hún var áður. Sjálfur er hann að verða hálfrindilslegur. Samt borðar hann egg og beikon á morgnana eins og hann getur í sig látið. I hádeginu er lifrarpylsa og salt- ket. I þrjúkaffinu heitt súkkulaði með rjómapönnukökum. Ekki að undra þótt Dabbi kóngur grennist. Á meðan er Garri í hollust- unni, vitamínum, vatni og brauði, og fitnar! Vér, þegnar Davíðs, erum feit og þung - og rík. Og við erum sæl og rjóð og glöð. Þetta með holdafarið, það er nú afstætt. Þegar Garri lítur í spegil blasir við mynd af vel heppnuðum ein- staklingi, velmektin leynir sér ekki, enda er það vel metinn íbúi í fimmta ríkasta landi á jörðinni í speglinum. Hannes Hólmsteinn ætiar að gera okkur rfkasta allra þjóða og þar liggur hættan. Þegar við förum að græða á að passa peninga fyrir útlendinga þá fitnum við fyrst fyrir alvöru. Þá verða háskólaprófessorar að finna enn betri megrunarkúr og þá verður sundlaugin í Laugar- dal að fá nýja vigt. Grundvöllur að feita íslandi í dag Garri hefur margan sandkassann sopið eins og sagt er. Hann var í Viöey vordaginn væna þegar Davíð og Jón Baldvin féllust í faðma og stofnuðu rikisstjórn Hún varð grundvöllur að feita íslandi í dag. Þá var nú gaman að lifa þegar Jón Bald- vin, of seinn að vanda, kom svífandi léttum fjað- urmögnuðum skrefum yfir grundir Viðeyjar í „fýkur-yfir-hæðir-stílnum“. Áfram áfram, ljósi rykfrakkinn sveiflast til og frá um grannan likamann, krullumar kyssa loftið blátt. I fjarsk- anum bíður hinn heittelskaði bangsalegi Davíð - og ríkisstjórn. Grannvaxinn Garri felldi tár. Og a nú, tíu árum og tuttugu kUóum síðar, blasa við megrandi ár hjá Davíð - ef Hannes Hólmsteinn eyðUeggur ekki aUt. Garri Atlanta og Flugleiðir Eiríkur Sigurðsson skrifar: Forráða- menn Atlanta og Flugleiða hyggjast ræðast við um nánari samvinnu, jafn- vel sameiningu. Forstjóri At- lanta telur að þetta kunni að leiða tU árang- urs fyrir báða aðila og rekstur og velta Flug- leiða sé mikU en ekki að sama skapi ábatasöm. Vissulega orð að sönnu. Vonandi ná flugfélögin saman um samvinnu, helst sameiningu. Flug- leiðir ganga ekki miklu lengur með því fyrirkomulagi þar sem við- skiptavinir félagsins eru settir skör lægra en starfsfólk, kunningjar þess og ættingjar sem ganga fyrir frímið- um og góðum sætum þegar þau eru auð. Og íslenskir farþegar skör neð- ar erlendum sem njóta mun lægri fargjalda en íslenskir. Það er þörf á verulegri jafnvægisstillingu í rekstri Flugleiða hf. Frábær mynd Ragnar skrifar: Bíómyndin Verndari ekkjunnar í Sjónvarpinu sl. föstudagskvöld var ein besta bíómynd sem þar hefur sést lengi. Flestar myndirnar hafa verið annars vegar klám og sorp eða hreinræktaðar glæpamyndir af ógeðslega taginu og fyrir neðan viröingu Sjónvarpsins að bjóða heimasitjandi fólki (oftar en ekki komnu yfir miðjan aldur og gjaman með ung börn við tækið lika) að horfa á sorann. Myndin Verndari ekkjunnar var ekki bara úrvals- mynd með góðum leikurum heldur var þýðingin með afbrigðum góð og rétt. Ekki að furða því þarna var að verki einn besti þýðandi Sjónvarps- ins um langt skeið, Kristrún Þórðar- dóttir. - Sem aukinheldur þýðir að- eins úrvalsmyndir. Spara ekki stóru orðin Guðjón Ólafsson skrifar: Þeir eru margir sem reyta hár sitt og láta öfundina út í formann Sjálf- stæðisflokksins ná tökum á sér. Aðal- lega er þetta áber- andi hjá nokkrum þingmönnum og svo einstaka skribentum sem spara ekki stóru orðin og geta ekki hamið skapbresti sína. Viðurkenni þeir hæfileika Davíðs í einni setn- ingu draga þeir í land í þeirri næstu og ata hann auri. Þetta lýsir þeim sjálfum þó best. Davíð stendur í vegi þeirra og þeir sjá ekki fram á að þeirra tími komi í bráð. íbúðir fyrir flóttafólk Kristinn Sigurðsson skrifar: Félagsmálaráðherra óskar eftir að fá íbúðir til leigu á Suðurnesjum. Ekki handa Islendingum heldur er- lendu fólki sem oftast er nefnt flótta- fólk. Ég bendi ráðherra á 600-700 manns á biðlista eftir íbúð, bara í Reykjavík. Þessu fólki ætti að sinna áður en fluttur er inn enn einn farmurinn af flóttafólki. Margir nota Island sem stökkpall til að komast til annarra landa. Ráða- menn á Norðurlöndum og í Þýska- landi senda fólk frá fyrrum Júgóslavíu heim því nú loks er þar friður sem betur fer. Vilji ráðherra í alvöru hjálpa fólkinu þá á hann að hjálpa því að komast heim. - Flótta- mannavandamálið er þess eðlis að það verður ekki leyst öðruvísi en að fólk komist til síns heima. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykiavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. Davíð Oddsson forsætisráöherra. - Stendur í vegi andstæöinganna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.