Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Blaðsíða 13
13 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2001___________________________________________________ DV Fréttir Þingi frestað aðfaranótt sunnudags: Öryrkjamál og smábátar heitustu mál vetrarins - stjómin náði ekki vopnum, segir Össur. Alþingi gert að málfundi, segir Vilhjálmur Öryrkjamálið á fyrstu mánuðum ársins og smábáta- málið og sam- þykktir fyrir sölu ríkisbankanna og Landsímans rmdir þinglok eru þau mál sem hæst ber frá starfi Alþingi í vetur. Þetta er mat þeirra alþingis- manna sem DV ræddi við í gær um þingstörfm í vetur, en þeim var frestað aðfaranótt sunnu- dags. Þing kemur að óbreyttu ekki saman að nýju fyrr en þann 1. október næstkomandi. Tamt að ganga á bak allra sinna orða „Það eru sár vonbrigði að ekki tókst að fresta kvótasetningu á ákveðnum tegundum á afla smábáta og verða þar með við réttmætmn óskum smábáta- manna. Þetta sýnir að útgerðarmenn hafa undirtökin," sagði Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylkingar. Hann kvaðst harma að við sölu Lands- simans hefðu menn ekki borið gæfu til að skilja dreifikerflð undan. Þvi hefðu Samfylkmgarþingmerm setið hjá við atkvæðagreiðslu um málið. „Stjórn- andstaðan hefur verið einhuga og beitt í gagnrýni sinni í vetur og náð að klóra ríkisstjóminni vel. Frá því í ör- yrkjamálinu um áramót hefur hún aldrei náð vopnum," segir Össur og bætir við að mörg stórmál hafi komið upp að undanfómu sem sýni vaxandi ágreining á miili stjómarflokkanna. „Hveitibrauðsdögum VG er greini- lega lokið úr því ríkisstjómarflokkam- ir beita helst gagnrýni sinni á okkur. Arni Steinar Sverrir Súpa seyðið af Smábátar í markaðsvæðingu. braskkerfiö. Það er líka fínt,“ sagði Ámi Steinar Jó- hannsson þingmaður VG. Hann sagði að myndi þjóðin í ríkum mæli súpa seyðið af þeirri stefnu sem að mark- aðsvæða æ fleiri þætti í rekstri samfé- lagsins og hverfa um leið frá félagsleg- um gildum og nefndi þar sérstaklega banka- og símasöluna. „Uppúr stendur sú framkoma þjóna lénsherrahna að hrinda smábátamönn- um inn í braskakerfi sjávarútvegsins," sagði Sverrir Hermannsson formaður Frjálslynda flokksins. „Ég er einka- væðingarsinni og hefði stutt framvörp ríkisstjómarinnar um sölu bankans og Símans ef þeir hefðu staðið við áform sín um að selja aðeins tveggja til þriggja prósentna hlut til hvers og eins. En stjómarherrarnir hafa horflð frá þeim áformum, eins og þeim er orð- ið tamt að ganga á bak allra sinna orða,“ sagði Sverrir, sem kvaðst lítið gefa fyrir fréttir um ágreining innan ríkisstjórarinnar. Ljóst væri í því sam- bandi að formaður Framsóknarflokks- ins ætlaði að sitja í valdastöðu eins lengi og sætt væri. MáHundur stjórnarandstöðu Vilhjálmur Egilsson þingmaður Sjálfstæðisflokks tiltók í samtali við Umræður missa orn marks. Sýt/ ekki boxiö. DV ýmis mál sem hann hefði komið að og náðst í gegn á þinginu. Þar nefndi hann m.a. ný vaxtalög, lög sem heim- ila sölu ríkisbanka og ný lög um Seðla- banka íslands svo eitthvað væri nefnt. Ánægjulegt væri að þessi mál hefðu náð í gegn. „Stjómarandstæðan hefúr reynt að gera sig nokkuð sýnilega i vetur með síendurteknum utandag- skráumræðum. Þetta er einhver til- hneiging til þess að gera Alþingi að málfundi. En oftar en ekki em umræð- umar illa undirbúnar og missa því marks." „Mér þótti þessi endir þingvetrarins ekki átakamikill, fyrir utan þetta krókaveiðimál sem var okkur erfltt, um það var ágreiningur innan og milli stjómarflokkanna. í þessu máli eiga margar af smæstu byggðum landsins, svo sem á Vestfjörðum, mikið undir og ég hefði viljað að við hefðum getað leyst þeirra mál. Önnur þingmál þóttu mér ganga nokkuð lipurlega fyrir sig,“ sagði Ólafur Öm Haraldsson þingmað- ur Framsóknarflokks. „Ég sýti það ekki að boxmálið fór ekki í gegn, enda er mín skoðun sú að ekki sé hægt að eyða tima og kröftum í slík mál á með- an virkileg stórmál liggja fyrir þinginu og þurfa að komast i gegn.“ -sbs. DV-MYND E.ÓL Fyrstu íbúar Grafarholtshverfis / gær var mikið um að vera er fyrstu íbúar í búsnæði Búseta í Grafarholtshverfinu fengu afhentar íbúðir sínar. Búseti afhendir íbúðir við Kirkjustétt: Fyrstu íbúar Grafarholtshverfis - fluttu inn á föstudag - 200 leiguíbúðir byggðar í hverfinu Fyrstu íbúum í íbúðum húsnæð- issamvinnufélagsins Búseta í nýja Grafarholtshverflnu voru afhentar íbúðir sínar á fóstudag. Um leið hófst fólk handa við að flytja inn í hið nýja og glæsilega húsnæði sem stendur við Kirkjustétt. Á þriðjudag var hins vegar svið- sett þegar Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri afhenti formlega meintum fyrstu íbúum Grafarholts- ins lykla að fjögurhundruðustu íbúð Búseta. Var félagsmálaráðherrann Páll Pétursson einnig viðstaddur þessa sérstæðu athöfn. Raunveruleg afhending fór hins vegar ekki fram fyrr en á fóstudag og hófst klukkan 15.48. í kjölfarið hóf fólk að bera inn pjönkur sínar. í Grafarholti verða 200 leiguíbúð- ir, bæði i félagslega kerfinu og á al- mennum leigumarkaði. Er það liður í því að hrinda í framkvæmd yfir- lýsingu félagsmálaráðuneytisins um byggingu 600 leiguibúða á næstu fjórum árum. Þær verða fjármagn- aðar af lífeyrissjóðunum og af þeim mun Búseti reka um 300 íbúðir. -HKr. Suzuki Baleno 1600, árg. 1998, ekinn 27 þús. km, 5 gíra, hvitur. Verð 790 þús. kr., áhv. 260 þús. kr. Skuldabréf Land Rover Freelander 06/1999, 5 gíra, ekinn 19 þús. km, silfurlitaður, leður, topplúga. Verð 2250 þús. kr. Dodge Ram 2500 V10, ssk., ekinn 75 þús. km, grænn, læsturmillik., læstur fr/aft, 500 I bensínt., ný 44" d. o.fl. Verð 250. Áhv. 1100 þús. kr. MIVIC Pajero 2,8 TD, ssk., árg. 1997, ekinn 120 þús. km, grænn. Verð 2150 þús. kr. Áhv. 1250 þús. kr. Toyota Corolla 1,3 XLI, 5 gíra, árg. 1995, ekinn 138 þús. km, vínrauður. Verð 490 þús. kr. M-Benz 300 SE, árg. 1987, ekinn 198 þús. km, ssk., blár, álf., rafdr. Verð 790 þús. kr. Malarhöfða 2, s. 567 2000 Löggiltir bílasalar, traust þjónusta. ____________________________J MMC Pajero, árg. 1998, ekinn 165 þús. km, 5 gíra, grár, 33“ dekk, góður bíii. Verð 280 þús. kr. BMW 316 I, 5 gíra, árg. 1995, ekinn 90 þús. km, grænn, topplúga, álfelgur. Verð 1150 þús. kr. Áhv. 450 þús. kr. M-Benz C 200 dísil, árg. 1994, ekinn 320 þús. km, ssk., leðurtoppl. Verð 950 þús. kr. 100% lán. M-Benz 280 E, árg. 1993, ekinn 175 þús. km, blár, topplúga, leður, álfelgur. Verð 1380 þús. BMW 523 I steptronic 03/2000, ek. 14 þús. km, silfurlitaður, leður, topplúga 17" álfelgur ný dekk. Verð 3950 þús. kr. Grand Ch. Laredo, árg. 1996, ssk., ekinn 76 þús. km. Grænn. Verð 1680 þús. kr. Áhv. 1300 þús. kr. Ford Explorer 4,0 Eddie Bauer, árg. 1995, ekinn 120 þús. km, blár, 33" dekk, leður. Verð 1580 þús. kr. Áhv. 1200 þús. kr. Daweoo Lanos, 5 gíra, nýr, ekinn 0 km, rauður. Verð 790 þús. M-Benz C-230, ssk., árg. 1998, ekinn 70 þús., silfurl., leður, topplúga rafdr. sæti, álf. o.fl. Verð 2600 þús. kr. Ahv. 1550 þús. kr. BMW 328 I, árg. 1998, ekinn 33 þús. km, grænsans., topplúga, sportsæti, leður, 16" álf. CD-sound system o.fl. Verð 2950 þús. kr. Saab 9000 turbo CD, ekinn 100 þús. km, ssk., svartur, álfelg., toppl. o.fl. Verð 1450 þús. kr. Ahv. 260 þús. kr. BMW 316 I, 5 gíra, árg. 1997, ekinn 95 þús. km, svartur, topplúga. Verð 1350 þús. kr. Áhv. 900 þús. kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.