Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Page 12
12 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2001 Skoðun H>V Þröstur Sveinsson nemi: Ferrari F50, rauður. Ólafur Símon Aðalsteinsson nemi: Ford GT90, hvítur. Þorvaldur Einarsson nemi: Dodge Aspen, gangfær, brúnn. Kristinn Styrmisson vinnuvélastjóri: Ford Fairiane 500, 1959, svartur. Sigurður Már Davíösson nemi: Opel Astra coupé, svartur. Gengisskráning st j órnmálamanna Það er aldrei að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um stjórnmál - sem sumir nefna aldrei annað en pólitík og oft í niðrandi merk- ingu. í Bandarikj- unum t.d. slá menn oft saman orðunum „politics and poker“ þegar rædd eru stjómmál og skýra þannig þekkt áhugaleysi þarlendra á kosn- ingum og stjórnmálaþátttöku yfir- leitt. - Segja sem svo, að engu skipti þátttaka almennings í kosningum, allt sé ákveðið með einum eða öðrum hætti í Washington. Þetta kann að vera rétt ályktað hjá bandariskum al- menningi og gengur þó allt með eðli- legum hætti á þarlendan mælikvarða. Hér á landi er aðra sögu að segja af stjórnmálum. Þátttaka er almenn í kosningum til þings og sveitarstjórna og þykjast menn með henni ráða verulega hvernig landinu er stjórnað þótt svo enginn viti með vissu hver eða hverjir stjórna eftir kosningar, því þá byrjar nú fyrst ballið. - Timi stjórnarmyndunarviðræðna er því oft meiri spennutími en úrslit kosn- inganna sjálfra. Nú er hins vegar farið að bæta um betur hér á landi því ungliðahreyf- ingar stjórnmálaflokka, sem standa sig vel í útgáfumálum vefmiðla sinna, hika ekki við að gefa stjórn- málamönnum einkunnir fyrir frammistöðu þeirra. í stað þess að ólmast eingöngu gegn andstæðingum í öðrum flokkum, kryfja nú vefmiðl- ar ungliðahreyfinganna frammistöðu „í stað þess að ólmast ein- göngu gegn andstæðingum í öðrum flokkum, kryfja nú vefmiðlar ungliðahreyfing- anna frammistöðu sinna stjórnmálamanna og gefa þeim einkunnir.“ sinna stjórnmálamanna og gefa þeim einkunnir. Frumkvöðlar að þessu eru vefmiðlarnir Frelsi.is (vefrit Heimdellinga og ungra sjálfstæðis- manna) og Maddaman. is (vefrit ungra framsóknarmanna). Þeir hika ekki við að gengisfella þá stjórnmála- menn sem lítið eða ekki koma við sögu í stjórnmálunum, halda að sér höndum eða fyrirgera rétti sínum að þeirra mati til að vera þingmenn alls landsins en draga taum sins kjör- dæmis sérstaklega. Taka má undir með vefmiðlum þessum að því leyti að stjórnmála- menn sem lítið láta að sér kveða í þjóðmálaumræðunni og koma þá helst fram þegar sykursæt dægur- málin ber á góma i utandagskrárum- ræðunni eru vart á vetur setjandi. Alþingi er til þess að fjalla um lagastafi, nýja eða endurgerða, en ekki ætlað að gerast handbendi hags- munahópa né að mynda hræðslu- bandalag með stundarbrjáluðum skyndisóknum alþjóðar í allsnægta- þjóðfélagið úti við sjóndeildarhring- inn. Gengisskráning stjórnmálanna ætti að vera tiltæk og fastur liður í þjóðlífmu og ekki minna marktæk en aðrar skoðanakannanir um stöðu stjórnmálamanna. Gengisskráning stjórnmálamanna á vefritum ungliða- hreyfinganna er nýjung í fjöl-" miðlaflórunni og ætti enginn að firrt- ast af því framtaki. - Ný kynslóð, nýir taktar. Samgöngumálin brýnasta verkefnið Ásgeir Ásgeirsson skrifar: Margir fullyrða að samgöngur þjóðar séu sífellt forgangsverkefni. Áður en hugað er að auknu athafna- lífi á hinum og þessum stöðum á ís- landi er áreiðanlega meiri þörf á bættum samgöngum, betra vega- kerfi og greiðara. Þangað sem sam- göngur eru greiðar allt árið þar eflist atvinnulífið sjálfkrafa. Engum dettur í hug að setja sig niður til bú- setu eða framkvæmda nema þar sem greiðfærar samgöngur tengjast nærliggjandi eða næsta þéttbýlis- svæði. Þetta á ekki síst við í sjávar- útvegsgeiranum, þ.m.t. í fiskvinnsl- unni sem hefur flust frá þekktum sjávarútvegsplássum norðanlands og vestan til þéttbýliskjarnans í „Það er auðvitað megingalli á framkvæmdaáætlun hins opinbera að svo mikilvœgur þáttur í þjóðfélaginu sem samgöngumálin skuli ekki sæta forgangi fram yfir aðr- ar verklegar framkvæmdir hins opinbera. “ kringum Akureyri og svo höfuð- borgarsvæðisins og byggðanna sunnan þess. En samgöngumálin eru í verulegum ógöngum að segja má um land allt. Höfuðborgarsvæð- ið og þá sérstaklega Reykjavík eru ekki undan skilin. í ágætum leiðara í DV sl. fimmtu- dag um þessi mál sem snúast þó að- allega um eina eða tvær götur í borginni, Kringlumýrarbraut og Miklubraut allt að Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi, er vandamálið rætt itarlega. Eins og þar segir líka eru verkefnin mörg og brýn og öll á toppi þjóðhagslegrar hagkvæmni. Það er auðvitað megingalli á framkvæmdaáætlun hins opinbera að svo mikilvægur þáttur i þjóðfé- laginu sem samgöngumálin skuli ekki sæta forgangi fram yfir aðrar verklegar framkvæmdir hins opin- bera. Flug er sífellt minnkandi þátt- ur samgangna en bUlinn blívur og mikilvægi hans í samgöngum í borg og byggð vegur æ þyngra. Tilkoma nýrrar orku fyrir bílana dregur ekki úr þeirri staðreynd. Garrí Gleði á himnum yfir djúsdólgi Fátt þykir eftirsóknarverðara erlendis en að falla undir þá skilgreiningu sem jafnan er skammstöfuð VIP og mun merkja „Very Impor- tant Person,“ eða „afar mikilvæg persóna" upp á íslensku. Þennan flokk fylla helst mikilmenni á borð við kvikmynda- ellegar poppstjömur, þjóð- arleiðtoga, fótboltakappa, milljarðamæringa, kynbombur og raunar allir þeir sem eru frægir fyrir eitthvað, jafnvel af endemum eða bara frægir fyrir að vera frægir. Þetta VlP-fólk fær yf- irleitt öðruvísi og betri trakteringar og þjónustu en meðaljónar og jónur, það er snúist í kringum það i flugvélum og stjanað við það á veitinga- og gististöðum og það ekki síst gerir það svo eftir- sóknarvert að vera VIP. Það eru ekki margir íslendingar sem geta gert tilkall til að vera meðhöndlaðir sem afar mikil- vægar persónur. Vissulega Björk, hugsanlega Ólafur Ragnar og ef til vill Kristján Jóhannsson. Varla fleiri. Og jú, reyndar einn enn, ef marka má DV um helgina, sem sé enginn annar en sjálfur flugdólgurinn og tannlæknirinn Ómar Konráðsson. Ýsa í raspi Ómar þessi varð landsfrægur fyrir meinta ölv- un og ólæti um borð í Flugleiðavél á leiö til Mexíkó fyrir einhverjum mánuðum og var í kjöl- farið settur í flugbann og talinn óalandi en ekki síst óferjandi í háloftunum. En batnandi manni er best að lifa og Ómar er nýkominn heim frá Mallorca og fór báðar leiðir með Flugleiðum. Og það væsti ekki um kappann um borð, enda drakk hann aðeins að eigin sögn ávaxtadjús bæði á út- og heimleið. Það var stjanað við hann um borð, hann fékk flottasta sætið í vélinni, besta matinn sem í boði var (ýsu í raspi) og þeg- ar út var komið var honum útveguð flottasta íbúðin á hótelinu. Og heimkominn tóku tollverð- ir á móti Ómari eins og gömlum vini og hleyptu honum í gegn óskoðuðum. Ómar afturbataflugdólgur fékk sem sé í þess- ari ferð þá þjónustu sem aðeins er veitt afar mikilvægum persónum og er því kominn í VIP- hópinn, einn örfárra íslendinga. 99 bindindismenn En hvers vegna? Hljóta margir að spyrja, ekki síst fólk sem hefur flogið bláedrú fram og aftur um heiminn með Flugleiðum og aldrei verið til vandræða, en aldrei fengið viðlika þjónustu og fyrrum flugdólgur. Ástæðan er ósköp einföld og hana er að finna í hinni góðu bók, nánar tiltekið í Lúkasarguð- spjalli, en þar segir m.a. að það sé „meiri gleði á himni yfir einum syndara, sem gjörir iðrun, en yfir 99 réttlátum, er ekki þurfa iðrunar við.“ Með öðrum orðum: Líkar eru Flugleiðir himnaríki og gleðjast meir yflr einum iðrandi flugdólgi, sem breytt hefur víni í appelsín, en yfir 99 sífljúgandi bindindismönn- um sem einskis hafa að iðra. G3ITI Látiö úr höfn Orðnir leiöir á þrasinu. Sjómenn fegnastir Þórarinn hringdi: Þrátt fyrir hróp og köll nokkurra manna í hópi mótmælenda við Alþing- ishúsið sl. miövikudag þar sem sjó- menn voru sagðir í meirihluta (sem ég þó efast um að hafi verið) var staðan sú, eftir að lög voru sett tU lausnar sjó- mannaverkfallinu, að sjómenn voru yfir sig ánægðir að fara á sjóinn. Þetta kom glögglega fram í sjónvarps- fréttaviðtali við einn þeirra sem var að ganga um borð í skip sitt. Hann sagðist vera orðinn dauðleiður á að hanga svona og vita ekkert hvað yrði um sig. Orð þessa sjómanns eru dæmi- gerð fyrir aðra starfsbræður hans. Sjó- mannaforustan á liklega ekki upp á pallborðið hjá umbjóðendum i bráð. Fyrirmyndar- auglýsing Elko Þóra Björnsdóttir skrifar: Ég sá mér til ánægju opnuauglýs- ingu í dagblaði frá Elko í Kópavogi. Ég tel þessa auglýsingu vera tU fyrir- myndar fyrir önnur fyrirtæki vegna þess að hún var bara svart/hvít en ekki í mörgum litum sem er margfalt dýrara og auðvitað leggst sá kostnaður á hlutina sem auglýstir eru. Ég hygg að svona einfaldar auglýsingar geri það m.a. að verkum, að Elko getur boðið neytendum vörur sínar ódýrari en aðrar verslanir sem selja svipaðar vörur. Þarna fylgir verslunin sömu stefnu og maður sér t.d. í stórblöðum í Ameríku og víðar. Þar þykir nægja að auglýsa matvörur og aðrar neysluvör- ur í svart/hvítu. Það nægir líka. Sjúkraliðar enn í verkfall Guðrún ÁgúsLsdóttir hringdi: Það er ekki langt síðan sjúkra- liðar stóðu í ströngu verkfalli vegna launabar- áttu. Maður er hættur að hafa samúð með þess- um stéttum sem sí og æ standa I ■.....■"*. kröfugerð um kaup og kjör. Ég efa ekki að sjúkralið- ar eru ekki oflaunaðir en þeir eru áreiðanlega heldur ekki svo lágt laun- aðir að þeir þurfl aö knýja á ríkis- hirsluna með verkfalli eina ferðina enn. - Maður getur ekki haft samúð með neinum þeim sem ætlar að knýja fram hækkuð laun með verkfalli. í landi sem býr við margfalt góðæri miðað við flestar aðrar þjóðir, með miklu lengra sumarfrí en tíðkast í öðrum löndum og annað eftir þvi. Sjúkraliðar enn á ferö Er samúöin að dvína? Frábærar myndir Vilhjálmur Alfreósson skrifar: Tvær frábærar kvikmyndir eru nú sýndar í Reykjavík, „Enemy at the Gates“ og „Thirteen Days“. Fyrri myndin er um orrustuna við Stalin- grad 1942-1943 og sú seinni um Kúbu- deiluna árið 1962. Ég fylgdist með öll- um atburðunum á þessum árum, frá degi til dags. í Kúbudeilunni var ég ansi hræddur vegna þess að þar voru ekki margir til að taka ákvörðun utan tveir forráðamenn stórveldanna tveggja, Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna. Á langri ævi hef ég lent i ýms- um hættum en gat stjórnað sjálfur að miklu leyti hvemig ég komst út úr þeim. En í Kúbudeilunni var ekki um slíkt að ræða. Hún var því martröð fyrir mér eins og milljónum annarra. Vonandi þarf mannkynið ekki að ganga í gegnum svona aftur. [dv Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.