Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2001 ÐV Útlönd u Enn stefnir í stórsigur Verkamannaflokksins Kosningabarátta íhaldsflokksins í Bretlandi virðist hafa misst alger- lega marks og samkvæmt nýjustu könnunum leiðir Verkamannaflokk- urinn með 19 prósentustiga mun. Síðasta kosningamál Williams Hagues, formanns íhaldsflokksins, var baráttan gegn fjölgun innflytj- enda en eins og önnur baráttumál hans virðist það ekki hafa náð hylli kjósenda. Innanríkisráðherrann, Jack Straw, kynnti í gær hugmyndir rík- isstjórnar Verkamannaflokksins um að setja þak á fjölda innflytj- enda. Eitt af öðru kosningamálum Hagues hefur verið kæft af Verka- mannaflokknum og slagsmál Johns Prescotts aðstoðarforsætisráðherra við velskan vinnumann á miðviku- dag virðast hafa snúist flokknum í hag. Vinnumaðurinn, sem henti eggi í Prescott, segist sjá eftir atburðin- um. Engu að síður sagðist hann geta útkljáð deilumálin við Prescott ef þeir væru tveir saman í klefa. Sam- kvæmt skoðanakönnunum styður meirihluti Breta viðbrögð Prescotts við athæfi bóndans. 58 prósent voru í heimsókn á sjúkrahúsi íhaldsflokkurinn hefur ekki roö viö Tony Blair en skoöanakannanir sýna metfylgi Verkamannaflokks í hálft annaö ár. fylgjandi ráðherranum en 35 á móti. Edward Heath, fyrrverandi for- sætisráðherra íhaldsflokksins í Bretlandi, sagði flokk Hagues vera „ókjósanlegan". Hann segist vona eftir afgerandi ósigri flokksins í kosningunum 7. júní, svo breyting- ar fari fram innan hans. Skoðanakannanir sýna mesta for- skot Verkamannaflokksins í 18 mánuði. Innanríkismál hafa ein- kennt kosningabaráttuna hingað til en talið er að Evrópumálin séu næst á dagskrá. Talsmaður Blairs segir að Verkamannaflokkurinn muni „éta“ íhaldsmenn í því máli, rétt eins og í skattamálum. Verkamannaflokkurinn hefur lýst því yfir að hann hyggist lýsa yfir striði gegn barnaníðingum. Hugmyndin er að gera Netið öruggt fyrir börn. Þá er í burðarliðnum að setja saman baráttusveit til að ráð- ast á tölvuglæpi og er þar innifalin dreifing barnakláms og tölvuvírusa. Leiðtogar flokkanna tóku sér hlé frá kosningabaráttunni í gær og Tony Blair fagnaði eins árs afmæli sonar síns með eiginkonu sinni Cherie. Kosningar í Chad Kosningadagur var í Miö-Afríkuríkinu Chad í gær. Forseti landsins, Idriss Deby, vonast til aö sigra sex keppinauta sína og framiengja 10 ára valdatíö. Andstæöingar hans saka hann um aö skipuleggja kosningasvindl en hann hóf valdafer- il sinn meö byltingu. Chad er afar fátækt land en olíulindir gefa vonir um aö breyting veröi þar á. Óstööugur Wahid vill neyðarástand Abdurrahman Wahid, forseti Indónesíu, íhugar að lýsa yflr neyð- arástandi í landinu tU að bregðast við hættu á að hann verði ákærður fyrir spillingu. Það myndi gera hon- um kleift að leysa upp óvinveitt þing landsins sem færist sífellt nær því að ákæra hann. Wahid er fyrsti lýðræöislega kjörni leiðtogi Indónesíu, en landið er fjölmennast allra múslímaríkja í heiminum, með 225 milljónir íbúa. Hann hefur setið nítján mánuði á valdastóli og hefur tvisvar verið ávíttur af þinginu fyrir fjármála- hneyksli. Leiðtogar helstu flokka á þinginu hafa fundað upp á síðkastið um mögulegan eftirmann hans á forsetastóli. Talið er fullvíst að varaforsetinn, Megawati Sukarnoputri, muni taka við for- Abdurrahman Wahid Indónesíuforsetinn er óstöðugur - bæöi á fótum og vaidastóii. setaembættinu af hinum hálfblinda og óstöðuga Wahid innan nokkurra mánaða. Megawati segist ekki hafa sérstakan áhuga á forsetaembætt- inu en að hún muni taka það á sig ef flokkur hennar krefjist þess af henni. Tugþúsundir fylgismanna hennar hvöttu hana á baráttufundi flokks hennar fyrir skemmstu og kölluðu á hana í forsetastólinn. Hún er dóttir Sukarnos, fyrrverandi for- seta Indónesíu. Óttast er að ef Wahid verði steypt af stóli muni stuðningsmenn hans efna til uppreisnar. Wahid er múslímskur klerkur og á stuðning bókstafstrúarmanna visan. Ástand- ið í Indónesíu er rafmagnað og búist er við aðgerðum bæði af hálfu þingsins og Wahids, sem hefur her- inn sín megin. Tílboð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.