Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Blaðsíða 26
42 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2001 íslendingaþættir _____________________________________________________________________________________________________3PV Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Ffmimtiiiigluir Kristján Valdimarsson forstöðumaður í Reykjavík Stórafmæli 85 ára__________________________ Jónheiður Níelsdóttir, Njálsgötu 1, Reykjavík. 75 ára_________________________ Sigríöur Guðmundsdóttir, Laugarásvegi 23, Reykjavík. 70 ára_________________________ Aðalheiöur Magnúsdóttir, Rauöhömrum 10, Reykjavlk. Þorvaröur Haraldsson, Nýbýlavegi 66, Kópavogi. 60 ára_________________________ Guðrún Ester Halldórsdóttir, Fossheiöi 2, Selfossi. Gunnþórunn R. Þórhallsdóttir, Valhúsabraut 21, Seltjarnarnesi. Hólmsteinn Arason, Hamraborg 16, Kópavogi. Jón Þorbjörnsson, Ljósheimum 8a, Reykjavlk. Ragnhildur Lýðsdóttir, Þrúövangi 22, Hafnarfirði. Unnstelnn Arason, Berugötu 16, Borgarnesi. 50 ára_________________________ Anna Sigurlína Karlsdóttir, Látraseli 7, Reykjavík. Björg Ásgeirsdóttir, Kögurseli 2, Reykjavík. Jón F. Sigurðsson, Herjólfsgötu 8, Hafnarfiröi. Ólafía Björk Davíösdóttir, Mávahllð 17, Reykjavlk. Sigurveig Sigtryggsdóttir, Ásbúö 44, Garöabæ. 40 ára Kristján Valdimarsson forstöðu- maður, Háteigsvegi 14 í Reykjavik, er fimmtugur í dag. Starfsferill Kristján er fæddur á Akureyri og ólst þar upp til flmm ára aldurs er hann flutti til Reykjavíkur. Hann lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1968, stúdentsprófi frá MA 1972 og BA-prófi I stjórnmála- fræði frá HÍ 1976. Kristján starfaði hjá Olíuverslun íslands í skólaleyfum 1964-75, hjá KEA á Akureyri 1972-73, við rann: sóknir hjá Félagsvísindadeild HÍ 1976 og var deildarfulltrúi þar 1976-79. Kristján var framkvæmdastjóri Alþýöubandalagsfélagsins í Reykja- vík 1979-84, skrifstofustjóri Alþýðu- bandalagsins 1984-88 og fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins 1988-90. Hann var deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu 1991 en hefur frá 1991 verið forstöðumaður starfs- þjálfunarstaðarins Örva. Kristján sat m.a. í stjóm Æsku- lýðssambands íslands 1977-79, í Æskulýðsráði Reykjavíkur 1978-86, átti sæti í samstarfsnefnd Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur og Fræðslu- ráðs 1982-86, var annar fulltrúi fs- lands í Norræna æskulýðssjóðnum (Kommittén for nordiskt ungdoms- samarbete) 1978-85, var varaformað- ur sjóðsins 1978-80, átti sæti í stjórn Neytendafélags höfuðborgarsvæðis- ins 1986-89 og jafnframt i stjórn Neytendasamtakanna. Kristján er formaöur Samtaka um vinnu og verkþjálfun (SVV) og er varamaður í félagsmálaráði Reykjavíkur. Fjölskylda Kristján kvæntist 1971 Örnu Hólmfríði Jónsdóttur, f. 10.9. 1953, lektor. Foreldrar hennar eru Jón Magdal Bjarnason, f. 26.10.1931, raf- virkjameistari í Hafnarfirði, og Jón- ína Þorsteinsdóttir, f. 14.8. 1932, röntgentæknir á Akureyri. Kristján og Ama skildu 1985. Sonur Kristjáns og Örnu er Hrafn Kristjánsson, f. 30.10. 1972, íþrótta- kennari á ísafirði. Kristján kvæntist 1999 Ragnheiði Bóasdóttur, f. 30.12. 1964, náms- og starfsráðgjafa í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Foreldrar Ragnheiðar eru Bóas Gunnarsson, f. 15.12. 1932, og Guðfinna Kristin Sigfúsdóttir, f. 6.12. 1933, frá Stuðlum í Mývatns- sveit. Dóttir Kristjáns og Ragnheiðar er Amý Eir Krist- jánsdóttir, f. 14.1. 1999. Sonur Ragn- heiðar er Arnald- ur Bjamason, f. 24.6. 1990. Kristján átti einn bróður, Valdimar Valdi- marsson, f. 18.2. 1954, d. 6.2. 1993. Börn Valdi- mars eru Fanney Dögg Valdimars- dóttir, f. 5.8.1979, og Valdimar Svan Valdimars- son, f. 1.4. 1993. Móðir Fanneyjar Daggar er Jóna Vilborg Guðmundsdóttir, f. 5.5.1955, hjúkrunarfræðingur. Móðir Valdi- mars Svans er Guðrún Svanhvít Sigurðardóttir, f. 6.7. 1955. Foreldrar Kristjáns voru Valdi- mar Jakobsson, f. 24.7. 1928, d. 25.3. 1989, deildarstjóri og Fanney Unnur Kristjánsdóttir, f. 18.2. 1927, d. 27.9. 1982, auglýsingastjóri. Ætt Valdimar var sonur Jakobs Frí- manns Kristinssonar, útgerðar- manns í Hrísey, en bjó lengst af á Akureyri. Jakob var ættaður frá Stóra-Eyrarlandi á Akureyri. Móðir Valdimars var Filipía Guð- rún Valdimarsdóttir, ættuð frá Litla-Árskógi á Árskógsströnd. Fanney var dóttir Kristjáns Páls- sonar, bónda á Hólslandi í Eyja- hreppi, og k.h., Danfríðar Brynjólfs- dóttur. Gunnhildur Jónasdóttir, lllugagötu 55, Vestmannaeyjum. Hafþór Breiðfjörð Sigþórsson, Unufelli 27, Reykjavlk. Hjörtur Sævar Steinason, Dúfnahólum 4, Reykjavlk. Magnús Helgi Björgvinsson, Arnarsmára 4, Kópavogi. Valdimar Valdemarsson, Hófgeröi 1, Kópavogi. U bílar og farartæki húsnæði markaðstorgið atvinna qf einkamál 550 5000 IHBræður Sigurður Elías Eyjólfsson prentari á Seltjarnarnesi Sigurður Elías Eyjólfsson prent- ari, Skólabraut 3, Seltjamamesi, er níræður í dag. Starfsferill Sigurður fæddist við Grettisgöt- una í Reykjavík. Hann hóf nám í prentiðn við ísafoldarprentsmiðju 1929 og lauk þar námi. Sigurður starfaði við ísafoldar- prentsmiðju til 1941. Hann var verk- stjóri í Víkingsprenti 1941A14 og var síðan verkstjóri í vélasal Alþýðu- prentsmiðjunnar 1944-64. Sigurður stofnaði Hagprent 1964 með Eyjólfi syni sínum og starf- ræktu þeir fyrirtækið til 1981 er þeir seldu það. Sigurður sat í iðnfræðsluráði 1954-62 og var endurskoðandi reikn- inga þar 1951-54, sat í stjórn Hins ís- lenska prentarafélags 1957-61, var varaformaður félagsins 1961-64, var formaður fulltrúaráðs Alþýðu- flokksins í tvö ár og sat í stjórn þess í nokkur ár og var prófdómari í prentun 1951-69. Fjölskylda Sigurður kvæntist 23.7. 1938 Ragnhildi Sigurjónsdóttur, f. 16.7. 1918, frá Vestmannaeyjum. Hún er dóttir Sigurjóns Sigurðssonar og Kristínar Óladóttur. Börn Sigurðar og Ragnhildar eru Eyjólfur, f. 29.11. 1938, búsettur í Belgiu, en kona hans er Sjöfn Ólafs- dóttur, f. 2.6. 1942;Jóhanna Ingi- björg, f. 22.5. 1942, búsett í Hafnar- firði, en maöur hennar er Guð- mundur Guðjónsson; Gísli Ragnar, f. 19.9. 1943, búsettur í Hafnarfirði, en kona hans er Þórdís Brynjólfs- dóttir, f. 28.8. 1949; Óli Kristján, f. 23.1. 1946, d. 9.7. 1992, var kvæntur Gunnþórunni Jónsdóttur, f. 28.1. 1946; Guðrún, f. 1.3. 1952, búsett í Reykjavík, en maður hennar er Hlöðver Sigurðsson, f. 16.3. 1945. Afkomendur Sigurðar og Ragn- hildar eru nú fjöratíu og einn tals- ins. Systkini Sigurðar: Gíslína Ragn- heiður Eyjólfsdóttir, f. 1904, d. 1925; Sigurður Elías Eyjólfsson, f. 1907, d. í fæðingu; Jón Elías Eyjólfsson, f. 21.8. 1916. Foreldar Sigurðar voru Eyjólfur Sigurðsson frá Pétursey í Mýrdal, f. 2.11. 1879, d. 14.10. 1940, og Guðrún Gísladóttir frá Hafþórsstöðum í Norðurárdal, f. 16.7. 1880, d. 31.7. 1971. Sigurður verður að heiman á af- mælisdaginn. Óli Bergholt Lúthersson húsvörður hjá Tónlistarhúsi Kópavogs Óli Bergholt Lúthersson, húsvörður hjá Tónlistarhúsi Kópavogs, Ásbraut 21, Kópavogi, er sjötugur í dag. Starfsferill Óli fæddist í Bergsholti í Staðarsveit á Snæfellsnesi og ólst þar upp í for- eldrahúsum til tvítugsaldurs. Hann stundaði nám viö Héraðsskólann á fitsa Laugarvatni 1947-48. Óli ók hjá Bifreiöastöö Steindórs í fimm ár, hjá Landleiöum í átta ár og var leigubifreiðarstjóri á eigin bíl hjá Bæjar- leiðum í tólf ár. Hann starfaði hjá ísal í Straumsvík í fimm ár og vann hjá Rad- íóbúðinni í nítján ár, fyrst við afgreiðslu á verkstæði og síðan fyrir skrifstofuna. Hann hefur nú verið húsvörður hjá Salnum í Kópavogi sl. tvö ár. Óli sat í stjórn Hreyfils og Frama, sat i stjóm Lánasjóðs Frama, hefur starfað mikið í sjáifstæðisfélögunum í Kópavogi og sungið með Snæfellinga- kómum og Kór Kirkju óháða safnaðar- ins. Fjölskylda Eiginkona Óla er Svana Svanþórs- dóttir, f. 26.3. 1934, húsmóðir og mat- ráðskona hjá íslandsbanka FBA. Hún er dóttir Svanþórs Jónssonar, f. 5.9. 1912, múrarameistara og Sigurástu Ásmundsdóttur, f. 11.3. 1912, verslun- arkonu. Börn Óla og Svönu eru Ragna, f. 19.10. 1956, skrifstofumaður og hús- móðir, gift Eiríki Guðbjarti Guð- mundssyni múrarameistara og eiga þau þrjú börn;Kristín Theodóra, f. 12.1. 1960, verslunarmaður og hús- móðir, gift Óla Sævari Halldórssyni Laxdal verslunarmanni og eiga þau fjögur böm; Ásdís, f. 22.4. 1967, ljóð- skáld og listhönnuður; Lúther, f. 14.1. 1972, húsasmíðameistari. Systkini Óla em Jón, f. 13.2. 1914, fyrrv. bóndi að Brautarholti í Staðar- sveit og verslunarmaður, nú búsettur í Reykjavik; Svafa, f. 27.7.1915; Krist- ín Ásthildur, f. 1.4. 1917, d. 21.4. 2000 Guðrún Fjóla, f. 8.6.1921, d. 12.7.1998 Petrea, f. 19.2.1925; Pétur Bergholt, f 2.9.1936, húsgagna- og innanhússarki tekt. Foreldrar Óla era Lúther Jónsson frá Valshamri á Skógarströnd, f. 22.9. 1892, d. 28.4. 1974, bóndi í Bergsholti í Staðarsveit, og k.h., Kristín Theodóra Pétursdóttir frá Árnhúsum á Skógar- strönd, f. 21.11.1890, d. 18.2.1984, hús- freyja og saumakona í Bergsholti. Öli og Svana verða að heiman á af- mælisdaginn. Merkir Islendingar Torfi Hjartarson, tollstjóri og ríkissáttasemj ari, fæddist á Hvanneyri i Borgarfirði 21 maí 1902. Foreldrar hans voru Hjörtur Snorrason alþingismaður, skólastjóri á Hvanneyri og bóndi á Skeljabrekku og í Arnarholti, og k.h„ Ragnheiður hús- freyja, dóttir Torfa, skólastjóra í Ólafs- dal, Bjamasonar. Bróðir Torfa Hjartar- sohar var Snorri skáld. Meðal barna Torfa eru Hjörtur hæstaréttardómari og Ragnheiður, rektor MR. Torfl lauk stúdentsprófi frá MR 1924, embættisprófi 1 lögfræði frá HÍ 1930 og dvaldi í London við framhaldsnám 1930-31. Torfl naut feikilegs trausts sem vandað- ur embættismaður enda tollstjóri í Reykja- vík 1943-72, sáttasemjari á sama tíma frá 1945 Torfi Hjartarson til sjötíu og átta ára aldurs og oddviti yfir- kjörstjórnar við bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík 1949-70. Þá kom hann eitt sinn sterklega til greina sem borgarstjóraefni sjálfstæðismanna og sem ráðherra í utanþingsstjóm. Hann varð fyrsti for- maður Sambands ungra sjálfstæðis- manna 1930 og hélt eftirminnilega ræðu á afmæli SUS á Þingvöllum, 1990. Þar mælti hann skörulega gegn EB-aöild og sagði íslendinga ekki hafa brotist undan Dönum til að láta þá stjóma sér aftur i gegnum Brussel. Torfi var látlaus og hressilegur í við- móti, hélt góðri heilsu fram á elliár og ók eins og herforingi sínum hálfrar aldar gamla Willys-jeppa, er hann sjálfur var kom- inn á tíræðisaldur. Hann lést 8. október 1996. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlíö35' Sími 581 3300 allan sólarhringinn. www.Utforin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.