Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Síða 14
14 Merming Söngur og fróðleikur Ungur íslenskur bassasöngvari, Davíð Ólafs- son að nafni, hélt sína fyrstu einsöngstónleika hér á landi í nýju tónlistarhúsi Karlakórs Reykjavíkur, Ými, sl. föstudagskvöld. Davíð stundaði nám í Söngskólanum í Reykjavík og Tónlistarháskólanum í Vín en er nú fastráðinn við óperuhúsið í Lúbeck til tveggja ára. Ólafur Vignir Albertsson lék með Davíð á tónleikun- um en hann var ranglega titlaður faðir hans í Fréttablaðinu á föstudag. Söngvarinn ungi leið- rétti misskilninginn í lok tónleikanna áheyr- endum til ómældrar skemmtunar. Ýmir er sérkennilegt hús og minnir einna helst á sænska steinsteypta „hyttu“ að utan en risastóra grafhvelfingu að innan. í salnum er ágætis hljómburður og eiga karlakórsmenn heiður skilinn fyrir framtakið en Ýmir er fyrsta húsiö í Reykjavík á eftir Hljómskálanum sem byggt er með tónlistarflutning einan í huga. Davíð og Ólafur Vignir hófu dagskrá sína á norrænum þjóðlögum og sönglögum og haföi Davíð þann háttinn á að kynna verkin sjálfur og fræða tónleikagesti um ýmislegt þeim tengt. Að stökkva úr skemmtikynningu annars vegar og í dramatískan söng hins vegar er á fárra færi nema kannski þaulreyndustu manna og hér var að bera í bakkafullan lækinn af jafn- ungum flytjanda. Kynningarnar urðu oft of langar miðað við lögin og virtust misvel undir- búnar, með þeim var sífellt klippt á einbeitingu söngvarans og áheyrenda og þar af leiðandi náðist ekki upp samfelld stemning í flutninginn framan af. Fyrir vikið naut falleg bassarödd Davíðs sín heldur ekki í örstuttum og oft raul- kenndum þjóðlögunum. Kannski mætti líka deila um val á einstökum lögum en meðal þeirra var að fmna þekkta slagara eins og „Det var en lördag aften“. í kjölfarið kom ósjálfrátt upp í hugann „Der var brændevin í flasken" og sú áleitna spurningin hvers vegna því var sleppt. Tónlist I óperuaríunum eftir hlé óx Davíð hins veg- ar ásmegin og þar var eins og röddin springi út. Hún naut sín t.d. vel í aríu Bartólós úr „Brúökaupi Fígarós" þar sem hann lék sér að hinum hröðu hlaupum og í „II lacerato spirito" úr „Simone Boccanegra" eftir Verdi. Einnig var aría Don Basilios úr „Rakaranum" eftir Rossini tilþrifamikil en þar sveiflaði Davíð rödd sinni áreynslulaust milli léttleika og þrótt- mikils styrks og túlkunin á hinum kæna Don Basilio var skemmtileg. Önnur verk eins og t.d. undurfögur „Vögguvísa" eftir Jón Leifs tókust verr en þar stemmdi röddin hreinlega ekki. í heild sýndi Davíð þó fram á að hann er bráðefni- legur bassasöngv- ari sem gaman verður að sjá hvernig þróar feril sinn. Ólafur Vignir lék mjög vel með á píanóið og fylgdi söngvaranum í hví- vetna, hann hagg- aðist hvergi við hljóðfærið þó að hendurnar fykju fram og til baka á hljómborðinu í erf- iðustu aríunum svo undrum sætti. Þeir félagar voru ákaft hylltir af tónleikagestum í leikslok og enduðu með því að flytja þijú aukalög. Að lokum má geta þess að nýr stjórnandi Ýmis, Gerrit Schuil, hefur þegar birt dagskrá sína fyrir næsta ár sem hlýtur að teljast ein- stakt fyrir íslenska listastofnun. Tónlistará- hugafólk ætti að hafa vakandi auga með henni. Hrafnhildur Hagalin Bokmenntir Ljóð af Ijóði Eins og einhverja rekur eflaust minni til kom út sl. sumar í Þýskalandi myndskreytt tvítyngt ljóðasafn eftir Baldur Óskarsson. í menningarkálfi þýska blaðsins Die Welt 28. apríl er birt þýsk þýðing á einu ljóða Baldurs, „Hóllinn“, undir fyrirsögninni „Das neue Gedicht" (Nýja ljóðið), og túlkun eða útlegg- ing á því eftir þýska konu, Kathrin Schmidt. Til gamans og fróðleiks birtum við hér frum- texta Baldurs ásamt útleggingu Katrínar sem vissulega er til dæmis um að enn er til fólk sem leggur mikið á sig til að komast undir yf- irborð ljóðs, jafnvel frá fjarlægu landi. Franz Gíslason þýddi texta Katrinar. Hóllinn minn veöraði - gamalt sker Þar sem brimaldan söng heyrist mófuglatíst Tönn er úr manni í sandinum svarta Einkonu- leikur Annað kvöld kl. 20 treður Bonnie Morris, doktor í kvennasögu og prófessor við George Washingon háskóla í Bandaríkjunum, upp með einleik sinn „Hefnd kynjafræðikennar- ans“ (The revenge of the women’s studies pro- fessor) í Hlaðvarpanum á vegum Rannsókna- stofu í kvennafræðum. Leikritið er skopádeila á ófáar klisjur um kvennafræði og feminisma og bregður Morris þar upp spaugilegum svipmyndum af ferli sin- um allt frá því hún tók sinn fyrsta kúrs í kvennasögu 12 ára gömul þar til nú þegar hún er orðin doktor og prófessor í fræðunum. Þetta gerir hún til að sannfæra Bill Clinton um að hann geti vel eytt hálftíma af forseta- ferli sínum í að horfa á háskólaleik í kvenna- körfubolta en þurfi ekki endilega að ganga út um leið og strákarnir eru búnir að spila! Dr. Morris hefur sýnt leikritið víðs vegar um Bandaríkin, í ísrael, Indlandi og Nýja-Sjá- landi. Allir eru velkomnir í Hlaðvarpann og aðgangur er ókeypis. Hœgt líöur tíminn og hœgt eyöist hóllinn Holurt í renningi - rökkvar í hjarta - Holurt í renningi - rennur upp sólin Þú yfirgefur hió liöna hœgt og hœgt tognar á strengnum sem bindur þig blóöugur ertu Til laugar gengur þú einn Gamalt sker er gengið á land, veðrað eins og sand- orpinn hóll. Tíminn hefur rutt burt vatninu sem eitt sinn lamdi klettaeyjuna. í mólendinu sem til varð er ég ljóðsins svo rækilega heima hjá sér að það er löngu búið að slá eign sinni á hólinn. Af og til send- ir svartur sandurinn vitnisburð um lífið fyrrum: tönn úr manni til dæmis. Tákn liðins tíma gera sandöldulandslag oft lifandi, veðrunin gengur eins \ þyrill gegnum sandlögin og af- hjúpar það sem fomleifafræðingum veitist erfltt að finna: smágustur nægði til að feykja mannlegri við- leitni út í veður og vind á nokkrum sekúndum... Sandurinn hverfist i samheiti fyrir tímann sem rennur milli fingranna. Króaður af inni í stundaglasi getur hann líka orðið eilíft viðmát hans. Þeir virðast skyldir, tíminn og sandurinn. Og þegar ellin tekur að myrkva hjartað getur reyndar gerst að eigandi hjartans upplifi það eins og að verpast sandi: dökk- ur veggur úr foksandi rís milli augsýnar hans og þess bjarta ljóss sem fylgdi honum langa ævi. Nú verður sérhver sólarupprás mikilvægari því hún rýfur eitt andartak skuggann sem brottrennsli timans varpar á vitund þess sem er að eldast. Hann getur horft á sig sjálfan, sannreynir nú þegar brott- for úr þessum heimi með þvi að hann skynjar fiar- vídd utan við eigið sjálf. Hann getur sagt við sig þú og undrast sig sjálfan þegar hann skoðar sig. Að- skilnaðurinn við lifið birtist enn og aftur sem fæðing sem þessu sinni er endanleg: strengurinn sem bind- ur hann við lífið var enganveginn klipptur endan- lega sundur við fæðingu hans. Fyrst núna þegar hann nálgast dauðann, aðskilnaðinn við tíma og stein, skynjar hann hin blóðugu Iifandi tengsl sín við náttúruna. Það tognar á strengnum, hann gengur til laugar, einn. Franz Gislason þýddi texta Katrínar. Hlutverk í lífinu Fór í leikhús um daginn, gott ef ekki atvinnu- leikhús og hafði prýðilega gaman af sýningunni. Man reyndar ekki lengur hvað sýningin hét, en nöfn skipta ekki meginmáli þegar minningin er góð. í hléinu var hægt að kaupa svolítið af áfengi og mæru. Fékk lítið rauðvínsglas handa konunni og stóran bjór handa mér, en fannst svona eftir á að hyggja að kosturinn minn væri full groddalegur. Komst sumsé aö því að stór bjór hentar ekki í leikhúshléi. Það er bara þannig í plussuðu andrúmslofti. Miklu fremur að maður haldi lauslega um nettan léttvínsfót með litla fingur út í loftið og brosi mildilega til næsta manns. Sýni gáfurnar og sjái aðrar. Dragi andann af hrifningu. Því allt vill lagið hafa. Líka leikhúshléið. Nei, þarna stóð ég þvert á móti eins og gráðugur kall og hvítir hnúarnir hringuðu sig um feitt og mikið bjórvínsglasið. Hálfur lítri. Froða. Fann smám saman að ég var eini maðurinn með stóran bjór á svæðinu. Flest- ir í frönsku berjunum ... sjatö þetta og sjatö hitt ... í mesta lagi að kynbræður mínir sæjust með lítinn öllara. Ég með stóran ... áberandi stærsta áfengið í leikhúshléinu. Svona geta hlutverkin verið í lífinu. Ég í gervi óhemjunnar af því fólk horfði þannig á mig ... og fann hvemig það taldi mig eiga við vanda að etja. Skrýtinn maður á bak við stórt gult glas. í miðri þvögu fólks sem fannst það vera stilltara. Hornaugu. Þöglar athugasemdir. Hnippingar. Ég reyndi að hraða innihaldi glass- ins ofan í mig. Kannski var það bara enn verra. Þvílíkur svelgur ... að sjá hann belgja sig út. Á meðan dreyptu allir aðrir á örfáum dropum og brostu varlega hver til annars. Með samanbitn- ar varir. Hvíslandi. Já, þau eru leikhús, leikhúshléin. -SER. MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2001 I>V Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Kristinn syngur á íslandi Kristinn Sigmundsson kemur heim núna í vikunni í smáhléi frá önnum erlendis, og þeir Jónas Ingimundarson ætla að nota tæki- færið eins og stundum áður til að syngja og spila saman. Að undanfómu hefur Kristinn sungið mest í Stokkhólmi (Philip í Don Car- los), Múnchen (Mozart og Rossini), Köln (Verdi) og París þar sem hann tók m.a. þátt í flutningi á óperu eftir Handel og var henni útvarpað hér fyrir skömmu á Rás 1. Hann kemur nú heim frá Bandaríkjunum þar sem hann var að syngja i Cincinnati í ópemnni Der Keiser vom Atlantis eftir Ullman og Sköpuninni eftir Haydn. Að þessu sinni fara þeir félagar víða um landið með íjölbreytta og glæsilega efhis- skrá: íslensk lög eftir Áma Thorsteinsson og Sigvalda Kaldalóns, söngva eftir Schubert, amerísk lög og ítölsk. Tónleikunum lýkur á þremur stórum atriðum úr óperum eftir Verdi, m.a. Philipsaríunni frægu úr Don Carlos. Fyrstu tónleikamir verða í kirkjunni í Reykholti í Borgarfirði á uppstigningardag 24. maí kl. 20.30 og þeir næstu daginn eftir kl. 21 að Laugalandi í Holtum. Á Akranesi verða þeir 27. maí kl. 20.30 í sal Fjölbrauta- skólans, 28. maí kl. 20.30 á Flúðum og í Ólafs- vik verða þeir að kvöldi 29. maí þar sem Jónas fær að leika á nýjan sérvalinn flygil af bestu gerð í félagsheimilinu Klifi. Lokatón- leikamir verða á Laugabóli í Eyjafirði kl. 20.30 þann 4. júni. Þar situr flygillinn flni sem gefinn var til minningar um Ingimar Eydal og að sögn Jónasar er hann æðislegur. Böm og menning í nýju hefti ritsins Börn og menning sem íslandsdeild IBBY-sam- takanna gefur út er fjall- að um myndskreytingar bamabóka. Kristín Birg- isdóttir tekur viðtal við Ragnheiði Gestsdóttur rithöfund og myndlistar- mann sem hefur mynd- lýst margar bækur, Áslaug Jónsdóttir rithöf- undur og myndlistarmaður skrifar greinina „Yfir eyðimörkina á merinni Myndlýsingu" þar sem hún lýsir þeirri skoðun sinni að ís- lenskar myndlýsingar séu enn á byrjunar- reit, Steffen Larsen skrifar um nýbylgju í myndlýsingu bamabóka i Danmörku, Guð- mundur Oddur Magnússon skrifai' um myndsmíðakennslu við Listaháskólann og kynntir eru myndskreytamir Halldór Bald- ursson og Halla Sólveig Þorgeirsdóttir. Af öðra efhi má nefna að Úlfhildur Dags- dóttir skrifar um bamakvikmyndir og Soffia Auður Birgisdóttir um böm og leiklist; rit- dómar eru í heftinu og fréttir af bömum og menningu. Verk eftir konur Annað kvöld kl. 20 heldur Trio Nordica tón- leika í Salnum i Kópa- vogi. Tríóið var stofhað árið 1993 og er skipað Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur selló- leikara og Monu Sand-____________________ ström sem leikur á pí- anó. Á efnisskránni verða verk eftir þrjár konur, Karólinu Eiriksdóttur, Clöru Wieck Schumann og hina sænsku Elfridu Andrée. Trio Nordica hefur leikiö víðs vegar um Evrópu og í Bandaríkjunum við frábærar undirtektir, m.a. hélt tríóið tónleikaröð í nokkram bæjum og borgum Svíþjóðar í febr- úar sl. og fékk lofsamlegar umsagnir í blöð- um. Til dæmis mátti lesa eftirfarandi í einu dagblaðanna: „Nákvæmlega svona á kamm- ertónlist að hljóma; samstillt en þó þrír sjálf- stæðir einstaklingar." Lykt, bragö og óhljóð Á morgun kl. 12.05 mun Matthías Viðar Sæmundsson íslenskufræðingur flytja erindi á hádegisfundi Sagnfræðingafélagsins í Nor- ræna húsinu. Erindið nefnist: Lykt, bragð og óhljóð í heimildum. Allir velkomnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.