Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Blaðsíða 24
40 \ Kawasaki fjórhjólin traust & lipur KLF 220 2WD. 620.000 m/vsk. KVF 300 4WD, h/l drif. 839.000 m/vsk. KVF 400 4WD, h/l drif. 949.000 m/vsk. Leikhúskórinn sýnir: Sígaunabaróninn eftir Johann Strauss. Leikstjóri Skúli Gautason. Tónlistarstjórn Roar Kvam. Einsöngvarar: Alda Ingibergsdóttir, Ari J. Sigurösson, Baldvin Kr. Baldvinsson, Haukur Steinbergsson, Hildur Tryggvadóttir, Sigríður Elliðadóttir, Steinþór Þráinsson, Sveinn Arnar Sæmundsson og Þórhildur Örvarsdóttir. Miðvikud. 23. maí, síðasta sýning. Sýningar hefjast kl. 20.30 Sniglaveislan eftir: Ólaf Jóhann Ólafsson Leikstjórn: Siguröur Sigurjónsson. Sýningar í Loftkastalanum Lil illJÚljliijOiiiMiIliulLIIJI |lnlDlnj^3^1FOl ItítQSElíWfjGl'v ll.EIKrtLAr. akiibtvbabI Miöasalan opin alla virka daga, nema mánudaga, frá kl. 13:00- 17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is ____________________________________________________________________________MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2001 Tilvera DV Jósep Rósinkransson bóndi bregöur búi: Nútímabóndi þarf að vera vel inni í tölvutækninni DV-MYND GUOFINNUR Jósep Rósinkransson, bóndi á Fjaröarhorni / dag er varla nokkur liötækur viö búskap nema hann sé vel inni í tölvutækninni Það standa fyrir dyrum miklar breytingar hjá Jósep Rósinkrans- syni, bónda á Fjarðarhorni og fyrr- verandi ráðunaut hjá Búnaðarsam- bandi Strandamanna, því hann ætl- ar að bregða búi á árinu og snúa sér að öðru. Dóttirin tekur við „Ég hóf búskap á Fjarðarhorni árið 1959 en hafði áður verið ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Strandamanna um tveggja ára skeið,“ segir Jósep. „Það má segja að það séu að verða straumhvörf i lífi mínu, að minnsta kosti í mínum búskap, þar sem ég er að bregða húi á árinu en dóttir min og tengdason- ur að taka við. Ég veit ekki hvenær skiptin fara formlega fram, dóttir mín kemur í sauðburðinn eins og hún hefur gert síðustu ár. Tengda- sonur minn er rafvirki í álverinu í Straumsvík en hættir þar um næstu mánaðamót. Þau eru hæði kunnug hér og hafa aðstoðað mig mikið við búskapinn. Jörðin var í ábúð þegar ég keypti hana en hafði verið leigð um nokkurn tíma og húsakostur var lé- legur og ræktað land ekki mikið. Ég keypti bústofninn af fráfarandi bónda og var fyrstu árin með kýr til heimilisins og um 150 kindur. Síðan stækkaði ég búið eitthvað en húsin leyfðu þó ekki mikið. Á meðan ég var að koma undir mig fótunum starfaði ég með þúskapnum á jarð- ýtu, þvi þegar ég eignaðist jörðina var ég allslaus en átti þó fyrir afsal- inu. Að öðru leyti var hún keypt í skuld og þurfti ég því að afla tekna.“ Gæðastýring Jósep hefur kynnst miklum um- skiptum í búskaparháttum og nú síðast hefur hann verið að kynna sér gæðastýringarkerflð sem á að fara að setja á. „Tækniframfarir hafa náttúrlega orðið miklar, svo og vélvæðingin. í dag er varla nokkur liðtækur við búskap nema hann sé vel inni í tölvutækninni sem ég er nú reyndar ekki. Ég hef svolítið kynnt mér nýja gæðastýringarkerfið og líst að mörgu leyti vel á það ef skrifflnnsk- an verður í hófl. Bændur hafa ekki tíma til að eyða of miklum tíma í slíkt og þess vegna þarf að hafa kerfið eins einfalt og mögulegt er. Ég held t.d. að sauðfjárbúskapur í framtiðinni verði nánast útilokaður nema menn fari út i gæðastýring- una.“ Virkur í félagsmálum Jósep hefur verið virkur í félags- málum og hann var snemma kjör- inn á búnaðarþing þar sem hann sat í 24 ár. „Undir það síðasta var ég orðinn samtímis á búnaðarþingi og fulltrúi á stéttarsambandsfundum, þá baðst ég undan endurkjöri á stéttarsam- bandsþingi. Ég hef einnig verið for- maður Búnaðarfélags Bæjarhrepps í Hrútafirði og var einmitt að koma af fundi. Það má segja að nýir bændur hafi komið á annað hvert býli i sveitinni hin síðari ár. Sjálfur verð ég sjötug- ur á næsta ári og ég hef fyrir löngu tekið þá ákvörðun að vera ekki við búskap eftir sjötugt. Það verður nóg að gera hjá dóttur minni og tengdasyni þegar þau taka við þvi viðhald hefur verið lítið undanfarið. Á sinum tima fór ég út í loðdýraræktina sem varð nú til þess að maður tapaði verulegum fjármunum og einnig framleiðslu- rétti í sauðfjárræktinni sem varð til þess að ég dró saman í búskapn- um.“ Jósep segir það óráðið hvað taki við hjá honum þegar hann hættir búskap. „í sumar verð ég hér en hef ekki tekið ákvörðun um framhaldið. Það getur alveg eins farið svo að ég flytji suður á mölina." -GF Hjónavígsla að heiðnum sið - Ingólfur Júlíusson gengur að eiga Moniku Haug Hjónavígsla að heiðnum sið fór fram við Árbæ á laugardaginn en þar gaf Jörmundur Ingi Hansen allsherjargoði saman þau Moniku Haug og Ingólf Júliusson. Ingólfur er lesendum DV að góðu kunnur enda hefur hann unnið á blaöinu um nokkurra ára skeið ýmist sem ljósmyndari eða umbrotsmaður. Ekki er laust við að samnorrænt andrúmsloft hafi myndast í brúð- kaupinu enda er Monika norsk og fjölmenntu ættingjar hennar hingað til lands af þessu tilefni. Að hjóna- vígslunni lokinni var slegið upp heljarinnar veislu þar sem norskur og íslenskur hátíðarmatur var á boðstólum, mjöðurinn flaut í bun- um og dansinn dunaði fram undir morgun. r- 1 ™ $ * * . Jvt" ■ *> ■ # ó 1 , 'i 4 Vaskir hjálparkokkar Möröur Gunnarsson og Arnar Einars- son voru allsherjargoöanum innan handar viö athöfnina. Aö sjálfsögöu klæddu þeir sig upp eftir tilefninu. Sopinn góður Ingólfur teygar mjöö úr horni aö hætti fornmanna. Ekki er annaö aö sjá en aö kappinn kunni vel aö meta guöaveigarnar. Glösum lyft Ekki haföi Jörmundur Ingi fyrr gefiö Ingólf og Moniku saman en glös gesta voru fyllt af bjór og skálaö fyrir brúöhjónunum ungu. DV-MYNDIR EINAR J. Hringarnir settir upp Brúöhjónin setja upp hringana að heiðnum siö. Ung og ástfangin Monika Haug og Ingólfur Júlíusson voru aö vonum sæl á svip aö athöfn lokinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.