Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2001 DV 7 Fréttir Áhugamenn hyggjast hitta borgarstjóra: Vilja frestun á færslu Hringbrautar - telja forsendur 800 milljóna framkvæmda brostnar Samtökin Betri byggð, Háskóli ís- lands og fleiri áhugamenn um skipulag miðborgarinnar hyggjast reyna að fá frestun á færslu Hring- brautar sem ráðgert var að bjóða út í haust. Þar er um að ræða færslu Hringbrautar á kaflanum frá Rauð- arárstig að suðurenda Tjamarinnar og er áætlað að kostnaður fram- kvæmdanna geti numið um 800 milljónum króna. Samkvæmt heim- ildum DV telja andstæðingar þess- ara framkvæmda að forsendur séu brostnar þar sem óvissa sé um framtíðarþróun Landspítala á svæð- inu. Áætlanirnar byggi auk þess á gömlum og úreltum hugmyndum. Telja þeir að verið sé að byrja á öf- ugum enda og vilja að aðalskipulag sem nú er í endurskoðun veröi klárað áður en ráðist verði í slíkar framkvæmdir. Áhugamenn um málið hyggjast ganga á fund borgarstjóra i vikunni en funda átti í miðborgarstjórn í morgun -HKr. DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON Þriggja hjóla kassabíll: Nokkrir strákar í stað vélar DV, VÍK: Þeir Hróðmar, Björn Þór, Sölvi og ökumaðurinn og eigandinn, Gunnar Sveinn, voru glaðir að ferðast um þorpið í Vík í Mýrdal á nýsmíðuð- um kassabíl. Aðspurður sagði Gunnar Sveinn að pabbi sinn hefði aðstoðað sig við smíðina. Við verð- um alltaf að vera nokkrir saman og skiptast á að ýta bílnum af því að það er engin vél í honum, sögðu strákarnir. -SKH Ársreikningar Reykjavíkur: Afgangur hjá borgarsjóði Borgarsjóður skilaði 1,9 milljarða króna tekjuafgangi í fyrra samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar sem lagður var fram í síðusu viku. Er þetta besti árang- ur sem náðst hefur í rekstri borgar- sjóðs um árabil. Skatttekjur borg- arinnar námu rúmum 21 millj- arði króna og voru bæði tekjur og gjöld í góðu sam- ræmi við fjárhagsáætlunina. Rekstur málaflokka sem hlutfall af skatttekjum hækkaði i fyrra frá árinu áður, en árið 1999 nam hann 79% af skatttekjum og í fyrra var hann kominn í 81,2%. Heildarskuldir borgarinnar hafa lækk- að að raungildi um 1,5 milljarða króna en í árslok 1999 námu þær 14,7 millj- örðum en voru í fyrra komnar niður í 13,9 milljarða. Á blaðamannafúndi í gær viðraði Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri áhyggjur af vaxtaþróun og gengisbreytingum og taldi að þar væru nú blikur á lofti. -BÞ Lína.Net tímaskekkja: Borgin á hálum ís Inga Jóna Þórðardóttir, leiðtogi sjálfstæðismanna í borgarstjórn, er ekki sammála meirihlutanum um glæsilega afkomu Reykjavíkurborg- ar. Hún segir tvennt vekja mesta athygli 1 ársreikningun- um sem nú hafa verið birtir. Ann- að sé að skatt- tekjur Reykjavík- urborgar hafi frá 1997-2000 aukist um 5 milljarða króna en á sama tíma hafi nánast ekkert af því fé verið notað i að lækka skuldir heldur hafi megnið farið í raunaukningu útgjalda. „Þetta sýnir að í góðærinu hafa menn ekki sýnt aðhald í útgjöldun- um. Tækifærið hefur verið misnot- að og nú er ýmislegt sem bendir til að hægt hafi á uppsveiflunni. Þar með verða menn komnir í vandræði fyrr en varir,“ segir Inga Jóna. Hitt atriðið sem Inga Jóna gagn- rýnir er hin „sérkennilega bylting" sem orðið hafi hjá hluta stjórnenda borgarinnar. Nú taki þeir þátt í áhættusömum fyrirtækjarekstri eins og Línu.Neti og kostnaður Reykjavíkurborgar sé þegar farinn að koma fram í reikningum borgar- innar. Hallareksturinn hafi numið tæpum hálfum milljarði í fyrra og af 5,2 milljarða skuldaaukningu sé heill milljarður bara vegna Línu.Nets. „Þarna eru kjörnir full- trúar komnir út á svið sem sveit- arstjómarmenn eiga ekki að vasast i. Það er ekki hlutverk stjórnmála- manna að standa í áhættusömum fyrirtækjarekstri," segir Inga Jóna. -BÞ Inga Jóna Þóröardóttir. 2000 2001 Fjdrfestu d meðart verðið er Idgt og njóttu góðrar dvöxtunar d næstu drum Eftir lækkun síðustu 15 mónuði bendir nú margt til að hækkun sé fram undan ó fslenskum og bandarískum hlutabréfamörkuðum. Þrótt fyrir lækkunina undanfarið hefur heimsvísitala hlutabréfa hækkað að meðaltali um 19%* ó ári frá ársbyrjun 1996 og íslensk hlutabréf hafa á sama tfma hækkað um 14% á ári. Það borgar sig þvf að fjárfesta til lengri tfma! Ábending: Ávöxtun ífortíð er ekki endilega vísbending um ávöxtun íframtíð. Gengi verðbréfa getur lækkað jafnt sem hækkað. Gríptu tækífærið t.d. nrieð fjárfestingu í: • Astra heimssafninu sem fylgir heimsvfsitölu hlutabréfa og erlendum Atvinnugreinasjóðum VÍB. > Aðallistasjóði VÍB (Sjóði 6) og Úrvalssjóði VÍB (Sjóði 10) sem fylgja íslenskum hlutabréfavfsitölum Ki'ktu eða talaðu viS ráSgjafa VIB f sfma 560 8900. VERÐBREF - EIGNASTyRING Kirkjusandi • www.vib.is • vib@vib.is ÍSLANDSBANKIFBA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.