Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Blaðsíða 28
44 _________________________________________________MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2001 Tilvera i>'V > ■ BIO I RAFEIND Rafelnd. Egils- stööum, sýnir myndina The Wedding Planner k>. 20. Fundir ■ ZEN HUGLEIÐSLA GEGN STREITU Zen-meistarinn Jakusho Kwong - roshi heldur almennan fyrirlestur um Zen hugleiöslu I Gerðubergl í kvöld og hefst hann stundvíslega kl. 20.00. Mörg okkar upplifa streitu, kvíöa og vonleysi í hinu daglega lífi. Aukinn hraöi og spenna í þjoöfélaginu hefur f för með sér aukinn skort á mikilvægum mannlegum eiginleikum á borð við kyrrö, hlýju og samúð. Zen byggir á öndun og vakandi huga, byöur upp á tækfifæri til þess aö staldra við, beina huganum inn á viö og kynnast sjálfum sér. Fyrirlestur Jakusho Kwong fer fram á ensku. Sýníngar a LIFSINS BRAUT Jonína Magúsdóttir, „Nlnný", hefur opnaö sýninguna Lífsins braut í Gallerí List í Skipholti 50 d. Þar sýnir hún myndir sem hún hefur unnið á þessu ári og síöasta. Efniviöurinn er olía, akrýllitir og strigi. f myndunum veltir Ninný fýrir sér tilverunni og lífinu sem flæðir stööugt fram. Sýningin er opin alla virka daga til 8. júní frá 11 til 18 og laugardaga frá 11 til 14. ■ SÝNING Á MOSAIK VERKUMHópur kvenna sem kallar sig Mosaik 2001 hefur opnaö sýningu á mósaíkverkum í Listmunahúsl Ófeigs viö Skólavöröustíg. ■ UÓSMYNDSÝNING í GALLERÍ GEYSI Hin Hollenska Fenke Kuiling hefur opnaö einkasýningu í Gallerí Geysi, Hinu húslnu viö Ingólfstorg. Fenke hefur dvaliö hér á landi í ár og í Gallerí Geysi sýnir hún Ijosmyndir teknar á íslandi þar sem hún reynir aö fanga andrúmsloftiö í landslaginu, þar sem eitthvaö augljóst getur litiö út fyrir að vera eitthvaö annaö séö gegnum linsu myndavélarinnar. Sýningin stendur til 3. júní. ■ BÁTASÝNING Öldungurinn síungi Diörlk Jónsson sýnir báta sem hann hefur smíðaö á undanförnum árum aö Dalbraut 27. Sýningin er oþin virka daga frá 13 til 16. ■ MESSÍANA TÓMASDÓTTIR í HAFNARBORG Sýning Messíönu Tómasdóttur, Selló, veröur opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirðj í dag klukk- an 16. Á sýningunni verða plexí- skúlptúrar og verk fyrir barnaóper- una Skuggaleikhús Ófelíu. Messí- ana er fædd áriö 1940 og stundaöi nám í myndlist og fleiru í Danmörku og Frakklandi auk heimalandsins. Hún hefur sett upp átta myndlistar- sýningar og nær sextíu leikmyndir fyrir leikhús og sjónvarp í hinum ýmsu löndum. Sýningin er opin frá 11-17 alla daga nema þriöjudaga og stendur til 3. júní. Sjá nánar: Lífið eftir vlnnu á Vísl.ls Spáö í fyrirsagnir fréttablaðs klúbbsins Crístina Attensperger og Ólína Guðmundsdóttir, ásamt setningarmanninum Einari Björnssyni. SV-MYND HARI Öflugt starf hjá Geysi: Tækifæri til að nýta hæfileikana Tælenskt kvöld Taílensk matargerö og smakk, sólhlífardans og sýning á taí- lenskum þjóðbúningum veröur á dagskrá Listaklúbbs leikhússkjallarans í kvöld. Auk þess er kynning á landafræði og lífsháttum Tælands í máb og myndum, umræður og fleira. Dagskráin hefst klukkan 20.30 en húsið opnar klukkustund áður. Matarilm leggur að vitum blaða- manns þegar hann ber að garði á Ægisgötu 7, í húsnæði klúbbsins Geysis. Þar er verið að steikja „ekta danskar frikadellur" í hádegismat- inn. Geysir er klúbbur fyrir einstak- linga sem hafa átt eða eiga í geð- rænum vanda en þar er enginn sjúklingabragur á neinu enda fólk í klúbbnum ekki sjúklingar heldur fé- lagar. Fimmtán lambalæri krydduð Mikið annríki er á heimilinu því norræn ráðstefna er að hefjast og undirbúningur á lokastigi. Ráð- stefnugögnin raöast upp og í eldhús- inu er verið aö krydda 15 lambalæri handa gestunum. Auk íslenskra þátttakenda kemur fólk á ráðstefn- una frá sams konar klúbbhúsum annars staðar á Norðurlöndum og Eistlandi. Einnig eru væntanlegir tveir bandarískir fulltrúar og John Bowis, fyrrum heilbrigðisráðherra Breta, sem heldur fyrirlestur. „Hann hefur mikla reynslu i hvaða úrræði skila árangri fyrir einstak- lingana og samfélagið," segir Ólína Guömundsdóttir, annar tveggja starfsmanna Geysis. Hinn er Anna Valdimarsdóttir iðjuþjálfi. Þær eru fremstar meðal jafningja og hvorug á sérstakt borö eða stól innan húss- ins. Þarna er grasrótarstefnan í sinni gleggstu mynd. Ef enginn vill elda þá er enginn matur Geysir er eins og hálfs árs gamall klúbbur, rekinn eftir alþjóðlegri hugmyndafræði sem upprunnin er i Ameríku fyrir um 50 árum. Nú eru starfrækt 350 hús í 27 löndum eftir þeirri hugmyndafræði. „Þetta er vonandi vísir að enn öflugra starfi hér á landi," segir Ólína og telur þörf á að opna fleiri hús undir sömu for- merkjum á höfuðborgarsvæðinu og stærri stöðum úti á landi. Skráðir fé- lagar í Geysi eru 65 og daglega koma um 15-25 einstaklingar á Ægisgötuna til að leggja hönd á plóg í þeim verk- efnum sem fyrir liggja. „Geysir held- ur uppi annars konar starfsemi en hefur verið í boði til þessa. Hér fólk í vinnu en ekki afþreyingu og gefst tækifæri til að nýta sina hæfileika," segir Ólína og bætir við að enginn sé í þiggjenda- eða neytendahlutverki heldur beri allir ábyrgð á daglegum rekstri. „Ef enginn vill elda hér þá er enginn matur," segir hún til að skerpa myndina. Útgáfa og alls konar starf- semi Anna segir að auk vinnu við inn- kaup, matargerð, þrif og strauingu gefi klúbburinn út blað, „Klúbburinn Geysir fréttabréf." Fólk taki viðtöl, skrifi greinar, selji styrktarlínur og taki myndir. Það fer heldur ekki fram hjá blaðamanni að hann er staddur á ritstjórn þar sem verið er að skrifa og skapa. Anna nefnir lika símavörslu, bókhald, móttöku nýrra félaga og kynningu á starfsemi klúbbsins sem dæmi um verkefni klúbbfélaga. „Svo fer mikill tími í að sinna samskiptum við erlenda klúbba því Geysir er part- ur af alþjóðasamtökum," segir hún. Fjármagn til Geysis segir hún koma frá ríki, sveitar- og stéttarfélögum og tólf manna stjórn sjái um að útvega það. „Fólk er ekki á launum hér held- ur er það að ná persónulegum mark- miðum,“ segir hún. Þrettán á vinnumarkað Þær Ólína og Anna leggja áherslu á að þeim klúbbfélögum sem treysti sér til að fara í 50% starf á vinnumarkaðinum sé hjálpað til þess. „Þá fer önnur hvor okkar með einstaklingnum í starfsmannaviðtal og fái hann vinnuna þá lærum við starfið líka til að geta hoppað inn í ef hann veikist. Á þessum 18 mánuðum hafa 13 manns hafa farið út að vinna á þessum forsendum og það hefur bara einu sinni hent að ég hafi þurft að leysa af, það var vegna flensu," segir Ólína. Nú eru kjötbollurnar dönsku komnar á dúkað borð en þar sem blaðamað- ur og ljósmyndari þurfa að hafa hratt á hæli afþakka þeir góð- gjörðir í þetta sinn. -Gun. Stórveisla í aðsigi Jón Bragason kryddar lambalæri. Lopez er lang kynþokkafyllst Enn einu sinni hefur uppáhalds- leikkonan okkar verið kjörin kyn- þokkafyllsta kona í heimi. Hér er að sjálfsögðu átt við latínubombuna Jennifer Lopez sem trónir efst á kynþokkalistanum annað árið í röð. Það mun vera í fyrsta sinn sem nokkur hefur tvisvar sinnum verið í efsta sætinu. „Ég er yfir mig glöð,“ sagði Jenni- fer, eða J-Lo eins og hún kallar sig víst nú, þegar henni voru færð tið- indin. „Ég er ekki þessi venjulega Hollywoodmjóna og því kitlar það að vera kölluð kynþokkafull." Og aðrar konur vilja heyra slíkt sagt. lyier hrifinn af dóttur Jaggers Ameríski gúmmívarapopparinn Steve Tyler, aðalsöngvari Aer- osmith, ku vera bálskotinn í Eliza- beth, sautján ára gamalli dóttur Micks Jaggers yfirrollings. Heimild- ir herma að Mikki sé ekki par hrif- inn af þessari athygli sem gamling- inn sýnir dóttur hans. Elizabeth Jagger er fyrirsæta og það var á tískusýningu sem Steve Tyler sá hana og leist bara svona skrambi vel á. Stúlkan á hins vegar unnusta, 23 ára gamlan tískusýningarpilt sem heitir Damien van Zyl. Skötu- hjúin dvelja í ráðhúsi Jaggers á Manhattan þegar þau eru í New York. Fergie óttast hneykslisskrif Sara Ferguson, eða Fergie, óttast nú mjög að fyrrum aðstoðarkona hennar, sem var dæmd í ævilangt fangelsi fyrir morð á dögunum, muni leysa frá skjóðunni og upplýsa heiminn um alls kyns hneykslismál úr hallarlífinu í London. Aðstoðarkonan Jane Andrews vann fyrir Fergie í níu ár og veit því meira en margur maðurinn um ást- arlíf hertogaynjunnar af Jórvík, skuldir hennar og deilur innan bresku konungsfjölskyldunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.