Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2001 DV Saddam Hussein Getur líklega flutt inn vestrænar munaðarvörur á næstunni. Viðskiptafrelsi kemur sér vel fyrir Saddam írösk regnhlífarsamtök andstæð Saddam Hussein forseta vara Vest- urlönd við því að afnám viðskipta- banns á írak kunni aö koma sér betur fyrir forsetann en þegna hans. Bretar hafa lagt til að leggja nið- ur 10 ára gamalt viðskiptabann á írak og leyfa innflutning á vörum sem ekki er hægt að nota til hemað- arframleiðslu. Viðskiptabannið hef- ur verið eitt helsta vopn Saddams í áróðursstriði hans gegn Vesturlönd- um. Andstæðingar Saddams segja líklegra að hann muni nota við- skiptafrelsið til að kaupa lúxusvör- ur fyrir hirðina frekar en að bæta hag hrjáðra landsmanna. Þeir segj- ast samt fylgjandi tillögum Breta þar sem þá geti Saddam ekki lengur logið um orsakir eymdarinnar í landinu. Vilja flytja út grænlenska ísinn Fyrirtæki bíða nú í röðum eftir að fa leyfi til að vinna neysluvatn úr grænlenskum ís. Mikill skortur er yfirvofandi á neysluvatni í heim- inum og bæði grænlenska heima- stjórnin og fyrirtæki hyggjast hagn- ast á því. Sagt er að hreinasta vatn heims- ins sé að finna í grænlenska jökul- ísnum, sem myndaðist áður en mengun af mannavöldum kom fram á sjónarsviðið. Lagafrumvarp um nýtingu og út- flutning grænlenska vatnsins var lagt fram í ágúst síðastliðnum en það hefur verið gagnrýnt af stjórn- málamönnum sem fjármálaspek- úlöntum, en þeir vilja margir hverj- ir fá einkarétt. George Bush Kallar hið „umhyggjusama þjóðfélag“ til vopna. Bush fer í stríð gegn fátækt George Walker Bush Bandaríkja- forseti hyggst halda áfram stríði fyrrverandi forsetans, Lyndons B. Johnsons, gegn fátækt. Hann vill virkja hið „umhyggjusama þjóðfé- lag“ til að takast á við fátæktar- vandann. Ætlunin er að veita and- virði 25 þúsundum milljarða króna til að hjálpa jafnt ófrískum tánings- stúlkum sem heimilislausum. Bush vill fá kirkjur og moskur i lið með sér við að framfylgja góð- verkunum. Sharon gagnrýndur fyrir herþotuárásir Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, var harðlega gagnrýndur af þjóðarleiðtogum fyrir loftárásir á Palestínumenn sem ætlað var að hefna sjálfsmorðsárásar í versiunar- miðstöð á fostudag. Sharon sendi F-16 herþotur ísra- elshers til atiögu gegn palestínskum íbúum Vesturbakkans. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1967 sem F-16 þot- ur ísraelshers eru notaðar gegn Palestínumönnum á Vesturbakkan- um. Bandaríkjamenn gáfu Israelum F-16 þoturnar þeim til verndar á sínum tíma. Sharon svaraði gagnrýni um- heimsins með því að ísrael myndi nota eins mikinn hernaðarmátt og nauðsynlegt væri til að vernda ísra- elska borgara. ísraelsk dagblöð gagnrýndu Sharon harðlega og sögðu loftárásirnar tilgangslausar og heimskulegar. Efast er um að árásir sem þessar muni koma í veg fyrir sjálfsmorðsárásir Palestínu- manna. Talið er að 11 Palestínumenn hafl fallið i árásunum en að minnsta Ariel Sharon Israelski forsætisráðherrann fagnaöi töku Jerúsaiemborgar fyrir 34 árum á sunnudag. Sama dag sendi hann F-16 orrustuþotur á Palestínumenn og uppskar reiði umheimsins. kosti 50 féllu í þyrluárásum ísra- elska hersins á laugardag. 441 Palestínumaður og 87 ísraelar hafa fallið í átökum þjóðanna sem hófust í september síðastliðnum. Shimon Peres, utanríkisráðherra Israels, er í tveggja daga heimsókn I Rússlandi. Rússar hafa fordæmt loftárásir ísraela og segjast hafa miklar áhyggjur af þróuninni í Mið- Austurlöndum. Peres sagði það vera erfitt að berjast við óvin sem notar hryðjuverk sem helsta tæki til að ná pólitískum markmiðum sínum. Viðbrögð Bandaríkjamanna eru kunnugleg. Þeir segja einfaldlega að ísraelar og Palestínumenn verði að hætta átökunum svo hægt sé að setj- ast að samningaborðinu. Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, kallaði á stuðning allra þjóðarleiðtoga á svæðinu til að binda enda á átökin. ísraelar fögnuðu i gær Jerúsalem- deginum, sem markaði þau tímamót árið 1967 að ísraelsmenn hertóku höfuðborgina núverandi. Gin- og klaufaveiki í Brasilíu Brasillskur lögreglumaður skvettir joðiausn á hófa hross við vegatálma nærri landamærum Uruguay. Þrjú ný tilfelli af gin- og klaufaveiki greindust í Brasilíu á dögunum en veikin kom þangað fyrst í apríl. Þetta gerist einungis tveimur dögum eftir að stjórnvöld fyrirskipuðu slátrun á 323 gripum í suðurhluta landsins. NATO hleypir Serbum á verndarsvæði við Kosovo Albanskir skæruliðar hafa nú misst síðasta athvarf sitt því friöar- gæslusveitir NATO hleyptu serbneska hernum inn á hlutlaust svæði sem skæruliðarnir halda sig á. Friðargæsluliðar NATO settu upp hlutlaust svæði við landamæri Serbíu að Kosovo eftir að serbneski herinn var rekinn þaðan fyrir tveimur árum. Tilgangurinn var að aðskilja serbneska herinn og al- banska flóttamenn. Verndarsvæðið, sem er um 400 ferkílómetrar að stærð, hefur verið notað af albönsk- um skæruliðum síðasta ár en þeir vilja brjótast undan stjórn Serba og kljúfa sig frá júgóslavneska sam- bandsrikinu. Skæruliðamir segjast munu standa yfirvofandi árásir Serba af sér en þeir hafa þurft að hörfa frá Forseti í felubúningi Boris Trajkovski, forseti Makedóníu, mætti á vígstöðvarnar um helgina. herjum Serba og Makedóna upp á síðkastið. Serbneskar herdeildir munu fara inn á svæðið á fimmtudag. Stjórnin í Belgrad hefur látið prenta dreifirit á albönsku og serbnesku þar sem þau skilaboð eru færð íbúum svæð- isins að ekkert sé að óttast, enda verði afli ekki beitt að óþörfu. Hug- myndin er, að sögn aðstoðarforsæt- isráðherrans Nebojsa Covic, að þetta verði friðsamleg aðgerð. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur varað við að ef að- gerðin gangi ekki sem skyldi gæti svo farið að 20 þúsund Albanar muni streyma frá Suður-Serbíu. Er- ic Morris, sérlegur erindreki Flótta- mannahjálparinnar á Balkanskaga, hefur lýst yfir efasemdum með að öryggi Albana á svæðinu sé tryggt. Arroyo í góðum málum Byrjað er að telja atkvæði i blóðug- ustu kosningum á Filippseyjum i ára- tug. Flokkur Gloriu Arroyo hefur for- ystu samkvæmt óopinberum tölum en ílokkur Josephs Estrada, fyrrverandi forseta, rekur lestina. Rannsóknari SÞ ákærður Rannsóknari dómstóls Samein- uðu þjóðanna í Rúanda hefur verið ákærður fyrir þjóðarmorð. Þetta er í fyrsta skipti sem starfsmaður dóm- stólsins er færður fyrir hann. Njósnavél flýgur ekki Njósnavélin umtalaða, sem nauð- lenti á Hainan-eyju við Kína í síð- asta mánuði, er ekki talin geta flog- ið heim. Hún verður send heim í kössum. Kínverjar lífláta 29 Kínverjar tóku af lífi 29 meðlimi glæpasamtaka í gær. Stjórnvöld í Kína hafa sett í gang átak gegn glæpahringjum, með þeim árangri að hundruð manna hafa verið tekin af lífi síðustu sex vikur. Rólegt í íran Lítið er rætt um komandi kosn- ingar i írönskum tjölmiðlum og saka umbótasinnar íhaldsmenn um að stjórna ríkisfiölmiðlunum til að tryggja lélega kosningaþátttöku. Annan skýtur á Bush ■1 Kofi Annan, aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna, gagnrýn- . ir tillögur George ' Bush Bandaríkja- forseta í orkumál- | um. Hann segir að þar sem Bandaríkin j losi mest allra ríkja af gróðurhúsalofttegundum sé það nauðsynlegt að þeir skrifi undir Kyoto-samninginn. Langferðabíll sprakk Rúta sprakk í E1 Salvador á laug- ardagskvöld með þeim afleiðingum að sex létust og 40 særðust. Taliö er að slysið megi rekja til gasleka. Kardínálar funda Kardínálar heimsins hafa safn- ast saman í Vatí- kaninu til að ræða framtíð rómversk- kaþólsku kirkjunn- ar en þeir eru helstu ráðgjafar páfa. Aðeins eitt mál er formlega bannað að ræða, það er hver verður eftirmaður Jó- hannesar Páls páfa annars, sem er 81 eins árs og heilsuveill. Flæðir að Yakutsk Borgin Yakutsk í Síberíu var i gærkvöldi í stórhættu vegna flóða sem stefndu að henni úr ánni Lensk. í borginni búa um 200 þús- und manns. Mongólar kjósa Kosningar voru haldnar í Mið- Asíuríkinu Mongólíu i gær. Næsta öruggt þykir að núverandi forseti og fyrrverandi Sovétkommúnistinn Natsagiin Bagabandi haldi sæti sínu annað kjörtímabilið í röð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.