Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Blaðsíða 17
16 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2001 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2001 33 DV Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmlölun hf. Plótugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Kaflaskil í stjómarsamstarfi Sú merkilega niðurstaða varð á Alþingi um helgina að ekki náðist fram að fresta lagaákvæðum um að tilteknar smábátaveiðar yrðu settar undir kvóta nú í haust, þrátt fyr- ir að rúmur meirihluti hafi verið fyrir málinu meðal þing- manna. Smábátadeilan hefur um skeið verið í brennidepli stjórnmálanna og málið hefur splundrað samstöðunni í stjórnarliðinu. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem bæði Davíð Oddsson sjálfur og stjórnarmeirihlutinn sem að baki honum stendur þurfa að viðurkenna opinbert skipbrot í máli sem allir eru sammála um að sé stórmál. Þrátt fyrir að rík- isstjórnin hafi tekið málið með formlegum hætti fyrir og reynt að finna á því lausn, og þrátt fyrir að fréttir séu af því að sjálfur forsætisráðherrann, Davíð Oddsson, hafi beitt sér í málinu, þá næst ekki samkomulag. Ógerningur var hins vegar fyrir stjórnarliða að leyfa málinu að koma til af- greiðslu í þinginu án þess að áður hafi verið gert samkomu- lag, því slíkt hefði væntanlega framkallað nýjan þingmeiri- hluta með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir stjórnarsam- starfið og einstaka ráðherra. Þessi niðurstaða, þessi patt- staða, markar merkileg kaflaskil í ríkisstjórnarsamstarfinu, því þrátt fyrir að báðir stjórnarflokkarnir séu innbyrðis klofnir í málinu, liggja meginlínurnar engu að síður þannig að það er Framsókn sem vildi koma til móts við sjónarmið smábátanna á meðan Sjálfstæðisflokkurinn vildi það ekki. Málið er því síður en svo úr sögunni og ef ekki kemur til nýtt útspil mjög fljótlega má reikna með að ágreiningshnút- urinn eigi enn eftir að herðast. Erfitt er t.d. að sjá fyrir sér að framsóknarmenn - með nýlegar ílokksþingssamþykktir hliðhollar smábátasjónarmiðum í farteskinu - muni almennt sætta sig við þessa niðurstöðu, ekki síst í ljósi vaxandi efa- semda flokksmanna um ágæti stjórnarsamstarfsins. Raunar hafa stjórnarþingmenn sumir hverjir talað drýgindalega um helgina um að einmitt slíks síðbúins útspils sé að vænta og leiðtogar stjórnarflokkanna geta vitaskuld gripið til ein- hverra aðgerða í sumar til að bjarga þessu máli í horn. Það breytir þó ekki því að ríkisstjórnin landaði ekki málinu í þinginu - þar sem hún hefði átt að landa því - sem aftur er opinber staðfesting á því að á stjórnarheimilinu ganga menn ekki lengur í takt, eins og þeir hafa þó lengst af gert. Undirtónn vonar Augljóst er á fréttaskýringu í DV um helgina að Vinstri- hreyfmgin grænt framboð er alvarlega aö íhuga að bjóða fram undir eigin nafni í Reykjavík í næstu borgarstjórnar- kosningum. Stjórnarmaður í VG í Reykjavík lýsir því bein- línis yfir að þátttaka flokksins í R-lista samstarfi sé síður en svo sjálfgefin. Fari svo að VG taki ekki þátt í Reykjavíkur- listasamstarfi, má búast við að aðrir aðstandendur listans telji grundvöllinn brostinn fyrir sameiginlegu framboði, eins og Sigrún Magnúsdóttir, formaður borgarstjórnarflokks R- listans, segir raunar í fyrrnefndri fréttaskýringu. Slík niður- staða myndi nánast örugglega leiða Sjálfstæðisflokkinn til öndvegis í Reykjavík á ný, en aðrir flokkar væru að bjóða sig fram til stjórnarandstöðu. Það kemur því ekki á óvart að Inga Jóna Þóraðardóttir, núverandi oddviti sjálfstæðis- manna, skuli bera velferð VG fyrir brjósti og segja um hugs- anlegt sjálfstætt framboð þeirra: „Það myndi styrkja mjög stöðu Vinstri grænna. Þeir myndu komast í ákveðna odda- stöðu sem myndi skapa þeim miklu meiri möguleika á báða bóga.“ Það er óneitanlega undirtónn vonar í þessum orðum Ingu Jónu. Slíkt er ekki óeðlilegt, því þó flokksmenn hennar hafi á tíðum verið tregir að fylgja henni, gæti það skipt sköp- um fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík ef svo færi að Vinstri grænir lytu leiðsögn hennar í þessu tiltekna máli. Birgir Guðmundsson I>V Skoðun Tvöfalt siðgæði Gunnar Eyþórsson blaöamaöur Almenningsálitið lætur sér fátt um finnast þótt hundruð ungra Palestínu- manna séu drepin mánað- arlega og um þremur milljónum þeirra haldið í herkví meö slíkri hörku að Sameinuðu þjóðirnar eru famar að líta á Gaza- svæðið sem hörmunga- svæði og senda þangað hungursneyðarhjálp. Ekki vantar samt fréttir af þessu, en þær komast ein- faldlega ekki til skila. ísraelsmenn hafa alla bandarísku pressuna sín megin, og þar með alla öílugustu fjölmiðla heims, og þeir eru snillingar í almannnatengslum. Þau tengslafræði eru aröbum hins vegar framandi. Tilraunir þeirra á því sviði eru klaufalegar og þeir eiga sér ekki öfl- uga stuðningsmenn í fjölmiðlum á Vesturlöndum. Ætla mætti að al- menningur, eða a.m.k. yngri kyn- slóðir, skilji ekki grundvallaratriði málsins, sem er að Bretar, sem her- námu Palestínu og önnur svæði í Miðausturlöndum í fyrri heimsstyrj- öldinni, gáfu gyðingum land sem þriðja þjóðin, Palestínumenn, átti. Þvi hafa arabar aldrei unað og allt annað er afleið- ing af þessu. Tvö viðhorf Við stofnun ísraels fyrir réttum 53 árum var öll samúð með gyðingum eftir ógnir helfararinnar í Evrópu. Þeir voru þá Davíð en arabar Gol- íat. Nú er þessu öfugt farið og þeir eru meiri ógnun við ná- granna sína en þeir við þá. Því veldur óbilandi stuðning- ur Bandaríkjamanna sem gert hafa ísrael að hernaðarlegu stórveldi sem ræður yfir kjarnavopnum, þótt þeir viðurkenni það ekki opinberlega. Upphaflega voru það Sameinuðu þjóðirnar sem löggiltu Ísraelsríki, en SÞ ráða nú ekkert við þann umskipt- ing sem ísarel er orðið að. ísrael hef- ur hunsaö áratugum saman margar samþykktir Öryggisráösins, ekki síst nr. 242 um að þeim bæri að skila öllu herteknu landi úr stríðinu 1967, sem er Vesturbakkinn, Austur-Jerúsalem og Gaza. írak er fyrir þvergirðingshátt Bandaríkjanna beitt svíviröilegum refsiaðgerðum i nafhi SÞ vegna Kúveits, en ísrael hefur aldrei verið refsað fyrir neitt, ekki einu sinni fyrir að hertaka Lí- banon 1982. Því hernámi stjórn- aði Ariel Sharon, núverandi forsætisráðherra. Sharon og fylgismenn hans eru þeirrar skoðunar að arabar sætti sig aldrei við ísrael og þvi beri að stefna að því að gera ísrael að eins konar útibúi Vesturlanda í Miðausturlöndum í krafti hern- aðarmáttar. Þetta er svo óraunsætt sem verða má, eins og hófsamari menn benda á. ísrael og her- námssvæðin eru svo sam- tvinnnuð efnahagslega, land- fræðilega og á öllum öðrum sviðum, svo sem vatnsveitum, samgöngum og raforkuverum, að þau verða ekki aðskilin. Eina framtíðarlausnin er friðsamleg sambúð, en sú framtíð virðist ærið fjarlæg. Engu að tapa Sharon er ekki til viðtals um neitt annað en að Palestínumenn hætti að berjast gegn hemáminu, þegi og gef- „Sharon og fylgismenn hans eru þeirrar skoðunar að arabar scetti sig aldrei við ísrael og því beri að stefna að því að gera ísrael að eins konar útibúi Vesturlanda í Miðausturlöndum í krafti hernaðarmátt- ar. - Hluti ísraelshers við æfingar. ist upp. Hann kennir Arafat persónu- lega um þá óöld sem nú ríkir. Aðrir kenna ofsafengnum viðbrögðum ísraelshers um, jafnvel Powell, utan- ríkisráðherra Bandarikjanna. Shar- on hefur lýst Óslóarsamkomulagið úr gildi. Það eina sem hann hefur áorkað er að tvíefla hatur Palestínu- Svipmikill sendiboði Sendiboði válegra tíðinda er kom- inn á kreik því enn og aftur ætla yf- irvöld að segja landinu stríð á hend- ur. Nú á að sökkva gljúfrum og griðlandi, ef það má verða til þess að halda hagvexti í horfi. Vel gefinn og traustur á velli, vor ágæti utanríkisráðherra hefur sagt, að ef ekki verður gert allt sem hægt er að gera til að þóknast álframleið- endum, þá muni hér ýmislegt fara á versta veg - að þá verði yfir sviplitla auðn aö líta. Og þótt það kosti kannski grimmúðlegar aðgerðir, þá veit þessi mæti og sannsögli maður, að allir sigrar á vígvellinum kosta einhverjar fórnir. Aö halda hagvextinum Þessi sami maður myndi aldrei láta sér til hugar koma að ljúga til um ásetning. Hann léti ekki einu sinni þvinga yfir sig persónulegan ávinning af ákvörðunum sem þeirri að bjóða mönnum að sökkva nokkrum gljúfrum fyrir málstað álframleiðenda. Og engum skyldi til hugar koma að þessi ágæti og stór- „Og engum skyldi til hugar koma að þessi ágœti og stórgóði maður sé með ráðum sínum að ydda sinn eig- in fylkingarbrodd, hvað þá heldur að hann sé að styrkja vopnabúr framsóknarmanna. Nei, það eitt vak- ir fyrir sendiboðanum svipmikla, að halda hagvexti..." - Formaður Framsóknarflokksins, Halldór Ásgrímsson. Spurt og svarað góði maöur sé með ráðum sínum að ydda sinn eigin fylkingarbrodd, hvað þá heldur að hann sé að styrkja vopnabúr framsókn- armanna. Nei, það eitt vak- ir fyrir sendiboðanum svip- mikla, að halda hagvexti, og honum er nákvæmlega sama hvað það kostar. Þegar það er skoðað, hvernig komið er fyrir framsóknarmönnum, hvernig þeir hafa náð með hverjum stríðsdansinum á fætur öðrum, að hrista af sér fylgi, þá er náttúrlega nærtækt að ætla að þeir sem í fylkingarbrjósti fara vilji nú hætta þessu brölti og sýna, þess í stað, skilning hugmyndum þeirra sem vernda vilja landið. En þegar til þess er litið að þröngsýnir menn fara með völd í landi voru, menn sem háðir eru duttlungum baunateljara hjá Landsvirkjun, þá gefur auga leið að menn vilji þrjóskast við og fórna öllu sem hægt er að fórna, fyrir hag- vöxtinn sem gefur okkur öllum von um enn eitt góðærið. Á mörgum vígstöövum samtímis Striðið sem stjórnmálamenn hafa nú sagt landinu á hendur er hugsað á mörgum vígstöðvum samtímis: Hemaðaráætlanir eru samþykktar í ráðuneytum og þar koma menn sér saman um að eyðileggja ekki hver fyrir öðrum - samþykkja að vera sáttir við allt sem kallast umhverfis- mat, því slík plögg geta lagt áætlanir í rúst ef þau fá að skyggja á hinn dollaragræna gunnfánann. Og á sama tíma eru menn að krota stíflur og skotgrafir yfir landakortið þvert Kristján Hreinsson skáld og endilangt með nöguðum blýöntum niðrí Landsvirkj- un. En Landsvirkjun er einsog menn vita, eitt af þeim fyrirtækjum sem enn eru í eigu íslensku þjóðar- innar og er auk þess háö því að inní landið streymi lánsfé svo halda megi stríðsrekstri gangandi. En það lánsfé er síðan látið falla í útréttar hendur vina þeirra sem meö völdin fara. Þjóöin ræöur Og svo eru menn í loftvarnar- byrgjum Seðlabankans að búa þannig um hnúta, að áform stjórnar- herra og aðmírála Landsvirkjunar geti gengið upp. Allt árásarliðið still- ir vopnum og verjum upp, tilbúið til áhlaups. Meira að segja frændur okkar Norðmenn eru búnir að teikna sin herskýli og kynna þau fyr- ir fjárfestum. Það merkilegasta af öllu merkilegu við þetta hernaðar- brölt vorra ágætu stríðsherra er, að í áætlunum er treyst á grandvaraleysi og áhugaleysi íslensku þjóðarinnar. íslendingar; höfum hugfast að landið okkar er dýrmætara en svo að það verði metið til fjár. Ekki síst ef á það er litið, að allt slíkt mat er unn- ið af mönnum sem einungis hugsa um skjótfenginn gróða, en láta lang- tímamarkmið lönd og leið. Nú sem fyrr er það þjóðin sjálf sem ræður á hvem veg okkar svipsterka land er metið. En ef þeir sem fóma vilja náttúruperlum fá hér að ráða for, þá fer hér allt á versta veg og þá fyrst verður ísland sviplaust. Kristján Hreinsson manna á hemámsliðinu og þjappa ísraelsmönnum saman í tortryggni og heift í garð „hryðjuverkamanna". Þess má geta að forsætisráðherrarnir Sharon, Peres, Begin og Sham- ir voru allir hryðjuverkamenn í andspyrnunni gegn Bretum á sínum tíma og áttu stóran þátt í þjóðernishreinsununum miklu 1948, sem arabar kalla Nakba, eða ógæfuna miklu, þegar hundruð þúsunda voru hrakin á flótta og tugir þús- unda drepnir. Afkomendur þessa flóttafólks eru nú 3,7 milljónir, dreifðar um arabalönd, helmingurinn í Jórdaníu. Um milljón manns í Gaza er í flóttamannabúðum frá 1948 og annað eins á Vestur- bakkanum, um hálf milljón í Líbanon. Þetta eru þær „stöðv- ar hryðjuverkamanna" sem ísraels- menn skjóta á úr fallbyssum og þyrl- um, að því er virðist með velþóknun þeirra sem telja baráttu gegn órétt- látu og níðingslega harkalegu her- námi 'óafsakanleg hryðjuverk. - Sharon ætti að líta sér nær. Gunnar Eyþórsson Ummæli Ævintýramennska og öfugþróun „í krafti skattpen- inga almennings standa nú tveir helstu leiðtogar meirihlutans fyrir stórtækum fyrirætl- unum um samkeppn- isrekstur á fjar- skiptasviöi. Með stofnun og rekstri fyrirtækisins Línu.Nets hf. hafa stjómmálamenn fetað sig inn á nýj- ar brautir ... Ævintýramennska sú sem nú er í gangi getur reynst skattgreiðendum dýrkeypt áður en yfir lýkur. Hér er á ferðinni slík öf- ugþróun við það sem almennt er að gerast í samfélaginu að undrun sæt- ir. Reykvíkingar hljóta að spyrja sig hvort eðlilegt sé að pólitískt kjörnir fulltrúar þeirra standi í slíkum rekstri." Inga Jóna Þóröardóttir á vefnum Reykjavík2002.is Kvótinn er skrímsli „Lánleysi þeirra manna er ráðskast með landbúnað á ís- landi virðast engin takmörk sett. Allir vita orðið hverslags skrímsli kvóti eða framleiðsluréttur í mjólk og dilkakjöti er orðinn og hef- ur reyndar alltaf verið. Og enn hækkar það verð sem boðið er fyrir mjólkurkvóta ef hann einhvers stað- ar er falur. Heyrst hefur talan 260 kr. fyrir lítrann. Gaman væri að sjá reikningsdæmiö um að slik fjárfest- ing borgi sig. í það minnsta hlýtur það að taka langan tima.“ Eyþór Ólafsson bóndi á Suöurland.net Er eðlilegt að leynd hvfli yfir kostnaðarácetlunum vegna Kárahnjúkavirkjunar? Steinþór Heiðarsson, starfsmaður þingflokks VG. Það tel ég algerlega fráleitt „Nei, þaö tel ég algerlega fráleitt. Landsvirkjun er í eigu almennings og getur ekki skorast undan því að gefa eigendum sínum slíkar upplýsingar. Forsvarsmenn Lands- virkjunar hafa þrásinnis lofað því að ekki verði ráðist i framkvæmdina nema hún skili fyrirtækinu ákveðnum arði. Ef áætlanir um kostnað við þessa risavirkjun þola ekki dagsljósið þá lofar það ekki góðu um efndir á loforðunum. Landsvirkjun og rík- isstjórn fóru flatt á því að reyna að sýna fram á hagkvæmni Fljótsdalsvirkjunar í fyrravetur enda var útilokað að reikna dæmið neitt í áttina að þeirri útkomu. Menn virðast ekki ætla að láta það henda sig aftur og grípa til þess ráðs að einoka upp- lýsingamar til að forðast gagnrýna umræðu.“ Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Ekkert leyndarmál af okkar hálfu „Það hefur ekki verið neitt leyndarmál af hálfu okkar hjá Landsvirkjun að fyrri hluti framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun kostar um 70 milljarða króna og síöari hlutinn um 20 milljarða. Hins vegar er í reglugerð með lögum um mat á um- hverfisáhrifum heimilað að sá sem stendur að framkvæmdum gefi ekki upp kostnaðaráætlun í skýrslunni, telji hann það þjóna sínum við- skiptahagsmunum. Umræðan sem nú hefur sprottið upp stafar af því að í skýrslunni nýtum við okkur þessa heimild, þ.e. birtum ekki sund- urliðaða kostnaðaráætlun. Slíkt myndi skaða hagsmuni okkar við útboð á verkefninu og í samningum um orkuverð." Sigurður Kári Kristjánsson, formaöur SUS. Eiga að vera uppi á borðinu „Almennt séð eiga allar kostn- aðartölur að vera uppi á borðinu, sérstaklega þegar um er að ræða framkvæmdir á vegum hins opinbera. Hins vegar er rétt að halda leyndum tölum um kostnað við einstaka verkþætti áður en þeir hafa verið boðnir út, rétt eins og almennt er gert í útboðum. EOa er ekki hægt að tryggja skflvirkni útboðsins og að það skili lágum kostnaði og hagsbótum fyrir skatt- greiðendur. Að loknu útboði á skOyrðislaust að upplýsa um aOa kostnaðarþætti hvers verkþátt- ar. Reynslan um skrifstofuhús Alþingis sýnir að feluleikur í útboðsstefnu hins opinbera leiðir til kostnaðarauka og þess aö traust almennings til stjórnvalda rýmar.“ Jón Kr. Sólnes, lögmadur á Akureyri. Sjálfsagt að halda þeim leyndum „Mér finnst alveg sjálfsagt að upplýsingum um sundurliðun á kostnaöaráætlun sé haldið leyndum, þar tO til- boða hefur verið aflað og tOboðsfrestur er runn- inn út. Slíkt er ævinlega gert i útboðum, enda þótt allar tölur séu svo uppi á bórðinu þegar tfl- boð hafa verið opnuð. Landsvirkjun fer hér því eftir mjög eðlilegum leikreglum sem gilda á þessum vettvangi. Eins og staðan er nú stefnir aOt í að Kárahnjúkavirkjun rísi, þótt ég fagni því líka að aðrir möguleikar í virkjunarmálum landsmanna séu skoðaðir með opnum huga og nefndi þar til dæmis hugmyndir manna um að afla aukinnar orku tO Norðuráls með gufuafls- virkjun.“ Einstaklingar í haröri lendingu Landsvirkjun hefur ákve&ið aö gefa ekki upp aö svo komnu máli hver áætlaður kostnaður vegna einstakra þátta við byggingu fyrirhugaðar stórvirkjunar eystra sé. Mörgum hlýtur að hafa komið óþægilega á óvart þegar upplýst var fyrir skemmstu að ekki líði svo dagur að einhver landi okkar og náungi geri ekki tilraun tO sjálfsmorðs. Oft mis- heppnast ætlunarverkið og er þá gjaman reynt á ný. En æriö oft er svo að verki staðið að endurtekning er óþörf. Samkvæmt upplýsingum land- læknis er hér um víðtæka og hættu- lega meinsemd í samfélaginu að ræða sem ber að taka á sem alvarlegu hefl- brigðisvandamáli. Ástæðurnar fyrir því að fólk treystir sér ekki til að lifa eru misjafnar og einstaklingsbundn- ar en hljóta ávallt að tengjast örvænt- ingu og vonleysi. Hörmungarsaga til afspurnar Nýlega sannfrétti sá er hér hripar á skjá af manni sem tók líf sitt þegar lánastofnun tók fína jeppann hans traustataki. Maðurinn gat ekki staðið í skilum með umsamdar afborganir og neytti lánardrottinn réttar síns og tók leikfangið dýra í sína vörslu. Það fylgdi sögunni að flestir félagar hins framliðna hafi einnig yfir svipuðum farartækjum að ráða. Það mun ekki síst hafa verið ástæða til þess að sá örvæntingarfulli gat ekki horfst í augu við lífið né nánasta umhverfi, jeppalaus, niðurlægður og fátækur. Þessi hörmungarsaga endurspegl- ast í DV-frétt í vikunni sem leið. Þar lýsti starfsmaður Ráðgjafarþjónustu um fjármál heimilanna örtröð fólks í fjármálavandræðum. Auðfengin lán og óhófseyðsla koma ótölulegmn fjölda fólks á kaldan klaka. Lífsvið- horfin stjórnast af sýndarmennsku; að taka þátt í leiknum um frama og fjárhagslega velgengni er meira virði en aðgæsla og traust lífsafkoma, sem kannski er ekki glæsfleg á ytra borði en eigi að síður farsæl. Góðærið snýst í martröð Það er einkum yngra fólk sem ekki þekkir ann- að en síaukna hagsæld, gegndarlausan áróður stjórnvalda um endalaust góðæri og gyfliboð lána- stofnana og kaupahéðna um auðfengin lífsgæði, sem ánetjast óhófinu og lendir i hremmingum sem því er ofviða að losna úr. Þetta er sú harða lending efhahagslífsins sem snýr að þeim sem ekki kunna fótum sínum forráð á fiármála- sviðinu og lítið hefur verið varað við til þessa. Sist af öOu hafa sölumenn fiár- magns dregið úr ungæðis- legum væntingum eyðsluklónna um ævarandi uppgangstíð og blómlegan hlutabréfamarkað. Úrtölu- menn eru taldir stefna góð- ærinu í voða, þvi nýja hag- kerfið byggir á bjartsýninni einni saman. Það er sem sagt hugar- burður en ekki raunveruleiki sem ’ æður efnahagslegu framvindunni. Að minnsta kosti þangað til annaö kemur í ljós og væntingarnar snúast upp í martröð, sem meira að segja auglýsingabransinn ræður ekki við að snúa upp i glansmynd óraunveru- leikans. Einhvern tíma hefur sú viska ver- ið kölluð hrossa- eða hnífakaup. En þar sem þau hugtök eru ekki talin gild í nýju hagfræðinni er rétt að út- skýra þau ögn nánar. En taliö var leyfilegt að blekkja og svíkja þegar hnífakaup voru gerð. í hrossakaupum sýnast gömlu lögmálin enn í fuflu gildi ef marka má fréttir af þeim vett- vangi. Glansmynd eða raunveruleiki Ráðgjafinn sem DV ræddi við um örtröð ráðviOtra skuldara minntist á að tímabært sé að skólakerfið fari að sinna fiármálakennslu og upplýsi Oddur Olafsson skrifar nemendur um undirstöðuat- riði heimflisreksturs. Þarna er komið að kjarna máls, og þá setur menn hljóða eins og alkunnugt er, eða ætti að vera. í breytflegum heimi er kúvent í menntamálum enn og aftur og eru nú tölvur og upplýsingatækni svokölluð orðin þungamiðja kennsl- unnar. En á glæstri upplýs- ingaöld sýndarveruleika og upplýsingastreymis gleym- ist að hagkerfi væntinga og hagsýni eiga ekki aOtaf samleið. Glansmynd auglýsingatækninnar og væntinga um glæstan lífsstíl og raun- veruleiki samdráttar og skuldadaga eru þegar að er gætt sín hvor hliðin á sama peningi. Eitt sinn var sagt að stríð væri aOt of alvarlegt mál til að hershöfðingjum sé trúað fyrir því. Svipað má segja um fiármálamarkaðinn. Að láta bankastjóra og verðbréfasala eina um að upplýsa almenning um hvernig hann á að spila í fiármálalottóinu er fásinna, eins og er að koma æ betur í ljós. Aftur á móti gæti menntakerfið komið að einhverjum notum við að kenna einfaldan búrekstur og hvern- ig á að fá debet og kredit til að stand- ast á. En þá þurfa krakkarnir líka að læra samlagningu og frádrátt, sem er afturhvarf tfl fortíðar, en getur varð- að sjálfa lífshamingjuna þegar nýju hagkerfin og kolbrjálaðar væntingar leika einstaklingana eins grátt og dæmin sanna. „Fjöldi fólks lendir í hremmingum þegar væntingar um síaukna hagsæld ganga ekki upp. Er tími til kominn að skólakerfið hefji kennslu íeinföldustu lögmálum sem lúta að fjármálum heimila.“ f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.