Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001
Fréttir DV
Sérfræðingur telur þætti í skýrslu um umhverfismat Kárahnjúka ófullnægjandi:
Ahættu mat vegna
virkjunar vanburða
- verkfræðingar og hönnuðir stíflunnar vísa áhyggjum á bug
Umljöllun umhverfismatsskýrsl-
unnar um Kárahnjúkavirkjun er ófull-
nægjandi vegna þess að ekki er hægt á
grunni hennar að meta ásættanlega
áhættu sem þessum framkvæmdum
fylgir. Ónógar rannsóknir hafa farið
fram á líkum á hættu vegna jarðelda,
landskjálfta og manngerðrar hættu.
Miklum Qármunum hefur því verið
varið til undirbúnings virkjunarinnar
áður en almenningur hefur fengið um
það fulla vissu að stíflumannvirki
haldi vatni og rofni ekki vegna jarð-
skorpuhreyfmga og manngerðra jarð-
skjáifta.
Þetta er meginniðurstaða dr. Guð-
mundar Sigvaldasonar, jarðefnafræð-
ings og fyrrverandi forstöðumanns
Norrænu eldfjallastöðvarinnar, i er-
indi um umhverfismat vegna Kára-
hnjúkavirkjunar á fundi Landvemdar
í gær. Hann skilgreinir áhættu sem
þann stuðul sem fæst ef líkur á hættu
era margfaldaðar með verðgildi fram-
kvæmdarinnar. Kárahnjúkavirkjun er
sennilega stærsta orkuver sem reist
yrði á eldvirku svæði í heiminum og
Guðmundur benti á að ein grunnfor-
senda Kárahnjúkavirkjunar væri at-
huganir á þéttri sprunguþyrpingu og
hugsanlegu misgengi undir fyrirhug-
uðum stíflumannvirkjum sem myndu
lyftast og síga í takt við ísfarg á Vatna-
jökli. „Hvergi er minnst á þetta atriði,
hvorki í matsskýrslunni né fylgiriti
um jarðfræði stíflustæðis," sagði Guð-
mundur.
Vísaðábug
Þessum meginniðurstöðum Guð-
mundar visa verkfræðingar og hönnuð-
ir stíflunnar alfarið á bug. Bæði Sigurð-
ur Þórðarson hjá VST og Pálmi Jóhann-
esson frá erlenda verkfræðifyrirtækinu
Harza, sem unnið hefur við stíflugerð
lengi erlendis, sögðu efasemdir Guð-
mundar ekki á rökum reistar. Sigurður
sagði að í bakskýrslum kæmi fram mat
á áhættu vegna mannvirkja og eins í
undirskýrslu vegna hugsanlegs flóðs
vegna stíflurofs. Eins benti Pálmi á að
sú tegund stiflu sem þarna væri áform-
Rýnirinn
Guðmundur E. Sigvaldason rýnir hér
/' skýrslu um umhverfismat. Hann
telur menn ekki geta sett fram
viðunandi áhættumat fyrir virkjunina
á grundvelli þeirra rannsókna sem
fyrir liggja.
að að byggia væri þannig að hún myndi
þola jarðhræringar langt umfram það
sem ætla mætti að yrðu á þessu svæði.
Stíflan ætti að þola allt að 7 stiga
skjálfta á Richter. Sigurður Amalds,
verkefnisstjóri umhverfismatsins, sagð-
ist í samtali við DV í gær geta tekið und-
ir með Pálma að þessar stíflur væru
óvenju sterkar og sveigjanlegar, hann
hefði sjálfur tekið þátt i að byggja eina
slíka í Taílandi á sínum tíma.
í skýrslu Landsvirkjunar um um-
hverfismat vegna Kárahnjúkavirkjunar
er lítið rætt um hættu vegna jarðelda
eða landskjálfta. Skýrslan gefur engar
upplýsingar um sögu og goshegðun
Snæfells, næstu eldstöðvar við virkjun-
arsvæðið, enda hafa nær engar rann-
sóknir verið gerðar á Qallinu. „itarlegt
líkindamat, byggt á bestu fánlegum
gögnum og sérfræðilegri túlkun gagna
um áhættu af völdum eldvirkni og land-
skjálfta, er nauðsynleg forsenda ákvarð-
anatöku á grundvelli umhverfismatsins.
Slíkt líkindamat hefur ekki verið gert.
Forsendur ákvarðanatöku eru því ekki
fyrir hendi,“ sagði Guðmundur.
Alls 16 bergsprungur era undir gljúfr-
inu samkvæmt athugunum. Yfirborð
Áhugamenn
Á fundinn mættu margir áhugamenn
um hálendið, þar á meðal þessir
tveir, Hjörleifur Guttormsson og
Ólafur F. Magnússon.
Dimmugljúfradyngju er 20 metrum neð-
ar í vesturvegg gljúfursins en í austur-
veggnum. Það gæti bent til allt að 20
metra misgengis um sprunguskarann í
gljúfurbotninum og sagði Guðmundur:
„Sprangur í stíflustæði og botni uppi-
stöðulóns era mjög alvarlegt mál, sem
krefst vandlegrar umfiöllunar sérfræð-
inga sem geta gefið umsögn um hver
áhrifin eru á grunnforsendur virkjunar-
innar. Þungi stíflumannvirkja kann að
opna sprungur og valda vatnstapi úr
uppistöðulóni. Þeir sérfræðingar, sem
ég hefi leitað til, telja síst minni hættu á
að vatnsþrýstingur, sem byggist upp
bak við stífluna muni valda jarðskjálfta-
virkni, manngerðir jarðskjálftar, með
hugsanlegri veikingu á undirstöðum
stifhmnar."
Sigurður Amalds, verkfræðingur hjá
Hönnun og verkefhisstjóri umhverfis-
matsins, segir að á fúndinum i gær hafi
efasemdum Guðmundar verið svarað og
málið útskýrt. í samtali við DV í gær-
kvöld tók Guðmundur undir að umræð-
an hefði verið gagnleg, en meginatriðin
i rýni hans á matsskýrsluna stæðu þó
eftir óhögguð. -BÞ
Átökin á ársfundi Alþýðusambandsins:
Landsbyggðin varð undir
DV-MYND E.ÓL
Stillt yfirborð
Undir stilltu yfirborði ASÍ kraumaði mikil valdabarátta. Hér stinga saman
nefjum Pétur Sigurðsson, Eiríkur Stefánsson og Grétar Þorsteinsson.
Sprengjuvélin:
Farin vestur
Breiðþota bandaríska flugfélagsins
United Airlines, sem nauðlenti á Kefla-
vikurflugvelli í fyrradag vegna
sprengjuhótunar, hélt vestur um haf
klukkan 20 í gærkvöld með 296 farþega
og 12 manna áhöfn.
Upphaflega átti vélin að yfirgefa
Keflavíkurflugvöll klukkan 15 í gær en
þegar verið var að færa vélina að flug-
stöðvarhúsi sprakk framhjól og seink-
aði brottfór vegna þess.
Að sögn Jóhanns Benediktssonar,
sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, tek-
ur bandaríska alríkislögreglan, FBI,
við vélinni vestra og annast rannsókn
málsins. Engin sprengja fannst við leit
í vélinni á Keflavíkurflugvelli en vara-
litur, sem hótunin var skrifuð með á
salerni vélarinnar, fannst. „Það er eðli-
legur framgangur málsins að FBI taki
við rannsókninni. Okkar hlutverk var
fyrst og fremst að tryggja öryggi far-
þega og að rannsóknarvettvangi væri
ekki spillt," segir Jóhann Benedikts-
son sýslumaður. -aþ
Eftir miklar deilur, valdabaráttu
og þref á ársfundi Alþýðusambands
i íslands í gær varð niðurstaðan sú
að Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðu-
sambands Vestfjarða, bauðst til að
víkja sæti í miðstjórn sambandsins
svo hægt yrði að finna þar sæti fyr-
ir Guðmund Gunnarsson, formann
: Rafiðnaðarsambands íslands. Til-
; laga um að fjölga um tvo í miðstjórn
var felld en samþykkt að fjölga
varamönnum um tvo.
Með tilkomu fomanns Rafiðnaðar-
; sambandsins í miðstjóm var ljóst aö
| Starfsgreinasamband Islands yrði að
sjá af einum 7 fulltrúa sinna úr mið-
stjórninni. Hvorki landsbyggðarmenn
né „Flóamenn" svokölluðu af höfuð-
borgarsvæðinu vora tilbúnir að gefa
1 eftir sæti baráttulaust, en niðurstað-
an varð sú að eftir að Pétur bauðst til
að víkja hafa „Flóamenn" innan
Starfsgreinasambandsins 4 menn í
miðstjórn en landsbyggðin 2 menn.
Krafa Rafiðnaðarsambandsins um
í varamann í miðstjórn var hins vegar
leyst með því að fjölga fulltrúum þar.
„Við erum mjög ósáttir við þessa
niðurstöðu og rýran hlut lands-
byggðarinnar í miðstjóm. Heilu
landsvæðin eiga engan fulltrúa í
miðstjórninni, s.s. Norðurland
vestra, Vestfirðir og Suðurland, og
innan Starfsgreinasambandsins er
enginn fulltrúi á öllu svæðinu frá
Reykjavík til Akureyrar. Þetta er
óásættanlegt, ekki síst með tilliti til
þess alvarlega atvinnuástands sem
ríkir á landsbyggðinni,“ segir Aðal-
steinn Baldursson, formaöur Verka-
lýðsfélags Húsavíkur.
Forusta ASÍ var harðlega gagn-
rýnd á fundinum fyrir „valdabrölt"
í stað þess að fela fleirum forustu-
störf innan sambandsins. I kjöri
varaforseta ASÍ til tveggja ára var
kosið milli Halldórs Björnssonar,
fráfarandi varaforseta, og Óskars
Stefánssonar, formanns bifreiða-
stjórafélagsins Sleipnis, og hlaut
Halldór 73% atkvæða og yfirburða-
kosningu.
-gk
Kostnaðaraukning
Kjarasamningar
sem Reykjavíkur-
borg hefur gert við
starfsfólk sitt í vetur
munu kosta borgina
um 1848 milljónir
króna þegar á þessu
ári. Þar af kosta
samningar við
grunnskólakennara 836 milljónir
króna á þessu ári en 1567 milljónir
króna miðað við heilt ár.
Sjóvá hagnast
Sjóvá-Almennar högnuðust um 208
milljónir króna á fyrstu þremur mán-
uðum ársins eftir skatta.
Stjóm félagsins segir afkomu af vá-
tryggingarekstri hafa batnað eftir
slæma afkomu undanfai’inna ára,
einkum í ökutækjatryggingum.
Gamlar rannsóknir
Gögn Hafrann-
sóknastofnunar rnn
náttúrlegan dauða
þorsks era frá áran-
um 1930 til 1964. „Það
er ótrúlegt að í svari
Hafrannsóknastofn-
unar kemur fram að
þeir styðjast við gögn
frá árunum 1930 til 1964 þegar þeir tala
um náttúrlegan dauða fisks,“ segir
Grétar Mar Jónsson, forseti FFSÍ. -
Fréttablaöið greindi frá.
Skuldasúpa
Minnihluti Vestmannaeyjalistans í
bæjarstjóm Vestmannaeyja segir fjár-
hagsstöðu bæjarins svo afleita að ekki
megi við svo búið standa og sat hjá við
afgreiðslu ársreikninga bæjarfélags-
ins. Skuldir hafi vaxið úr 769 þúsund
krónum á hvem íbúa árið 1999 í 969
þúsund krónur árið 2000, eða um 26%.
- Fréttablaðið greindi frá.
Leiga á þyrlu?
Ekki liggur ljóst fyrir hvenær rann-
sókn flugslysanefiidar á þyrlu Land-
helgisgæslunnar, TF-SIF, mun ljúka.
Þyrlan stórskemmdist við nauðlend-
ingu sl. fóstudagskvöld á Snæfellsnesi.
Skúli J. Sigurðarson, formaður rann-
sóknamefndar flugslysa, segir mögu-
legt að leigja þurfi þyrlu á meðan.
Kæra Ólaf
Félagið Ísland-Palestina hefur sent
Blaðamannafélagi íslands kæra og ósk
um álit siðanefiidar BÍ á fréttaflutningi
Ólafs Sigurðssonar, fréttamanns Sjón-
varpsins, frá ísraei. Telja samtökin
fréttaflutninginn einhliða áróður ísra-
elsstjómar.
Húsbréfálán hækka
Reglugerðarbreyting sem ríkis-
stjómin samþykkti í gærmorgun kveð-
ur á um að húsbréfalán stórhækka og
veðlánaflutningar verða heimilaðir.
Hámarkshúsbréfalán verður 9 milljón-
ir króna og hækkar um allt að 1.600.000
krónur.
Kárahnjúkavirkjun
I gær vora opnuð verðtilboð í verk-
fræðiþjónustu fyrir Kárahnjúkavirkj-
un að undangengnu forvali. Tilboð
bárast frá fimm aðilum og var Verk-
fræðistofa Sigurðar Thoroddsen og
samstarfsaðilar með lægsta tilboð upp
á 1.153 milljónir króna. Hæsta tilboðið
nam 2.432 milljónum króna.
Fjármálaráðherrar fúnda
Fjármálaráðherr-
ar Norðurlanda
halda reglulegan
fund sinn í Helsinki
nk. fóstudag, l. júní.
Einnig verða á fund-
inum ráðherrar frá
Færeyjum og
Álandseyjum. Geir
H. Haarde fjármálaráðherra situr
fundinn fyrir íslands hönd.
-H.Kr.