Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001
I>V
7
Fréttir
Bæjarstjóraefni D-lista á Nesinu valið í prófkjöri:
Fjórir orðaðir
við framboð
- er að skoða málið, segir formaður kjördæmisráðs
Sigurgeir Sigurðsson, bæjar-
stjóri í Seltjarnarnesbæ, verður
búinn að sitja i 40 ár sem sveitar-
og bæjarstjóri á Nesinu þegar kjör-
tímabilinu lýkur í sumarbyrjun á
næsta ári. Allt er í óvissu um arf-
taka hans en ákveðið er að efna til
prófkjörs í Sjálfstæðisflokknum í
haust þar sem formaður kjördæm-
isráðs Sjálfstæðisflokksins er ofar-
lega á blaði.
Talsverður
ágreiningur var
innan flokksins
um hvort aug-
lýsa ætti stööu
bæjarstjóra eða
efna til próf-
kjörs. Niðurstað-
an varð sú að
efna til prófkjörs
3. nóvember og
mun sá sem
mest fylgi hlýtur í oddvitastöðu
jafnframt verða bæjarstjóraefni
listans. Með prófkjöri er einnig
ljóst að væntan-
legt bæjarstjóra-
efni verður inn-
anbæjarmaður
eins og prófkjör
gerir ráð fyrir.
Að sögn Jóns
Hákonar Magn-
ússonar, vara-
manns í bæjar-
stjórn, hefur
enginn tilkynnt
sig enn þá. Nokkur nöfn hafa þó
flogið fyrir í umræðu um væntan-
lega þátttakendur i slíku próf-
kjöri. Þar má m.a. nefna Ásgerði
Halldórsdóttur, viðskiptafræðing
og formann nýs kjördæmisráðs
suðvestur-kjördæmis, Jónmund
Guðmarsson stjórnmálafræðing,
Ingu Hersteinsdóttur verkfræðing
og Maríu Ingvadóttur.
Ásgerður Halldórsdóttir segist í
samtali við DV enn ekki vera búin
að gera upp hug sinn. „Ég er enn
að hugsa málið þar sem ég er i
Jónmundur IVlaría
Guðmarsson. Ingvadóttir.
góðri stöðu í dag. Maður er þó
búinn að starfa i pólitíkinni á Nes-
inu sl. 20 ár og mjög mikið síðustu
12 árin. Spurningin er því hvort
maður vill fara í slaginn eða vera
áfram í bakvarðasveitinni. Ég er
bara að meta kosti og galla við
þetta allt saman.“
Sigurgeir Sigurðsson verður bú-
inn að sitja í tíu kjörtímabil á 40
árum þegar hann stendur upp úr
stólnum á næsta ári og því með
langlengstan starfsferil bæjar-
stjóra að baki. Næstur honum
mun koma Ólafur Kristjánsson,
bæjarstjóri i Bolungarvík. Sigur-
geir sat reyndar fyrst í hrepps-
nefnd Seltjarnarneshrepps og varð
síðan sveitarstjóri. Eftir að hrepp-
urinn hlaut kaupstaðarréttindi
árið 1969 varð Sigurgeir fyrsti bæj-
arstjórinn. Hann er jafnframt sá
eini sem þar hefur starfað í 32 ára
sögu kaupstaðarins.
Ekki þykir áhlaupaverk að feta í
fótspor svo vinsæls bæjarstjóra
sem Sigurgeir hefur verið. „Ég
myndi halda að það yrði erfitt til
að byrja með. Þá má líka búast við
breytingum með nútímalegri
stjórnunarháttum. Einnig má gera
ráð fyrir uppstokkun á skipuriti
bæjarins með nýju fólki,“ segir Ás-
gerður Halldórsdóttir. -HKr.
DV-MYND BRINK
Festur upp á þráð!
Það var netamaður sem dyttaði að skipi í slippnum á Akureyri í vikunni. Ekki var
þetta þó hefðbundinn netamaður sem þarna var á ferð heldur loftnetamaður!
Sigurgeir
Sigurðsson.
Ásgerður
Halldórsdóttir.
lokcivikct!
Verslunin hættir.
Allt á að seljast.
Frábært verð.
Álnabúðin Háaleitisbraut 58-60
S. 588 9440.
Hálsmen
eða prjónn,
I4k gull.
Verö 4.200
Trúlofunar-
hringir
Gott verð,
mikið úrval
tbn Sipunbson
Skartgripaverslun,
Laugavegi 5,sími 551 3383.
Spönginni.Grafarvogi, sfmi 577 1660.
13.000 kr
Lesendum DV býðst einstakt tækifæri á ferð til London með lágfargjaldaflugfélaginu Go.
Fargjaldið kostar aðeins 13.000 krónur báðar leiðir með sköttum.
Safnið merkjum
Það sem lesendur þurfa að gera er að
safna 4 sérstökum Go merkimiðum
sem birtast í blaðinu næstu daga* og
bóka flug dagana 29. maí til 4. júní.
Tilboðið gildir fyrir flug á tímabilinu 2.
júní til 20. júlí. Go flýgur til London alla
daga vikunnar.
* Go merkin birtast í DV frá 29. maí til 1. júní 2001.
go
Hvernig á að bóka flug
Farðu á heimsíðu Go á slóðina www.go-fly.com. Undir „what s new" er
krækjan „offers" og þar er DV-tilboðið. Sláðu inn aðgangsorðið sumarleyfi
og bókaðu flug.
Við innritun í Leifsstöð þarf að sýna öll 4 Go merkin sem birtast
í DV dagana 29. maí til 1. júní til staðfestingar á tilboði.
Ef ekki eru laus tilboðssæti þann dag sem þú óskar þér mælum við með
því að þú hafir nokkurn sveigjanleika í vali á ferðadögum.
Góða ferð með Go og DV!
ódýri ferðamátinn til london
|F Samkvæmt skilmálum • 350 kr. kostnaður v/greiðslukorts • Flogið er til Standstedflugvallar í London
Skilmálar
Lágmarksdvöl 2 nætur.
Tilboðið gildir ekki á
sunnudögum og föstu-
dögum. Ekki er hægt að
breyta bókuðu flugi né
fá það endurgreitt.
Merkin gilda fyrir 2 sæti.
Heimferð er fyrir 20. júlí.