Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Page 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001 DV Yasser Arafat Vill ráöstefnu um málefnin fyrir botni Miöjarðarhafs. Enginn árangur Fundur sendinefnda Palestínu- manna og ísraela til að binda enda á átta mánaða átök þjóðanna bar engan árangur og hefur annar fund- ur verið boðaöur á fimmtudaginn. Enn er sami ásteytingarsteinninn sem kemur í veg fyrir uppbyggileg samskipti á milli þjóðanna. Israelar standa við þá kröfu sína að Palestinumenn geri sitt til að stöðva átökin. Palestínumenn, sem og erlend ríki, fara fram á að ísraelar stöðvi landnám sitt í landi Palestínu. ísra- elska ríkisstjómin ákvað hins vegar í gær að heimila byggingu 700 nýrra húsa þrátt fyrir alþjóðlega andstöðu og gegn alþjóðlegum sáttmálum. Yasser Arafat hefur farið fram á alþjóðlega ráðstefnu um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Óþekktir ættbálkar Rannsóknarleiðangur á vegum brasilískra yfirvalda fann ummerki um a.m.k. 17 nýja indíánaættbálka djúpt inni í Amazon-frumskóginum sem ekki var vitað um áður. Leiðangurinn gerði enga tilraun til að hafa samband við ættbálkana. Stór svæði frumskógarins hafa ver- ið friðuð en ólöglegur námugröftur, veiðiþjófnaður og skógarhögg eyði- leggur sífellt meira land hvar frum- stæðir ættbálkar Amazon lifa. Nýlega gafst loks ættbálkur Djapas-indíána upp á gömlum lífs- háttum sínum vegna minnkandi landsvæðis og vinna þeir nú fyrir sér sem veiöimenn og verkamenn fyrir „þróaðri" ættbálk indíána fyr- ir fót og vestrænan vaming. Búa sig undir leit Hermenn á Filippseyjum leita nú mannræningja og 20 gísla þeirra. Gíslunum hefur veriö hótaö lífláti. Gíslarnir ófundnir Yfirvöld á Filippseyjum lýstu því yfir í morgun að uppreisnarmenn og gíslarnir 20, sem rænt var frá ferðamannaeyju um helgina, væru enn ófundnir. Vonast er til að leitin að þeim beri árangur í dag. Samtök Abu Sayyaf lýstu yfir ábyrgð á ráninu á þremur Banda- ríkjamönnum og sautján Filippsey- ingum frá ferðamannastöðunum. I gær hringdi talsmaður uppreisnar- manna og hótaði því að gíslarnir yrðu teknir af lífi gerði herinn árás. Samtök uppreisnarmanna vilja stofna óháð múslímskt ríki á suður- hluta Filippseyja. Meirihluti með ákæru á Wahid Tveir stærstu flokkarnir á indónesíska þinginu hvöttu í morg- un til þess að forseti landsins, Ab- durrahman Wahid, yrði leiddur fyr- ir ríkisrétt vegna spillingar og van- hæfni. Flokkarnir tveir eru með meiri- hluta á þingi. Gert er ráð fyrir að umræðan á þinginu haldi áfram í allan dag. Yfir eitt þúsund hermenn og lög- reglumenn gættu í morgun þing- hússins í Jakarta. Nær fimm þús- und stuðningsmenn forsetans reyndu að komast inn í þinghúsið og komust nokkrir þeirra í gegnum op á girðingu. Margir stuðningsmannanna höfðu komið frá Java sem er heima- hérað forsetans. Voru þeir vopnaðir bareflum. Hótuðu stuðningsmenn- imir blóðbaði yrði forsetinn hrak- inn frá völdum. Fyrr í morgun kom til átaka milli stuðningsmanna Wa- Stuöningsmaöur Wahid Einn stuöningsmanna Indónesíuforseta hvetur til baráttu. hids og öryggissveita á austurhluta Java. Myndaðar hafa verið svokallaðar sjálfsmorðssveitir sem hafa heitið því að berjast til síðasta manns til þess að verja forsetann. Hafa sveit- imar einnig hótað að taka pólitíska keppinauta Wahids af lífi. I gær voru hermenn og lögreglu- menn á verði við járnbrautarstöðv- ar og biðstöðvar langferðabifreiða og gerðu leit á þeim sem komu frá austurhluta Java. Hald var lagt á hnífa, sveðjur, spjót og önnur vopn. Wahid lét sér nægja á mánudag- inn að biðja stuðningsmenn sína um að fara eftir lögum og reglum. Hann hefur ekki fordæmt ofbeldi stuðningsmanna sinna. Ákveði þingið að leiða forsetann fyrir ríkisrétt mun málið fara áfram til hæstaréttar sem getur hafið um- fjöllun þegar hann kemur saman í ágúst næstkomandi. Að bóna risaskó Indverskur verkamaöur bónar hér risa-inniskó i borginni Agra á Indlandi. Inniskórinn er úr leöri og vegur lítil 45 kíló sem gerir hann frekar óþjálan á fæti, fyrir utan stæröina. Gerö inniskósins tók ekki nema um 3 mánuöi og var geröur af skósmiönum Abdul Rashid Warsi sem stefnir á aö fá skóinn skráðan í Heimsmetabók Guinness. Þjóðstjórn Makedóníu bjargað í bili Flokkar slavneskra og albanskra þjóðarbrota í þjóöstjórn Makedóníu hafa komist að samkomulagi um aö leggja til hliðar deilur sínar um leynilegt friðarsamkomulag al- bönsku flokkanna við albanska skæruliða. Þess í stað ætla þeir að vinna saman við að reyna stöðva uppreisn albanskra skæruliða og koma í veg fyrir enn eina borgara- styrjöldina á Balkanskaganum. Javier Solana, yfirmaður utanrik- ismála hjá Evrópusambandinu, var sáttasemjari í málinu, en sam- kvæmt samkomulaginu hefur þjóð- stjórnin gefiö sér tíma til 15. júní til að ná sýnilegum árangri. Leynilegt friðarsamkomulag skæruliða og stjórnmálaflokka al- banskra þjóðarbrota var harðlega gagnrýnt af bæði slavneskum Á flótta undan átökum Taliö er aö um 10.000 manns séu innikróaöir vegna átakanna. stjórnmálaflokkum sem og Evrópu- sambandinu og var hætta á að þjóð- stjórn Makedóníu leystist upp. Upphaf bardaganna er til komið vegna kvartana albanska minni- hlutans að komið sé fram við þá eins og annars flokks fólk í Makedóníu þar sem fólk af slav- neskum uppruna eru í meirihluta. Forystumenn skæruliða hafa sagt að aðeins samkomulag þeirra viö al- banska flokka þjóðstjórnarinnar geti komið á friöi, annars verði borgarastyrjöld að raunveruleika. Eins og venjulega koma átökin harðast niður á óbreyttum borgur- um og talið aö um 10.000 manns séu innikróaðir vegna átakanna. Vestræn ríki hafa fordæmt að- gerðir skæruliðanna. Bannað að bera vitni Bandaríska sendi- ráðið hefur tilkynnt frönskum dómara, sem rannsakar hvarf Frakka í Chile, að Bandarík- in vilji ekki að fyrr- verandi utanríkis- ráðherra Bandaríkj- anna, Henry Kissinger, verði kallað- ur í vitnastúku. Dómarinn vill að Kissinger beri vitni um meintan þátt Bandaríkjanna í morðum á stjórnarandstæðingum í Chile í stjórnartíð einræðisherrans Au- gustos Pinochets. Njósnir í Svíþjóð Ofursti og ráðgjafi sænska hers- ins eru grunaðir um brot sem varða öryggi ríkisins. Sænska öryggislög- reglan yfirheyrði báða mennina í gær. Rólegt í Oldham Hundruð lögreglumanna voru á götum Oldham í Englandi í gær- kvöld. Var lögreglan viðbúin róst- um fjórða kvöldið í röð en engin átök urðu milli hvítra unglinga og ungmenna af asískum uppruna. Sönnunargögn athuguð Breska lögreglan hefur lagt fram til rannsóknar sönnunargögn gegn fjórum unglingum, 14 til 16 ára, sem grunaðir eru um morðið á blökku- drengnum Damilola í London fyrir sex mánuðum. Frestar fyrirlestrum Bill Clinton, fyrrverandi Banda- rikjaforseti, sem verið hefur á fyrir- lestraferð um heiminn, frestaði í gær ferð sinni um- Japans vegna and- láts dóttur æsku- vinar síns. Clinton hafði meðal annars ráðgert fund með nýjum forsætisráðherra Jap- ans, Junichiro Koizumi. Dómari í Úkraínu ákærður Saksóknarinn í Kiev í Úkraínu hefur ákært dómara sem úrskurð- aði að stjórnarandstöðuleiðtoga skyldi sleppt úr fangelsi. Kosningasvindl á Ítalíu Leiðtogi Norður- bandalagsins á Ítalíu, Umberto Bossi, fullyrti í gær að víðtækt svindl hefði átt sér stað í þingkosning- unum á Ítalíu í þessum mánuði. Likti hann því við það sem gerðist í einræðisríkjum Suður-Ameríku. Sagði Bossi starfs- menn á hundruðum kjörstaða ekki hafa greint frá hvernig kosningar hefðu farið fram á kjörstöðum þeirra. Bossi fullyrti að samtök hans hefðu tapað þúsundum at- kvæða þar sem atkvæði sem voru gild hefðu verið ógilt. Kennsl borin á lík Múslímar í Bosníu söfnuðust í gær saman í Visoko til að leita ætt- ingja sinna sem saknað hefur verið síðan í stríðinu 1992 til 1995. Grafm höfðu verið upp um 150 lík úr fjölda- gröf sem fannst fyrr á þessu ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.