Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Síða 11
11
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001_______________________________________________________________________________________________
r>V Útlönd
Frá réttarhöldunum
Sakborningar eiga yfir höföi sér
dauöarefsingu.
Menn Bin Ladens
fundnir sekir um
sprengjuárásir
Bandarlkin vöruöu í gær þegna
sín erlendis við mögulegum árásum
samtaka í tengslum við hryðju-
verkamanninn Osama Bin Laden
eftir að fjórir samstarfsmanna hans
voru fundnir sekir um sprengju-
árásir á tvö bandarísk sendiráð í
Afríku 1998. 224 létu lífið í sprengju-
árásunum og 4600 særðust.
Tveir samstarfsmanna Bin
Ladens voru fundir sekir um beina
aðild að sprengjuárásunum í Keniu
og Tansaníu. Þeir eiga yfir höfði sér
dauðarefsingu.
Hinir tveir geta átt von á lífstíðar-
fangelsi. Réttarhöldin yfir fjórmenn-
ingunum hafa staðið yfir í þrjá
mánuði.
Talið er að Osama Bin Laden
dvelji í Afganistan. Hann er grunað-
ur um fleiri hryðjuverk gegn banda-
rískum þegnum.
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa
lofað hálfum milljarði króna fyrir
upplýsingar um hann.
Hluti njósnakerfisins
Myndin er af hluta Echelon-
njósnakerfisins í Bretlandi.
Krefjast verndar
vegna Echelons-
hlerananna
Danskir þingmenn krefjast sam-
eiginlegra reglna Evrópusambands-
ins til vemdar borgururum vegna
hlerana Echelons-njósnakerfisins.
Evrópuþingið hefur nú staðfest að
kerfið sé til og að í gegnum það sé
fylgst með tölvupósti, símtölum og
öðrum samskiptum.
Bandarískir embættismenn hafa
alltaf neitað að staðfesta tilvist kerf-
isins sem talið er að bandaríska
þjóðaröryggisráðið reki í samstarfi
við leyniþjónustur í Bretlandi,
Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. í
skýrslu Evrópuþingsins segir að
kerfinu hafi verið komið á laggirnar
eftir seinni heimsstyrjöldina. Það
hafi verið notað til að hlera simalín-
ur og samtöl á dögum kalda stríðsins.
Hlutverk njósnakerfisins í dag er
að fylgjast með hryðjuverkamönn-
um, fikniefnakóngum og óvinveitt-
um ríkisstjórnum. En samkvæmt
skýrslu Evrópuþingsins beinast
njósnirnar fyrst og fremst að sam-
skiptum einstaklinga og viðskiptum.
Ekki var hægt að staðfesta að iðnað-
amjósnir hefðu verið stundaðar.
Stærsti ósigur
íhaldsins síðan 1931
Ástæöa til að brosa
Tony Blair getur veriö brosmildur þessa dagana þar sem skoöanakannanir spá
Verkamannaflokknum stórsigri í kosningunum í næsut viku.
Nýjasta skoðanakönnun
breska fyrirtækisins ICM gef-
ur til kynna að Verkamanna-
flokkur Tonys Blairs hafi nú
19 prósentustiga forskot á að-
alkeppinautinn, íhaldsflokk-
inn, með William Hague í
broddi fylkingar.
Þetta er mikið áfall fyrir
íhaldsflokkinn þar sem ICM
sér um skoðanakannanir fyrir
Ihaldsflokkinn og hafa skoð-
anakannanir þess ávallt verið
Verkamannaflokknum óvil-
hallar. Hins vegar virðast yfir-
burðir Verkamannaflokksins
ekkert ætla að dvina og stefn-
ir í stórsigur flokksins ef
marka má skoðanakannanir,
sem sumar sýna 25 prósentu-
stiga mun á stóru flokkunum
tveim.
Allar skoðanakannanir
benda til þess að stuðningur
við íhaldsflokkinn hafi ekki
verið minni siðan árið 1931, og
aðeins skuggi af því þegar járn-
frúin Margaret Thatcher var
við völd á niunda áratugninn.
Kosningabarátta íhalds-
flokksins virðist öll meira og
minna hafa sprungið í andlitið
á þeim. Hague hefur einbeitt
sér að Evrópumálum þar sem
talið var að Blair myndi lítið
vilja ræða þau þar sem hann er
mun Evrópusinnaðri en meirihluti
bresks almennings. Blair hefur hins
vegar rætt Evrópumál óhræddur.
Einnig hefur það komið á daginn
að kjósendur setja flest annað á odd-
inn en Evrópumál og inngöngu í
myntbandalag, s.s. félagslega þjón-
ustu og menntamál.
Hague rær nú lífróður og hefur
m.a. annars kallað á tvo fyrrverandi
forsætisráðherra. Margaret
Thatcher birtist í seinustu viku og
ræddi skörulega um Evrópuslagsíðu
Blairs. John Major hefur nú bæst
við. Hann ásakar Verkamanna-
flokkinn um lygar og sýndar-
mennsku, samkvæmt frétt á
Reuters, og virðist litlu öðru hafa að
bæta við kosningabaráttuna sem
lýkur með kosningum 7. júní.
Afgönsk kona
Afgönskum konum er þannaö aö
vinna og bannaö aö klæöast þröngu.
Banna konum að
vinna fyrir hjálp-
arstofnun SÞ
Fulltrúar Matvælahjálpar Samein-
uðu þjóðanna, SÞ, greindu frá því í
gær að stjórn Talebana í Afganistan
bannaði stofnuninni að ráða konur
til að annast nauðsynlega könnun
vegna dreifingar á brauði til nær 300
þúsund íbúa í Kabúl, höfuðborg
Afganistans. Nauðsynlegt er að kon-
ur annist könnunina þar sem sam-
kvæmt reglum Talebana mega karl-
ar ekki fara inn á heimili til að taka
viðtöl við konur.
Talebanar hafa einnig hert reglur
um klæðaburð kvenna. Hafa þeir
bannað kufla sem sýna vaxtarlag
þeirra. Eina leyfilega utanyfirflíkin
er burqa. I því klæðisplaggi er kon-
an eins og í tjaldi með net fyrir aug-
unum. Stjórn Talebana hafði frétt
að nokkrar konur hefðu gengið í
þrengri kufli eins og konur í öðrum
löndum múslíma ganga í. Trúarlög-
reglan í Afganistan lét á mánudag-
inn brenna yfir 43 þúsund myndir
af konum. Bannað er að taka mynd-
ir af lifandi verum í Afganistan en
myndir af körlum og dýrum sleppa
fram hjá banninu.
Kia Pride 1,3,
nýr sýningarbíll, bsk.
Verð 799 þús. kr.
Suzuki Vitara 1,6,
nskr. 04.96, ek. 84 þ. km, bsk.
Verð 890 þús. kr.
VW Goff 1,4,
nskr. 06.95, ek.103 þ. km, bsk.
Verð 630 þús. kr.
Toyota Corolla 1,6,
nskr. 06.98, ek. 43 þ. km, ssk.
Verð 1090 þús. kr.
Renault Mégane RT 1,6,
nskr. 08.97, ek. 59 þ. km, ssk.
Verð 960 þús.
Kia Sephia LS 1,5,
nýr sýningarbíll, bsk.
Verð 1290 þús. kr.
Daihatsu Applause XI 1,6,
nskr. 03.99, ek. 30 þ. km, ssk.
Verð 1090 þús. kr.
MMC Lancer Wagon 4x4 1,6,
nskr. 10.96, ek. 65 þ. km, bsk.
Verð 920 þús. kr.
Notaðir bílar
Þar sem þú færð notaða bíla á kóresku verði!
Suzuki Baleno Wagon 4x4 1,6,
nskr. 05.98, ek. 61 þ. km, bsk.
Verð 990 þús. kr.
Renauit Cllo RT 1,4,
nskr. 07.94, ek. 57 þ. km, ssk.
Verð 490 þús. kr.
KIA
KIA ÍSLAND
FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI • SIMI 555 6025 • www.kia.is