Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Side 28
NISSAN ALMERA www.ih.is FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001 Fundu furðudýr: Torkennileg græn slanga - reyndist burstaormur Haukur Ingi Ágústsson, 10 ára, var ásamt öðrum krökkum í fjöruferð fyr- ir neðan golfvöllinn á Korpúifsstöðum. Rak hann þá augun i einhverja græna torkennilega skepnu, hálfgrafna í sandinn. Þegar betur var að gáð virtist kvikindið, sem var um 40-50 sentí- metra langt, vera með einhverju lífs- marki. Sýndist þeim að um einhvers konar slöngu væri að ræða með út- stæðum brúnum broddum. Var gripið til þess ráðs að grafa hana upp og setja í poka til frekari skoðunar. Þar sem enginn kannaðist við kvikindið var farið með það á Náttúrufræðistofnun íslands til rannsóknar. Niðurstaðan var sú að hér væri hvorki um krókódíl né eiturslöngu að ræða heldur óvenju- stóran og mikinn burstaorm. Venju- lega eru þeir ekki miklu stærri en ána- maðkar, oftast ekki yflr 10 sentímetrar að lengd og gjaman hafðir til beitu á árum áður. -HKr. %'j» 'fe. 'i«t OW. 'm DánjTM.' ftn’ M ‘tojTfi Gengi deCODE: Aftur á uppleið Gengi hlutabréfa í deCODE genetics hefur stigið undanfama daga og komst í gær í fyrsta sinn síðan i mars yfir 8. Gengið mældist 8,08 á Nasdaq eftir lok- un markaða í gær og hafði þá hækkað um rúm 8% frá deginuni áður. -HKr. Árásin á Grettisgötu: Öllum sleppt í hnífstungumálinu Lögreglan í Reykjavik sleppti í gær- kvöldi tveimur mönnum sem grunaðir vora um aðild að að hafa stungið karl- mann um þrítugt í síðuna á Grettis- götu á mánudagskvöld. Sá maður hef- ur legið á sjúkrahúsi en er þó ekki í lífshættu. Samkvæmt upplýsingum DV í morgun viðurkenndi hvoragur mann- anna að hafa stungið þann þriðja. Ástæða þótti hins vegar ekki til að fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Tveir aðrir höfðu verið handteknir áður vegna málsins en þeim var einnig sleppt. Ekki liggur fyrir hver er ástæða þess að ráðist var á manninn með hnífi. Lögreglan hefur engu að síður náð að ræða við hann. Ekkert liggur fyrir um að fikniefhi tengist málinu. Rannsókn verður haldið áfram. -Ótt DV-MYND HILMAR PÖR Græn og ógeösleg furöuskepna Haukur Ingi Ágústsson, 10 ára, er hér meö kvikindið ógurlega ásamt Margréti Önnu, systur sinni, Hrafnhildi Halldórsdóttur, vinkonu þeirra, og Emil Agnars Sumarliðasyni. Mikil áhrif verkfalls á Landspítala - háskólasjúkrahús: Sjúklingarnir heim - hundruð hjúkrunarfræðinga í verkfalli - um 250 rúmum lokað Um 250 rúmum á Landspítala - há- skólasjúkrahúsi, eða um 25 prósent af legurýminu, hetúr verið lokað vegna tveggja sólarhringa verkfalls Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga sem hófst á miðnætti í nótt. í gær var göngu- deildum lokað, nema þeim sem veita neyðarþjónustu svo sem fyrir sjúk- linga með krabbamein og aðra ilikynja sjúkdóma. Þá verða bráðamóttökur og slysadeild starfræktar eins og venju- lega. Loks verður öldraðum á hjúkrun- ardeildum veitt þjónusta, sem og sjúk- lingum á geðdeild. Samtals verða ell- eíú deildir sjúkrahússins lokaðar með- an á verkfallinu stendur og dregið verulega úr starfsemi margra annarra. Félagsdómur hafnaði i gær þeirri kröfu fjármálaráðuneytisins að verk- fallið væri ólöglega boðað. Verkfall hjúkrunarfræðinga var því úrskurðað lögmætt. Að sögn Önnu Stefánsdóttur hjúkr- unarforstjóra hafa 320-350 hjúkrunar- fræðingar lagt niður störf. Alls starfa 1140 hjúkrunarfræðingar á Landspít- ala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi og við Hringbraut. Þeir sem starfa í verk- fallinu gera það samkvæmt auglýstum undanþágulista. Anna sagöi verkfallið hafa þau áhrif að öll valkvæð starfsemi legðist niður. Aðspurð hvort senda yrði sjúklinga heim vegna verkfallsins kvað Anna svo vera. Hún kvaðst ekki geta til- greint nákvæmlega þá tölu. En verk- fallið hefði þau áhrif að fólk þyrfti að fara heim og ekki hefði verið tekið inn af biðlistum það sem af væri vikunni þar sem verkfallið hefði verið yfirvof- andi. „Við höfum gert eins lítið af því eins og mögulegt hefúr verið að taka fólk inn nú síðustu dagana," sagði hún. „Þegar verkfaUinu lýkur á fimmtudag byrjum við strax að taka inn aftur.“ Herdís Sveinsdóttir, formaður Fé- lags Islenskra hjúkrunarfræðinga, sagði við DV i morgun að mikið bæri á milli í kjaradeilu hjúkranarfræðinga og ríkisins hvað varðaði laun. Að mestu væri búið að ganga frá ölðrum þáttum samkomulags milli deiluaðila. -JSS Töluverð hækkun Bensmverð breytist: segir talsmaður Olís Verðhækkun á eldsneyti er nú yfirvofandi hjá olíufélögunum. Samúel Guðmundsson, yfirmaður áhættustýringar hjá Oliuverslun íslands, sagði við DV í morgun að nýtt verð yrði tilkynnt næstkom- andi fimmtudag. „Við erum ekki tilbúnir til að gefa út fasta tölu enn þá,“ sagði Samúel við DV í morgun. „En það verður hækkun og hún verður töluverð." Enn ein hækkunin á föstudag. Samúel sagði að þrír þættir hefðu áhrif á verðbreytingar á eldsneyti nú. Fyrst bæri að telja hækkun á heimsmarkaðsveröi, í annan stað hefði dollarinn styrkst og íslenska krónan veikst. Hin olíufélögin tvö, Olíufélag ís- lands og Skeljungur, munu einnig vera að íhuga verðbreytingar á eldsneyti vegna breytinga á heims- markaðsverði og þróun íslensku krónunnar gagnvart dollar. -JSS Þrjú ung- menni slösuð DV, AKUREYRi:________________ Alvarlegt bílslys varð á Grenivíkur- vegi í Eyjafirði um klukkan 3 í nótt. Bifreið valt út af veginum skammt norðan nýju brúarinnar yfir Fnjóská. Lögreglunni á Akureyri barst til- kynning um slysið frá Neyðarlínunni og fór á staðinn. Þrjú ungmenni á aldr- inum 18-20 ára vora í bifreiðinni og slösuðust þau öll talsvert en era ekki í lífshættu að sögn lögreglu. Ljóst var að bifreiðin hafði farið margar veltur út af veginum, en málið var í rannsókn í morgun og frekari upplýsingar ekki að hafa um það sem gerðist. -gk Kveikt í geymslu Slökkviliðið í Reykjavík var kallað að Skarhólabraut í Mosfellsbæ klukk- an sex i morgun. Þar logaði eldur í geymsluhúsnæði bæjarins og að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu er þetta ekki í fyrsta skipti sem eldur kemur upp á þessu svæði. Grunur leikur á að kveikt hafi verið i geymslunni í morg- un en slökkvistarfi var ekki að fullu lokið þegar blaðið fór i prentun. -aþ Slys á stétt Eldri kona hlaut höfuðáverka þegar hún féll um rafmagnsleiðslur fyrir framan verslunina Garðheima í Mjódd. Slysið átti sér stað um þrjúleytið í gær og var konan flutt með sjúkrabifreið á Landspitalann í Fossvogi. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.